Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 41

Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 ✝ Jóhanna Frið-rika Karlsdótt- ir fæddist að Borg í Reykhólasveit 24. ágúst 1928. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 21. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin G. Karl Guðmunds- son, f. 3.12. 1899, d. 15.11. 1982, frá Arnkötludal í Strandasýslu, og Ingibjörg Sumarliðadóttir (pósts), f. 3.12. 1899, d. 3.6. 1989, frá Borg í Reykhólasveit. Systkini Jóhönnu voru Guð- mundur, f. 1.12. 1926, d. 14.7. 2010, kvæntur Erlu Sörladótt- ur; Loftur, f. 1.12. 1926, d. 3.12. 1926; Guðbjörg, f. 21.9. 1929, d. 12.11. 2005, var gift Emil Hallfreðssyni, d., Sigríð- ur, f. 13.5. 1934, var gift Rúti Óskarssyni, d., Sigríður er ein eftirlifandi af systkinunum. Foreldrar Jóhönnu fluttu að Valshamri í Geiradal þegar hún var á fyrsta ári og þar ólu þau upp börn sín. Jóhanna giftist 14. apríl 1951 Þórði Guðna Guðmunds- syni, f. 14.11. 1912, d. 14.12. 1974. Foreldrar hans voru Þór- unn Kristjánsdóttir, ættuð úr Reykjanesi og lauk þaðan ung- lingaprófi. Síðan liggur leið hennar til Akureyrar og starf- aði hún þar sem vinnukona hjá Kristínu Steinsdóttur og Arth- ur Gook. Veturinn 1947 hóf hún nám í Kennaraskólanum í Reykjavík og settist þar í 2. bekk og brautskráðist þaðan með kennarapróf 1950. Hún kenndi síðan við Barnaskóla Hafnarfjarðar í 1-2 vetur sem hún gat ekki sinnt áfram vegna hæsi sem hrjáði hana. Heimilisstörfin á sístækkandi heimili urðu fyrirferðarmikil ásamt því sem hún vann við fyrirtæki þeirra hjóna, Valsa, sælgætisgerðar sem framleiddi brjóstsykur og súkkulaði. Fyrsta heimili þeirra hjóna var að Strandgötu 35B í Hafn- arfirði . Þau fluttu sig síðan um set og keyptu hæð við Hringbraut 21 í Hafnarfirði. Þau keyptu svo fokhelt ein- býlishús við Móabarð 20 B í Hafnarfirði sem varð heimili fjölskyldunnar í mörg ár. Einn- ig byggðu þau hús undir fyrirtækið stutt frá heimili þeirra. Nokkrum árum eftir lát Guðna seldi Jóhanna húsið og flutti í minna húsnæði við Hraunbrún í Hafnarfirði og seinustu árin fyrst í Hlíðarsm- ára og svo í Vogatungu, Kópa- vogi. Hún hefur komið tilfinn- ingum og því trúartrausti sem hún átti til Guðs alla tíð að í sínum ljóðum. Útför Jóhönnu Friðriku hef- ur farið fram. Rangárþingi, f. 12.8. 1890, d. 22.11. 1966, og Guðmundur Eiríks- son frá Norðfirði, f. 24.6. 1876, d. 27.4. 1935. Jóhanna og Guðni áttu samtals átta börn, þau eru: Ástgerður, f. 25.6. 1934, gift Gísla Halldórssyni og eiga þau einn son. Ingibjörg, f. 11.2. 1952, og á hún fjögur börn. Hrefna Norðfjörð, f. 3.1. 1954, gift Svani Heiðari Hauks- syni, hún á fjögur börn. Þórey Borg, f. 30.11. 1956, hún á fjög- ur börn. Guðmundur Karl, f. 11.10. 1960, kvæntur Kristínu Sesselju Hönnudóttur, hans börn eru fjögur. Loftur Sigurð- ur, f. 20.3. 1962, kvæntur Bar- böru Birgisdóttur, hann á fjög- ur börn. Sólveig, f. 10.4. 1964, hún á sex börn. Sigríður, f. 8.11. 1968, í sambúð með Júní- usi Guðna Erlendssyni og eiga þau þrjú börn. Samtals eru af- komendur Jóhönnu um 90 tals- ins í dag. Jóhanna tók fullnaðarpróf úr barnaskóla 12 ára gömul en veturinn 1941-1942 stundaði hún nám við Héraðsskólann Elsku amma mín er farin til Drottins og langar mig að minn- ast hennar með nokkrum fátak- legum orðum. Amma og afi áttu heima á Móabarði 20b og ég ólst upp á Móabarði 10b þannig að það var ekki langt fyrir mig að fara í kök- ur og kakómalt. Guðni afi dó þegar ég er aðeins tveggja ára og því miður man ég ekki mikið eftir honum, amma þá aðeins í kringum 46 ára aldurinn með sjö börn og orðin ekkja. Amma var kona sem manni fannst flekklaus, lifði fyrir aðra og gaf allt það sem hún gat gefið til þeirra sem minna áttu. Manni fannst eins og hún væri nær Guði en annað fólk enda mikil bæna- kona og það var mjög oft sem maður hringdi í hana til að biðja hana að biðja yfir kringumstæð- um sem maður hafði ekki vald á og hafði áhyggjur af. Alltaf leið manni betur eftir svoleiðis símtal. Móabarð 20b var oft eins og umferðarmiðstöð, alltaf líf og fjör, hvort sem það voru mínir vinir eða aðrir, allir alltaf vel- komnir í kökur og kakómalt. Amma gat verið ákveðin og fengum við frændurnir einu sinni að reyna það okkur í vil þegar við vorum í áflogum við aðra stráka. Sá bardagi endaði með því að ég fékk grjót í andlitið og hljóp beint inn til ömmu. Eitthvað hlýt ég að hafa borið mig illa þar sem amma rauk út sem varð til þess að strákarnir hlupu í burtu skelf- ingu lostnir. Þarna var sko amma mín, já amma mín, stærsta og mesta hetjan sem til var og hefur alla tíð verið það í mínum huga. Í mínum barnslegu augum var amma því- lík ofurhetja. Og amma var alla tíð ofurhetja í mínum augum þó svo að það hafi verið á öðrum vettvangi og ég fullorðnast og þroskast þá breyttist það aldrei. Hún var kona sem gat allt og hafði óbilandi ást og trú á okkur. Hún gat ekki liðið ósanngirni og vonsku og lét sko alveg til sín taka þegar þannig var. Amma var aðdáunarverð kona, réttsýn og með heilan huga í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Allir gátu alltaf leitað til henn- ar með hvað sem var, ekkert var of stórt eða smátt til að hún tæki það ekki alvarlega og gerði allt til að hjálpa. Mamma sagði mér frá því þeg- ar hún kom suður til pabba síns og hitti ömmu í fyrsta skiptið. Amma þá aðeins sex árum eldri en hún, hvað hún mætti mikilli elsku og kærleika frá ömmu og var þeirra samband alltaf mjög kærleiksríkt og gott. Það er með sorg en samt með svo mikilli gleði sem ég kveð þig, elsku amma mín, þú ert laus við heimsins prjál og veikindi. Komin til afa og allra hinna vinanna. Hafðu þökk, hafðu þökk, er við krjúpum hér klökk og kveðjum um stund hjartans vin. Drottins ómælda dýrð hefur opnast þér nú og hans eilífðar morgun þér skín (JFK) Sjáumst síðar. Samúel Gíslason Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Jóhanna, Guð blessi minningu þína. Okkur innilegustu samúðarkveðjur til barna, tengdabarna, systur og fjöl- skyldna. Jóhanna og Reynir. Margar fallegar minningar eigum við um ömmu okkar, Jó- hönnu Friðriku Karlsdóttur. Það besta í heimi var að fá hjá henni pönnukökur með sykri, lamba- læri með góðri puru og brúnni sósu. Amma átti líklega bestu kleinugerð í heimi og seldi hún stundum kleinur í fjáröflunar- skyni. Stundum fengum við afæt- urnar (barnabörnin) að hjálpa og oftar en ekki var hangið á eldhús- glugganum og betlaðar gallaðar kleinur, eins og amma kallaði þær, og voru þær afhentar út um gluggann. Við reyndum að lesa í hvað væri svona gallað við klein- una þar sem ekkert sjáanlegt var að henni en hún hlyti að vera það þar sem amma hélt því fram. Skattskýrsluútburður var ár- legur viðburður ömmu og Jóa. Amma sló ekki slöku við á gamla skódanum sem hún ók um á eins og herforingi og bornar voru út skattskýrslur um allan Hafnar- fjörð en ekki bara í eitt og eitt hverfi eins og mörgum hefði dug- að. Toppurinn var líka að fá að gista hjá ömmu, maður var um- vafinn kærleika og góðvild henn- ar í alla staði og fannst hún svo kúl og vitur. Hún var ung í anda og hægt var að ræða við hana um allt milli himins og jarðar. Hún sagði eitt sinn að henni fyndist alltaf jafn skrítið að sjá gamla konu speglast í búðargluggum þegar hún gengi framhjá þeim. Ég, Páll Rósinkranz, bjó hjá henni í nokkur misseri fyrir rúm- um 25 árum og fannst mér ótrú- legt, miðað við hvað hún var orðin snemma frekar heyrnarlaus, að hún skyldi alltaf heyra þegar ég laumaðist inn, jafnvel um miðjar nætur! Amma var mikill köggull og þótti skemmtilegast að vinna erfiðisvinnu eins og að negla járn upp á þaki og minntist oft á það hvað gaman hefði verið að vinna við að byggja sælgætisgerðina í Hafnarfirði með afa. Amma var líka klár í höndun- um og prjónaði, heklaði, saumaði föt og gerði við. Eitt skiptið þeg- ar rifnar gallabuxur voru á há- tindi tískunnar, tók amma sig til í góðmennsku sinni og gerði við rifnu gallabuxurnar hans Palla, sem varð allt annað en glaður með uppátækið. Amma bauðst til að spretta viðgerðinni upp. Hún mikil íslenskumanneskja og samdi ljóð og texta. Gaman er að minnast á að þegar hún var að- eins 13 ára gömul samdi hún sög- una Ævintýri ungans og var hún gefin út af Leiftri þegar hún var um tvítugt undir dulnefninu Frið- rika Guðmundsdóttir, en Frið- rika var millinafn hennar og faðir hennar hét Guðmundur Karl. Þetta uppátæki var ömmu líkt, hógværðin var svo mikil að hún sagði ekki móður sinni frá þessu fyrr en löngu seinna. Hún sóttist aldrei eftir athygli né heiðri og með hverju verki fylgdi afsökun- arbeiðni um hve illa það hefði verið innt af hendi. Fram á það síðasta var henni efst í huga eins og alltaf að benda á að allt væri best ef maður væri í vilja og hendi Drottins Jesú með líf sitt. Við munum alltaf minnast staðfestu hennar og kærleika og því sem hún kenndi okkur í tali og verkum að leita fyrst Guðs ríkis og réttlætis og þá mun allt annað veitast okkur að auki. Það er okkur huggun að vita að nú er amma á himnum í faðmi frelsarans. Páll, Jóhannes, Sigrún og Erna Elísabet. Elskulega amma barnanna minna og ein af mínum bestu fyr- irmyndum í lífinu er komin á þann stað sem hún vonaðist eftir alla tíð. Ég var mjög ung er ég varð tengdadóttir þín og ég gat bara ekki verið lánsamari með tengda- móður, né börnin mín með ömmu. Og þó að lífið fari stundum í aðrar áttir en ætlað er í upphafi, þá breyttist aldrei sú vinátta sem ríkti á milli okkar, fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Þú varst kletturinn í fjölskyld- unni, þú varst manneskjan sem gott var að leita til. Það voru eng- in misstök eða vandamál sem þú nýttir til að dæma aðra eða hreykja þér af. Þú leist á sjálfa þig sem þjón og sannarlega varstu það en fyrst og fremst varstu þjónn Guðs. Þú varst góð- ilmur og vitnisburður þinn er öðrum til eftirbreytni. Aðeins 46 ára varstu orðin ekkja með stóra fjölskyldu og þá fór lífið með þig í allt aðra átt en stefnt var að. Sorgin var mikil og missirinn sár en með Drottin þér við hlið og börnin þín stóðstu upprétt og sýndir ótrúlegan styrk og festu. Þú varst svo mikill kvenskörung- ur og dugnaður þinn var eitthvað allt annað. Ef eitthvað þurfti að gera var það bara gert, ég mun aldrei skilja, alla vega ekki í þessu lífi, hvernig þú fórst að þessu öllu. Ég ætlaði einu sinni að reyna að koma því inn hjá þér að vera ekki svona mikil já-manneskja og það mætti alveg segja nei og kannski hugsa aðeins um sjálfa sig, en þú brostir bara þínu fal- lega brosi og áður en ég vissi vor- um við báðar hlæjandi og ég hugsaði: Ég breyti ekki þessari sterku konu. Það sem ég taldi kannski veikleika var þinn styrk- ur. Ég skil bara ekki hvernig hægt er að vera svona ósérhlífin, óeigingjörn, gjafmild, kærleiks- rík og aldrei ætlast til neins. Þú gafst svo mikið en baðst aldrei um neitt. Ég minnist þess þegar ég varð tvítug, þá komstu færandi hendi með bleika dragt sem þú hafðir saumað á mig, í dag er það dýr- mæt minning. Fallegu peysurnar sem þú prjónaðir á börnin mín (það kom sér afskaplega vel). Þegar við fjölskyldan bjuggum hjá þér í 15 mánuði léstu okkur aldrei finna fyrir neinu nema að við værum velkomin og þetta væri ekkert mál. Allar bænirnar sem þú baðst fyrir okkur öllum og það virkilega skipti þig máli. Allar dýrmætu stundirnar með þér sem ég á eftir að sakna svo mikið. Þú gafst af öllu hjarta, kærleika og hlýju. Þú lést verkin tala. Gestrisni þín var einstök og heimili þitt opið öllum og sérstak- lega þeim sem minna máttu sín. Þú lést ekki teyma þig í skoð- unum þú vissir nákvæmlega hvað þú trúðir á en sýndir samt öllum virðingu og kærleika. Þú áttir sérstaka náðargjöf og það var að semja texta, sem hafa verið sungnir í gegnum árin og hafa blessað mig og marga aðra, þar er mikill fjársjóður. Þú hafðir einstakt lag á að þýða texta yfir á íslensku sem manni fannst oftar en ekki betri en upprunalegu. Þú tróðst þér aldrei í fremstu raðir, en persóna þín var svo ein- stök að eftir var tekið. Elsku Hanna mín, þú skilur eftir þig svo stórt skarð, það er enginn eins og þú. Mikið á ég eftir að sakna þín en er um leið svo þakklát fyrir all- ar dýrmætu stundirnar með þér í gegnum árin. Ég mun minnast þín meðan ég lifi, ég mun tala um þig með hlýju í hjarta, ég mun blessa minningu þína, ég mun minnast þín sem hetju trúarinnar. Ég verð þér ætíð þakklát fyrir hvað þú hefur verið mér og mín- um góð alla tíð með þínum um- vefjandi kærleika allt til enda. Þín Bryndís Eva. Jóhanna Friðrika Karlsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Hólavöllum 14, Grindavík, lést á Hrafnistu Hlévangi fimmtudaginn 29. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Hlévangs, heimahjúkrunar í Grindavík og Miðgarðs fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Gunnar Jóhannesson Andrea Klara Hauksdóttir María Jóhannesdóttir Jóhann Reimar Júlíusson Kristín Jóhannesdóttir Ólöf Þóra Jóhannesdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, fv. hæstaréttardómari, lést á Landspítalanum 29. ágúst. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 11. september klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Fríða Halldórsdóttir Jón Guðmundsson Kristín Björk Gunnarsdóttir Halldór Guðmundsson Valrós Sigurbjörnsdóttir Árni Guðmundsson Guðrún Hannesardóttir Einar Rúnar Guðmundsson Hildur Elín Vignir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, SÍMON ÓLASON lögfræðingur, Bugðulæk 9, Reykjavík, varð bráðkvaddur á Krít föstudaginn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 12. september klukkan 15. Þorbjörg Jónsdóttir Anna Karen Símonardóttir Serena Björg Karenardóttir Kristinn Nikulás María Del Mar Minuesa Anna Guðrún Edvardsdóttir Kristján Arnarson Ragnar Edvardsson Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma, GUÐRÚN ATLADÓTTIR, Tangasundi 5, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð laugardaginn 31. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Helgi Sæmundsson Atli Örlygsson María Ingibjörg Kristinsdóttir Rósa Vigfúsdóttir Sigursveinn Óskar Grétarsson Íris Kristinsdóttir Grettir Adolf Haraldsson Bjartmar Freyr Erlingsson Nanna María Elfarsdóttir Hafþór Bjarni Helgason Guðríður Sæmundsdóttir Hlynur Sæberg Helgason Sigurbjörg Eyfeld Skúladóttir Heiðar Elís Helgason Birgitta Rán Friðfinnsdóttir Þóra Sigurjónsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.