Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
✝ Jóhanna Haf-dís Magnús-
dóttir fæddist 2.
desember 1950 á
Eyrarbakka. Hún
lést á blóðlækn-
ingadeild Landspít-
alans 15. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Svanlaug
Hannesdóttir, f.
20.4. 1933, d. 31.1.
2003, og Magnús Jónsson, f.
30.6. 1924, d. 24.6. 1968.
Börn Jóhönnu eru: 1) Stefán
Þór Gunnarsson, f. 29.11. 1972,
sambýliskona hans er Elísa Rós
Jónsdóttir, f. 29.9. 1977. Synir
1983. Börn þeirra eru Sjöfn, f.
5.5. 2012, Bergsteinn Mar, f.
2.8. 2017, og Írena Björt, f. 6.4.
2019.
Jóhanna ólst upp á Eyrar-
bakka hjá móðurömmu sinni og
móðurafa, Jóhönnu Bernharðs-
dóttur og Hannesi Andréssyni,
fram til 16 ára aldurs. Hún fór
þá í Héraðsskólann á Laugar-
vatni. Jóhanna fluttist síðan á
Selfoss til móður sinnar, Svan-
laugar, og fósturföður, Stefáns
Gunnars. Hún var búsett á Sel-
fossi alla tíð síðan þá að undan-
skildu einu ári sem hún gekk í
Húsmæðraskólann í Reykjavík.
Hún starfaði hartnær 20 ár á
pósthúsinu á Selfossi.
Eftir að Jóhanna hætti störf-
um á pósthúsinu sinnti hún hin-
um ýmsu sjálfboðastörfum hjá
Kvenfélagi Selfosskirkju.
Útför Jóhönnu fór fram í
kyrrþey frá Selfosskirkju 29.
ágúst 2019.
þeirra eru Ísak
Breki, f. 6.4. 1998,
d. 13.1. 2018, og
Daníel Máni, f.
14.3. 2001. 2) Atli
Rúnar Þorsteins-
son, f. 17.7. 1979,
sambýliskona hans
er Telma Berg-
mann Árnadóttir, f.
26.6. 1986. Börn
þeirra eru Sesar
Jan, f. 16.8. 2001,
Ísold Svana, f. 20.4. 2014, Úlfur
Árni, f. 19.10. 2017, og Frosti
Jóhann, f. 31.7. 2019. 3) Andrea
Hanna Þorsteinsdóttir, f. 19.12.
1987, sambýlismaður hennar er
Rúnar Már Kristinsson, f. 28.11.
Elsku mamma.
Mikið er sárt að þurfa að skrifa
minningargrein um þig. Þú hefur
alltaf verið öryggið mitt. Sú sem
ég leitaði til sama hvað bjátaði á.
Fyrst vil ég þakka þér fyrir allt
það sem þú hefur gert fyrir mig.
Allt til síðasta dags tókstu alltaf
mínar þarfir fram yfir þínar. Þeg-
ar ég var lítill strákur að biðja um
það nýjasta sagðirðu aldrei nei.
Ég vissi það ekki þá en sé það
núna að til þess að ég gæti fengið
allt það besta lést þú þér nægja lít-
ið. Ég hef einnig hugsað mikið til
skiptanna þegar þú last fyrir mig
Bróðir minn ljónshjarta. Ég vona
að ég fái að sjá þig aftur í Nangi-
jala. Skrítið að þetta var eina sag-
an sem ég vildi heyra. Kannski
vissi ég hvað dauðinn ætti eftir að
heimsækja fjölskylduna okkar oft.
Mig langar að biðja þig aftur af-
sökunar á öllum skiptunum sem
þú þurftir að vaka eftir mér með
áhyggjur. Ég var svo uppfullur af
eigin sorg að ég sá ekki að þú vær-
ir að syrgja líka. Það getur ekki
hafa verið auðvelt fyrir þig að sjá
litla strákinn þinn svona reiðan út
í lífið. Ég er sannfærður um að ef
það hefði ekki verið fyrir þig og
ást þína hefði ég ekki náð tökum á
lífinu aftur. Það er ást þín sem
gerði mig að þeim manni sem ég
er í dag. Það er vegna faðmlaga
þinna sem ég faðma börnin mín.
Ég er einn af þessum mömmu-
strákum sem sváfu uppi í fram eft-
ir aldri. Þess vegna fá mín börn
óhikað að sofa uppi í.
Yfir 40 árum af minningum er
erfitt að koma á blað. Það er svo
margt sem við höfum brallað sam-
an í gegnum tíðina. Sumarhúsið í
Skorradal geymir margar fallegar
minningar. Þér þótti einkar vænt
um Skorradal og samverustund-
irnar sem við fjölskyldan áttum
þar. Þú vildir svo mikið að ég
byggi til þannig minningar með
mínum börnum. Allar utanlands-
ferðirnar, svo margar skemmti-
legar minningar. T.d. þegar þú og
Andrea komuð í heimsókn til
Kína. Þegar þið Andrea komuð
með Sesar að heimsækja okkur
Thelmu til Taívan. Ferðirnar sem
þú græjaðir með okkur til Flórída
og Tenerife. Ísold spyr mig reglu-
lega hvenær förum við aftur til
Miami. Það verður skrítið að fara
án þín. Það er aldrei hægt að búa
sig undir svona tíðindi en ég var
sannfærður um að þú myndir sigr-
ast á þessum veikindum.
Þú varst ekki bara mamma
heldur líka ótrúlega góð amma.
Sesar var heppinn, hann fékk flest
árin með þér. Þú hafðir ómælda
ánægju af því að sinna honum.
Elsku litla Ísold mín á eftir að
sakna þín svo mikið. Þið voruð
sannar vinkonur. Hún grét með
mér í bílnum þegar hún spurði
mig hver ætti eiginlega að prjóna
núna á hana peysu? Öll skiptin
sem þið vinkonurnar voruð að
gera eitthvað saman mun hún allt-
af eiga sem fallegar minningar af
ömmu sinni sem býr núna á himn-
um.
Úlfur átti líka sérstakan stað í
hjarta þínu, með sólskinsbrosið,
eins og þú lýstir svo fallega.
Ósanngjarnast er að þú fáir ekki
að dekra nafna þinn, Frosta Jó-
hann, en í staðinn veit ég að þú
vakir yfir honum, líkt og hinum.
Hvernig kveður maður mömmu
sína sem maður elskar meira en
allt? Það eina sem ég get gert er
að halda minningu þinni uppi.
Takk fyrir allt, elsku mamma mín,
Guð geymi þig og ég elska þig.
Atli Rúnar Þorsteinsson.
Það hlaut að koma að deginum
sem ég hef kviðið fyrir síðustu 25
árin. Deginum sem ég myndi
hvorki eiga mömmu né pabba.
Þetta hefur reglulega skotið upp
kollinum en ég bjóst ekki við að
þessi dagur kæmi strax. Mamma
var bara búin að vera veik í stutt-
an tíma og hún er sterkasta mann-
eskja sem ég þekki svo auðvitað
var hún alltaf bara að fara að sigr-
ast á þessu krabbameini. Ég hafði
ekki einu sinni leitt hugann að
öðru svo þetta er virkilega stór
biti að kyngja.
Mamma mín hefur alltaf gert
allt fyrir mig, sama hvað ég bað
um. Eftir að pabbi dó þá vann hún
myrkranna á milli til að geta veitt
okkur allt sem við óskuðum okkur.
Ég pældi aldrei í því hvað þetta
hlyti að vera erfitt og ég minnkaði
aldrei væntingar mínar, ég ætlaði
samt að eiga flottustu buffalo-
skóna eða flottustu diesel-galla-
buxurnar.
Mamma kenndi mér allt sem ég
kann, hún kenndi mér að vinna og
fara vel með peninginn minn. Ég
hringdi alltaf í hana áður en ég var
að fara að kaupa eitthvað, stund-
um hvatti hún mann til þess og
stundum dró hún úr því, hvort mig
vantaði þetta virkilega. Hún hvatti
mig til að vera dugleg í skólanum,
læra og koma mér í góða stöðu,
hafa það aðeins þægilegra en hún
hafði það. Við töluðum saman oft á
dag um allt og ekkert.
Ef það var eitthvað í sambandi
við krakkana sem ég þurfti að
spyrja um þá gat hún alltaf leið-
beint mér. Hún elskaði barna-
börnin sín og ég veit að hún hlakk-
aði til að geta farið að gera meira
með stóru stelpunum Sjöfn og
Ísold.
Það er svo erfitt að horfa til
baka vitandi allt sem maður veit
núna og draga sig niður fyrir að
hafa ekki séð fyrr hvað hún var
orðin virkilega veik. Eftir að Ísak
Breki dó þá hafa allir einhvern
veginn verið á sjálfstýringu og
núna sitjum við eftir með allar
mögulegar spurningar, hvað ef?
Mamma vildi aldrei íþyngja okkur
með áhyggjum, vildi vera klettur-
inn okkar, svo núna vildi ég að
hefði séð allt skýrar.
Mamma hafði mjög gaman af
því að ferðast og ég veit að hún
naut þess vel að komast í sólina og
í smá búðarráp. Ég er svo þakklát
fyrir síðustu ferðina okkar síðasta
sumar þar sem hún fékk tækifæri
til að kynnast enn betur Berg-
steini og Sjöfn. Verst að ferðirnar
verða ekki fleiri í bili, ég sem var
komin á fullt að plana 70 ára af-
mælisferðina.
Mamma, þú nýtur vonandi lífs-
ins í Nangijala þangað til við kom-
um, þú þarft bara að bíða eftir
okkur í svona tvo daga, eftir því
sem sögurnar hans Jónatans í
„Bróðir minn ljónshjarta“ segja.
Við hin þurfum að bíða töluvert
lengur eftir að hitta þig. Ég mun
hugsa til þín daglega og ég mun
segja krökkunum frá þér og
hversu frábær þú varst. Elska þig
og sakna þín svo sárt. Vildi að ég
hefði getað sagt þér hversu þakk-
lát maður verður fyrir mömmu
sína þegar maður verður sjálfur
mamma, allt sem þú lagðir á þig
fyrir mig.
Heimsins þegar hjaðnar rós
og hjartað klökknar.
Jesús gefðu mér eilíft ljós
sem aldrei slökknar.
(Höf. ók.)
Þín dóttir
Andrea Hanna Þorsteinsdóttir.
Eftir eitt besta sumar í manna
minnum á höfuðborgarsvæðinu
kom skjótt haust aðra helgina í
ágústmánuði. Það var eins og um-
hverfið væri að reyna að segja
okkur í hvað stefndi. Breytingin á
veðrinu var alveg í takt við veik-
indin þín. Baráttan féll ekki okkar
megin. Við ætluðum að panta 70
ára afmælisferðina þína til Flórída
um leið og baráttan væri unnin.
En eins og ein vinkona þín
sagði sem heimsótti þig upp á
deild síðustu dagana þína, maður
er ekki spurður í þessu lífi.
Ég hitti þig fyrst 17. júlí 2008.
Þá grunaði mig ekki að ég væri að
fara að hitta konu sem myndi
reynast mér sem önnur móðir.
Vinkonu sem væri traustari en
allt. Ef þú varst beðin fyrir eitt-
hvað fór það ekki feti lengra. Það
var alltaf hægt að leita til þín, með
bæði stór og smá vandamál. Þú
bara græjaðir hlutina. Ég fann
reyndar að þú varst ekki spennt
fyrir því að passa stóru hundana
okkar. Pínu broslegt núna að þitt
hlutverk sé að passa þá þarna hin-
um megin þangað til ég eða Atli
fljúgum yfir í sumarlandið. Þang-
að til verða Jason og Kleópatra í
þínum öruggu höndum.
Við vorum gjarnar á að heyrast
á kvöldin þegar börnin voru sofn-
uð og Atli í göngutúr. Þá voru alls
kyns hlutir ræddir. Barnabörnin
voru ofarlega á lista og svo hvað
var að gerast í hinu daglega lífi.
Ekki eru allir viðhlæjendur vin-
ir. Það er sorgleg staðreynd með
þetta líf. En þú áttir nokkrar perl-
ur í kringum þig sem þú talaðir
svo vel um. Ber þar sérstaklega að
nefna hana Jóhönnu vinkonu þína.
Mig langar að þakka henni fyrir
að hafa hugsað svona vel um þig í
veikindunum áður en þú varst
lögð inn á 11G. Okkur fjölskyld-
unni þótti það virkilega dýrmætt,
enda þú búsett á Selfossi og við í
bænum. Það var gott að vita að
einhver leit eftir þér og hugsaði
um þig á meðan á þessum krefj-
andi lyfjameðferðum stóð. Við átt-
um okkur á því núna, sem við vild-
um að við hefðum áttað okkur á
fyrr, að þú varst miklu lasnari en
við öll gerðum okkur grein fyrir.
Þú varst ekkert mikið fyrir að
kvarta, heldur tókst þetta á kass-
ann og fórst áfram á hnefanum.
Sannkallaður nagli.
Það var ekkert sem veitti þér
jafn mikla lífsfyllingu og börnin
þín og barnabörnin. Mér þykir svo
sárt að þú skulir ekki hafa fengið
lengri tíma með öllum þessum litlu
krökkum sem voru komnir í líf
þitt. En erfiðasti og þyngsti bitinn
að kyngja í þessari nýju tilveru án
þín er sá að ég og Atli eignuðumst
lítinn dreng aðeins tveimur vikum
fyrir brotthvarf þitt.
Þú varst alla meðgönguna búin
að bíða eftir þessum silfurprins
eins og þú kallaðir hann. Þú tal-
aðir sérstaklega um hvað þú
hlakkaðir til að sjá hann. Vegna
veikindanna máttum við svo ekki
koma og sýna þér hann fyrr en í
raun að heilsan þín var orðin svo
lítil að ég er ekki einu sinni viss
um að þú hafir séð hann. Ekki
fékkstu að halda á honum og ekki
að snerta hann. Þetta gjörsamlega
brýtur hjartað mitt. Ég veit að þú
munt fylgja Frosta Jóhanni og öll-
um hinum í gegnum lífið hvert ein-
asta fótspor, leiða þau og vernda.
Ég mun einnig standa við það lof-
orð sem ég gaf þér. Þangað til
næst, elsku Dísa mín.
Þín
Telma Bergmann Árnadóttir
(Temma litla).
Jóhanna Hafdís, eða Dísa eins
og hún var alltaf kölluð, fæddist í
Eiríksbæ á Eyrarbakka og bjó
þar hjá móðurafa og ömmu okkar
fram á unglingsár en þá flutti hún
til móður sinnar á Selfossi og
hennar fjölskyldu. Garðar móður-
bróðir minn fór með mig í Ei-
ríksbæinn daginn eftir fæðinguna
til þess að skoða barnið. Dökkur
hárkollur skaust upp undan sæng-
inni, þar sem hún lá ofan á brjósti
mömmu sinnar. Þetta var í fyrsta
skipti sem ég sá nýfætt barn.
Ég kom oft til afa okkar og
ömmu og við Dísa höfum alltaf
verið náin. Hún var trygglynd og
vinur vina sinna og mjög fróm í
tali. Hún var mjög smekkleg eins
og móðir hennar og móðursystur.
Hún var dugleg og gat verið mjög
drífandi eins og t.d. lagði hún sig
fram um að ættarmót voru haldin í
stórfjölskyldunni. Hún var vel
gefin og hæfileikarík á margan
hátt og var t.d. mjög flink í hann-
yrðum. Hún hefði þurft að nýta
gáfur sínar og hæfileika betur.
Hún vann um tíma hjá Kaup-
félagi Árnesinga á Selfossi og
seinna hjá Póstinum. Þar slasaðist
hún við störf og varð að hætta að
vinna.
Á seinni árum var hún í Kven-
félagi Selfosskirkju. Hún aðstoð-
aði þar við erfidrykkjur og tók
þátt í bænastundum. Þarna var
félagsskapur sem hún mat mikils.
Dísu langaði alltaf að tilheyra fjöl-
skyldu og það gerði hún á meðan
hún bjó hjá móður sinni og hennar
fjölskyldu. Sjálf stofnaði hún fjöl-
skyldu með Þorsteini eiginmanni
sínum. Þau eignuðust tvö börn en
skildu. Fyrir átti Dísa son, sem
ólst upp hjá móður hennar.
Dísa hafði eignast 10 barna-
börn og tvö núna í sumar, sem
gladdi hana mjög. Hún hefur alltaf
látið sér mjög annt um barnabörn-
in.
Eitt þeirra dó í fyrra á svipleg-
an hátt og var það henni mikið
áfall. Annað áfall fékk hún síðla
vetrar þegar krabbamein, sem
hún greindist með fyrir nokkrum
árum, tók sig upp að nýju og tók
hana frá okkur. Ég votta börnum
hennar, barnabörnum og systkin-
um samúð mína.
Brynjólfur G. Brynjólfsson.
Jóhanna Hafdís
Magnúsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
HULDA ALEXANDERSDÓTTIR
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á
Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
2. september. Útförin fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. september klukkan 13.
Hörður Magnússon Margrét Auður Þórólfsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir Ólafur Haukur Magnússon
Elísabet Magnúsdóttir Einar Pétur Heiðarsson
Alexander Magnússon Melkorka Otradóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SIGURGESTUR INGVARSSON
múrarameistari,
Sævangi 14,
lést sunnudaginn 1. september.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 12. september klukkan 15.
Sigrún Erlendsdóttir
Þórdís Björk Sigurgestsd. Þorsteinn Þorsteinsson
Áslaug Sigurgestsdóttir Dagbjartur Jónsson
Frosti Sigurgestsson Sigurlín Hrund Kjartansdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS STEFÁNSDÓTTIR
Sólvangi, Fnjóskadal,
andaðist mánudaginn 2. september á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn
11. september klukkan 13.30.
Jarðsett verður í Hálskirkjugarði í Fnjóskadal.
Bergsveinn Jónsson
Ingvar Jónsson
Þórdís H. Jónsdóttir Birgir Jónasson
Sigrún Jónsdóttir
Aðalheiður Erla Jónsdóttir Óskar H. Albertsson
Þórunn Jónsdóttir Rúnar Jóakimsson
Sólveig Jónsdóttir Friðfinnur Hauksson
Steinunn H. Jónsdóttir Stefán Sævarsson
Magnús Skúlason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur bróðir, faðir, tengdafaðir og afi
okkar,
ATLI EÐVALDSSON,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 2. september.
Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 12. september klukkan 11.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast Atla er bent á styrktarreikning barna hans:
0546-14-403322, kt. 120582-7129
Jóhannes Eðvaldsson
Anna Eðvaldsdóttir
Egill Atlason
Sif Atladóttir
Sara Atladóttir
Emil Atlason
tengdabörn og barnabörn
Okkar ástkæra
ÁRVÖK KRISTJÁNSDÓTTIR,
Melasíðu 6a,
Akureyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn
25. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 10. september klukkan 13.30.
Kristján Svanur Eymundsson
Kristbjörg Kristjánsdóttir
Guðfinna Kristjánsdóttir
Einar Kristjánsson
Ársæll Kristjánsson
Heiðrún Kristjánsdóttir
Ásta Sigurðardóttir
Haukur Arnar Árnason
og aðrir aðstandendur