Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 53

Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er búin að vera á miklu flugi síðustu árin svo það er sannarlega áskorun að stefna áfam upp á við,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, og verkefnisins SinfoniaNord. Það er viðburðaríkur vetur fram undan hjá hljómsveitinni en dagskráin var kunngjörð ný- verið. „Dagskrárárið hverfist um bíóupplifun að þessu sinni, enda Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands búin að staðsetja sig sem Kvikmynda- hljómsveit Íslands,“ segir Þorvaldur. Árið hefst á hljómleikabíói fyrir alla fjöl- skylduna. „Þá eru haldnir sinfóníutónleikar þar sem leikin er kvikmyndatónlist Atla Örv- arssonar við teiknimyndina Lói þú flýgur aldr- ei einn. Áheyrendur njóta þess að horfa á þessa skemmtilegu teiknimynd og upplifa um leið lifandi flutning sinfóníuhljómsveitar,“ seg- ir Þorvaldur sem bendir á að með þessu geti fólk upplifað hvað tónlist spili stórt hlutverk í kvikmyndum. „Það má segja að sinfóníski hljómurinn hafi lifað af í gegnum kvikmyndir og tölvuleiki. Á þann hátt hefur margt ungt fólk kynnst þess- um magnaða sinfóníska hljómi. Sumir verða forvitnir, fara að læra á hljóðfæri og kynnast þannig líka klassískri tónlist sem er mikil og djúp uppgötvun fyrir þá sem elska tónlist.“ Rússnenski ballettinn norður Í október kemur söngkonan Andrea Gylfa- dóttir fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Norður- lands. Rússneski ballettinn mun síðan snúa aftur til Akureyrar, nú með Svanavatnið í nóv- ember. „Í samvinnu við stóru systur okkar í heimi menningarhúsa á Íslandi, Hörpu, getum við haldið ballettsýningu í Hofi í samstarfi við al- vöru rússneskan balletthóp frá Sankti Péturs- borg. Fjörutíu manna hljómsveit Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands leikur undir og fimmtíu manns dansa á sviðinu í Hofi. Þetta er mikið sjónarspil og mikill fengur fyrir menn- inguna á Akureyri,“ segir Þorvaldur. „Eftir áramót kemur tónelska músin Max- ímús Músíkús í heimsókn í Hofið og skemmtir börnunum sem eru okkar mikilvægustu áheyrendur og ekki ólíklegt að bleikt katt- ardýr fylgi í kjölfarið,“ segir Þorvaldur. Fiðlukonsert frumfluttur Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur sína aðaltónleika um páskana eins og vant er. „Þá spilum við alltaf í Hofi en höldum svo venju- lega til Reykjavíkur líka. Að þessu sinni mun Bjarni Frímann Bjarnason stjórna níundu sin- fóníu Beethovens í Hofi og Langholtskirkju. Söngsveitin Fílharmónía mun mynda þar átta- tíu manna kór ásamt einvala liði stórsöngvara. Á sömu tónleikum frumflytur Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands fiðlukonsert sem John Speight hefur samið sérstaklega fyrir Guðnýju Guðmundsdóttur, fyrrverandi kons- ertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands.“ Í maí ræðst Sinfónía Norðurlands í að leika tónlist við Sögu Borgarættarinnar, kvikmynd- ina sem markar upphaf íslenskrar kvikmynda- sögu. Hún var gerð árið 1920 eftir sögu Gunn- ars Gunnarssonar. „Í tilefni aldarafmælis Sögu Borgarættarinnar hefur Kvikmyndasafn Íslands í samvinnu við Gunnarsstofnun unnið stafræna endurgerð upp úr bestu finnanlegu eintökum af myndinni. Þórður Magnússon tónskáld var fenginn til að semja nýja tónlist við myndina sem verður frumflutt af Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands á frumsýningu hinnar nýju endurgerðar í Hofi vorið 2020,“ segir Þorvaldur. Tónleikarnir verða endurteknir í Hörpu og myndin fer sömuleiðis til Ítalíu á kvikmyndahátíð þar. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sinnir ekki einungis styrktu tónleikahaldi en sprotaverk- efni hljómsveitarinnar, SinfoniaNord, er í ör- um vexti. Verkefnið snýst um upptökur á kvikmyndatónlist og sinfóníska þjónustu við þá sem sækjast eftir sinfónískum hljómi. Með því skapar hljómsveitin sér fleiri tækifæri til að spila og vaxa. Hljómsveitin hefur meðal annars skapað tónlist fyrir BBC, Netflix, Hi- story Cannel ásamt innlendum sem erlendum kvikmyndum. „Við vorum að taka upp kvikmyndatónlist í sumar þannig að vetur og sumar frusu saman á þessu ári, þriðja árið í röð. Við tókum upp tónlist fyrir evrópska náttúrulífsþáttaröð, sjónvarpsseríu fyrir börn og eldheita tangó- plötu,“ segir Þorvaldur. Aðspurður segir hann að verkefni tengd SinfoniaNord komi ekki niður á tónleikahaldi hljómsveitarinnar. „Þvert á móti. Vandi Sin- fóníuhljómsveitar Norðurlands í gegnum árin hefur verið sá að hún spilar ekki nógu oft. Menningarsamningur ríkis og bæjar við hljómsveitina er þannig að í raun getur hljóm- sveitin einungis haldið um þrenna til ferna sin- fóníutónleika á ári,“ segir Þorvaldur. „Við ein- faldlega neitum að sætta okkur við það og sækjum því fram til þess að ná okkur í ný verkefni. Þannig náðum við til dæmis að leika á um 27 viðburðum árið 2018.“ Fær einungis 4% fjármagns Eins og er fær Sinfóníuhljómsveit Norður- lands frá hinu opinbera það sem nemur um tæpum fjórum prósentum af því sem rennur til sambærilegra menningarstofnana á höfuð- borgarsvæðinu, að sögn Þorvalds. „Það er til mikils að vinna fyrir Ísland að listamenn fái það sama greitt fyrir listræna þjónustu á Akureyri, Egilsstöðum, Höfn eða Hrísey og þeir fengju í höfuðborginni. Þess vegna köllum við eftir því að Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands og SinfoniaNord fái fjár- magn sem er að minnsta kosti í samræmi við stærð markaðssvæðisins sem hún þjónar sem er um 10% af þjóðinni.“ Eftirspurnin eftir nýrri og öðruvísi sinfóníu- hljómsveit á Íslandi er mikil, að sögn Þor- valds. „Áheyrendur hafa kveðið upp sinn dóm og listamennirnir líka. Eftirspurnin eftir störf- um við tónlist sömuleiðis mikil á Íslandi. Við stigum það skref í fyrra að auglýsa eftir hljóð- færaleikurum í fyrra og hundrað manns sóttu um.“ Ljósmynd/Auðunn Níelsson Framkvæmdastjóri Þorvaldur Bjarni segir mikla eftirspurn eftir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og kallar eftir auknum stuðningi hins opinbera. Sinfónískur hljómur kvikmynda í hávegum hafður á Norðurlandi  Fjölbreytt vetrardagskrá Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands  Dagskráin hverfist um bíóupplifun Tvær sýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafninu í dag, annars veg- ar sýningin Með Ísland í farteskinu þar sem sjá má ljósmyndir, úrklipp- ur og muni úr fórum Pike Ward og hins vegar sýningin Lygasögur. Um fyrri sýninguna segir að ný- lega hafi komið fram í dagsljósið í skjalasafninu Devon Heritage Archive í Englandi átta úrklippu- bækur með ljósmyndum og úrklipp- um frá útgerðarmanninum Pike Ward (1856-1937) sem stundaði fiskkaup á Íslandi frá árinu 1893 og fram til 1915 og þá víða um land. „Vegna Íslandsáhuga þáverandi starfsmanns skjalasafnsins, Kather- ine Findlay, hafði Þjóðminjasafnið spurnir af þessu myndasafni. Fljótt varð ljóst að hér var um mjög áhugaverðar myndir að ræða sem eru skemmtileg viðbót við annað þekkt myndefni frá Íslandi um aldamótin 1900. Úrval ljósmynda og úrklippna úr bókunum er uppi- staðan í sýningunni Með Ísland í farteskinu,“ segir í tilkynningu. Í samstarfi við Einkofi Productions sýnir safnið líka vídeóverk eftir listamanninn Chris Paul Daniels sem byggist á ferðum hans til Ís- lands í fótspor Ward en líka mynd- efni frá Ward og safngripum úr hans fórum frá Íslandi. Lygasögur er heitið á dagbók Ward og er hún útgangspunktur Daniels ásamt úr- klippubókum hans. Klipping Ljósmynd á sýningunni sem opnuð verður í dag í Þjóðminjasafni. Pike Ward og Lygasögur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.