Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Við erum til staðar þegar þú
þarft á okkur að halda
551 1266
Skipulag útfarar
Dánarbússkipti
Kaupmálar
Erfðaskrár
Reiknivélar
Minn hinsti vilji
Fróðleikur
Sjá nánar á
www.utfor.is
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | utfor.is
Önnumst alla þætti útfararinnar
með virðingu og umhyggju að leiðarljósi
Reynslumikið fagfólk
Elín Sigrún Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Ellert Ingason
Útfararþjónusta
Helga Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Katla Þorsteinsdóttir
Lögfræðiþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjafi
Sigrún Óskarsdóttir
Guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
utfor.is
✝ Birgir H.Helgason
fæddist 22. júlí
1934. Hann lést 16.
ágúst 2019 eftir
stutt veikindi.
Hann var sonur
hjónanna Helga
Stefánssonar,
bónda á Þórustöð-
um í Öngulsstaða-
hreppi, og Jóhönnu
Jónsdóttur. Hann
lauk söngkennaraprófi árið 1959
og starfaði sem tónmenntakenn-
ari við Barnaskóla Akureyrar frá
1959 til 1998 og sem kennari við
Tónlistarskólann á Akureyri,
skólasöng Barnaskóla Akureyr-
ar, Rís vor skóli hátt við himin.
Kórinn sendi jafnframt frá sér
nokkrar plötur undir stjórn Birg-
is og samdi Birgir nokkurn hluta
þess efnis sem á plötunum var.
Lög eftir hann voru t.a.m. á plötu
með kórnum sem innihélt tvo
stutta söngleiki. Þá á Birgir lög á
nokkrum öðrum plötum og hafa
nokkrar nótnabækur komið út
með lögum hans.
Birgir fékk heiðursviður-
kenningu skólanefndar Akureyr-
arbæjar árið 2013 fyrir að veita
nemendum Barnaskóla Akureyr-
ar ómetanlegt tækifæri til söngs
og hljóðfæranáms í áraraðir.
Birgir lætur eftir sig fjögur
uppkomin börn.
Útförin fór fram frá Akureyr-
arkirkju 26. ágúst 2019.
auk þess að gegna
stöðu organista víða,
s.s. við Glæsibæjar-
kirkju, Möðruvalla-
kirkju í Hörgárdal,
hjá kaþólska söfn-
uðinum á Akureyri
og við sunnudaga-
skóla Akureyrar-
kirkju.
Birgir stjórnaði
Kór Barnaskóla Ak-
ureyrar, söng við
jólaguðsþjónustur í Akureyrar-
kirkju og söng inn á nokkrar
hljómplötur. Birgir samdi einnig
mörg laganna sem barnakórinn
söng. Birgir samdi einnig lag við
Hin ljúfa sönglist leiðir
á lífið fagran blæ.
Hún sorg og ólund eyðir
og elur himinfræ.
Svo kvað Steingrímur Thor-
steinsson og þetta vissi Birgir
Helgason sem var söngkennari
við Barnaskóla Akureyrar í ára-
tugi. Hundruð barna sungu undir
stjórn hans í kór skólans og um
1972 voru um 100 börn í kórnum –
og geri aðrir betur en að halda ut-
an um þann fjölda allan!
Kóræfingar voru síðdegis, oft-
ast eftir klukkan fjögur, uppi í sal
á efstu hæð skólans. Fyrst voru
raddæfingar og síðan samæfing á
eftir. Efnisskrá kórsins var alltaf
fjölbreytt og skemmtileg og oft
lögðu þeir saman, Birgir og
Tryggvi Þorsteinsson, skólastjóri,
og göldruðu fram lög og texta sem
öllum fannst gaman að syngja.
Eitt af föstum verkefnum kórs-
ins var að syngja við barnamessu
á annan dag jóla í Akureyrar-
kirkju. Það var vandað til verka
og æft stíft. Kórinn sá um flutning
jólaguðspjallsins, blokkflautan
ómaði bak við englasönginn og all-
ir tóku undir orð orð hirðanna,
sem vildu fara til Betlehem.
Eftir jól tóku við æfingar fyrir
árshátíð skólans en þær voru
lengi haldnar í Samkomuhúsi
bæjarins, sem gaf þeim vissan há-
tíðleikablæ. Kórinn marseraði
upp á svið við undirleik Ingimars
Eydal, allir í kórbúningi, svörtum
pilsum eða buxum, hvítum skyrt-
um og með svart hálsbindi. Á efn-
isskrá voru ýmis sígild kóralög
eins og Á vegamótum, Kossavís-
ur, Ave María og Silungurinn. Af
öðrum toga voru svo lög um hæn-
una Gaggadú sem fékk heimsókn
Gogga refs, lagið um hinn frjálsa
förusvein og svo læddust inn fal-
legu lögin hans Birgis, t.d. við
texta Kristjáns frá Djúplæk, Vor-
ið kom á vængjum ljósum. Alltaf
var endað á því að syngja skóla-
sönginn, Rís vor skóli hátt við
himin, við texta Magnúsar Pét-
urssonar og lag Birgis. Megnið af
þessum lögum og textum hafa
fylgt kórfélögum til fullorðinsára
og auðga líf þeirra enn í dag, ára-
tugum eftir að barnaskólagöngu
lauk.
Í kórnum var mikil áhersla á
góðan framburð og að hverju orði
og hendingu væri lokið á fullnægj-
andi hátt. Alltaf var sungið á ís-
lensku með örfáum undantekn-
ingum. Ave Maria var auðvitað
sungin á latínu og einu sinni var
sungið á færeysku. Þá fékk Birgir
færeyskan mann í heimsókn á
kóræfingu til að kenna okkur rétt-
an framburð – latínunni reddaði
hann sjálfur!
Barnakórinn gaf út nokkrar
hljómplötur undir stjórn Birgis.
Ófá vorkvöld streymdu nemendur
niður í upptökusal gamla „Reyk-
hússins“ við Norðurgötu til að
syngja og spila ævintýrið um
Sigga og Loga og söngleikinn
Árstíðirnar. Í minningunni eru
þetta stundir gleði og ævintýris
sem var gaman að fá að taka þátt
í.
Að leiðarlokum þökkum við
fyrir allan sönginn, blokkflautu-
kennslu og skemmtilegar stundir
í sal Barnaskóla Akureyrar. Lög
Birgis hafa lifað með okkur í ára-
tugi og munu gera það um
ókomna tíð.
Helga, Stefanía og Svava.
Birgir var jarðsettur frá Akur-
eyrarkirkju þann 26. ágúst sl. og
langar mig að minnast hans með
nokkrum orðum. Kynni okkar
Birgis hófust fljótlega eftir að ég
gekk í reglu frímúrara árið 1986.
Birgir var tónlistarkennari og
tónskáld og var jafnframt orgel-
leikari í fjölmörgum kirkjum á
Eyjafjarðarsvæðinu. Einhvern
veginn varð hann þess áskynja að
ég ætti nótnaskriftarforrit sem
væri frambærilegt og spurði
hvort að ég væri til í að skrifa út
nokkur lög fyrir sig. Tók ég vel í
það og sendi Birgir mér síðan
hvert lagið af öðru en ég var þá
búsettur á Húsavík. Endaði þetta
með því að úr varð heil bók með 20
sönglögum sem Birgir síðan gaf
út. Ég kynntist síðan Birgi betur
eftir að ég flutti til Akureyrar.
Stóðu þau kynni þar til yfir lauk
og bar aldrei skugga á.
Birgir var afar ljúfur og lítið
fyrir að trana sér fram. Má þar
nefna að eitt sinn er hið fallega lag
hans, Faðir vorið, var flutt stóð í
söngskrá fyrir mistök að lag og
ljóð væri eftir Birgi Helgason.
Varð Birgi þá að orði þar væri nú
of mælt því hann kannaðist nú
ekki við að ljóðið væri eftir sig.
Birgir var gott tónskáld og eftir
hann liggur mikill fjöldi laga af
ýmsu tagi, einsöngslög og sönglög
fyrir kóra. Þá var hann einnig gott
ljóðskáld og samdi sjálfur ljóð við
sum laga sinna. Hann gaf út fjórar
bækur með lögum eftir sig og síð-
an gekkst Tónlistarskóli Akureyr-
ar fyrir því fyrir þremur árum að
gefið var út heildarsafn verka
Birgis í einni bók. Lög Birgis eru
falleg, aðgengileg og vel samin og
falla ávallt vel að ljóðinu. Þá eru
útsetningar hans sérlega smekk-
legar. Hann var góður í að radd-
setja lög fyrir kóra, hvort heldur
karlakóra eða blandaða kóra. Þá
er til mikill fjöldi laga sem Birgir
raddsetti fyrir þriggja radda
karlakór sem ekki hafa komið út
opinberlega. Þær raddsetningar
notaði hann m.a. er hann var org-
anisti í Möðruvallakirkju. Þá
raddsetti hann nánast allt fyrir
kór frímúrarabræðra á Akureyri
um árabil sömuleiðis þríraddað.
Segja má að Birgir hafi stofnað
þann kór og stjórnað í um þrjátíu
ár. Naut ég þess heiðurs að vera
undirleikari kórsins frá 1999 með-
an Birgir stjórnaði honum og
minnist ég þess tíma með miklu
þakklæti. Kórinn söng víða undir
stjórn Birgis á samkomum Frí-
múrarareglunnar og gaf út tvo
hljómdiska. Fyrir störf sín á sviði
tónlistar fékk Birgir margar við-
urkenningar, m.a. frá Menningar-
málanefnd Akureyrar árið 2000.
Þá hlaut hann sérstaka heiðurs-
viðurkenningu Frímúrararegl-
unnar á Íslandi fyrir störf sín að
tónlistarmálum á vegum hennar.
Við útför Birgis frá Akureyrar-
kirkju var nánast eingöngu flutt
tónlist eftir Birgi, bæði einsöngs-
lög og kórlög sem kór frímúrara
flutti.
Að leiðarlokum vill ég fyrir
hönd kórfélaga frímúrarakórsins
á Akureyri þakka Birgi fyrir allar
ánægjustundirnar sem hann hef-
ur veitt okkur með tónlist sinni.
Veit ég að ég mæli þar einnig fyrir
munn annarra frímúrarabræðra
sem notið hafa tónlistar hans um
árabil. Þá votta ég ættingjum
hans innilega samúð.
Daníel Guðjónsson.
Birgir H. Helgason
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einn-
ig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu
ekki lengri en 3.000 slög. Ekki
er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi
við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar