Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 60 ára Sigrún er Reyk- víkingur. Hún er með BA-gráðu í þjóðfræði frá HÍ og MA-gráðu í safnafræði frá Háskól- anum í Leicester og lærði einnig hönnun við Rietveld Academie í Amsterdam. Hún er deildarstjóri fyrir miðlun og fræðslu hjá Borgarsögusafni. Maki: Völundur Óskarsson, f. 1956, sagnfræðingur og ritstjóri hjá IÐNÚ út- gáfu. Börn: Sunnefa Völundardóttir, f. 1985, og Óskar Völundarson, f. 1990. Barna- barn er Salka Björnsdóttir, f. 2013. Foreldrar: Kristján Friðriksson í Últímu, f. 1912, d. 1980, iðnrekandi, og Oddný Ólafsdóttir, f. 1920, d. 2011, húsmóðir og skrifstofumaður. Sigrún Kristjánsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  HrúturMaður er manns gaman segir mál- tækið og það á alltaf við. Leitaðu ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við. 20. apríl - 20. maí  Naut Þótt sigurinn sé sætur skaltu varast að velta þér upp úr honum. Láttu alla gagnrýni á þig og þína sem vind um eyru þjóta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gerðu þér far um að reyna að njóta fegurðar umhverfisins. Nú reynir á yfirnáttúrlega þolinmæði þína þegar þú hefur tekið við litlu frændfólki í pössun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að gæta þess vel að fá nægan svefn því of miklar vökur fara illa með sál og líkama. Þú passar vel inn í nýj- an hóp sem þú ert komin/n í. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú vilt vera stór í sniðum og þarft hugsanlega að fá einhvern í lið með þér. Ef efasemdir um eigið ágæti sækja á þig ýttu þeim þá frá þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ekki viturlegt að æða áfram í stríðshuga án hernaðaráætlunar. Vertu þolinmóð/ur og leystu hvern hnút fyrir sig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér er alveg óhætt að láta eitthvað smávegis eftir þér því þú hefur til þess unnið. Mundu að leyfa vinum og vanda- mönnum að njóta lífsins með þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú leggur þitt svo sannarlega af mörkum núna og hefur ákveðið að tjalda því sem til þarf. Ef aðrir eru hluti af áætl- unum þínum vertu þá viss um að þeir viti hvað þeir eigi að gera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt auðvelt með að sann- færa viðmælendur þína og átt því að not- færa þér það til hins ýtrasta. Ekki leita eftir átökum. . 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur allt þitt á hreinu og veist alveg hvert þú stefnir í lífinu. Lík- aminn segir þér það sem kollurinn getur ekki. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum ár- angri. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki illdeilur á vinnustað skemma annars ágætan dag fyrir þér. Þú færð undarlegt tilboð sem þú ert hugsi yfir. ferðarmest hjá okkur.“ Áhugamál Svavars eru íslensk fræði í víðasta skilningi og friðarmál hafa verið honum hugleikin. Fjölskylda Maki Svavars er Þorgerður Árna- dóttir, f. 13.5. 1952, líffræðingur (veirufræðingur). Foreldrar Þor- gerðar voru hjónin Árni Þórður Stefánsson, f. 11.9. 1911, d. 12.5. 1982, og Sigríður Ólafsdóttir, f. 18.4. telja formennsku í Nafnfræðifélag- inu sem hann átti þátt í að stofna á aldamótaárinu. „Við erum að undirbúa afmælisrit en félagið verður 20 ára á næsta ári og höfum safnað 20 greinum í ritið, það er það helsta sem ég er að fást við núna. Greinarnar byggjast á fyr- irlestrum sem hafa verið haldnir hjá félaginu, en þeir eru orðnir u.þ.b. 80. Nafnfræði fæst við hvers konar sér- nöfn og hafa örnefnin verið fyrir- S vavar Sigmundsson er fæddur 7. september 1939 í Túni í Flóa og átti þar heima fyrstu fjögur árin en síðan á Laugum í sömu sveit til unglingsaldurs. Svavar gekk í skóla frá 10 ára aldri í barnaskólanum í Þingborg þar til hann var 13 ára og lauk síðan 2. bekk miðskólans á Selfossi eftir vormisserið 1953. Síðan tók við landspróf frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1954 og stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugar- vatni 1958. Eftir það kenndi hann einn vetur við Héraðsskólann og síð- an hófst nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands sem hann lauk 1966. Sumarvinnan var heyskapur og önnur landbúnaðarstörf heima fyrir en síðan urðu orðabókarstörf og kennsla aðalstörfin. Vinna við Hand- ritastofnun varð fyrsta starfið eftir próf og þá tók við vinna við örnefna- safn Þjóðminjasafns. Eftir eitt ár í háskólakennslu í Reykjavík var Svavar í tvö ár sendikennari í Hels- inki, 1969-1971, og sömuleiðis í sam- svarandi starfi við Kaupmannahafn- arháskóla í sjö ár eftir það. Samhliða vann hann að samningu samheita- orðabókarinnar og lauk því verki eft- ir að hann flutti til Íslands aftur 1980. Frá 1982 var Svavar lektor og síðar dósent í kennslu íslensku fyrir útlendinga við Háskóla Íslands fram til 1998, þegar hann tók við starfi forstöðumanns Örnefnastofnunar Íslands sem þá var sett á fót. Því lauk með sameiningu þeirrar stofn- unar við Stofnun Árna Magnússonar 2006 þar sem hann varð stofustjóri til 2009. Helstu rit sem Svavar hefur átt þátt í að koma út eru Orðabók um slangur 1982, Íslensk samheita- orðabók 1985 og útgáfa á Íslenskum bænum fram um 1600, 2018, auk þess sem hann hefur skrifað greinar um málfræði, orðfræði og nafnfræði, einkum örnefni. Úrval úr þeim birt- ist í bókinni Nefningar 2009. Útgáfu- störfin tengjast helst nafnfræði en auk þess ritstýrði hann Árbók Forn- leifafélagsins 2009-2011. Svavar hefur sinnt ýmsum félags- störfum eftir megni en nú síðast má 1912, d. 9.6. 1991. Fyrri maki: Bjarn- ey Brynja Svane, f. 30.6. 1947, pró- fessor emerita í frönskum bók- menntum. Dóttir Svavars og Brynju er Guð- rún María Svavarsdóttir, f. 31.10. 1974, bráðalæknir í Reykjavík. Maki hennar er Helgi Guðbergsson, yfir- tryggingalæknir í Reykjavík. Barna- börn: Svavar Ásgeir Helgason, f. 2009, og Ásbjörn Erlingur Helga- son, f. 2013. Stjúpsonur Svavars er Matthías Svane, f. 31.10. 1972, raf- magnsverkfræðingur í Kaupmanna- höfn. Maki hans er Eva Marie Lundsgaardvig Svane, f. 23.1. 1975, viðskiptalögfræðingur í Kaup- mannahöfn. Þau eiga þrjú börn. Systkini Svavars eru Guðmundur Sigmundsson, f. 4.7. 1935, fyrrver- andi framkvæmdastjóri, búsettur í Reykjavík, Ingibjörg Sigmunds- dóttir, f. 23.3. 1942, fyrrverandi læknaritari, búsett í Hafnarfirði, og Ragnheiður Sigmundsdóttir, f. 23.4. 1946, fyrrverandi starfsmaður dval- arheimilis, búsett í Reykjavík. Foreldrar Svavars voru hjónin Sigmundur Ámundason, f. 12.3. 1906, d. 8.10. 1976, bóndi í Túni, á Laugum og í Hraungerði í Flóa, Árn., og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 28.12. 1910, d. 27.4. 1996, húsfreyja. Svavar Sigmundsson, prófessor emeritus – 80 ára Á ættarslóðum í Kambi Tengdasonurinn Helgi Guðbergsson, Svavar, dóttirin Guðrún María Svavarsdóttir, bróðirinn Guðmundur Sigmundsson ásamt dóttursonunum Svavari Ásgeiri og Ásbirni Erlingi Helgasonum. Formaður Nafnfræðifélagsins Á Norður-Ítalíu Þorgerður og Svavar stödd í bænum Bubbio árið 2014. Í dag, 7. september, eiga hjónin Björg Magnúsdóttir og Þórður Sigurgeirsson 50 ára brúðkaupsafmæli. Þau voru gefin saman á þessum degi 1969 í Skeggjastaða- kirkju á Bakkafirði. Gullbrúðkaup 40 ára Kristín er Reykvíkingur. Hún er viðskiptafræðingur, MAcc, frá Háskóla Ís- lands og er aðalbókari hjá Elko. Hún situr í framkvæmdastjórn Elko. Börn: Axel Hreinn Hilmisson, f. 2000, og Arnór Sölvi Hilmisson, f. 2009. Systkini: Ása Lára Axelsdóttir, f. 1972, Páll Vignir Axelsson, f. 1982, og Ingibjörg Petra Axelsdóttir, f. 1984. Stjúpsystur eru Hrefna Lind, f. 1969, og Hanna Lilja, f. 1979. Móðir þeirra er Elsa Sólveig Þor- steinsdóttir, f. 1949. Foreldrar: Axel Kordtsen Bryde, f. 1948, vann á tæknideild Icelandair, búsettur í Mosfellsbæ, og Victoría Alfreðsdóttir Ás- mundsson, f. 1947, d. 1992, ljósmóðir. Kristín Elfa Axelsdóttir Til hamingju með daginn 130 ÁRA STABILA Afmælispakki frá Stabila - 4 hallamál SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.