Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
2-3 svefnherbergi
2 baðherbergi
Flott hönnun, vandaður frágangur
Frábært útsýni
Geymsla og stæði í bílakjallara
Hægt að velja um tilbúnar íbúðir
eða íbúðir í byggingu
Alg jör paradís fyrir golfara
Verð frá 33.900.000 Ikr.
(246.000 evrur, gengi 1evra/138 Ikr)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
GLÆSILEGAR LÚXUSÍBÚÐIR
Las Colinas
margverðlaunað sem eitt besta golfsvæðið á Spáni
Hannes Hlífar Stefánssonteflir á 1. borði fyrir Ís-lands hönd á EM lands-liða sem hefst í Batumi í
Georgíu í næsta mánuði. Liðsstjór-
inn Ingvar Þ. Jóhannsson tilkynnti
liðið í vikunni. Auk Hannesar eru í
sveitinni Helgi Áss Grétarsson,
Bragi Þorfinnsson, Guðmundur
Kjartansson og Dagur Ragnarsson
sem er nýliði. Af þessu vali má ráða
að virkni skákmanna er meira metin
en elo-stig og verður fróðlegt að
fylgjast með hvernig gengur eystra.
Hannes Hlífar teflir þessa dag-
ana á alþjóðlegu móti í borginni
Sousse í Túnis. Með Hannesi í för
nýjasti titilhafi okkar, Davíð Kjart-
ansson. Hannes var í hópi efstu
manna eftir fjórar umferðir með 3
vinninga og Davíð var með 2½ vinn-
ing.
Í fjórðu umferð mótsins vann
Hannes góðan sigur á Lettanum
Miezis sem oft hefur teflt hér á
landi:
Hannes Hlífar Stefánsson – Nor-
munds Miezis
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Bb4 7. Dd3
Vinsæll leikur eftir sigur Magn-
úsar Carlsen í HM einvíginu við An-
and árið 2014.
7. … 0-0 8. e5 Re8 9. Be2 d6 10.
Rf3 De7 11. Rg5 f5 12. exf6 gxf6
13. Rf3 Rd7 14. 0-0 Rc5 15. Dc2
Bd7 16. a3 Bxc3 17. Dxc3 Hc8 18.
Bh6 Rg7 19. b4 Re4 20. De3 f5 21.
Rg5 d5 22. Rxe4 dxe4 23. f3 Bc6 24.
Hac1 Df6 25. Bg5 Dg6 26. f4 h6 27.
Be7 Hf7 28. Bd6
Nú kemst biskupinn til e5 þar
sem hann drottnar yfir stöðu svarts.
28. … Kh7 29. b5 Hg8
Með hugmyndinni 30. bxc6 Re8
sem þó mátti svara með 31. Dh3 t.d.
31. … Rxd6 32. Bh5 og vinnur
skiptamun.
30. Be5 axb5 31. cxb5 Bd5 32.
Hf2 Rh5 33. a4 Rf6 34. a5 Ha8 35.
a6 bxa6 36. bxa6 Rd7 37. Bd4 Rf6
38. a7 Hg8 39. h3 Ba8 40. Bc4 Rd5
(Sjá stöðumynd.)
41. Bxd5!
Vel leikið. Mislitir biskupar auka
ekki varnarmöguleika svarts nema
síður sé.
41. … Bxd5 42. Hb1 h5 43. Hb8
Hff8 44. Hfb2 Kh6 45. Da3 Hc8 46.
De3 h4 47. Hxc8 Hxc8 48. Hb8 Hg8
49. Df2 Kh5 50. Bf6! Dxf6 51. Hxg8
e3 52. Dxe3
– og svartur gafst upp.
Hrakfarir Kasparovs
Þó liðin séu meira en 14 ár síðan
Garrí Kasparov hætti keppni á al-
þjóðavettvangi hefur hann annað
veifið fengist til að efla á mótum með
styttri umhugsunartíma og þá helst í
skákmiðstöðinni í St. Louis. Undan-
farnar vikur hefur farið þar fram
mögnuð skákhátíð sem hófst með at-
og hraðskákmótum, síðan móti með
venjulegum umhugsunartíma þar
sem sigruðu Ding Liren og Magnús
Carlsen, og nú var komið að Fischer
random sem fengið hefur nýtt nafn,
Chess9LX. Útsláttarkeppni átta
skákmanna, Champions showdown,
hófst á mánudaginn. Aldrei áður
hefur hann beðið slíkt afhroð við
skákborðið eins og einvíginu við
Fabiano Caruana sem vann 19:7.
Þeir tefldu sex atskákir (25 10 Bron-
stein) og 14 hraðskákir ( 5 5 Bron-
stein). Atskákirnar giltu tvöfalt,
annars hefði farið 14:6. Kasparov
var óheppinn í nokkrum skákum,
notaði mikinn tíma og líkamstjáning
hans var óhemju tilþrifamikil. Það
verður að teljast ólíklegt að hann láti
staðar numið eftir þessa útreið og
muni snúa aftur.
Lausn á skákdæmi
Í síðasta pistli var birt hér skák-
dæmi eftir Pal Benkö
Hvítur leikur og mátar í 3. leik:
Lausnin er þessi: 1. Bc4! og nú:
a) 1. … Kf5 2. Dh5+ Kf6 (eða 2. …
Ke4 3. Dd5 mát) 3. Dg5 mát
b) 1. … Ke5 2. Dd5+ Kf6 3. Dg5
mát.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/ St. Louis chess
Féll á tíma Kasparov féll á tíma í vinningsstöðu í 9. skákinni.
Einn nýliði í liði
Íslands sem teflir
á EM í Batumi
Ríkisstjórn Íslands
hefur gerst sek um að
minnsta kosti þreföld
svik við þjóðina frá því
hún tók völdin, bara að
því er snertir orku-
pakka 3. Í fyrsta lagi,
þegar stjórnarflokk-
arnir gengu nýlega
gegn samþykktum eig-
in flokka og breyttu
óvænt stefnu sinni í
orkumálum án lýðræðislegrar og
breiðrar sáttar á meðal eigin flokks-
félaga. Í öðru lagi, þegar kjósendur
kusu fulltrúa flokkanna í krafti þess-
ara samþykkta meðal annars. Og í
þriðja lagi hefur ríkisstjórnin svikið
alla þjóðina nú með því að neita
henni um þau grundvallarmannrétt-
indi að fá að kjósa í þjóðaratkvæða-
greiðslu um eitt mesta hagsmunamál
Íslandssögunnar, það er OP3, mál
sem er í raun ekki hægt að verð-
leggja inn í framtíðina og er því
margfalt stærra en Icesave-málið
sem þingheimur kunni heldur ekki
að sigla í höfn með lýðræðislegum
hætti.
Skynsamlegast væri að fara þá
leið að þjóðin fengi að kjósa um það
hvort rétt sé að óska eftir undanþágu
frá orkupakka 3 í heild sinni hjá hinni
Sameiginlegu EES-nefnd, (eins og
Lýðræðisflokkurinn hvetur til í 8. gr.
b). Þannig mætti láta reyna á sam-
starfið við EES í reynd í því augna-
miði að styrkja það enn frekar, eyða
mögulegri tortryggni í garð þessa
mikilvæga samstarfs og tryggja
þannig framtíðarhags-
muni Íslands. Jafnvel
þó EES segði nei – sem
margir telja vera ólík-
legt – væri óvissunni
um OP3 þá eytt og
hægt að endurskoða
stöðu Íslands í því ljósi.
Ef EES segði já, væru
Íslandi allir vegir færir,
þeir gætu þess vegna
lagt sæstreng ef þeim
hugnaðist svo í framtíð-
inni, þar sem þeir
þyrftu ekki að óttast þær kvaðir sem
samkeppnisreglur EES bæru með
sér (um þetta sérstaklega í næstu
grein). Um leið myndum við Íslend-
ingar græða tíma á meðan beðið er
eftir niðurstöðu dómstólanna í Nor-
egi sem eiga eftir að kveða á um það
hvort fyrirvarar orkupakkanna þar
standast eður ei, (sem getur tekið
allt upp í 6 mánuði). Aðrar hliðar eru
á orkupakkamálinu sem nær ekkert
hefur verið rætt um í fjölmiðlum en
tekið verður á í næstu grein.
Þreföld svik
ríkisstjórnarinnar
við þjóðina
Eftir Benedikt
Sigurðsson
»Ríkisstjórn Íslands
hefur gerst sek
um að minnsta kosti
þreföld svik við þjóðina
frá því hún tók völdin,
bara að því er snertir
orkupakka 3.
Benedikt Sigurðsson
Höfundur er formaður
Lýðræðisflokksins.
lafleur@simnet.is
Árelíus Níelsson fæddist í
Flatey á Breiðafirði 7. sept-
ember 1910. Foreldrar hans
voru Níels Árnason og Einara
Ingileif Jensína Pétursdóttir,
en Árelíus ólst upp hjá fóstur-
foreldrum sínum í Kvígindis-
firði í Múlasveit.
Árelíus tók kennarapróf árið
1932, stúdentspróf árið 1937 og
lokapróf í guðfræði árið 1940.
Ungur stundaði hann kennslu-
störf en var settur sóknar-
prestur í Hálsprestakalli og
þjónaði þar sumarið1940. Þá
losnaði Staðarprestakall í
heimabyggð hans og varð hann
prestur þar í þrjú ár, síðan á
Eyrarbakka og Stokkseyri í
níu ár, og þegar nýtt prestakall
í Reykjavík var stofnað 1952,
Langholtsprestakall, sótti
hann um það og fékk. Þar var
hann allt í öllu við mótun Lang-
holtssafnaðar, innblásinn af
ungmennafélagsanda ekki
síður en trúarlegum.
Eftir Árelíus liggur fjöldi
fræðirita og kennslubóka. Má
þar nefna Lesbók handa fram-
haldsskólum, Sögu barnaskól-
ans á Eyrarbakka og Leiðar-
ljós við kristilegt uppeldi.
Eiginkona Árelíusar var
Ingibjörg Þórðardóttir, f. 1918,
d. 1978. Þau áttu fimm börn en
eitt þeirra dó ungt. Þá áttu þau
einn uppeldisson.
Árelíus lést 7. febrúar 1992.
Merkir Íslendingar
Árelíus
Níelsson
Allt um sjávarútveg