Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók í gær formlega við embætti dóms- málaráðherra eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti til- lögu Bjarna Benediktssonar, for- manns og fjármálaráðherra, í fyrra- dag. Er hún yngsti dómsmála- ráðherra Íslandssögunnar og næstyngsti ráðherra sem hefur tekið við embætti frá upphafi en hún er nú 28 ára gömul. Er hún jafnframt 31. konan til að gegna embætti ráðherra. Fram að þessu hefur Áslaug verið ritari Sjálfstæðisflokksins og for- maður utanríkismálanefndar. Málefni sem vekja athygli Áslaug hefur vakið athygli fyrir flutning á ýmsum málum á stjórn- málaferli sínum. Frumvörp hennar um opnari háskóla, sem útbýtt voru annars vegar í október í fyrra og í apríl á þessu ári hafa vakið nokkra eftirtekt. Þar er meðal annars lagt til að lögum um háskóla verði breytt og skýrt verði kveðið um að nemendur sem hafi lokið sveinsprófi eigi þess kost að fá inngöngu í háskóla. Áslaug var einnig fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám stimpilgjalda á íbúðarkaup einstaklinga sem tekið var til umræðu á Alþingi í mars á árinu og bíður nú nefndarálits. Frumvarp Áslaugar um breytingar á lögum um nálgunarbann og brottvís- un af heimili var samþykkt í allsherj- ar- og menntamálanefnd í febrúar á árinu en hún lagði frumvarpið fram í lok september í fyrra. Sem formaður utanríkismálanefndar afgreiddi Ás- laug þriðja orkupakka Evrópusam- bandsins úr nefndinni áður en hann kom til annarrar umræðu á Alþingi í sumar en orkupakkinn var sam- þykktur með miklum meirihluta þingmanna á Alþingi sl. mánudag. Greint var frá því í Morgunblaðinu í gær að Bjarna Benediktssyni hafi þótt frammistaða Áslaugar í orku- pakkamálinu sýna að hún gæti tekist á við stór og flókin álitamál en hann sagði hana hafa vaxið og eflst með hverri raun. „Það sem allir taka eftir er að hún hefur brennandi áhuga á stjórnmál- um og að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið. Það eru hennar sterk- ustu kostir. Hún er spennt fyrir því að hrinda hlutum í framkvæmd og láta til sín taka. Hún er líka góður ræðumaður,“ sagði Bjarni um Ás- laugu í samtali við Mbl.is í fyrradag. Sagði hann hana auk þess vera góð- an ræðumann og óvenju þroskaða miðað við ungan aldur. Brennandi áhugi á stjórmálum Áslaug fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1990 og ólst upp í Vest- urbænum og Árbænum. Foreldrar hennar eru Sigurbjörn Magnússon hæstaréttarlögmaður og Kristín Steinarsdóttir kennari sem lést árið 2012. Áslaug á tvö systkini, eldri bróðurinn Magnús og yngri systur, Nínu Kristínu. Hún útskrifaðist frá Verzlunar- skóla Íslands árið 2010. Sama ár var Áslaug starfsmaður jafningja- fræðslu Hins hússins. Hún útskrif- aðist með BA-próf í lögfræði við Há- skóla Íslands árið 2015 og meistaragráðu árið 2017. Áslaug starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013 en þar sá hún meðal annars um hesta- vef mbl.is. Hún hefur sjálf sagt frá því, meðal annars í kosningarmynd- bandi sínu frá 2016 að fyrir utan stjórnmálin sé hestamennska henn- ar helsta áhugamál og kveðst hafa stundað hana frá því hún muni eftir sér. Áslaug starfaði jafnframt sem lög- reglumaður hjá lögreglunni á Suður- landi 2014-2015 og var varaformaður Æskulýðsráðs 2014-2016. Áslaug sýndi snemma áhuga á pólitík en hún hefur setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá 2011, aðeins tvítug að aldri og var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík frá 2011 til 2013. Áslaug fór fram gegn sitjandi rit- ara Sjálfstæðisflokksins Guðlaugi Þór Þórðarsyni á landsfundi flokks- ins árið 2015. Fékk hún 91,9 prósent gildra atkvæða en Guðlaugur 6,7 prósent, en hann hafði dregið fram- boð sitt til baka áður en til kosning- arinnar kom. Áslaug tók þátt í sameiginlegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 3. september 2016 þar sem hún lenti í 4. sæti á lista fyrir al- þingiskosningar 2016. Einstök perla eins og amma Áslaug er vinmörg að sögn Lauf- eyjar Rúnar Ketilsdóttur, vinkonu og samstarfsfélaga Áslaugar í Sjálf- stæðisflokknum. „Það er ótrúlega mikill kraftur í henni og hún er alveg óhrædd að takast á við allt það sem ber að garði og er ótrúlega hugmyndarík,“ segir Laufey sem kynntist Áslaugu í ung- liðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins 2011. Laufey, sem hefur aðstoðað dómsmálaráðherra frá árinu 2017, bæði Sigríði Andersen og Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, segist treysta Áslaugu fullkomlega til að sinna starfinu og nálgast málaflokka ráðu- neytisins vel og af virðingu. Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar, tekur undir með Laufeyju. „Hún er mjög góð í því sem hún gerir. Hún mun sinna þessu vel, örugglega betur en margur annar,“ segir hann. „Það er frábært að eiga hana sem systur. Hún er mikill frumkvöðull í að láta hluti gerast sem annars myndu ekki gerast.“ Magnús segir Áslaugu nefnda í höf- uðið á ömmu þeirra heitinni en hún fæddist einmitt sama dag og Áslaug tók við embætti dómsmálaráðherra, hinn 6. september árið 1930. „Hún var alltaf sögð vera einstök perla. Ég held að Áslaug standi ágætlega und- ir því nafni líka.“ Næstyngsti ráðherra sögunnar  Áslaug Arna hefur vakið athygli á fjölbreyttum málefnum á stjórnmálaferli sínum  Yngst kvenna til að gegna ráðherraembætti  Tók við embætti á fæðingardegi Áslaugar ömmu sinnar heitinnar Morgunblaðið/Hari Ríkisráð Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (fremst t.v.) sat sinn fyrsta ríkis- ráðsfund sem dómsmálaráðherra á Bessastöðum í gær. Laugardagskvöldið 14. september heldur Sjálfstæðisflokkurinn glæsilega afmælishátíð í kjölfar flokksráðsfundar og fer hún fram á Hilton ReykjavíkNordica. Húsið opnað kl. 19:30. Dúndurfjör þar sem hin goðsagnakennda hljómsveit Stjórnin leikur fyrir dansi á Sjallaballi aldarinnar, en Skuggastjórnin ásamtBjarnaAra, Eyþóri Arnalds og Stefaníu Svavars hitar upp á undan. Hinnmergjaði grínistiBergur Ebbi verður með uppistand, en veislustjóri er Logi Bergmann. Ljúffengar veitingar innifaldar og aðrar veitingar á boðstólum enmiðaverð er afar hóflegt. Nánari upplýsingar á xd.is. Allir sjálfstæðismenn eru velkomnir til að fagna saman 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins! Sjallaball aldarinnar! LogiBergmann annast veislustjórn BergurEbbi flytur hugvekju SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN EyþórArnalds BjarniAra Stefanía Svavars Mercedes Benz til sölu Mjög vel með farinn svartur Mercedes Benz CLS 350 Bluetec til sölu, árg. 2015 ekinn aðeins 44 þús. km. Bíllinn er í topp- standi á splunkunýjum heilsársdekkjum og hefur verið í reglulegu viðhaldi hjá Öskju. Svart leðuráklæði, topplúga rafm. & hiti í sætum, „self park“ og margt fl. Verð 6.990 þús. Áhugasamir hafið samband í síma 896-0747. TIL SÖLU Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Törutrix ehf. sem m.a. rekur vefverslun, fyrir brot gegn ákvörðun Neytendastofu. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var Törutrix bönnuð birting fullyrð- inga um virkni kaffivörunnar Skinny Coffee Club í auglýsingum þar sem ekki tókst að sanna þær. Í banninu fólst m.a. að Törutrix skyldi fjarlægja fullyrðingarnar úr vef- verslun sinni. Í auglýsingunum var m.a. fullyrt að það væri læknisfræðilega sannað að fólk myndi léttast ef það neytti vörunnar, að hún yki efnaskipti, brenndi fitu og yki orku. Þá var einnig fullyrt að varan minnkaði þrota í húð og að það væri lækn- isfræðilega viðurkennt að sá sem neytti vörunnar myndi verða var við „sjáanlegan mun“ á viku. Í kjölfar ábendingar, sem og skoðunar Neytendastofu á vef Törutrix, þann 9. maí 2019, var ljóst að full- yrðingar um vörur Skinny Coffee Club höfðu ekki verið fjar- lægðar úr vefverslun. Þrátt fyrir að fullyrðingarnar væru teknar út við athugasemdir Neytendastofu taldi stofnunin nauð- synlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir brot gegn ákvörðun. Fengu sekt fyrir full- yrðingar um virkni Sekt Fullyrt var um virkni Skinny Coffee Club.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.