Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 31
Óskum eftir að ráða
vana menn í járn- og blikksmíði
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband
við: bjorn@blikkborg.is. S. 6911115
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Embætti dómara við Hæstarétt
Íslands laust til umsóknar
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Stefnt er að því að
skipa í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið störfum.
Um launakjör fer samkvæmt lögum um dómstóla nr. 50/2016, sbr. lög nr. 79/2019.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 13. gr. laga nr. 50/2016. Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 620/2010, um
störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti, er áskilið að í umsókn komi fram
upplýsingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum,
4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og
upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7)
reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar
o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði
í vinnubrögðum, 10) upplýsingar um tvo fyrrverandi eða núverandi samstarfsmenn eða yfirmenn sem geta
veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 11)
aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf
hæstaréttardómara.
Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlegum fluttum
málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum
sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem
umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda.
Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi
á faglega færni umsækjanda til starfa sem hæstaréttardómari.
Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 23. september nk. Til þess að hraða afgreiðslu
umsókna og bréfaskiptum er áskilið að umsóknir og fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða
með rafrænum hætti á netfangið starf@dmr.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Dómsmálaráðuneytinu,
6. september 2019.
55% staða Snyrtifræðings/Hjúkrunarfræðings
og 55% staða Móttökuritara
Reyklaus vinnustaður. Báðar stöðurnar geta tímabundið krafist
hærra hlutfalls. Fyrri staðan er laus nú þegar, hin 1. jan.
Stöðurnar krefjast mikillar sjálfstæðni, tölvureynslu og
reynslu í mannlegum samskiptum.
Vinsamlegast sendið umsóknir ásamt
ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi til
utlitslaekning@utlitslaekning.is. Farið verður
með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Snyrtifræðingur/Hjúkrunarfræðingur
Móttökuritari
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verkefnum
Vinsamlega hafið samband við Örn í síma.
897-5396, netfang: grotta@heimsnet.is
Félags – og skólaþjónusta
RANGÁRVALLA- OG VESTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU
Suðurlandsvegur 1-3, 850 Hella og Austurvegur 4, 860 Hvolsvelli
Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf sál-
fræðings í leik- og grunnskólum.
Staða sálfræðings hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er laus til umsóknar. Um er að
ræða 100% stöðu.
Starfsstöðin er á Hvolsvelli þar sem sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi með öðrum sérfræðingum,
leikskólaráðgjafa, kennsluráðgjafa grunnskóla og náms- og starfsráðgjafa. Á svæðinu eru fimm leikskólar
og fimm grunnskólar með tæplega 800 börnum.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. desember nk. eða eftir samkomulagi.
Starfssvið sálfræðings
• Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla.
• Þverfaglegt samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar og seta í teymum um einstök
börn innan skólanna.
• Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf í kjölfar greininga og eftirfylgd mála.
• Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðahaldi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
• Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi.
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og Sambands ísl. Sveitarfélaga
Umsóknarfrestur er til 7. október nk.
Umsóknir sendist í pósti á Skólaþjónusta Rang. og V-Skaft., Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli, eða í tölvupósti á
netfangið thorunnjona@skolamal.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf.
Frekari upplýsingar veitir Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður Skólaþjónustu í netfanginu
thorunnjona@skolamal.is eða í síma 487-8107.