Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 56
Listasafn Reykja-
víkur efnir til
samsýningar utan
veggja safnhús-
anna og setja
fimm myndlist-
armenn fram ný
verk sem birtast á
nýstárlegan hátt
víða um Reykjavík
og í ýmsum formum. Sýningin
nefnist Haustlaukar og meðal lista-
manna er Snorri Ásmundsson sem
býður til hugleiðslustundar í Egils-
höll í dag kl. 16 en þar mun dýrling-
urinn meistari Hilarion líkamnast í
honum. Hinir listamennirnir fjórir
eru Ásgerður Birna Björnsdóttir,
Berglind Jóna Hlynsdóttir, Curver
Thoroddsen og Þóranna Björns-
dóttir.
Hilarion líkamnast í
Snorra Ásmundarsyni
LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 250. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.150 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu þarf nauðsynlega á þremur
stigum að halda þegar liðið mætir
Moldóvu í undankeppni EM 2020 á
Laugardalsvelli í dag. Þetta er
fimmti leikur íslenska liðsins en Ís-
land er í þriðja sæti riðilsins með
níu stig eftir fyrstu fjóra leiki sína,
eins og Frakkland og Tyrkland, sem
eru með mun hagstæðari marka-
tölu. »47
Blásið til sóknar í
Laugardalnum í dag
Myndlistarsýning Páls Hauks
Björnssonar, Ósegjanleiki, verður
opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju
við messulok á morgun kl. 12.15.
Sýningin er á vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju og sýningarstjóri er
Rósa Gísladóttir.
Páll sýnir ný verk sem hann hefur
gert sérstaklega fyrir þessa sýn-
ingu. Í verkum sínum fæst Páll við
myndbirtingar hins yfirskilvitlega
og hvernig þær gera
grein fyrir íveru-
bundinni tilveru
okkar og eru á
ákveðinn hátt
ábyrgar fyrir af-
mörkun menning-
ar og náttúru, eins
og því er lýst í
tilkynningu.
Páll Haukur opnar sýn-
ingu að lokinni messu
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verslunin og veitingastaðurinn
Vegamót er samfélagsmiðstöðin á
Bíldudal. Þar hittast íbúarnir.
Vertinn hefur gaman af því að
skipuleggja viðburði og tekur
ósjaldan upp gítarinn og spilar og
syngur við slík tækifæri.
Hjónin Gísli Ægir Ágústsson og
Anna Vilborg Rúnarsdóttir keyptu
Vegamót fyrir tveimur árum. „Það
voru breytingar hjá fyrri eig-
endum. Ég var búinn að vera með
það í huga að fara út í sjálfstæðan
rekstur og svona tækifæri gefast
ekki á hverjum degi. Við ákváðum
að stinga okkur í djúpu laugina,“
segir Gísli.
Fiskeldið er forsendan
Þau hafa gert breytingar,
stækkað verslunina til að auka
vöruúrvalið. „Við reynum að hafa
helstu nauðsynjar og helst aðeins
meira.“
Ekki kvartar Gísli undan við-
tökum íbúa á Bíldudal. Segir að
vel sé mætt á alla viðburði og oft
uppselt. Þá hefur verið mikið að
gera á veitingastaðnum í haust
vegna framkvæmda hjá tveimur
stærstu fyrirtækjunum, Arnarlaxi
og Íslenska kalkþörungafélaginu,
oft á fjórða tug starfsmanna verk-
taka í hádegismat.
Öflug uppbygging fiskeldis hjá
Arnarlaxi hefur snúið við byggða-
þróuninni á Bíldudal og þar fjölg-
ar nú eins mikið og íbúðarhúsnæði
staðarins leyfir. „Ég sé að fólk
hefur meiri peninga á milli handa
en áður, er bjartsýnt, fjárfestir í
húsunum sínum og er óhræddara
að gera vel við sig. Fasteignaverð
hefur snarhækkað,“ segir Gísli.
Hann segir að þessi auknu um-
svif í þorpinu hafi verið úrslita-
atriði í huga þeirra hjóna þegar
þau ákváðu að kaupa Vegamót.
Því fylgdi ákveðið rekstraröryggi.
„Við hefðum ekki gert þetta nema
það væri næg atvinna í bænum,“
segir Gísli.
Æskuheimilið innan seilingar
Gísli er fæddur og uppalinn á
Bíldudal og hann nýtti tækifærið
þegar uppbygging fiskeldisins
hófst til að snúa aftur vestur með
fjölskylduna. Hann fékk vinnu hjá
Fjarðalaxi og tók síðan þátt í upp-
byggingu Arnarlax, með millilend-
ingu í Noregi, áður en hann ákvað
að snúa sér að viðskiptum.
„Það fylgir því frelsi að búa
hérna. Æskuheimili mitt er hinum
megin við götuna og þar búa
mamma og pabbi. Ég get farið
þangað eftir hádegistörnina og
lagt mig, ef ég vil,“ segir Gísli.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sitt lítið af hverju Gísli Ægir Ágústsson slær á létta strengi þegar hann afgreiðir viðskiptavin Vegamóta.
Vertinn spilar og
syngur fyrir gesti sína
Veitingastaðurinn er samfélagsmiðstöðin á Bíldudal