Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 28

Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Ættfaðir Longættar á Íslandi var sannar- lega leiksopppur örlag- anna. Hann fæddist í Howden í Yorkshire á norðaustanverðu Eng- landi Skaftáreldaárið 1783 og ólst þar upp þar til hann 12 ára gamall réðist til starfa á kaupskipi sem var í förum milli Hull og Hamborgar. Sjómennskan sú stóð stutt því skipið varð fyrir árás franskra sjóræningja og strákur þá tekinn um borð í franska skipið þar sem Richard mun hafa orðið létta- drengur í þjónustu skipstjóra. En þannig fór með þessa seinni sjóferð að skipið strandaði í miklu óveðri við Jótland í Danmörku. Skipverjum var bjargað við illan leik og leyft að fara heim óáreittum en stráksa auðnaðist að vera tekinn í fóstur af héraðsfógetanum í Lemvig, Hans Jacobi Lindahl. Skemmst er frá að segja að Rich- ard reyndist námfús, lærði verslun- arfræði og fékk vinnu hjá George Andreas Kyhn í Kaupmannahöfn en hann var umsvifamikill í Íslands- verslun Dana, reyndar klækjarefur hinn mesti. Einn góðan veðurdag var hinn ungi tápmikli Englending- ur í Danmörku kominn til Íslands þar sem hann ól aldur sinn síðan, framan af verslunarstjóri í Reyðar- fjarðarkaupstað og á Eskifirði. Á ýmsu gekk um dagana. Richard Long lést í Árnagerði í Fáskrúðs- firði árið 1837. Ættfræðiritið Longætt Upp úr 1990 var hafist handa við undirbúning að stofnun Félags niðja Richards Long. Hafði þá Egill Thorlacius í Breiðdalsvík farið gert sér ferð á hendur til þeirra staða sem Rich- ard hafði átt heima á, leiðangur sem varð hvatning til dáða. Fé- lagið komst á laggirnar og hafist var handa af alefli við öflun gagna og útgáfu mikils rits sem kom út árið 1998, „Longætt. Niðjatal Richards Long versl- unarstjóra í Reyðarfjarðarkaupstað, Þórunnar Þorleifsdóttur og Kristín- ar Þórarinsdóttur“. Mörg ættmennin lögðu hönd á plóg við vinnuna og niðjasöfnum var safnað, en í fararbroddi var öflug þrenning, eldhuginn Eyþór Þórðar- son, frumkvöðull að Grettistakinu, Gunnlaugur Haraldsson þjóðhátta- fræðingur, ritstjóri verksins og höf- undur æviþátta, og Páll Bragi Krist- jónsson framkvæmdastjóri bókaút- gáfunnar Þjóðsögu. Úr varð glæsi- legt myndskreytt þriggja binda verk sem í tvo áratugi hefur orðið mörg- um eiganda ritsins náma fróðleiks um fortíðina og ættmenni sín sem dreifst hafa um víða veröld. Afhjúpun minningarskjaldar Nú stendur fyrir dyrum að af- hjúpa minnisvarða á Eskifirði um Richard Long og ættmæður Long- ættar á Íslandi. Fallegur skjöldur með áletrun og rithönd Richards Long, smíðaður af Málmsteypunni Hellu í Hafnarfirði, verður á næst- unni festur þar á mikinn stein ná- lægt horni Strandgötu og Réttar- stígs. Athöfn þessi verður að öllum líkindum svanasöngur hins formlega Félags niðja Richards Long sem tel- ur sig þar með hafa náð ætlunar- verki sínu og yrði lagt niður á 25 ára afmæli félagsins 3. desember nk. Kynni með ættmennum héldust síð- an á vefnum (internetinu) eins og hver kysi eða með samfundum minni hópa, fjölskyldna. Afhjúpunin mun fara fram laugar- daginn 21. september nk. (tveimur dögum fyrir haustjafndægur 23. september) og hefst athöfnin kl. 2 e.h. Ávörp flytja Björn Másson for- maður Félags niðja Richards Long og Eydís Ásbjörnsdóttir formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar en Rich- ard Long er forfaðir hennar í 7. lið. Undirritaður mun segja í nokkrum orðum frá félaginu og aðdraganda að gerð skjaldarins, en síðan mun Eydís ásamt yngstu afkomendum ættföðurins á samkomunni afhjúpa minnisvarðann. Allir eru velkomnir að koma og vera við afhjúpunina. Örlög og ævintýraleg ævi drengs- ins unga frá litla bænum Belby á Norðaustur-Englandi sem barst ungur maður frá Danmörku til Aust- fjarða á Íslandi snemma á 19.öld, og á nú á fimmta þúsund niðja víðs veg- ar um heim, er efni í fróðlega sögu – og ef til vill kvikmynd með tíð og tíma. Afhjúpun minnisvarða á Eski- firði – Richard Long (1783-1837) Eftir Þór Jakobsson » Örlög og ævintýra- leg ævi drengsins unga frá litla bænum Belby á Norðaustur- Englandi er efni í fróðlega sögu – og ef til vill kvikmynd með tíð og tíma. Þór Jakobsson Höfundur er veðurfræðingur og afkomandi Richards Long. thor.jakobsson@gmail.com Póstþjónustan á Ís- landi hefur í áranna rás verið stöðug, metnaður legið til að veita góða þjónustu og uppfylla skyldur um sambærilega þjónustu fyrir alla landsmenn. Það er bundið í lög og alþjóðasamninga. Árið 1998 var Ís- landspóstur ohf. stofn- aður og síðan hefur póstþjónusta á Íslandi verið rekin sem hlutafélag í eigu ríkisins. Það var ekki ferð til fjár að mínu mati. Frá hruni hefur bréfapóstur dregist saman eins og reyndar um allan heim, ekki síst í Evrópu. EES-samningurinn gerir ráð fyrir að póstþjónusta, alþjón- usta, landanna sé á ábyrgð ríkisins og Íslenska ríkið – Alþingi sé skuld- bundið til að veita fullkomna alþjón- ustu fyrir alla landsmenn. Frá hruni hefur verið ráðist í gríð- arlegar breytingar á póstþjónustu á Íslandi og það er sorglegt að sjá þekkingarleysi þingmanna og fleiri sem tala eins og ekkert hafi verið gert og póstþjónustan hafi verið lát- in reka á reiðanum lengi. Staðan er einfaldlega sú að þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir Íslandspósts til að vekja alþingismenn og ráðuneyti þá hefur það verið árangurslaust í fjölda ára. Þjónustustig er bundið í lög og reglugerðir og ekki á færi fyrirtækisins að skerða þá þjónustu. Þau voru ófá bréfin og erindin sem skrifuð voru til ráðamanna og ráðuneyta án nokkurs árangurs. Á meðan var dregið jafnt og þétt úr þjónustu við landsmenn, útburður bréfapósts helmingaður um allt land og nú er bréfapóstur borinn út ann- an hvern dag. Hagrætt hefur verið fyrir hundruð milljóna. Fleiri skerðingar eru í kortunum. Það er ekki fyrr en Íslandspóstur lýsir því yfir að nú sé komið í óefni og lausa- fjárskortur sé farinn að standa fyrirtækinu fyrir þrifum að alþingsmenn vakna við vondan draum. Fyrstu viðbrögð sumra þeirra er að ráð- ast á fyrirtækinu með órökstuddum dylgjum og rangfærslum. Ekki dettur þeim í hug að skoða síðustu tíu árin, kynna sér öll þau erindi sem send voru og hversu oft var varað við þessari at- burðarás. Sama hefur verið uppi á teningnum í flestum löndum Evr- ópu, sérstaklega hefur Danmörk lent illa í sambærilegu. Stjórnvöld í þessum löndum hafa löngu brugðist við aðsteðjandi vanda og víða er ríkin farin að greiða póst- fyrirtækjum fyrir veitta þjónustu, t.d. dreifingu pósts á óarðbærum svæðum og vegna taps á milliríkja- sendingum. Á Íslandi hefur ekkert slíkt verið gert og póstinum og póst- mönnum verið gert að axla þessa ábyrgð ríkisins með því að skikka fyrirtækið til að greiða niður tapið sem er í reynd tap ríkisins sem hefur aldrei lagt neitt til póstreksturs á Ís- landi frá ohf. breytingunni 1997. Með nýjum póstlögum sem taka gildi um áramót er einkaréttur Ís- landspósts á dreifingu bréfasend- inga undir 50 grömmum afnuminn. Þar með hverfur það fjármagn sem ætlað var að greiða kostnað á dreif- ingu pósts á óarðbærum svæðum. Þá þarf að koma til fjármagn frá ríki til lausna þess. Auðvitað á ríkið, Alþingi, að axla þessa ábyrgð og það er ekki fram á mikið farið að þingmenn og aðrir kynni sér málin áður en þeir ráðast gegn okkur póstmönnum með rang- færslum og þekkingarleysi. Ef reka á póstmenn til að standa straum af þessari þjónustu eru allir á villigöt- um. Póstmenn urðu á dögunum fyrir miklu áfalli þegar mjög mörgum þeirra var sagt upp í „hagræðing- arskyni“. Helsta auðlind póstþjón- ustunnar á Íslandi er mannauðurinn og að segja upp kjarnafólki er mikið tap og kemur niður á póstþjónust- unni í landinu. Fyrirtækið er fátæk- ara eftir en áður. Boðaðar eru frek- ari uppsagnir en að mínu mati er komið inn að beini og fyrirtækið þol- ir ekki að missa fleiri gæðastarfs- menn, það mun koma illa niður á þjónustunni við landsmenn. Ef Alþingi og ráðuneyti axla ekki ábyrgð á póstþjónustunni fer illa og hætt við að landsmenn sitji uppi með vonda þjónustu og óöryggi í póst- málum. Alþingi hefur svikist um að móta framstíðarstefnu fyrir póst- málin, skellt skollaeyrum við aðvör- unum árum saman og því erum við núna að glíma við vanda sem hefði aldrei komið til ef þingmenn hefðu ekki sofið á verðinum. Póstþjónusta er samfélagsmál á sama hátt og samgöngumál, heil- brigðismál og fleiri sambærileg mál þar sem ríkið ber ábyrgð og á að standa skil á fullnægjandi þjónustu fyrir landsmenn alla. Kominn tími til að ráðamenn átti sig á því. Póstþjónusta er samfélagsmál Eftir Jón Inga Cæsarsson Jón Ingi Cæsarsson » Þau voru ófá bréfin og erindin sem skrif- uð voru til ráðamanna og ráðuneyta án nokk- urs árangurs. Höfundur er formaður Póstmannafélags Íslands. jonc@pfi.bsrb.is Sameining sveitar- félaga er mikilvægur þáttur í að styrkja sveitarstjórnarstigið og efla byggð í land- inu. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sveitarfélög væru of mörg og í flestum til- fellum of veik til að standa undir lögboð- inni þjónustu svo vel sé. Það er mikilvægt að staðið sé þannig að sameiningu sveitarfélaga að sveitastjórnarstigið styrkist og þjónusta við íbúa eflist. Á undan- förnum árum og áratugum hefur sameining sveitarfélaga verið undir sömu formerkjum. Sveitarfélög hafa verið sameinuð með ákveðnum lof- orðum um betri tíð, en raunin hefur verið önnur. Sveitarstjórnarstigið hefur veikst, eftir standa bæir og þorp með lakari þjónustu og mörg hver í fjárhagslegum þrengingum. Undantekningin eru þau sveitar- félög sem sameinast hafa á suður- horninu og njóta góðs af uppbygg- ingunni þar og sterkri stöðu svæðisins. Stefna stjórnvalda í eflingu sveitarstjórnarstigsins Í Grænbók sem verkefnisstjórn á vegum samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytið lagði fram í apríl 2019, er lagt til að 1. janúar 2026 verði lág- marksfjöldi í sveitarfélagi 1.000 manns. Frá því að ég hóf afskipti af sveitarstjórnarmálum árið 1986 hafa margar skýrslur verið lagðar fram um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Lítið sem ekkert af þeim fyrirætlun- um hafa náð fram að ganga og ekk- ert er í lögum sem skyldar sveitar- félög til að sameinast. Fyrirhuguð sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi Þann 26. október nk. á að kjósa um sameiningu Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar og Borgafjarðar eystri. Um er að ræða fjögur sveitarfélög í gamla Aust- fjarðakjördæmi. Eftir standa Vopnafjörður, Fljótsdalshreppur og Fjarðabyggð. Það vekur athygli mína að eftir standa sveitarfélög eins og Fljóts- dalshreppur fjárhagslega sterkt sveitarfélag nokkra kílómetra frá miðbæ Egilsstaða og Fjarðabyggð með öflugan hafnarsjóð. Fyrirtæki í Djúpavogshreppi hafa á síðari árum byggt upp öfluga hafnsækna at- vinnustarfsemi með fyrirtækjum í Fjarðabyggð. Um er að ræða at- vinnustarfsemi sem skiptir stað eins og Djúpavog miklu máli. Þá voru sóknir í Djúpavogsprestakalli sam- einaðar með Fjarðabyggð nýlega. Í þeirri sameiningu sem hér er stefnt að er ekkert talað um s.s. at- vinnumál, eflingu heilbrigðisþjón- ustu, öldrunarmál eða stöðu land- búnaðar á svæðinu. Þá virðist aðkoma ríkisins í að styrkja hið nýja sveitarfélag með verkefnaflutningi og auknum atvinnutækifærum lítið hafa komið til tals. Mikið er hins vegar get úr því að sveitarstjórnar- menn verði í hlutastarfi. Þar sem sameining hefur átt sér stað hefur hið opinbera undantekn- ingarlaust dregið saman þjónustu í smærri byggðakjörnum, þetta á við meðal annars um banka, pósthús og löggæslu. Þá hafa einkafyrirtæki sam- hliða sameiningu dregið úr þjónustu í jaðar- byggðum. Hver er ávinningur sameiningar? Hafa rýnt í þau gögn sem fylgja tillögu um sameiningu þessara fjögurra sveit- arfélaga, er það mín niðurstaða að þessi sameining styrki ekki þessi fjögur sveit- arfélög. Vegabætur yfir Öxi, sem við notendur eigum að greiða með veg- gjöldum, og jarðgöng til Seyðis- fjarðar eru hvor tveggja fram- kvæmdir sem skipta máli í jákvæðri þróun byggðar á Austurlandi. Þær einar og sér duga ekki til að snúa við þeirri þróun sem verið hefur um langt skeið, með fækkun starfa og samdrætti í opinberri þjónustu, sem leitt hefur til fækkunar íbúa á Austurlandi. Í kynningu um sameininguna hef- ur komið fram að halda eigi uppi staðbundinni afgreiðslu í öllum byggðakjörnunum utan Fljótsdals- héraðs, þar sem stjórnsýslan á að vera. Auk þess verði komið á fót heimastjórn í hverjum byggða- kjarna. Skuldsetning hins nýja sveit- arfélags nemur um tíu milljörðum. Með sameiningunni aukast skuldir íbúa Djúpavogshrepps um rúmar fimm hundruð milljónir. Slík skuld- setning segir okkur að mikil þörf sé á verulegri hagræðingu í sameinuðu sveitarfélagi. Hugsum stórt, við þurfum á því að halda Þrátt fyrir að sveitarfélögum hafi fækkað um 130 á síðastliðum 30 ár- um með sameiningu er niðurstaðan sú eins og kom fram í fjölmiðlum ný- lega að um 80% íbúanna búa á stór- höfuðborgarasvæðinu. Það er mín skoðun að vinna eigi að sameiningu allra sveitarfélaga sem heyra undir Samband sveitarfélaga á Austurlandi. Sameiningin á að byggja á aukinnni þjónustu við íbúana og flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Ef það er raunverulegur vilji ráðamanna í landinu að efla sveitar- stjórnarstigið og styrkja hinar dreifðu byggðir, þá spyr maður hvar aðkoma ríkisins að fyrirhugaðri sameiningu sé? Mál sem við höfum barist fyrir til margra ára, má þar nefna að efling heilbrigðisþjónust- unnar, millilandaflug til Egilsstaða og flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaganna væru tilefni til að vinna að í slíkri í sameinungu. Með myndarlegri aðkomu stjórnvalda að sameiningu allra sveitarfélaga innan SSA, þá værum við sannarlega að efla byggð á Austurlandi til fram- búðar. Sameining sveitar- félaga á Austurlandi Eftir Ólaf Áka Ragnarsson Ólafur Áki Ragnarsson » Þrátt fyrir að sveitarfélögum hafi fækkað um 130 á síðast- liðum 30 árum með sam- einingu er niðurstaðan að um 80% íbúanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er fv. sveitar- og bæjarstjóri. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.