Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 24

Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bjarni Bene-diktsson,fjármála- og efnahags- ráðherra, tilkynnti að áformum um skattalækk- anir yrði hraðað þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í gærmorgun. Kom fram að lækkun á tekjuskatti einstaklinga myndi koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. Ráðstöfunartekjur hinna tekjulægstu myndu hækka um rúmlega 120 þús- und krónur á ári. Þetta útspil ætti að róa ólgu á vinnumark- aði. Lækkun skattsins jafn- gildir 10% af tekjum ríkisins af tekjuskatti einstaklinga. Þar með er þó ekki sagt að þessir peningar verði með öllu utan seilingar skattheimt- unnar því að þeir munu vænt- anlega fara út í hringrás efna- hagslífsins með einum eða öðrum hætti og verða til þess að auka tekjur ríkisins á öðr- um sviðum. Í kynningu fjárlaga kom einnig fram að trygginga- gjaldið myndi lækka um 0,5 prósentustig. Sú lækkun kem- ur í kjölfar 0,25 prósentustiga lækkunar í upphafi þessa árs. Segir á vef stjórnarráðsins að um áramót hafi trygginga- gjaldið því verið lækkað frá árinu 2013 úr 7,68% í 6,35% „sem styður við atvinnusköp- un og rekstrargrundvöll fyr- irtækja“. Megintilgangur trygginga- gjaldsins er að bera uppi At- vinnuleysistrygg- ingasjóð. Gjaldið var hækkað veru- lega þegar banka- kerfið fór á hliðina fyrir rúmum áratug og at- vinnuleysi blasti við. Árið 2011 var það komið í 8,65%. At- vinnuleysið varð sem betur fer reyndar aldrei jafn mikið og óttast var og forsendur fyrir gjaldinu eru löngu horfnar. Atvinnuleysi á Íslandi hefur verið með minnsta móti und- anfarin ár og því hefði verið rökrétt að snúa við fyrsta tækifæri aftur til þess hlut- falls, sem var fyrir bankahrun. Þá var tryggingagjaldið 5,34% og var ekki hækkað fyrr en komið var fram á árið 2009. Þrátt fyrir þá lækkun, sem nú er boðuð, vantar því enn eitt prósentustig upp á að fyrra hlutfalli sé náð. Fjármálaráðherra sagði í kynningu sinni á fjárlaga- frumvarpinu að það sýndi að skynsamlegt hefði verið að búa í haginn þegar vel áraði þannig að hægt væri að bregðast við þegar slaki myndaðist í hag- kerfinu án þess að safna skuld- um. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á orðum Bjarna um umfang hins opinbera á Ís- landi. Talaði hann um nauðsyn þess að leggja áherslu á aukna framleiðni og meiri afköst hjá ríkinu og finna leiðir til að nýta kosti einkaframtaksins í auknum mæli. Þessar áherslur ætti alltaf að hafa að leið- arljósi. Góð staða ríkisfjár- mála mun nýtast vel}Skattalækkanir KlúbburinnGeysir heldur um þessar mundir upp á 20 ára af- mæli. Geysir hjálpar fólki með geðraskanir að fóta sig á lífinu að nýju og hef- ur reynst mörgum vel. Fyrirmyndin að Geysi var klúbbur sem stofnaður var í New York í Bandaríkjunum um miðbik 20. aldar og nefnist Fountain House. Markmið hans var að rjúfa einangrun og draga úr einmanaleika fólks með geðraskanir. Á heimasíðu klúbbsins í New York segir að helming þeirra, sem einu sinni hafi verið lagðir inn á sjúkra- hús vegna geðraskana í borg- inni þurfi að leggja inn aftur, en það eigi aðeins við um 10% félaga í Fountain House. Nú vinna klúbbar eftir hug- myndafræði Fountain House í 33 löndum. Í upphafi var Klúbburinn Geysir í tveimur herbergjum og félagakjarninn tíu til fimm- tán manns. En honum hefur vaxið fiskur um hrygg og nú er hann í eigin hús- næði, er með fimm starfsmenn og skráðir félagar 430. Frumkvöðlar að stofnun Geysis voru iðjuþálfarnir Anna Valdimarsdóttir og Anna Guð- rún Arnardóttir. Stuðningur við Geysi hefur borist úr ýms- um áttum. Félagar í Kiwanis- hreyfingunni hafa verið ötulir við að hjálpa Geysi en fjölmörg góðgerðarfélög, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafa lagt sitt af mörkum. Klúbburinn Geysir hefur unnið þrekvirki í að hjálpa fólki með geðraskanir að njóta sín að verðleikum í samfélag- inu. Um leið á hann ekki lítinn þátt í að slá á fordóma og ýta undir jákvæða umræðu um geðraskanir. Starfi klúbbs á borð við Geysi lýkur aldrei og vonandi mun hann áfram njóta vaxandi velvilja og stuðnings til góðra verka. Hefur í 20 ár hjálpað fólki með geð- raskanir við að fóta sig í lífinu á ný} Gott starf Geysis Ö llum börnum sem fædd eru 1. janúar 2019 eða síðar verður boðin bólusetning við hlaupa- bólu, endurgjaldslaust, á næsta ári. Þessa ákvörðun hef ég tekið í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis sem hefur bent á margvíslegan ávinning þess, bæði heilsufarslegan og fjárhagslegan. Markmiðið með bólusetningum almennt er að koma í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, einkum hjá börnum, og hindra sömuleiðis farsóttir og draga úr hættulegum afleið- ingum smitsjúkdóma. Hér á landi eru al- mennar bólusetningar gegn mörgum sjúk- dómum þar sem helst má nefna mislinga, kíghósta, mænusótt, stífkrampa, barnaveiki, hettusótt, rauða hunda og meningókokka C. Árangurinn hefur verið afar góður sem þakka má mikilli þátttöku almennings og hafa bólu- setningarnar nánast útrýmt þeim sjúkdómum sem bólusett er gegn. Fram til þessa hefur ekki verðið bólusett með al- mennum hætti fyrir hlaupabólu hér á landi en hlaupa- bóla er algengur barnasjúkdómur sem næstum öll börn fá. Fæst börn verða alvarlega veik en þó er nokk- uð algengt að sýkingar komi í sár eftir hlaupabólu sem kallar á læknisheimsóknir og lyfjanotkun. Í undantekn- ingartilfellum geta veikindin orðið alvarleg, en það er fátítt. Það sem færri vita er að veiran sem veldur hlaupa- bólu situr áfram í líkamanum og getur brot- ist fram síðar sem svokallaður ristill en hann felst í útbrotum sem geta valdið fólki sem veikist miklum sársauka og óþægindum og komið upp ítrekað. Margar erlendar rannsóknir hafa sýnt að bólusetning við hlaupabólu er hagkvæm og leiðir af sér sparnað í samfélaginu, ekki síst vegna minni fjarvista foreldra frá vinnu. Ávinningurinn af bólusetningu er því bæði heilsufarslegur og fjárhagslegur. Undan- farin ár hafa foreldrar í vaxandi mæli keypt bólusetningu gegn hlaupabólu fyrir börn sín og eru nú rúmlega 10% leikskólabarna bólu- sett. Það nægir þó engan veginn til að sporna gegn því að upp komi hlaupabólu- faraldrar eins og við sjáum reglulega. Þótt hlaupabóla leiði alla jafna ekki til al- varlegra veikinda er hún engu að síður leiður kvilli og fylgifiskur hennar, þ.e. ristill, sem fólk getur átt yfir höfði sér síðar á ævinni, veldur mörgum miklum óþæg- indum. Það er ánægjulegt að geta á næsta ári hafið almenn- ar bólusetningar við hlaupabólu. Ef vel tekst til mun verulega draga úr faröldrum af völdum hennar og verði þátttaka góð má vonast til að fyrr en síðar muni þeir heyra sögunni til. Svandís Svavarsdóttir Pistill Bólusetning gegn hlaupabólu að hefjast Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Drög að umhverfismativegna breikkunar Vest-urlandsvegar á Kjalar-nesi eru tilbúin og hafa verið auglýst til kynningar. Sem kunnugt er ákvað Skipu- lagsstofnun, þvert á álit Vegagerð- arinnar að framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat. Vegagerðin ásamt nokkrum sveitarfélögum á Vesturlandi kærði þessa ákvörðun til áfrýjunarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Vegagerðin ákvað að vinna umhverfismatið samhliða kæruferlinu til að gera sitt til að koma í veg fyrir að frekari tafir yrðu á framkvæmdinni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Niðurstaða kær- unnar liggur ekki fyrir en rétt þótti að hefja vinnuna ef til þess kæmi að niðurstaða Skipulagsstofnunar yrði staðfest. Verður 2+1-vegur Í frétt á heimasíðu Vegagerðar- innar segir að stofnunin, í samráði við Reykjavíkurborg, hafi undan- farið unnið að undirbúningi vegna breikkunar Vesturlandsvegar á um níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturland- vegar í 2+1-veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e. við Móa, Grundar- hverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verði vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðar- vegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfar- endur. Vegagerðin leitar samráðs Drög að tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd hafa nú verið lögð fram til kynningar. Þau eru unnin af verkfræðistofunni Eflu. Tilgangur þess að kynna mats- áætlun á vinnslustigi sem drög að tillögu að matsáætlun er að leita samráðs við almenning, hags- munaaðila og sérfræðistofnanir eins snemma í ferlinu og kostur er. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir. Drögin má finna á síðunum www.vegagerdin.is og www.reykjavik.is. Athugasemd- arfrestur er til fimmtudagsins 19. september nk. Í tillögu að matsáætlun segir m.a: „Áætlað er að frummatsskýrsla verði send til athugunar Skipulags- stofnunar veturinn 2019/2020 og að álit Skipulagsstofnunar liggi fyrir vorið 2020.“ Eins og margoft hefur komið fram í fréttum hefur verið þrýst á það að hefja sem fyrst breikkun Vesturlandsvegar til að auka um- ferðaröryggi, en á þessum veg- arkafla hafa orðið nokkur mjög al- varleg slys á undanförnum árum. Til stóð að hefja verkið að ein- hverju leyti nú í haust, þ.e. á hlið- arvegum, en þunginn kæmi á árinu 2020 í samræmi við fjárveitingar í samgönguáætlun. Óvíst er hve lengi framkvæmdirnar tefjast vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar og kærumála í kjölfar hennar. Helstu rök Skipulagsstofnunar voru þau að með framkvæmdunum yrði Vesturlandsvegur breikkaður umtalsvert. Og með tengdum fram- kvæmdum yrði rask talsvert meira vegna endurbóta á núverandi hlið- arvegum auk lagningar nýrra hlið- arvega, allt að 11 kílómetra. Þá væri ótalið rask vegna annarra tengdra framkvæmda eins og reiðvega og göngu- og hjólastíga. Verkís hannar veginn Vegagerðin auglýsti í vor útboð á hönnun hringvegar (1) um Kjalar- nes. Sex verkfræðistofur buðu í verkið og var tilboð Verkís hf. lægst, eða 85,5 milljónir króna. Áætlaður verktakakostnaður var 137 milljónir svo tilboð Verkís var 62,4% af áætl- uðum verktakakostnaði. Vegagerðin samdi í framhaldinu við Verkís um hönnun vegarins. Morgunblaðið/Júlíus Vesturlandsvegur Mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á veginum á Kjalaranesi og endurbætur aðkallandi. Láta vinna mat til að flýta fyrir breikkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.