Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 25
25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Á hjólum Nú þegar tekið er að skyggja er brýnt að hjólreiðamenn gæti að því að vera vel sýnilegir í umferðinni með ljósin kveikt og muni eftir endurskinsmerkjunum.
Eggert
Nú nýverið
kom út bók um
lögfræði eftir
þrjá fyrrverandi
og núverandi
kennara við laga-
deild Háskóla Ís-
lands. Bókin
heitir Hrun-
réttur. Höfund-
arnir eru Ása
Ólafsdóttir, Ey-
vindur G. Gunnarsson og
Stefán Már Stefánsson. Bók-
in hefur að geyma efni um
efnahagshrunið á Íslandi
haustið 2008. Höfundarnir
skrifa um margs konar efnis-
þætti sem tengjast því. M.a.
er kafli um dóma Hæsta-
réttar í málum sem áttu rót
sína að rekja til hrunsins.
En höfundarnir gera meira
en þetta. Í bókinni er að finna
skrár yfir allt efni sem þeir
telja að hafi birst á prenti,
hvort sem er í bókum, tíma-
ritum eða jafnvel dagblöðum,
um þetta. Einnig er nefnd alls
konar umfjöllun sem birst
hefur á internetinu. Bókin er
á titilblaði sögð vera ritrýnd.
Á æviferli mínum hef ég
gegnt dósentstöðu við laga-
deild Háskóla Íslands og síð-
ar stöðu prófessors við laga-
deild Háskólans í Reykjavík,
verið athafnasamur málflytj-
andi um áratuga skeið og átt
sæti í Hæstarétti í átta ár,
2004 til 2012. Ég hef líklega
skrifað meira en flestir aðrir
lögfræðingar um hrunið og
lögfræðileg álitaefni sem
komið hafa upp í samfélaginu
í kjölfar þess. Meðal annars
er efni sem að þessu lýtur að
finna í fjórum bókum mínum,
Veikburða Hæstiréttur
(2013), Í krafti sannfæringar
(2014), Með lognið í fangið
(2017) og When Justice Fail-
ed (2018). Þá hef ég skrifað
um þetta fjöl-
margar greinar
í lögfræði-
tímarit, önnur
tímarit og dag-
blöð. Það efni
hefur oftast
einnig verið birt
á internetinu.
Þessi athafna-
semi hefur ekki
farið framhjá
mörgum, nema
þá kannski
helst háskóla-
kennurum í lögfræði, því á
skrif mín er ekki minnst í bók
lagakennaranna þriggja.
Þegar ég spurði fræði-
mennina sem skrifuðu Hrun-
rétt hvers vegna verka minna
væri ekki getið í bók þeirra
fékk ég það svar að þau hefðu
ekki komið til umræðu við
samningu hennar!
Ég hef sjálfur haldið því
fram að íslenska lögfræðinga-
samfélagið hafi reynt að
þagga niður gagnrýni mína á
óforsvaranleg vinnubrögð
dómstóla eftir hrunið. Hér
sýnist mér vera á ferðinni
gott dæmi um þessa þöggun.
Hún er höfundunum varla til
mikils sóma en gæti kannski
orðið þeim til framdráttar.
Hver veit?
Eftir Jón
Steinar
Gunnlaugsson
» Þegar ég spurði
fræðimennina
sem skrifuðu Hrun-
rétt hvers vegna
verka minna væri
ekki getið í bók
þeirra fékk ég það
svar að þau hefðu
ekki komið til um-
ræðu við samningu
hennar!
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er lögmaður.
Þöggun
Það var til-
finningaþrungin
upplifun að
fylgjast með at-
kvæðagreiðsl-
unni um þriðja
orkupakkann á
dögunum. Þar
með lauk einni
orrustu á með-
an önnur og
mikilvægari
hófst.
Af innleiðingu þriðja orku-
pakkans og umræðum stuðn-
ingsmanna hans má draga
einkum tvær ályktanir um
þróun „samstarfs“ Evrópu-
ríkja og atferli íslenskra
ráðamanna – fyrir utan
dónaskap ráðherra og fylgis-
manna í garð samherja
sinna.
Annars vegar, að því er
virðist, erum við Íslendingar
knúnir til þess að taka upp
stjórnlynt og flókið reglu-
verk á sviði orkumála án
þess að Ísland sé tengt innri
orkumarkaðnum. Afleiðing-
arnar eru þegar farnar að
veikja samkeppnisstöðu ís-
lenskra fyrirtækja, sbr. af-
leiðingar fyrri orkupakka.
Hins vegar virðist sem enn
eitt grundvallaratriði EES-
samningsins haldi ekki, þ.e.
samningsbundinn réttur okk-
ar til að hafna innleiðingu
reglna. Þetta neitunarvald er
atriði sem stuðningsmenn
samningsins vitna borubratt-
ir í á tyllidögum en þegar á
hólminn er kominn virðist
veruleikinn annar. Réttur
okkar til þess að verja búfén-
að og landsmenn fyrir skað-
legum farsóttum var einnig
dæmdur ólögmætur fyrir
stuttu og ber að nefna.
Þetta hlýtur að vekja
menn til umhugsunar. Við
getum verslað við mörg önn-
ur ríki án þess að taka upp
þeirra löggjöf.
Við getum selt
fisk til Kína án
þess að innleiða
þeirra stjórnar-
hætti eða lúta
þeirra boðvaldi.
Ég get vissu-
lega skilið hug-
myndafræðina á
bak við
sameiginlegt
regluverk sem á
að gilda á sam-
eiginlegu mark-
aðssvæði, þ.e. að samkeppn-
isstaða fyrirtækja sé
sambærileg innan svæðis
m.t.t. löggjafar og að staðlar
séu hinir sömu. Slæmt er þó
stjórnlyndið.
Baráttan gegn stjórnlyndi
er samofin fullveldisbarátt-
unni – frjáls þjóð í frjálsu
landi – og nú sem aldrei fyrr
þarf að ræða þá gámafarma
af stjórnlyndu regluverki
sem Brussel sendir íslensk-
um ráðamönnum til innleið-
ingar. Afleiðingarnar eru
hræðilegar og líklega verri
fyrir lítið samfélag á borð við
Ísland sem gæti mjög auð-
veldlega haldið uppi mjög
einfaldri og skilvirkri stjórn-
sýslu. Fleiri hundruð blaðsíð-
ur af flóknu regluverki þar
sem margt er bannað, fátt
leyft og allt skipulagsbundið
mun óhjákvæmilega hafa í
för með sér að flækjustig
stjórnsýslunnar eykst óhóf-
lega og að fjármagn fari ekki
í þá innviði sem við viljum
helst styrkja. Þeir stjórn-
málamenn sem eru fastir í
bergmálshelli evrópskra
skriffinna mættu hafa þetta í
huga. Það þýðir ekkert að
skrifa fallegar greinar um
frjálslyndi og frelsi ein-
staklingsins eða uppbygg-
ingu á innviðum á sama tíma
og undirgefni gagnvart
stjórnlyndu regluverki er al-
gjör ef það kemur frá meg-
inlandi Evrópu.
Nú virðist liggja fyrir að
forysta flokksins míns hlust-
ar hvorki á kóng né prest,
hvað þá flokksmenn sína eða
landsfundarsamþykktir, þótt
hún hlusti á Brussel og
embættismenn hennar í einu
og öllu. Afleiðingarnar eru
þær að flokkurinn í dag er
aðeins brot af því sem hann
var á gullöld sinni ásamt því
að góðir vinir og samherjar
hafa yfirgefið flokkinn. Saga
Sjálfstæðisflokksins og aðal-
stefnumarkmið hans eru þó
mikilvægari en svo að rök-
fastir menn eigi að yfirgefa
flokkinn þótt baráttan virðist
stundum óttaleg sýsifusar-
iðja. Eigi skal gráta Björn
bónda heldur safna liði. Það
má aldrei gefast upp og það
er í verkahring hinna rök-
föstu að vera ljós í myrkrinu.
Til þeirra sem hafa yfirgefið
flokkinn eða huga að slíku vil
ég því segja að slæmt verður
ástandið ef rödd ykkar hverf-
ur úr flokknum.
Stjórnmálamenn skilja eitt
og það er vald. Við erum svo
heppnir, við Íslendingar, að
hérlendir stjórnmálamenn
sækja vald sitt til kjósenda á
fjögurra ára fresti. Máttur
kjósenda er mikill og oft van-
metinn.
Fyrir þá sem hafa áhuga á
pólitísku valdi og valdbeit-
ingu varð Brexit aðeins að
veruleika því breski Íhalds-
flokkurinn setti málið á dag-
skrá en hefðu allir mætir
íhaldsmenn yfirgefið Íhalds-
flokkinn og farið yfir til
UKIP hefði Íhaldsflokkurinn
líklega aldrei sett málið á
dagskrá.
Brexit var krafa almenn-
ings en kosningarnar sjálfar
voru afleiðingar af vel beittu
valdi kjósandans. Forysta
Íhaldsflokksins gat ekki virt
að vettugi niðurstöðu kosn-
inganna 2015 þar sem UKIP
fékk tæplega 13% atkvæða.
UKIP var samkeppni sem
neyddi forystu Íhaldsflokks-
ins til að horfast í augu við
veruleikann. Sama er uppi á
teningnum hér á Íslandi. Að-
eins örfá prósentustig að-
skilja nú Miðflokkinn og
Sjálfstæðisflokkinn í skoð-
anakönnunum. Saga Sig-
mundar Davíðs er full af
sigrum og reyndar hefur
hann aldrei komið út úr nein-
um kosningum annað en sig-
urvegari. Í kosningunum
2013 fékk hann 35% kjörfylgi
í þrem kjördæmum af sex.
Sjálfstæðisflokkurinn náði
aðeins yfir 30% fylgi í einu
kjördæmi í sömu kosningum.
Sigmundur er með sigrana
og það er það sem skiptir
máli. Hann tók við löskuðum
Framsóknarflokki og vann
sigra. Svo þegar elítan hrist-
ist og skalf vegna máls sem
enginn man eftir stofnaði
hann Miðflokkinn og sló met
Alberts sem hafði staðið
óhaggað í áratugi.
Sigrar eru þó ekki sjálf-
gefnir. Ef forysta Sjálfstæð-
isflokksins vill sigra þarf hún
að tala sig inn í hjörtu kjós-
enda og það er aðeins gert
með því að setja Ísland og
fullveldið í fyrsta sætið.
Eftir Viðar
Guðjohnsen »Nú virðist liggja
fyrir að forysta
flokksins míns
hlustar hvorki á
kóng né prest, hvað
þá flokksmenn sína
eða landsfundar-
samþykktir, þótt
hún hlusti á Brussel
og embættismenn
hennar í einu
og öllu.
Viðar Guðjohnsen
Höfundur er lyfjafræðingur
og sjálfstæðismaður.
Um pólitískt vald