Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 2

Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 VERÐ FRÁ 339.900 KR. TVÆR FERÐIR, APRÍL 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þarna hefur hvorki verið talað við kóng né prest heldur bara vaðið áfram,“ segir Ásgeir Kr. Ólafsson, sumarhúseigandi í Landsveit. Ásgeir situr í samráðsnefnd íbúa og landeigenda í nágrenni jarðanna Leynis 2 og 3 í Landsveit þar sem hafin er uppbygging ferðaþjónustu. Íbúarnir hafa lagt fram kvörtun vegna framkvæmdanna til Heil- brigðiseftirlits Suðurlands og Mann- virkjastofnunar. Morgunblaðið hef- ur að undanförnu fjallað ítarlega um uppbygginguna á Leyni 2 og 3, bæði um óánægju íbúa og landeigenda í nágrenninu sem og áform eigenda. Malasíumaðurinn Loo Eng Wah, sem stýrir uppbyggingunni, sagði í viðtali við blaðið í vikunni að hann vildi gott samstarf við íbúa og áform- in væru ekki eins umfangsmikil og þeir virtust telja. Í kvörtun íbúanna til heilbrigðis- eftirlitsins er gerð athugasemd við 15 hjólhýsi sem hafi verið sett upp á svæðinu sem séu öll fasttengd við fráveitu og aðveitu hitaveitu og kaldavatnsveitu. Segir að ekkert byggingarleyfi hafi verið gefið út vegna þessara framkvæmda. Sam- kvæmt reglugerð séu öll mannvirki sem séu fasttengd slíkum veitum háð byggingarleyfi. Sama gildi um plast- kúluhús sem rísa eigi á svæðinu. „Sveitarfélagið hefur enga kynn- ingu haft á þessum framkvæmdum en veitti stöðuleyfi fyrir húsunum í júní. Í umsókn um stöðuleyfi er sér- staklega tekið fram að húsin verði ótengd slíkum veitum en á þeim tíma var þegar byrjað að tengja húsin. Húsin og rotþrær eru staðsett inni á fjarsvæði vatnsveitu. Við byggjum kæru okkar á að hér sé eftirliti alvar- lega ábótavant og vinnulag bygg- ingafulltrúa og sveitarstjórnar beri vott um mjög alvarlega vanrækslu á skyldum sínum og við krefjumst þess að rekstur verði stöðvaður nú þegar og mannvirkin fjarlægð sbr. byggingarreglugerð 2.9. 1.gr.,“ segir í kvörtuninni. Sigrún Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að umrætt erindi hefði borist eftirlitinu. Kvörtun til Mannvirkjastofnunar er efnislega samhljóma en vísað er til eftirlitshlutverks stofnunarinnar. „Jafnframt krefjumst við þess að Mannvirkjastofnun grípi til viðeig- andi ráðstafana gagnvart þeim eft- irlitsaðilum sem hér hafa brugðist skyldum sínum sem þeir eru bundnir af skv. lögum,“ segir í kvörtuninni. Vilja stöðva starfsemi á Leyni  Íbúar kvarta undan framkvæmdum Tugir grindhvala voru strandaðir í fjörunni við Ytra-Lón á Langanesi í gærkvöldi. Að sögn fréttaritara Morgun- blaðsins er um u.þ.b. 60 hvali að ræða og aðstæður á staðnum til björgunar slæmar. „Þetta er hræðilegt dauðastríð og erfitt að horfa upp á þá kveljast í fjörunni,“ sagði Líney Sigurðardóttir. Göngufólk kom að hvölunum fyrr um daginn og gerði lögreglu viðvart, sem hefur lokað veginum niður í fjör- una. Ekki náðist í lögregluna á Þórshöfn, en í samtali við RÚV sagði Steinar Snorrason varðstjóri að unnið væri að því að koma dýrunum aftur út á sjó. Hann sagði að ein- hver dýranna væru dauð en meirihlutinn á lífi. Verið væri að safna mannskap til að sinna björgunarstörfum. „Mér skilst að menn muni ekki eftir að það hafi orðið svona stórt strand á þessum slóðum þótt það þekkist að bæði hvali og háhyrninga hafi rekið á land,“ var haft eftir Steinari varðstjóra. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Grindhvalir á Langanesi  Tugir grindhvala voru í gærkvöldi strandaðir í fjörunni Strand Tugir grindhvala voru strandaðir í fjörunni við Ytra-Lón á Langanesi í gær og óljóst hve mörgum yrði bjargað. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Bláskógabyggðar lýsir óánægju með það að allt vatnasvið tveggja virkjanakosta á Kili verði friðlýst en ekki aðeins hinir eiginlegu virkjanakostir. Telur sveitarstjórn að tillögur Umhverfisstofnunar séu byggðar á veikum lagalegum grunni og skorar á stofnunina að taka málið upp að nýju. Gert er ráð fyrir því að þeir virkj- anakostir sem settir eru í verndar- flokk rammaáætlunar verði friðlýstir. Þannig voru tveir virkjanakostir í Jökulfalli og Hvítá flokkaðir, það er að segja Gýgjarfossvirkjun og Blá- fellsvirkjun. Umhverfisstofnun lagði til við umhverfisráðherra að allt vatnasvið þessara vatnsfalla yrði frið- lýst. Þar er um að ræða allt svæðið á milli Langjökuls og Hofsjökuls frá vatnaskilum rétt fyrir sunnan Hvera- velli og suður að miðju Bláfelli. Til- lagan þannig útfærð liggur á borði umhverfisráðherra. Þingmaður gagnrýnir ráðherra Svæðið tilheyrir Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi. Báðar sveitar- stjórnir gerðu athugasemdir við und- irbúning málsins en ekki var á þær hlustað. Sérstaklega gerðu sveitar- stjórnirnar athugasemdir við lagaleg- an grundvöll friðlýsingarinnar. Bentu á að í náttúruverndarlögum væri ekki fjallað um friðlýsingu heilla vatna- sviða með vísan til rammaáætlunar heldur svæða sem falla í verndar- flokk. Því væri túlkun Umhverfis- stofnunar of víðtæk og ætti sér ekki lagastoð. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, viðraði sömu sjónar- mið og sveitarstjórnirnar í grein í Morgunblaðinu í gær. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráð- herra og Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra höfnuðu því í samtali við mbl.is í gær að ekki væri traustur lagagrundvöllur undir friðlýsingar, með vísan til verndarflokks ramma- áætlunar. Helgi Kjartansson, oddviti Blá- skógabyggðar, segir að það sé óþarfi að friðlýsa jafnstórt svæði og lagt sé til. Bendir hann á að auðveldara sé að breyta friðlýsingu síðar, ef þörf gerist, en að setja friðlýsingu á í fyrsta skipti. Gagnrýna víðtæka friðlýsingu á Kili  Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að friðlýsing alls vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár á Kili eigi sér ekki lagastoð  Umhverfisráðherra og forsætisráðherra mótmæla því að of geyst sé farið í friðlýsingar Morgunblaðið/Einar Falur Friðlýsing Gýgjarfoss í Jökulfalli, á Kerlingarfjallaleið, verður friðaður. Gýgjarfossvirkjun og Bláfellsvirkjun var skipað í verndarflokk. Stjörnuspá Siggu Kling fyrir sept- ember birtist í Sunnudagsblaðinu, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar les Sigga í stjörnurnar, ávarpar les- endur sína og hvetur og fjallar um hvert stjörnumerki fyrir sig. Ráðgert er að mánaðarspá Siggu muni eftirleiðis birtast síðasta sunnudag í hverjum mánuði. Að auki verður Sigga með fast efni í Sunnudagsblaðinu um hverja helgi þess á milli og miðlar af fróð- leik sínum til lesenda. Stjörnuspá Siggu Kling birtist einnig á mbl.is á netinu og þar verð- ur hún sömuleiðis með fast efni af ýmsum toga, þar á meðal um tarot- spil, auk þess sem þar má lesa vís- dómsorð hennar. Þá mun hún einnig láta að sér kveða á öldum ljósvakans á útvarps- stöðinni K100 þar sem hún verður vikulegur gestur. Í viðtali í Sunnudagsblaðinu fyrir viku sagði hún að hún færi sínar eig- in leiðir í að spá, veldi um tíu manns sem hún hefði tengingu við í hverju stjörnumerki og tengdi sig við orku þeirra. Hamingjan kemur ekki með Domino’s-pítsunni Hún var spurð hvort hún hefði heilræði fyrir lesendur og svaraði að fólk þyrfti að leggja á sig til að verða hamingjusamt. „Hamingjan bankar ekki, hún kemur ekki með Domino’s-pítsunni. Allir sem hafa náð árangri í lífinu, sama hvað það þýðir að ná árangri, hafa náð árangri vegna þess að þeir setja góða orku út í heiminn,“ sagði Sigga. Stjörnuspá Siggu Kling fyrir september í sunnudagsblaðinu  Verður með efni í Morgunblaðinu, mbl.is og á K100 Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigga Kling Hvað segja stjörnurnar?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.