Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Konur eru áberandi í röðum flytj-
enda á Jazzhátíð Reykjavíkur sem
nú stendur yfir en mjög hefur hall-
að á þær í djasssögunni og gerir
enn, þótt vissulega hafi þær fengið
meiri athygli hin síðustu ár. Þrjár
vel þekktar djasskonur koma fram
á hátíðinni í ár; enski trompetleik-
arinn Laura Jurd, kollegi hennar
frá Portúgal, Susanna Santos Silva,
og enski saxófón-
leikarinn Tori
Freestone.
Ekki er síður
merkileg Ros
Rigby, fyrrum
stjórnarformaður
Europe Jazz
Network (EJN),
sem mun leiða
umræður um
kynjahalla í al-
þjóðlegu djasssenunni í dag, kl. 13 í
Borgarbókasafninu í Grófinni.
Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó-
leikari og djasstónlistarmaður, er í
stjórn EJN og hefur hún staðið fyr-
ir tónleikaröð, Freyjujazzi, með það
að markmiði að vekja athygli á
djasstónlistarkonum. Sunna fór
þess á leit við Rigby að hún kæmi á
Jazzhátíð Reykjavíkur og stýrði
fyrrnefndum umræðum.
Djassgeggjari frá táningsaldri
Rigby er ekki tónlistarmaður
sjálf en segist alltaf hafa notið þess
að hlusta á djass, allt frá því hún
var táningur. Um ævina hafi hún
stýrt ýmsum djasshátíðum og búi
að mikilli reynslu af djasstónleika-
haldi.
Rigby lét af störfum í fyrra sem
formaður stjórnar Europe Jazz
Network (EJN), Evrópska djass-
sambandsins, því skipunartími
hennar var útrunninn. Formaður
sambandsins er skipaður til fjög-
urra ára, að sögn Rigby. Sambandið
er fjármagnað af Evrópusamband-
inu og eiga yfir 150 hátíðir, klúbbar,
tónleikastaðir, tónleikaskipuleggj-
endur og samtök frá 35 löndum að-
ild að því. Rigby segist hafa unnið
að því sem formaður að efla sam-
bandið og fjölga aðilum. Tilgangur
þess sé að efla djass sem listgrein í
Evrópu og kynna fyrir fólki. EJN
sé tengslanet fyrir þá sem aðild
eiga að sambandinu.
Keychange mikilvægt
Rigby segir kynjahallann ekki
aðeins hafa verið til umræðu í
djassi hin síðustu ár heldur líka
innan annarra tónlistargreina.
„Europe Jazz Network hefur líka
tekið þessa umræðu mjög alvarlega
og aðilar sambandsins samþykktu
með miklum meirihluta, á aðalfundi
þess í september í fyrra, stefnu-
yfirlýsingu þess efnis að sambandið
skoðaði hvað gert hefði verið til að
draga úr þessum halla og leitaði
leiða til þess í framtíðinni,“ segir
Rigby. Hún bendir líka á Keyc-
hange-verkefnið, sem miðar að því
að efla hlut kvenna í tónlist,
minnka kynjahallann og stefna að
því að kynjahlutföll verði jöfn á
tónlistarhátíðum í Evrópu árið
2022.
Verkefnið er, eins og EJN,
styrkt af Evrópusambandinu. „Ég
mun m.a. ræða um þetta verkefni
og hvaða þýðingu það hefur,“ segir
Rigby um umræðurnar sem hún
mun stýra.
Meiri kynning en áður var
– Hver er staðan núna? Mér
finnst eins og tónlistarkonum í
djassi hafi fjölgað nokkuð á síðustu
tíu árum eða þar um bil?
„Ég held að það hafi frekar verið
lagt meira í að kynna þær,“ svarar
Rigby. „Það hafa auðvitað verið
konur í djassi um langt skeið,
kannski ekki jafnmargar og karlar
en nú hafa þessi átaksverkefni skil-
að því að þær eru sýnilegri. Þær fá
fleiri tækifæri.“
– Þetta á ekki bara við um konur
í djassi heldur konur í listum al-
mennt, í kvikmyndum til dæmis
eins og mikið hefur verið fjallað um
hin síðustu misseri, ekki satt?
„Jú, það er rétt og #metoo-
hreyfingin sem hófst í Bandaríkj-
unum hefur líka haft áhrif á þau
tækifæri sem konum bjóðast,“
svarar Rigby og nefnir líka þann
launamun kynjanna sem ríkt hefur
innan breska ríkisútvarpsins og af-
hjúpaður var nýverið, að karlkyns
þáttastjórnendur væru með mun
hærri laun en konur í sambærilegu
starfi. „Við erum í ákveðnu ferli
núna og ég held að fólk viðurkenni
almennt að þetta sé vandamál,“ seg-
ir Rigby um þessa kynjamismunun.
Konur sjá um sönginn
Djassinn á rætur að rekja til
Bandaríkjanna og hafa karlar alla
tíð verið langmest áberandi í þeirri
listgrein þó svo konur hafi vissulega
líka verið meðal flytjenda. „Fólk
vissi bara ekki af þeim eða þær
voru ekki svo margar,“ bendir
Rigby á. Djasssöngkonur hafi verið
mun meira áberandi og segir Rigby
fólk enn gera ráð fyrir því að konur
en ekki karlar sjái um sönginn í
djassinum. „Jafna mætti hlut
kynjanna líka hvað það varðar,“
segir Rigby kímin.
Ástæðan fyrir því að konur hafa
átt erfiðara með að hasla sér völl
sem djasstónlistarmenn er líka
félagsleg, bendir hún á, því djassinn
krefst mikilla æfinga og fjarveru frá
fjölskyldu sem karlar hafa átt auð-
veldara með í gegnum tíðina. „En
þetta er allt saman að breytast, án
efa,“ segir Rigby.
Þarf að byrja snemma
Tónlistarkennarar eru líka mikil-
vægir þegar kemur að því að fjölga
konum í hópi djasstónlistarmanna.
Einhver þarf, jú, að vekja áhuga
stúlkna á djassi. „Það þarf að hvetja
stúlkur allt frá grunnskólaaldri og
þær verða að eiga sér fyrirmyndir
sem sýna þeim fram á að þær geti
líka leikið á kontrabassa,“ segir
Rigby að lokum.
Frekari upplýsingar um Jazz-
hátíð Reykjavíkur má finna á vef
hennar, reykjavikjazz.is.
Ráðist gegn kynjahalla í djassi
Ljósmynd/Franco Silvestri
Ros Rigby, fyrrv. stjórnarformaður Europe Jazz Network, leiðir umræður um kynjahalla í djass-
heiminum á Jazzhátíð Reykjavíkur í dag Átaksverkefni hafa skilað meiri sýnileika, segir Rigby
Ros Rigby
Saxófónleikari Tori Freestone með tríói sínu sem leikur á hátíðinni í kvöld kl. 20.30 á Hard Rock Café.
Boðið verður upp á tónleika og
upplestur í Vatnasafni í Stykkis-
hólmi í kvöld kl. 20.30 og verður
bandaríska myndlistarkonan Roni
Horn á meðal þeirra sem lesa upp
en Vatnasafnið er sköpunarverk
hennar. Bergþóra Snæbjörnsdóttir
mun hefja dagskrána með upplestri
og að honum loknum mun Kristín
Anna halda tónleika. Roni Horn
lýkur svo dagskránni með upp-
lestri. Horn hefur hlotið alþjóðlega
viðurkenningu fyrir verk sín, allt
frá skúlptúrum til bóka eða ljós-
myndainnsetninga.
Bergþóra les upp úr nýrri skáld-
sögu sem hún vann að í rithöf-
undaíbúð safnsins og kemur út í
haust og Kristín mun flytja lög af
nýjustu plötu sinni, I Must Be The
Devil. Vatnasafnið er í gömlu bóka-
safnsbyggingunni og samanstendur
af 24 glersúlum með vatni úr helstu
jöklum landsins.
Roni Horn les upp í Vatnasafni
Morgunblaðið/Skapti
Varðveisla Gestir í Vatnasafni hinnar
þekktu Roni Horn í Stykkishólmi.
Bandaríska leik-
konan Scarlett
Johansson kemur
leikstjóranum
Woody Allen til
varnar í viðtali í
kvikmyndaritinu
Hollywood Re-
porter og segist
ekki trúa því að
Allen hafi brotið
kynferðislega á ættleiddri dóttur
þeirra Miu Farrow, Dylan Farrow.
Johansson segist yfir sig hrifin af
Allen sem kvikmyndagerðarmanni
og trúa því að hann sé saklaus af því
að brjóta á dóttur sinni.
Johansson var spurð að því hvaða
skoðun hún hefði á Allen, sem leik-
stýrði henni í þremur kvikmyndum:
Match Point, Scoop og Vicky
Cristina Barcelona. „Ég elska
Woody. Ég trúi honum og ég myndi
vinna með honum aftur,“ er haft eft-
ir leikkonunni. Johansson er því
ósammála leikurunum Timothée
Chalamet, Colin Firth og Gretu Ger-
wig, sem öll hafa eftir að ásak-
anirnar komust í fjölmiðla sagst sjá
eftir því að hafa unnið með Allen.
Leikstjórinn hefur alltaf neitað sök
en hefur verið til rannsóknar tvisvar
vegna hinna meintu brota. Af öðrum
sem hafa komið Allen til varnar má
nefna leikarann Javier Bardem og
leikkonuna Anjelicu Huston.
Johansson trúir á sakleysi Allens
Scarlett Johansson