Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
✝ Kristjana Hjör-leifsdóttir
Steinsland fæddist
10. febrúar 1932 á
Sólvöllum í Flateyr-
arhreppi. Hún lést í
Voss í Noregi 18.
ágúst 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Gunnjóna Sigrún
Jónsdóttir frá Ytri-
Veðrará og Hjör-
leifur Guðmundsson frá Görðum
í Önundarfirði. Kristjana var
fjórða í röð sjö barna þeirra
hjóna. Eldri voru Hjördís, Ingi-
björg Sigríður, báðar látnar, og
Ásdís, en yngri Hringur, látinn,
Finnur Torfi og Örn.
Kristjana var tvígift. Fyrri
maður hennar var Kristinn Ing-
ólfsson. Synir þeirra eru: 1) Hjör-
leifur Arnar, f. 16. nóvember
1951, d. 1. október 1981, hans
kona var Hrafnhild-
ur Magnúsdóttir og
eignuðust þau tvær
dætur, Lindu Krist-
ínu og Sólveigu
Gunn. 2) Már, f. 10.
mars 1954, giftur
Herborgu Harðar-
dóttur, synir þeirra
eru Hörður Arnar
og Einar Örn.
Langömmubörnin
eru átta.
Kristjana fluttist til Noregs ár-
ið 1967 og þar giftist hún Viktori
Steinsland. Þau áttu fyrst heima í
Voss en síðar í Breistein, úthverfi
frá Björgvin. Þau voru barnlaus.
Kristjana stundaði nám á
Laugum í Reykjadal og fór svo í
sjúkraliðanám í Noregi. Hún
vann lengst af sinni starfsævi við
aðhlynningu.
Útför Kristjönu fór fram frá
Voss 27. ágúst 2019.
Hún Kristjana (Krissa) systir
mín var engri annarri lík. Hún
var örgeðja, glöðust allra í góðra
vina hópi, en stundum uppstökk
og viðkvæm ef henni þótti á sig
hallað. Hún var erfiðismaður,
vann löngum lýjandi þjónustu-
störf, sem ráðskona, búðarstúlka
og eftir að hún settist að í Voss
vann hún fyrir sveitarfélagið
sem staðgengill húsmæðra. Hún
var afar góður verkamaður í öll-
um sínum störfum, forkur dug-
leg og verkhög. Handavinnu-
kona var hún ágæt. Til
minningar um hana á ég hand-
prjónaða peysu með snotru
munstri, sem hún prjónaði
handa mér og gaf þegar ég heim-
sótti hana í Voss 1986. Mér dýr
spariflík til æviloka.
Það var yndi hennar Krissu
systur að taka á móti gestum. Hún
var ákaflega gestrisin, ekki síst
þegar heimsóttu hana ættmenni
hennar frá Íslandi. Hún átti oft
stranga ævi en við heimsókn vina
og ættingja var jafnan grunnt á
glaðværðinni, og eins þegar hún
naut nærveru sonabarna sinna.
Hún systir mín, Kristjana, var
fjórum árum eldri en ég, svo að
vera má að mér gefist ekki langur
aldur til að sakna hennar. Í hvert
eitt sinn sem hún kemur mér í hug
minnist ég lífsgleði hennar. Fyrir
mig var hún óviðjafnanleg.
Finnur Torfi Hjörleifsson.
Kristjana Hjörleifs-
dóttir Steinsland
Afi var ekki bara
afi, hann var líka einn
af mínum bestu vinum.
Það er erfitt að
kveðja góðan vin og
mér þykir mikilvægt að varðveita
minningu afa.
Í einni af fyrstu kennslustund-
unum í Háskólanum í haust, byrj-
aði kennarinn minn á því að leggja
fyrir okkur verkefni með alls kyns
spurningum. Sumar spurning-
anna voru huglægar, aðrar prakt-
ísk formsatriði. Ég vann verkefnið
í flýti, en staldraði við á einni
spurningu sem ég varð svolítið
hugsi yfir. „Hvað er þér mikilvæg-
ast í lífinu?“ Ég svaraði, „fjöl-
skylda og vinir“. Ég er alveg viss
um að afi hefði svarað á sama hátt
ef hann hefði verið spurður. Hon-
um þótti svo innilega vænt um
fólkið sitt. Hann naut sín best í
hittingum með börnum og barna-
börnum. Hann hafði ofsatrú á öll-
um sínum nánustu og var óspar á
að láta það í ljós. Ef mig vantaði
klapp á bakið, hvatningu eða
stuðning var gott að tala við afa.
Við náðum vel saman, vináttan
okkar efldist með árunum og eftir
að við fjölskyldan fluttum heim til
Íslands var ég mikið með afa. Við
tefldum, fórum í keilu, horfðum
saman á íþróttaleiki en oftast fór-
um við þó í golf. Ég fann það í
hvert skipti sem ég var með afa
hvað hann var stoltur af mér. Það
var góð tilfinning. Hann var ekki
bara stoltur af mér heldur öllu
sínu fólki og gaf okkur öllum tíma
og pláss í lífi sínu.
Afi naut þess að vera til. Hann
Einar Oddsson
✝ Einar Oddssonfæddist 30. des-
ember 1943. Hann
lést 24. ágúst 2019.
Útför Einars fór
fram 5. september
2019.
var brosmildur og
hress og sá alltaf það
jákvæða í fari hvers
og eins. Hann barðist
við tvo erfiða sjúk-
dóma, en lét þá aldrei
stjórna lífi sínu og leit
bara á þá sem verk-
efni. Ég dáist að hug-
rekki og æðruleysi
hans.
Afi var sönn fyrir-
mynd.
Blessuð sé minning afa Einars.
Hjalti Reykdal Snorrason.
Að kveðja í hinsta sinn er aldrei
létt og að kveðja Einar bróðir og
mág er sárt. Einar og Eva voru
með þeim fyrstu sem buðu mig
velkomna í hina stóru fjölskyldu
úr Holtagerðinu þegar við Geir
vorum að kynnast. Þau voru alla
tíð okkar bestu vinir og ævintýrin
ljúf og sár eins og lífið sjálft.
Einar var þeim kostum gæddur
að allir voru jafnir í hans augum.
Hann átti auðvelt með að sjá
mannlegu hliðar lífsins og það var
hægt að taka upp samræður um
daglega hluti jafnt sem flóknar
lífsgátur. Einar var manna já-
kvæðastur og gekk í öll verk hvort
sem var heima eða heiman. Hon-
um var umhugað um að við Geir
hefðum í okkur og á meðan á há-
skólanáminu stóð og bauð okkur
því að taka þátt í lyfjatilraun hjá
sér. Við þurftum þannig að fara í
nokkrar magaspeglanir og lækn-
aðist ég þannig af mikilli sjúkra-
húsfælni sem kom sér vel síðar á
lífleiðinni. Einnig urðu til nokkrir
brandarar þegar ég var að ranka
við mér eftir kæruleysissprautuna
sem Einar hafði gaman af að segja
í fjölskylduboðum.
Einar hélt ræðu þegar við Geir
giftum okkur eins og sönnum
stórabróður sæmir. Þetta var fal-
leg ræða með góðum óskum um
gleði, hamingju og alvarleika lífs-
ins. En orð Einars til mín þótti
mér sérstaklega vænt um, en hann
bað mig um að gleyma aldrei að
hugsa um sjálfan mig og halda
áfram að mennta mig þó ég væri
nýorðin mamma og á leið til
Bandaríkjanna með Geir mínum.
Það voru sterk bönd á milli
þeirra nafnanna Einars Huga son-
ar okkar Geirs og Einars frænda.
Þau mynduðust snemma og hjálp-
aði nafnið þar auðvitað líka. Einar
og Eva komu í heimsókn til okkur
Geirs þegar Einar Hugi var ný-
fæddur í Seattle í Bandaríkjunum
og þó snáðinn væri bara nokkra
mánaða drifum við okkur í „road
trip“ til Oregon. Þetta var kannski
aðeins og bratt fyrir litla kallinn og
var hann stundum ofurþreyttur
eftir langa keyrslu en þá tók nafni
hans hann í fangið og ruggaði í
svefn þegar allir voru búnir að gef-
ast upp. Má segja að Einar hafi
ekki sleppt hendinni af nafna sín-
um frá þessari stundu og þegar
Einar Hugi gekk í gegnum erfið
veikindi sem hann tapaði barátt-
unni við fyrir rúmu ári síðan, vék
Einar ekki frá honum. Einar og
Eva vor okkur Geir ómetanlegur
stuðningur í veikindum sonar okk-
ar og að takast á við sorgina sem
fylgdi fráfalli hans. En þá var Ein-
ar sjálfur orðinn veikur, en það
lýsir vel æðruleysi hans gegn eigin
veikindum hvað hann var alltaf
tilbúinn að hjálpa öðrum.
Það eru forréttindi að hafa átt
allan þennan góða tíma með Einari
og njóta hans góðu nærveru, gleði,
visku og léttleika. Hann var góð
fyrirmynd þegar kemur að því að
njóta stundarinnar og vera til stað-
ar fyrir fólkið sitt. En fjölskylda
Einars, Eva, börnin, barnabörnin
og langafa börnin voru hans stolt
og yndi. Það var yndislegt að fá að
fylgjast með Einari og yngsta
barnabani hans honum Jóni en sá
átti ást og umhyggju afa síns
óskipta. Elsku fjölskylda, megi
góður Guð styrkja ykkur í sorginni.
Elsku Einar, takk fyrir sam-
fylgdina og hvíldu í friði.
Þín
Ragna og Geir.
✝ Þráinn Jökullfæddist í
Stykkishólmi 20.
maí 1954. Hann lést
21. ágúst 2019 á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Akra-
nesi.
Foreldrar Þráins
Jökuls voru Ragn-
hildur Kristjana
Gunnarsdóttir, f.
1932 í Efri-Hlíð í
Helgafellssveit, og Elís Gunn-
arsson bóndi, f. 1929 á Eiði í
Eyrarsveit, d. 2004.
Bræður Þráins Jökuls eru
Sævaldur Fjalar, f. 1956, maki
Hjördís Fríða Jónsdóttir, Ægir
Berg, f. 1965, maki Guðrún Vil-
borg Gunnarsdóttir, og Gunnar
Jóhann, f. 1972, maki Hrafn-
hildur Jóna Jónasdóttir.
Þráinn Jökull ólst upp í
Grundarfirði og
gekk í barnaskóla
þar en tók lands-
próf í Stykkishólmi.
Sem unglingur fór
hann sem skipti-
nemi til San Frans-
isco í Bandaríkj-
unum og dvaldi þar
eitt eftirminnilegt
ár. Hann starfaði
lengst af sem mat-
sveinn, bæði til sjós
og lands og víðsvegar um heim-
inn, lengst af í Færeyjum og hér
heima. Færeyjar áttu stóran
part í hjarta Þráins Jökuls og
þar átti hann góð ár. Síðustu
æviár sín bjó hann í Grundar-
firði.
Þráinn Jökull verður jarð-
sunginn frá Grundarðarkirkju í
dag, 7. september 2019, klukkan
13.
Við Jökull vorum skólabræður
og leiðir lágu saman sem börn og
unglingar og aftur síðar.
Jökull var fyrirmyndarnem-
andi að öllu leyti. Mætti í skólann
hreinn og strokinn, vel lærður og
jákvæður.
Meðan við hinir strákarnir vor-
um flestir með stæla og óknytti
var Jökull hvers manns hugljúfi.
Hann var langt á undan flest-
um sínum jafnöldrum í allri fram-
göngu og mannlegum samskipt-
um. Bæði var Jökull fluggreindur
og fékk að auki gott veganesti úr
foreldrahúsum.
Jökli var margt til lista lagt og
hefði í raun getað gert hvað sem
var á listasviðinu hvor sem það
var í tónlist eða öðru. Sama er
hægt að segja um annað – honum
stóðu allar dyr opnar. Hitt er svo
önnur saga að Jökull hafði litinn
áhuga á lífsgæðakapphlaupinu og
tranaði sér ekki fram í þeim til-
gangi.
Ég held að Jökull hafi valið sér
það hlutskipti sem hann var sátt-
ur við.
Nú undir lokin hafði lífið tekið
sinn toll því veikindi höfðu lengi
hrjáð hann. Trúi ég að Jökull sé
nú hvíldinni feginn kominn á nýja
og betri stað.
Ég samhryggist vinum og
vandamönnum en minningin um
góðhjartaðan og ljúfan dreng lif-
ir.
Páll Guðfinnur
Harðarson.
Þráinn Jökull
Elísson
✝ Ingiríður Blön-dal fæddist í
Reykjavík 13. sept-
ember 1975. Hún
lést á líknardeild
Landspítala 26. júlí
2019.
Foreldrar Ingi-
ríðar eru Sigríður
Guðráðsdóttir Blön-
dal, f. 1946, og Jón-
as Blöndal, f. 1942.
Bræður Ingiríðar
eru þeir Magnús, f. 1967, og
Hjörtur, f. 1970.
Árið 2002 hóf Ingiríður sam-
búð með eftirlifandi manni sín-
um, Hjálmari Diego Haðarsyni,
f. 1970. Þau gengu síðan í hjóna-
band árið 2012.
Foreldrar Hjálmars eru þau
Soffía Auður Diego, f. 1950, og
Höður Guðlaugsson, f. 1948.
Börn Ingiríðar og Hjálmars
eru þau Soffía Erla, f. 2004, og
Jónas Bergmann, f. 2006. Jafn-
framt ólst sonur Hjálmars af
fyrra hjónabandi, Hjálmar Arn-
ar, f. 1995, upp á heimili þeirra.
Ingiríður ólst upp
í Árbænum í Reykja-
vík. Gekk hún í Ár-
bæjarskóla og síðar í
Fjölbrautaskóla
Breiðholts, þaðan
sem hún lauk stúd-
entsprófi. Að því
loknu hleypti hún
heimdraganum og
dvaldist um skeið í
Alaska við nám og
störf. Við heimkom-
una hóf Ingiríður störf hjá Sím-
anum og starfaði þar um nokk-
urra ára skeið. Eftir fæðingu
barnanna venti hún sínu kvæði í
kross og hóf nám í tölvunarfræði
við Háskólann í Reykjavík, það-
an sem hún útskrifaðist sem
tölvunarfræðingur. Að loknu
námi hóf hún störf hjá Sýslu-
manni höfuðborgarsvæðisins,
þar sem hún sá um tölvumál
stofnunarinnar. Þar starfaði hún
til dauðadags.
Útför Ingiríðar fór fram frá
Fella- og Hólakirkju 13. ágúst
2019.
Mikið er það skrýtið, nánast
óraunverulegt að sitja hér og
skrifa þessi orð til minningar um
svo kæra vinkonu, sem var tekin
frá okkur allt of fljótt. Skarðið sem
hún skilur eftir sig er stórt.
Við vorum heppnar að fá Ingu í
vinahópinn, þegar hún mætti gal-
vösk á brennóæfingu í Kórinn til
okkar í rauða bolnum sínum. Hún
var alltaf brosandi, jákvæð og kát.
Hún stimplaði sig strax inn á vell-
inum enda sannkallaður nagli,
innan hans sem og utan! Stöðug
sem klettur, grip sem gerðu and-
stæðinga hennar gráhærða og
þrumuskot sem skildu eftir ófáa
marblettina.
Við eigum margar dýrmætar
minningar um skemmtilegar sam-
verustundir og hlátrasköll. Síð-
asta mótið okkar saman, Lands-
mótið á Sauðárkróki seinasta
sumar, er okkur ofarlega í huga.
Þar mætti Inga, bomban sem hún
var, kom, sá og sigraði, en hún og
liðið hennar tóku gullið heim!
Sorgin er mikil en hláturinn og
gleðin sem að við áttum saman
mun lifa í minningum okkar.
Hugur okkar er hjá eiginmanni
Ingu, börnum hennar og fjöl-
skyldu.
Þínar Brennóbombur,
Guðrún, Katrín Ýr
og Sólveig.
Það er með miklum trega sem
við nú kveðjum kæra samstarfs-
konu, hana Ingu Blöndal, og þökk-
um fyrir samfylgdina sem var allt
of stutt. Að falla frá langt fyrir ald-
ur fram, í blóma lífsins frá ungum
börnum og fjölskyldu er nokkuð
sem ekki nokkur leið er að skilja
og erfitt að sætta sig við. Ekki að-
eins erum við að sjá á eftir góðri
manneskju heldur samstarfs-
manni sem var full af áhuga, vilja
og alúð til að gera vel á vinnustað.
Síðastliðin sex ár hafði Inga unnið
hjá embættinu og sýndi strax við
komu þann áhuga og velvilja sem
alla tíð einkenndi samstarfið við
hana. Hún var ávallt reiðubúin til
að koma að hverju því sem leitað
var til hennar með, hvort sem það
var á sviði tölvu og tækimála, sem
var hennar verkefni og sérsvið,
eða annað sem til féll. Hún var
betri en engin þegar kom að und-
irbúningi og framkvæmd nýlegra
breytinga á vinnustaðnum og var
ómetanleg hjálp við þær aðstæð-
ur. Ósérhlífni, þá sem endranær,
einkenndi hennar vinnuframlag.
Það var ósjaldan sem til hennar
sást með borvél að gera og græja,
liggjandi undir borðum eða svipta
til hlutum og vörubrettum. Það
ráku margir upp stór augu við
slíkar tilfæringar þegar konan sú,
fín í kjól og hvaðeina, fór um
vinnustaðinn og sinnti þeim verk-
efnum sem fyrir lágu. Já, það
gustaði af henni krafturinn og
myndarskapurinn. Sú reisn sem
hún bar var öllum augljós þó ekki
fylgdi því hávaði eða læti. Hún ein-
faldlega kunni og tók málin í sínar
hendur þegar það átti við, var
ákveðin á sinn hógværa hátt.
Metnaður og frumkvæði ein-
kenndu hennar störf og jákvætt
viðhorf til vinnustaðarins sömu-
leiðis. Eftir að veikindin fóru að
herja á hana vildi hún umfram allt
sinna sínu starfi og gerði það lengi
vel þrátt fyrir að hraðan framgang
sjúkdómsins. Að lokum þurfti hún
að lúta í lægra haldi. Aðdáunar-
vert var að fylgjast með þeirri ró
og því æðruleysi sem hún bjó yfir
þó ljóst væri að endalokin nálg-
uðust og hún hélt reisn og virðu-
leika til hinstu stundar. Þó missir
okkar vinnufélaganna sé mikill er
hann þó lítilvægur samanborið við
missi barna hennar, maka og fjöl-
skyldunnar allrar. Við sendum
þeim öllum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna
hjá Sýslumanninum á höfuðborg-
arsvæðinu,
Þuríður Árnadóttir.
Ingiríður Blöndal
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæra föður,
tengdaföður, afa, langafa og bróður,
SIGURÐAR BJÖRGVINS
VIGGÓSSONAR
Sérstakar þakkir fær starfsfólk A2 á
hjúkrunarheimilinu Grund og blóðskilunardeild Landspítalans
fyrir góða hjúkrun og umönnun.
Valgerður L. Sigurðardóttir Jón Steingrímsson
Sigurður Elvar Sigurðsson
Rakel Sigurðardóttir Ragnar Ólafsson
barnabörn, barnabarnabörn og systkini
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR ÁRMANNSSON,
fyrrv. skóla- og menningarfulltrúi
á Akureyri,
sem lést 1. september, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. september klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Súlur, björgunarsveitina
á Akureyri.
Hrefna Hjálmarsdóttir
Ásgeir H. Ingólfsson
Auður H. Ingólfsdóttir
Ármann Ingólfsson Erla Colwill Anderson
Vala Pauline Ingolfsson Ari Dalmann Ingolfsson
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 10-17 alla virka daga