Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 47
EM 2020
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu þarf nauðsynlega á þremur
stigum að halda þegar liðið mætir
Moldóvu í undankeppni EM 2020 á
Laugardalsvelli í dag. Þetta er
fimmti leikur íslenska liðsins í H-
riðli undankeppninnar en Ísland er
í þriðja sæti riðilsins með 9 stig
eftir fyrstu fjóra leiki sína, eins og
Frakkland og Tyrkland, sem eru
með mun hagstæðari markatölu.
Albanía er í fjórða sæti riðilsins
með 6 stig, Moldóva er með 3 stig
og Andorra rekur svo lestina án
stiga.
Síðar í dag taka Frakkar á móti
Albönum á Stade de France í París
og Tyrkir taka á móti Andorra á
Vodafone Arena í Istanbúl. Það má
leiða að því líkur að bæði Frakk-
land og Tyrkland klári leiki sína á
heimavelli og því verður íslenska
liðið að vinna til þess að setja bæði
pressu á topp lið riðilsins, sem og
halda í við þau fyrir seinni hluta
undankeppninnar sem verður leik-
inn um miðjan október og nóvem-
ber.
Spila líklega 4-4-2
Allir leikmenn Íslands tóku virk-
an þátt í æfingu liðsins á Laugar-
dalsvelli í gær, en þetta staðfesti
Erik Hamrén, þjálfari landsliðsins,
á blaðamannafundi í höfuðstöðvum
KSÍ í Laugardalnum í gær. Lands-
lið Moldóvu er í 135. sæti heims-
lista FIFA og því ljóst að íslenska
liðið er að mæta mun lakari mót-
herja. Það verður því að teljast lík-
legt að Hamrén og Freyr Alexand-
ersson, aðstoðarþjálfari liðsins,
muni stilla upp sóknarsinnuðu liði
og að leikskipulagið 4-4-2 verði fyr-
ir valinu.
Hjörtur heldur sæti sínu
Það verður að teljast næsta víst
að Hannes Þór Halldórsson muni
standa á milli stanganna hjá Ís-
landi. Þrátt fyrir að Hannes hafi
oft spilað betur en í sumar er hann
markmaður númer eitt í íslenska
landsliðinu með 61 landsleik að
baki. Fyrir framan hann í vörninni
verða þeir Ragnar Sigurðsson og
Kári Árnason. Þeir hafa báðir spil-
að mjög vel með félagsliðum sínum
að undanförnu, Ragnar í Rússlandi
og Kári á Íslandi, en samstarf
þeirra í gegnum tíðina hefur verið
nánast óaðfinnanlegt og því engin
ástæða til þess að hrista upp í því.
Hjörtur Hermannsson heldur
sæti sínu í byrjunarliðinu sem
hægri bakvörður eftir örugga
frammistöðu í sigrunum gegn Alb-
aníu og Tyrklandi á Laugardals-
velli í júní. Vinstri bakvarðarstaðan
er ákveðið spurningamerki en þeir
Ari Freyr Skúlason og Hörður
Bjögvin Magnússon hafa deilt
henni á undanförnum árum. Í und-
ankeppni EM 2020 hefur Ari byrj-
að þrjá leiki í vinstri bakverðinum
en Hjörtur einn. Þeir gætu hins
vegar báðir byrjað í dag, Hörður
Björgvin sem vinstri bakvörður og
Ari Freyr sem vinstri kantmaður.
Aron Einar Gunnarsson og Gylfi
Þór Sigurðsson verða báðir á sín-
um stað og þar sem íslenska liðið
verður meira með boltann í leikn-
um og þarf að sækja má reikna
með því að þeir verði báðir á miðri
miðjunni. Kantstöðurnar eru einnig
spurningarmerki, en Jóhann Berg
Guðmundsson er ekki með vegna
meiðsla og þá þurfti Arnór Sig-
urðsson að draga sig úr hópnum
vegna meiðsla. Hefðu þeir báðir
verið heilir heilsu væri næsta víst
að þeir hefðu byrjað leikinn gegn
Moldóvu.
Framherjaparið snýr aftur
Rúnar Már Sigurjónsson gæti
því byrjað á hægri kantinum, eins
og hann gerði gegn Albaníu, en
bæði Hamrén og Freyr hafa miklar
mætur á Rúnari, sem skilar iðulega
sínu þegar hann fær tækifæri. Ari
Freyr er sendingamaður góður,
nokkuð sem liðið saknar í Jóhanni
Berg, og því gæti Ari byrjað á
vinstri kantinum.
Það er orðið ansi langt síðan Jón
Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sig-
þórsson byrjuðu báðir í fremstu
víglínu með landsliðinu. Það gerðist
síðast á lokamóti EM í Frakklandi
2016 í átta liða úrslitum þegar Ís-
land steinlá á Stade de France í
París gegn Frökkum, 5:2, en þeir
gætu endurnýjað kynnin á ný í dag
enda alltaf náð vel saman.
Reynt að skora snemma
Að spila tvo leiki á fjórum dög-
um, með löngum ferðalögum inni á
milli, er ekkert grín. Leikurinn
gegn Moldóvu er leikur sem verður
að vinnast og þjálfarateymið mun
að öllum líkindum leggja allt í söl-
urnar í fyrri hálfleik til þess að
reyna að ná í þægilega forystu.
Takist það verður hægt að skipta
lykilmönnum af velli og hvíla þá
fyrir mun erfiðari leik gegn Albön-
um á Elbasan Arena í Elbasan í
Albaníu á þriðjudaginn kemur þar
sem ekkert annað en þrjú stig
koma til greina.
Hamrén blæs til sóknar
Ekkert annað en sigur kemur til greina á Laugardalsvelli Kolbeinn og Jón
Daði gætu fengið langþráð tækifæri Erfiður leikur fram undan í Albaníu
Morgunblaðið/Bjarni Helgason
Tilbúnir Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaða-
mannafundi íslenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í gær
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Í KÓRNUM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
skaut Breiðabliki á toppinn í úr-
valsdeild kvenna í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildinni, þegar liðið
vann 1:0-sigur gegn HK/Víkingi í
Kórnum í 16. umferð deildarinnar
í gærkvöld.
Breiðablik byrjaði leikinn af
miklum krafti og fékk nokkur frá-
bær færi til þess að komast yfir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
fengu báðar færi sem fór for-
görðum en það var samt sem áður
sterkt hjá Blikum að ná inn marki
og skora í fyrri hálfleik.
HK/Víkingur varðist vel og að
tapa bara 1:0-fyrir Íslandsmeist-
urunum verður að teljast vel gert.
Að sama skapi átti Audrey Baldw-
in í marki HK/Víkings stórleik og
botnliðið getur þakkað henni fyrir
það að Blikar unnu ekki stórsigur
því sóknarleikur HK/Víkings var
ekki til útflutnings.
Blikar eru komnir á toppinn og
setja með sigrinum ákveðna
pressu á Valsstúlkur sem mæta
ÍBV á morgun. Blikastúlkur þurfa
að spila mun betur í lokaleikjum
sínum því þrátt fyrir að þær séu í
efsta sætinu hafa þær einfaldlega
ekki virkað sannfærandi á köflum
í sumar. HK/Víkingur er á mjög
hraðri leið niður í 1. deild. Þjálf-
arateymi liðsins virðist vera í af-
neitun um það hversu afleitur
sóknarleikur liðsins er. Liðið hef-
ur ekki skorað í síðustu fjórum
leikjum sínum og það er allt of
mikil áhersla lögð á varnarleikinn
hjá liði sem þarf á stigum að
halda.
Berglind skaut Blikum á toppinn
Eitt mark var nóg fyrir Íslandsmeistarana gegn botnliðinu í Kórnum
„Við yrðum mjög ánægðir með
jafntefli en við ætlum að berjast
fyrir sigrinum. Jafntefli væri mjög
gott fyrir okkur,“ sagði Semen Alt-
man, þjálfari Moldóvu, á blaða-
mannafundi á Laugardalsvelli í
gær vegna leiks þjóðanna í dag.
„Leikmenn Íslands eru allir mjög
góðir og við ætlum ekki að tala um
einstaka menn. Við vitum að liðið
er með mjög sterka menn og svo er
liðsheildin mjög góð. Ef við náum
að stoppa leikmennina og liðsheild-
ina erum við í góðum málum,“
sagði Altman. johanningi@mbl.is
Mjög ánægðir
með jafntefli
Morgunblaðið/Jóhann Ingi
Moldóva Hinn 73 ára gamli Semen
Altman á blaðamannafundinum.
Pólverjar slógu nágranna sína
Rússa út á heimsmeistaramótinu í
körfuknattleik í gær með því að
vinna leik liðanna í milliriðlakeppn-
inni í Kína, 79:74. Adam Waczynski
skoraði 18 stig fyrir Pólverja sem
mæta annaðhvort Serbum eða
Spánverjum í átta liða úrslitum.
Argentína, Serbía og Spánn kom-
ust einnig öll í átta liða úrslitin í
gær en þjóðirnar fjórar eru með
örugga forystu í sínum milliriðlum
fyrir lokaumferðina. Öll úrslit og
stöður á HM í Kína eru á bls. 48.
vs@mbl.is
Pólverjar slógu
Rússana út
AFP
Kína Pólverjinn Aaron Cel sækir að
körfu Rússa í leiknum í gær.
0:1 Berglind B. Þorvaldsdóttir 18.
I Gul spjöldEngin
Dómari: Gunnþór S. Jónsson, 7.
Áhorfendur: Um 300.
MM
Audrey Baldwin (HK/Víkingi)
HK/VÍKINGUR – BREIÐABLIK 0:1
M
Gígja V. Harðardóttir (HK/Vík.)
Simone Kolander (HK/Víkingi)
Brynhildur V. Björnsd., (HK/Vík.)
Agla María Albertsdóttir (Breið.)
Karólína Lea Vilhelmsd. (Breið.)
Berglind B. Þorvaldsd. (Breiðabl.)
Fjolla Shala (Breiðabliki)
Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki)
Áslaug M. Gunnlaugsd. (Breiðab.)
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM karla:
Laugardalsvöllur: Ísland – Moldóva .... L16
Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin:
Samsungv.: Stjarnan – Keflavík............ S14
Jáverkvöllur: Selfoss – Fylkir ............... S14
Origo-völlur: Valur – ÍBV ...................... S14
Meistaravellir: KR – Þór/KA................. S16
1. deild kvenna, Inkasso-deildin:
Sauðárkr.: Tindastóll – Afturelding...... S16
2. deild kvenna:
Höfn: Sindri – Fjarð/Hött/Leiknir ....... L13
Boginn: Hamrarnir – Leiknir R............ L14
Húsavík: Völsungur – Leiknir R ........... S12
Vivaldivöllur: Grótta – Álftanes............. S14
1. deild karla, Inkasso-deildin:
Þórsvöllur: Þór – Fjölnir ........................ S16
Ólafsvík: Víkingur Ó. – Magni ............... S16
Vivaldi-völlur: Grótta – Afturelding. S19.15
2. deild karla:
Hertz-völlur: ÍR – Víðir.......................... S14
Vogaídýfuvöllur: Þróttur V. – Selfoss... S14
Akraneshöll: Kári – Leiknir F ............... S14
Olísvöllur: Vestri – KFG ........................ S14
Eskjuvöllur: Fjarðabyggð – Dalv/Rey . S14
Húsavík: Völsungur – Tindastóll........... S16
3. deild karla:
Framvöllur: Kórdrengir – Skallagr...... L12
Europcarvöllur: Reynir – Augnablik.... L12
Vopnafjarðarv.: Einherji – Álftanes ..... L14
Vilhjálmsv.: Höttur/Huginn – Sindri .... S14
Fjölnisvöllur: Vængir Júpíters – KF .... S16
4. deild karla, fyrri úrslitaleikir:
Blönduós: Kormákur/Hvöt – Ægir....... L12
Varmá: Hvíti riddarinn – Elliði ............. L13
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Vestmannaeyjar: ÍBV – Stjarnan ......... S16
Varmá: Afturelding – KA....................... S17
EHF-bikar karla, seinni leikur:
Kaplakriki: FH – Vise ............................ S17
EHF-bikar kvenna, seinni leikur:
Origo-höllin: Valur – Skuru............... S19.30
UM HELGINA!
Stundum hefur mér orðið
hugsað til þess hvaða „gömlu“
landsliðsmenn hefðu notið sín
best í íslenska karlalandsliðinu í
fótbolta í dag og gert leikmenn
eins og Gylfa, Aron, Jóhann og
Birki enn betri.
Þar hefur nafn Atla Eðvalds-
sonar yfirleitt komið strax upp í
hugann. Sá hefði notið þess að
spila með þessu liði, og á sama
hátt hefðu núverandi landsliðs-
menn notið heldur betur góðs af
því að hafa hann sem samherja.
Atli var miðjumaður sem var
gerður að framherja hjá Dort-
mund og fór síðan í vörnina
seinni hluta ferilsins. Hann var
góður í fótbolta og fjölhæfur
með afbrigðum en það var þetta
einstæða keppnisskap og sig-
urvilji sem voru hans aðalsmerki.
Haustið 1993 hringdi ég í
Atla þar sem hann var að hætta
sínum ferli sem leikmaður og
skoraði á hann að taka við nýju
liði HK sem var komið í 1. deild
tveimur árum eftir stofnun.
Atli tók mig á orðinu, var
ráðinn þjálfari og tímabilið var
öllum sem komu að liðinu og
léku með því eftirminnilegt.
Hann tók sjálfur fram skóna þeg-
ar honum fannst ekki ganga
nógu vel og lauk sínum keppn-
isferli í HK-treyjunni.
Það gerði hann með sóma,
framlag hans á vellinum gerði út-
slagið um að halda liðinu í deild-
inni, og ég hef sjaldan verið
faðmaður af kátari manni en Atla
eftir sigur í lokaleiknum gegn KA
á Akureyri sem tryggði áfram-
haldandi sæti. Þetta ár þjálfaði
hann m.a. Helga Kolviðsson og
Gunnleif Gunnleifsson og hafði
mikil áhrif á þeirra feril.
Atli er horfinn á braut, langt
um aldur fram. Hans verður
minnst á leik Íslands og Moldóvu
í dag. Ég bið um kraftmikinn leik
og hugarfar í anda Atla. Þá verða
úrslitin góð.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is