Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Evrópski flugvélaframleiðandinn
Airbus hefur skrifað undir nýjan
samning við kínversk flugmálayfir-
völd (e. AVIC – Aviation Industry
Corporation of China) um samstarf
við þróun og smíði farþegavéla með
einum gangi (e. Single Aisle Air-
craft). Skrifað var undir samninginn
í Alþýðuhöllinni (e. Great Hall of the
People ) í Beijing, að viðstöddum Li
Kequiang, forsætisráðherra Kína,
og Angelu Merkel, kanslara Þýska-
lands.
Í tilkynningu frá Airbus segir að
samkomulagið dýpki og treysti sam-
bandið á milli Airbus og kínverskra
flugmálayfirvalda.
Afhenda flugvélaskrokka 2021
Samstarfið miðar að því að efla öll
aðföng er snúa að smíði skrokks
A319 og A320 flugvéla Airbus, í Ti-
anjan í Kína. Miðað er við að afhenda
fyrstu flugvélaskrokkana af þessari
tegund, sem verða að öllu leyti smíð-
aðir í Kína, í öðrum ársfjórðungi
2021.
Samningurinn er eins og segir í til-
kynningunni mikilvægur áfangi í
samstarfi Airbus og Kína með gagn-
kvæman hag að leiðarljósi, en talið
er, eins og segir í tilkynningunni, að
flugiðnaðurinn muni almennt njóta
góðs af samstarfinu.
Samstarf Airbus og Kína á sviði
farþegaflugvéla nær aftur allt til árs-
ins 1985, þegar skrifað var undir
fyrsta samninginn við flugvélafram-
leiðandann Xi’an Aircraft Company,
sem nú heitir AVIC Aircraft Co. Ltd.
Sá samningur sneri að framleiðslu
og samsetningu á hurðum fyrir
A300- og A310-breiðþotur.
Verðmæti samstarfssamnings
Airbus og Kína var metinn á 900
milljónir bandaríkjadala árið 2018
samkvæmt tilkynningunni, eða um
113 milljarða íslenskra króna.
Flugvélar Frá samsetningarstöð Airbus í Tianjin í Kína.
Airbus-skrokkar
smíðaðir í Kína
Flugvélaframleiðandinn og Kína
hafa átt samstarf síðan 1985
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Senn flýgur WOW air á ný, en Mich-
ele Roosevelt Edwards, stjórnarfor-
maður USAerospace Associates
LLC. og tilvonandi stjórnarformað-
ur WOW AIR LLC., tilkynnti á
blaðamannafundi í gær að fyrsta flug
flugfélagsins yrði frá Dulles-flugvelli
í Washington til Keflavíkur í októ-
ber. Tilkynnti hún einnig að endan-
legt samkomulag hefði náðst við
skiptastjóra þrotabús WOW air um
kaup félagsins á þeim eignum þrota-
búsins sem tilheyra vörumerkinu
WOW.
Á fundinum kvaðst hún hafa
tryggt 85 milljónir Bandaríkjadala til
rekstrarins en að trúnaður gilti um
kaupverð eignanna úr þrotabúinu.
Þar er um að ræða vörumerkið
WOW air, upplýsingatæknikerfi
flugfélagsins og búninga flugáhafna,
að því er fram kom í máli hennar.
Michelin-kokkur er með í för
Roosevelt Edwards kvaðst vilja
skapa brú milli Washington og Ís-
lands með flugfélaginu, en hún
dásamaði land og þjóð í bak og fyrir.
Í samtali við blaðamann sagði hún
m.a. að sem flestir Íslendingar yrðu
ráðnir til starfa hjá WOW 2, eins og
hún kaus að kalla hið nýja flugfélag í
samtalinu. Flugvélar flugfélagsins
verða tvær í upphafi. Þegar líður að
næsta sumri vonast hún til þess að
WOW air reki fjórar flugvélar og 10-
12 vélar þegar fram í sækir, en þar
setur hún mörkin.
Stefnt er að því að bjóða upp á
„næringarríkan mat“ um borð í flug-
vélunum, en félaginu til halds og
trausts er þriggja stjörnu Michelin-
stjörnukokkur að nafni Roger Wiles.
„Hjá WOW 1 var viðbótarvelta á
hvert flugsæti (vegna annarra hluta
en flugmiðans sjálfs) sú hæsta í
heiminum. Ef sætið kostaði 114 evr-
ur, þá var viðbótarveltan 57 evrur.
Það þýðir að nánast allir borguðu
fyrir mat, vatn, pitsur, salkringlur,
kartöfluflögur og annað,“ segir hún.
„Við verðum með frumlegan og nátt-
úrulegan mat og kostnaður við hann
er ótrúlega lágur. [...] Það er hægt að
gera þetta þannig að kostnaðurinn
verði jafn mikill, eða minni, fyrir far-
þegann og ef hann hefði pantað sér
sex tommu pítsu eða dós af salt-
kringlum,“ segir hún. „Við viljum
ekki seilast ofan í vasa fólks í hvert
sinn sem það langar í svaladrykk eða
kaffibolla.“
Áfram lággjaldaflugfélag?
Áform Roosevelt Edwards um
sérstaka setustofu fyrir flugfarþega
WOW air hafa vakið athygli. Að-
spurð segir hún Isavia hafa tekið vel í
þá hugmynd. „Menn lyftu brúnum
fyrst af því þetta er hugmynd sem
snýr öllu á hvolf. Ég trúi á setustofur
sem þessar, staði fyrir fólk til að hvíla
sig,“ segir hún. „Þegar ég spurði þá
út í pláss fyrir setustofur spurðu þau
til baka: Fyrir farþega á fyrsta far-
rými? Ég sagði: nei, fyrir öll farrými.
Þau voru orðlaus í fyrstu en síðan
áttuðu þau sig á hugmyndinni,“ segir
hún, en áþekkar setustofur verða á
Dulles-flugvelli í Washington. Spurð
hvort þetta verði raunverulega að
veruleika kveður hún já við. „Þetta
mun gerast,“ segir hún.
Sem fyrr segir verður nýtt WOW
air lággjaldaflugfélag eins og hið
fyrra, en ýmsir hafa velt vöngum yfir
áformum um að bjóða upp á mat í
flugvélunum og sérstökum setustof-
um fyrir farþega á flugvöllum. Spurð
hvernig nákvæmlega hún ætli sér að
láta „dæmið ganga upp“ bendir hún í
fyrsta lagi á að WOW air II verði
með færri flugvélar í rekstri.
„Ég tel það arðbært að reka bara
10-12 flugvélar. Í WOW I var mjög
stór tæknideild, yfir sjötíu manns. Í
því felst kostnaður sem er ónauðsyn-
legur,“ segir Roosevelt Edwards og
nefnir að flugfélaginu muni stjórna
„fagmenn“ sem hún hafi á sínum
snærum og geti borið fleiri en einn
hatt. „Margir þeirra eru verkfræð-
ingar, þannig að þeir takast ekki
bara á við vandamál á stjórnunarleg-
an hátt, heldur út frá tæknilegu hlið-
inni líka. Það er mikilvægt að geta
sinnt fleiri verkefnum en einu og með
því verður hægt að skera niður
kostnað,“ segir hún og nefnir til við-
bótar mikilvægi þess að tryggja sig
fyrir breytingum á eldsneytisverði.
Spurð hvort hún hafi verið í sam-
bandi við íslenska stjórnmálamenn
eða fulltrúa hins opinbera kveður
hún já við. „Ég vil ekki segja hvern,
en ég hef hitt mjög hátt sett fólk hjá
hinu opinbera. Það vill WOW aftur
og er meðvitað um hvaða áhrif þetta
hefur, ekki bara fyrir efnahaginn,
heldur líka möguleikana fyrir ferða-
þjónustuna,“ segir Roosevelt Ed-
wards.
Vill mynda brú milli tveggja borga
Vill ráða sem flesta Íslendinga til starfa hjá nýju flugfélagi Fyrsta flug frá Washington í október
Ráðfærir sig við stjörnukokk um mat í vélunum „Hátt sett fólk“ frá hinu opinbera verið í sambandi
Flug Michele Roosvevelt Edwards kynnir áform sín um enudrreisn WOW
air á fundi í gær. Flug á milli Íslands og Bandaríkjanna á að hefjast í okt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gyða Dan
Johansen hefur
selt hlut sinn í
Emmessís til
1912 ehf. Sam-
hliða því lætur hún af störfum
fyrir fyrirtækið. Gyða kom upp-
haflega í hluthafahóp félagsins
árið 2016. Þetta segir í frétt frá
Emmessíss.
Eins og fram kom á mbl.is á
sínum tíma hélt Gyða 9% hlut í
félaginu, eftir að Ísgarðar ehf.,
félag í eigu Pálma Jónssonar
keypti 89% hlut í Emmessís af
Hnetutoppi ehf. í apríl sl. Ísgarð-
ar seldu í sumar 56 prósenta hlut
til 1912.
Gyða selur allt
í Emmessís
7. september 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.73 126.33 126.03
Sterlingspund 155.11 155.87 155.49
Kanadadalur 95.22 95.78 95.5
Dönsk króna 18.618 18.726 18.672
Norsk króna 13.976 14.058 14.017
Sænsk króna 13.009 13.085 13.047
Svissn. franki 127.84 128.56 128.2
Japanskt jen 1.1789 1.1857 1.1823
SDR 172.15 173.17 172.66
Evra 138.91 139.69 139.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.3063
Hrávöruverð
Gull 1542.6 ($/únsa)
Ál 1734.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.49 ($/fatið) Brent
● Velta í farþegaflutningum milli
landa með flugi var 29% minni í maí-
júní 2019 en á sama tímabili 2018. Á
þessu tímabili hættu tvö flugfélög
starfsemi, Primera Air í október 2018
og WOW air í mars 2019. Þetta kemur
fram á vef Hagstofunnar. Þar segir
einnig að þrátt fyrir mikinn samdrátt í
flugi hafi velta í öðrum einkennandi
greinum ferðaþjónustu verið nánast
óbreytt milli ára.
29% minni velta í flugi
Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Tilboðsverð frá
1.480.000
Mest seldu f
jórhjól
á Íslandi á ti
lboði!
ALLT AÐ 1
90.000 kr
.
AFSLÁTTU
R! 1.290.000