Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 verslunineva LAUGAVEGI 26 verslunin.eva Nýjar haustvörur frá Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnarskrárkreppan í Bretlandi er einungis bundin við Westminster og breska stjórnkerfið, að sögn Daniels Hannans, Evrópuþing- manns breska Íhaldsflokksins, en hann flutti erindi á ráðstefnunni Frelsi og framtíð, sem samtökin Students for Liberty, SFL, héldu í Salnum í Kópavogi í gær. Sagði Hannan að eina leiðin út úr þeim vanda sem neðri deild breska þings- ins hefði komið sér í væri að boða til kosninga og var hann viss um að Íhaldsflokkurinn gæti borið sigur úr býtum í þeim. „Kjósendur eru nefnilega snjallari en stjórn- málamenn halda,“ sagði Hannan, og þeir myndu muna eftir því hverjir bæru höfuðábyrgðina á því ástandi sem nú væri uppi. Á meðal annarra sem tóku til máls á ráðstefnunni auk Hannans voru hagfræðingarnir Edward Stringham og Peter Earle, grínist- inn og þáttastjórnandinn Andrew Heaton og Mariam Gogoshvili, blaðamaður og baráttukona fyrir af- námi refsistefnu í vímuefnamálum. Halla Sigrún Mathiesen stjórn- armaður var fundarstjóri. Frelsið lagt í sífellt einelti Davíð Oddsson, ritstjóri Morgun- blaðsins og fyrrverandi forsætisráð- herra, var hins vegar frummælandi. Benti hann á í upphafi máls síns, að í umræðu dagsins hér á landi og annars staðar hefði oftar en ekki borið á hræðsluáróðri. Nefndi hann sem dæmi árþúsundavandann svo- nefnda, sem talið hefði verið mikið vandamál í aðdraganda ársins 2000. Viðurkenndi Davíð að þótt hann væri þrjóskur að eðlisfari hefði hann getað látið hræða sig ásamt þáverandi ríkisstjórn með 2000- vandanum. Stjórnvöld hefðu því eytt ótæpilegum fjármunum til þess að mæta vandamáli, sem reyndist síðan ekki hafa verið vandamál. Davíð nefndi fleiri dæmi. „Fyrir tuttugu árum var það síþreytan sem var að leggja alla að velli, hvað varð af henni? Hún hefur bara lagt sig, hún var svo þreytt,“ sagði Davíð. Þannig hefðu fleiri vandamál skotið upp kollinum hvert á eftir öðru, sem reyndust svo ekki eins víðtæk og hræðsluáróðurinn sem fylgdi með hefði gefið til kynna. Eitt raunverulegt vandamál væri hins vegar það, að fáir þættir tilver- unnar hefðu lent í eins miklu og samfelldu einelti og frelsið. „Og það finnst mönnum allt í lagi, en það er ekki gott, því það kostar sitt,“ segir Davíð. Var að mati Davíðs skortur á stjórnmálaflokkum sem reyndu að verja frelsið gegn því einelti sem það hefði orðið fyrir, heldur væri frekar samkeppni milli flokka um að tryggja þá fyrirgreiðslu sem ein- staklingar og hópar teldu sig eiga heilagan rétt til. Reikningurinn fyr- ir því endaði hins vegar alltaf á sama stað; hjá hinu opinbera, sem þó væri ekki uppspretta fjár. Sagði Davíð að allir flokkar tækju þátt í slíkri loforðagerð, þó af mis- miklum krafti væri, en virtust gleyma því að hið opinbera þyrfti að lokum að ná í fjármunina til þess að uppfylla loforðin. Þá væri þróunin í seinni tíð sú, að allir flokkar væru orðnir keimlíkari, sem væri mjög óhollt. Davíð fór einnig nokkrum orðum um þær áskoranir sem blasað hefðu við þegar ríkisstjórn hans tók til starfa árið 1991. Sagði hann að á næstu þrettán árum hefðu hann og samstarfsmenn hans í ríkisstjórn markvisst ýtt undir aukið frelsi. Með því hefði meðal annars tekist að grynnka á skuldum ríkisins, lækka skatta og einkavæða ríkisfyr- irtæki. Sagði Davíð það mögulega bestu sönnunina á því hversu vel sú stefna hefði gefist hversu fljótt efnahagurinn náði sér aftur á strik eftir áföll fjármálakreppunnar. Sagði Davíð að nánast hefði þurft að takast á um hvert einasta hænu- fet sem stigið var í átt til frelsis og að stundum hefði þurft að sæta fær- is. Hins vegar hefði aldrei verið vik- ið frá þeim grunngildum sem stýrt hefðu förinni. Eignarréttur gefur betri raun Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, flutti næsta erindi, en það fjallaði um svo- nefndan „blá-grænan“ kapítalisma, hvernig náttúruvernd og eignarrétt- urinn færu saman. Sagði Hannes að náttúrusinna mætti flokka í tvo hópa; annars vegar þá sem töluðu fyrir skynsamlegri nýtingu náttúru- auðlinda og hins vegar þá sem hefðu gert náttúruvernd að nokkurs kon- ar kennisetningu. Var Hannes á því að skynsamleg nýting auðlinda gæfi betri raun til náttúruverndar til lengri tíma. Nefndi hann nokkur dæmi um slíka nýtingu, og bar meðal annars saman hvernig sjávarútvegur hefði þróast með mismunandi hætti undir íslenska kvótakerfinu annars vegar og hins vegar hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Var meginniðurstaða Hannesar því sú, að til þess að verja náttúru- auðlindir þyrftu þær að eiga sér góðan „hirði“, sem gætti þess að ekki væri gengið of hart að þeim, á sama tíma og þær væru nýttar á skynsaman hátt. Frjáls verslun óvinsæl nauðsyn Daniel Hannan var aðalræðumað- ur kvöldsins, sem fyrr segir, en megininntak ræðu hans snerist um mikilvægi frjálsra milliríkja- viðskipta og um leið hvers vegna hugmyndin um frjálsa verslun væri jafnóvinsæl á Vesturlöndum og raun bæri vitni. Nefndi Hannan að þegar árið 1824 hefði breski stjórn- málamaðurinn Thomas Babington Macaulay nefnt að stjórnvöld hvers ríkis gætu vart tekið betri ákvörðun fyrir almenning en að taka upp frjáls viðskipti, en á sama tíma væri hugmyndin jafnan óvinsæl. Benti Hannan á, að frá tíma Mac- auleys hefðu lífskjör almennings orðið margfalt betri og ástæðan væri einfaldlega sú að aldrei hefðu gefist betri tækifæri fyrir ríki til þess að taka þátt í alþjóða- viðskiptum. Þrátt fyrir það væri fjöldi fólks sem mótmælti alþjóðavæðingu og frjálsum milliríkjaviðskiptum og tal- aði fyrir tollmúrum, þótt reynslan sýndi að frjáls verslun gerði alla ríkari, líka þá efnaminnstu. Hannan nefndi þrjár meginástæður fyrir óvinsældum frjálsra viðskipta. Fyrsta ástæðan var að mati hans sálræns eðlis og mátti rekja til þess að mannkynið væri enn innstillt til að hugsa líkt og það gerði í árdaga. Tilhneigingin væri því frekar að reyna að vera sjálfum sér nóg um allar lífsnauðsynjar frekar en að treysta á að ókunnugir gætu fram- leitt eitthvað á hagkvæmari hátt. Var önnur ástæðan pólitísks eðlis og stafaði af því að ávinningur frels- isins væri jafnan dreifður víða um samfélagið þannig að erfitt væri að festa hönd á hver hann væri. Hins vegar ættu þeir fáu sem töpuðu á því að viðskipti væru gefin frjáls auðvelt með að mynda þrýstihópa til þess að reyna að verja sitt, þrátt fyrir að það væri óhagkvæmt. Þriðja og síðasta ástæðan var að mati Hannans „fagurfræðilegs“ eðl- is. Ferlið þegar brotist væri úr fá- tækt til velsældar liti ekki vel út og auðvelt væri að koma þeirri sýn til skila að illgjörn vestræn stór- fyrirtæki væru að arðræna fólk í þróunarríkjum, jafnvel þegar störf- in sem þau byðu upp á borguðu meira en önnur störf. Þá væri ríkt í vestrænum sam- félögum að horfa til sinnar eigin for- tíðar í fátækt út frá nokkurs konar „sveitarómantík“, jafnvel þó að frjáls viðskipti og kapítalisminn hefði haft í för með sér margföldun lífsgæða á síðustu öld. Vísaði Hann- an meðal annars til bandaríska háð- fuglsins P.J. O’Rourkes, sem hefði svarað þeim hugmyndum um að allt hefði verið betra fyrir hundrað ár- um með einu orði; „tannlækningar“. Sagði Hannan í niðurlagi ræðu sinnar að helsti kostur kapítalism- ans væri sá, að hann væri eina markaðskerfið sem byggðist á því að fólk gæti efnast með því að veita öðru fólki þjónustu. Með frelsinu hefði tekist að skapa meiri hagsæld en á nokkrum öðrum tíma í sögunni og því væri brýnt að varðveita þau grunngildi sem fælust í því. Brýnt að varðveita frelsið til framtíðar  Alþjóðleg ráðstefna samtakanna Students for Liberty, „Frelsi og framtíð“, haldin í Salnum í Kópavogi  Fáir flokkar sem tala máli frelsisins  Lífskjör hafa orðið mun betri vegna frjálsra milliríkjaviðskipta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frelsið Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var frummælandi á ráðstefnu Students for Liberty um frelsi og framtíð. Lífskjör Daniel Hannan benti á að lífskjör hefðu aldrei verið betri en nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.