Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga kl. 11-18, lokað á laugardögum í sumar LISTHÚSINU kjör þegnanna með uppbyggingu framleiðslugreina á síðustu áratug- um en ekki náð að færa sig ofar í virðiskeðjuna. Þeir vitna til fræði- mannsins Zhang Yunling, sem starf- ar hjá hugveitu á vegum kínverska ríkisins, um að Belti og braut muni skapa ný tækifæri til útflutnings og innflutnings og með því skapa nýjar framleiðslukeðjur sem muni stuðla að þróun kínverska hagkerfisins. En fyrir nokkrum árum var einmitt mikið rætt um að Kínverjar ættu fá alþjóðlega þekkt vörumerki. Væru efst í virðiskeðjunni Þessari staðreynd var haldið á lofti í umræðum um svonefnda al- þjóðavæðingu. Fylgjendur hennar á Vesturlöndum bentu á að vestræn fyrirtæki nytu góðs af því að geta látið framleiða vörur með miklu minni tilkostnaði í Kína en á Vestur- löndum. Fyrirtækin gætu svo selt vörurnar um heim allan og notið þess að vera efst í virðiskeðjunni með þætti á borð við hönnun, mark- aðssetningu og sölu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hins vegar gagnrýnt þessa söguskýringu og sagt Kínverja hafa beitt óeðlileg- um aðferðum til að greiða fyrir við- skiptum. Viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna er afleiðing þessarar afstöðu Bandaríkjaforseta. Þetta er hér rifjað upp vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa undan- farið rætt við stjórnvöld í Japan og Bandaríkjunum um fríverslun. Samstarf íslenskra og kínverskra stjórnvalda hefur dýpkað á þessari öld. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi forseti Íslands, á þátt í því, en hann lagði allt frá upphafi for- setaferils síns 1996 áherslu á að Asía yrði „stærsta og mikilvægasta markaðssvæði Íslendinga í framtíð- inni“, eins og hann orðaði það í sam- tali við Helgarpóstinn. Um þetta er fjallað í bókinni Saga af forseta. Hann ræktaði þessi tengsl í gegnum Hringborð norðurslóða, en það er sennilega orðinn einn mikilvægasti umræðuvettvangur heims fyrir norðurslóðamál. Það birtist í því að fjöldi erlendra forystumanna í við- skiptum og stjórnmálum hefur kom- ið til Íslands ár hvert síðustu ár. Bráðnun og tækniframfarir Áhugi Kínverja á Íslandi og norðurslóðum birtist m.a. í stofnun kínversk-norrænu norðurslóða- miðstöðvarinnar árið 2013. Egill Þór Níelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir Japan, Suður-Kóreu og Kína hafa mikið horft til mögulegrar opn- unar siglingaleiða vegna bráðnunar íss á norðurslóðum. Sú þróun vegna hlýnunar jarðar og tækniframfara vegi þungst í áhuga þeirra. „Þessi lönd hafa mun öflugri heimskautastofnanir en mörg ríkjanna í Norðurskautsráðinu. Þau horfa auðvitað bæði á norður- og suðurskautið. Áhuginn á norður- slóðamálum tengist loftslagsbreyt- ingum og áhrifum þeirra á samfélög, ekki aðeins á norðurslóðum heldur um heim allan. Um 90% af alþjóða- viðskiptum fara fram á norðurhveli jarðar. Stysta leiðin til flutninga milli þessara heimsálfa, milli Austur-Asíu og Norður-Ameríku og Norður-Evrópu, er um Norður- Íshafið í siglingu eða með flugi yfir norðurpólinn og það heimssvæði,“ segir Egill Þór og bendir á að talið sé að finna megi upp undir fimmt- ung ónýttra náttúruauðlinda jarðar á norðurslóðum. Asíuríkin þurfi að eiga í samstarfi við norðurskauts- ríkin til að taka þátt í þeirri efna- hagsþróun. Hluti af Belti og braut varðar einmitt uppbyggingu innviða við norðausturleiðina. Albert Jónsson segir að vegna bráðnunar geti skilyrði skapast til stóraukinnar námuvinnslu á Græn- landi innan fárra ára. Sá iðnaður geti kallað á þjónustu frá Íslandi. Þá greiði hlýnun fyrir frekari uppbygg- ingu ferðaþjónustu í norðri. Til skemmri tíma litið gæti beint flug milli Íslands og Kína annars vegar og Íslands og Japans hins veg- ar haft efnahagsleg áhrif á Íslandi í gegnum ferðaþjónustu. Um 19 þús. ferðamenn frá Japan komu hingað í fyrra og um 90 þús. frá Kína. Bent á heimsókn Camerons Auk forystumanna frá Kína, Jap- an og Bandaríkjunum hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heim- sótt Ísland nýverið. Heimsóknin tengdist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Albert segir heimsókn hennar eiga sér fordæmi í heimsóknum er- lendra leiðtoga á fundi norrænu for- sætisráðherranna. Til dæmis hafi David Cameron, fv. forsætisráð- herra Bretlands, fundað með nor- rænum forsætisráðherrum á Íslandi 2015. Merkel lagði í heimsókn sinni mikla áherslu á áhrif loftslagsbreyt- inga á norðurslóðir og kallaði eftir auknu samstarfi. Áhugi stórveldanna á Íslandi og nágrenni – dæmi um atburði á síðustu árum 15. apríl 2013 Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskipta- ráðherra Kína, undirrita fríverslunarsamning í Peking. 10. desember 2013 Stofnfundur Kínversk-norrænu norðurslóða- miðstöðvarinnar. 19. október 2018 Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, kemur til Íslands vegna ráðstefnunnar Hringborðs norður- slóða – rætt um fríverslunarsamn- ing, umskipunarhöfn og beint flug. 22. október 2018 Lilja Alfreðsdóttir, menntamála- ráðherra og Jin Zhijian, sendi- herra Kína á Íslandi, taka í notkun kínversk-íslensku rannsóknastöð- ina um norðurslóðir á Kárhóli. 15. febrúar 2019 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsækir Ísland – segir markmiðið að styrkja tengsl við bandamenn Bandaríkjamanna sem hefðu verið vanrækt á liðnum árum. 10. maí 2019 Ólafur Ragnar Grímsson, fv. forseti Íslands og formaður Hringborgs norðurslóða, ræðir um þátttöku Kína í framtíðarþróun norðurslóða á ráðstefnu hringborðsins í Sjanghæ. 7. júní 2019 Fyrsti fundur Íslands og Banda- ríkjanna í reglulegu viðskipta - samráði sem komið var á fót á fundi utanríkisráðherra ríkjanna í Reykjavík í febrúar sl. Samhliða fór fram tvíhliða efnahagssamráð milli Íslands og Japans í Tókýó. 15. ágúst 2019 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagður kanna möguleikann á að Bandaríkin kaupi Grænland – hættir við heimsókn til Danmerkur. 19. ágúst 2019 Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, kemur í opinbera heim- sókn til Íslands. 4. september 2019 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands – m.a. rætt um fríverslunarsamning. 5. september 2019 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, vísar þeim ummælum Mike Pence á bug að íslensk stjórnvöld hafi hafnað samstarfi um Belti og braut – boðar aukið samstarf og beint flug milli Kína og Íslands. 11.-13. október 2019 Rick Perry, orkumála- ráðherra Bandaríkjanna, verður meðal frum- mælanda á Hringborði norðurslóða í Hörpu. Ljósmynd/Hringborð norðursins Hringborðið Taro Kono, utanríkis- ráðherra Japans, í Hörpu í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.