Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.09.2019, Blaðsíða 46
Í FOSSVOGI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Viðureign Íslands og Lúxemborgar í undankeppni Evrópumóts U21 ára landsliða karla í knattspyrnu í Vík- inni í gærkvöld var á löngum köfl- um leikur kattarins að músinni. Ís- lenska liðið hóf undankeppnina með 3:0-sigri, skyldusigri leyfi ég mér að segja, enda lið Lúxemborgar ekki upp á marga fiska. Til marks um það áttu gestirnir ekki eina einustu marktilraun í leiknum á meðan Ís- lendingar áttu 14 skottilraunir þar sem tíu rötuðu á markið. Íslensku stákarnir voru eins og kálfar á vori á upphafskafla leiksins. Þeir hlupu og pressuðu leikmenn Lúxemborgar út um allan völl og maður hreinlega beið eftir að mörk- in kæmu á færibandi. En þrátt fyrir yfirburði tókst íslenska liðinu ekki að skora í fyrri hálfleik. Leikur þess datt svolítið niður um miðjan seinni hálfleik og Lúxemborgarar önduðu léttar eftir mikla orrahríð. Arnar Þór Viðarsson og aðstoðar- maður hans, Eiður Smári Guðjohn- sen, gerðu eina breytingu í hálf- leiknum. Mikael Anderson, sem leikur með danska úrvalsdeilarlið- inu Midtjylland, leysti FH-inginn Jónatan Inga Jónsson af hólmi og Mikael var fljótur að setja mark sitt á leikinn. Hann fékk vítaspyrnu eft- ir að markvörður Lúxemborgar braut á honum og Sveinn Aron Guð- johnsen skoraði af miklu öryggi úr henni. Þar með var ísinn brotinn og spennu létt af íslenska liðinu. Fyr- irliðinn Jón Dagur Þorsteinsson bætti við öðru marki 10 mínútum síðar með glæsilegu skoti utan teigs og Willum Þór Willumsson innsigl- aði sigurinn fimm mínútum síðar þegar hann skoraði með hnitmiðuðu skoti. Íslenska liðið verður varla dæmt af þessum leik enda mótherjinn arfaslakur. En hrósa ber liðinu fyrir góða hápressu nær allan tímann og lipur tilþrif inn á milli. Það kom smá vondur kafli í fyrri hálfleik en strák- arnir brugðust vel við skipunum þjálfaranna í seinni hálfleik. Í jafnri liðsheild var fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson fremstur á meðal jafn- ingja og þessi strákur bankar hressilega á dyr A-landsliðsins sem hann hefur fengið smjörþefinn af. Hann og Kolbeinn Birgir Finnsson náðu vel saman á vinstri vængnum en Kolbeinn lék í stöðu vinstri bak- varðar. Þá var Willum Þór drjúgur á miðsvæðinu. Strákarnir mæta Ar- menum á sama stað á mánudaginn.  Lið Íslands: (4-5-1) Mark: Pat- rik S. Gunnarsson. Vörn: Alfons Sampsted, Ísak Óli Ólafsson, Ari Leifsson, Kolbeinn Birgir Finnsson. Miðja: Jón Dagur Þorsteinsson (Kolbeinn Þórðarson 73), Stefán Teitur Þórðarson (Brynjólfur Darri Willumsson 65), Daníel Haf- steinsson (Alex Þór Hauksson 76), Willum Þór Willumsson, Jónatan Ingi Jónsson (Mikael Anderson 46). Sókn: Sveinn Aron Guðjohnsen (Guðmundur Andri Tryggvason 65). Leikur kattarins að músinni  Yfirburðir Íslands gegn slöku liði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrirliðinn Jón Dagur Þorsteinsson sækir að marki Lúxemborgar en hann skoraði glæsilegt mark í leiknum og kom íslenska liðinu í 2:0. 46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Á HLÍÐARENDA Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Valskonur eru í ágætum málum eftir 23:22-sigur á sænsku deildarmeist- urunum í Skuru í EHF-bikarnum í handbolta í gærkvöldi. Báðir leikir liðanna eru spilaðir hér á landi og var leikurinn í gær útileikur Vals. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þetta sama Valslið tapaði með þrett- án marka mun fyrir Fram í meist- arakeppninni síðasta þriðjudag. Allt annað var að sjá til liðsins í gær. Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var til fyrirmyndar og sóknarleikurinn og markvarslan datt í gang í seinni hálf- leik. Nokkrir leikmenn Vals spiluðu töluvert betur en gegn Fram. Íris Björk Símonardóttir fór á kostum í markinu eins og oft áður og varði sautján skot, þar af þrjú víti. Hin 19 ára gamla Auður Ester Gestsdóttir átti glæsilegan leik í hægra horninu og nýtti færin sín ein- staklega vel, þótt þau væru misgóð. Eftir erfiða byrjun spilaði Sandra Erlingsdóttir mjög vel í seinni hálf- leik. Díana Dögg Magnúsdóttir lék ekki gegn Fram og gerði innkoma hennar í liðið mikið á báðum endum vallarins. Valsliðið á svo Lovísu Thompson inni, en hún lék ekki í gær vegna meiðsla. Óvíst er með þátttöku hennar í seinni leiknum. Myndi það styrkja Val töluvert ef hún verður leikfær. Seinni leikurinn fer fram annað kvöld og eru möguleikar Vals fínir, en það má ekki mikið út af bregða. Íris Björk verður að eiga annan stór- leik, Auður Ester að nýta færin sín eins vel og Sandra Erlingsdóttir að sýna áræði líkt og hún gerði í seinni hálfleiknum í gær. Þrátt fyrir góðan sigur á sterku sænsku liði voru leikmenn Vals örlít- ið svekktir í leikslok, þar sem liðið var með þriggja marka forystu þegar skammt var eftir. Þær vona að klaufaskapurinn undir lokin komi ekki í bakið á þeim í seinni leiknum, þar sem hvert mark getur skipt miklu máli. Landsliðskonan Eva Björk Davíðsdóttir leikur með Skuru og sagði hún við Morgunblaðið eftir leik að liðið ætti gríðarlega mikið inni og ætlaði sér að gera mun betur í seinni leiknum. Valsliðið verður að vera klárt í þann slag. Glæsilegur Vals- sigur í Evrópuleik  Eins marks sigur en gat verið stærri Morgunblaðið/Kristinn Magnússson Sterk Innkoma Díönu Daggar Magnúsdóttir styrki Valsliðið töluvert. Georginio Wijnaldum lagði upp þriðja mark Hollendinga og skoraði það fjórða þegar þeir unnu magn- aðan útisigur á Þjóðverjum í Ham- borg, 4:2, í undankeppni Evrópu- mótsins í knattspyrnu í gærkvöld. Þjóðverjar voru yfir í hálfleik en fjögur hollensk mörk í þeim síðari sneru dæminu við. Þar með náðu Hollendingar að svara fyrir tap gegn Þjóðverjum á heimavelli í mars. Öll úrslit, markaskorara og stöður í undankeppninni í gærkvöld má sjá í úrslitadálkinum til vinstri. vs@mbl.is Hollendingar unnu í Hamborg AFP Sigur Virgil van Dijk fyrirliði Hol- lands fagnar Georginio Wijnaldum. Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher, einn sigursælasti skíða- maður heims, hefur ákveðið að leggja keppnisskíðin á hilluna að- eins þrítugur að aldri. Hann kvaðst vera þreyttur en jafnframt vilja hætta á toppnum. Hirscher er ríkjandi heimsmeistari í svigi og hefur alls unnið sjö heimsmeist- aratitla. Hann hlaut gullverðlaun í bæði stórsvigi og tvíkeppni á síð- ustu vetrarólympíuleikum. Hann vann 67 heimsbikarsigra og aðeins Ingmar Stenmark (86) og Lindsey Vonn (82) hafa unnið fleiri. Vildi hætta á toppnum AFP Hættur Marcel Hirscher á frábæran feril að baki í alpagreinum. Hlíðarendi, EHF-bikarinn, 1. umferð, fyrri leikur, 6. september 2019. Gangur leiksins: 2:2, 4:4, 5:4, 7:7, 8:8, 9:9, 10:11, 12:14, 15:15, 16:19, 17:20, 20:21, 20:23, 22:23. Mörk Skuru: Vilma Holmberg 5, Ul- rika Olsson 4, Alexandra Bjärrenholt 4/1, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Mat- hilda Lundström 3, Jackie Moreno 1, Hannah Scheuer Larsson 1. Varin skot: Rebecca Nilsson 16/1. Utan vallar: 6 mínútur SKURU – VALUR 22:23 Mörk Vals: Auður Ester Gestsdóttir 8, Sandra Erlingsdóttir 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2/1, Ída Margrét Stef- ánsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1. Varin skot: Íris Símonardóttir 17/3. Utan vallar: 4 mínútur Dómarar: Yves Schols, Hollandi og Stephen Martens, Belgíu. Áhorfendur: Um 50. Undankeppni EM U21 karla Ísland – Lúxemborg ................................ 3:0 Sveinn Aron Guðjohnsen 47.(víti), Jón Dag- ur Þorsteinsson 58., Willum Þór Willums- son 63. Írland – Armenía...................................... 1:0  Írland vann Lúxemborg 3:0 í fyrsta leik riðilsins. Svíar og Ítalir hafa ekki spilað ennþá. Ísland og Armenía mætast á mánu- daginn á Víkingsvelli. Pepsi Max-deild kvenna HK/Víkingur – Breiðablik ....................... 0:1 Staðan: Breiðablik 16 14 2 0 48:13 44 Valur 15 14 1 0 57:9 43 Selfoss 15 8 1 6 19:17 25 Þór/KA 15 7 3 5 28:23 24 Fylkir 15 7 1 7 21:31 22 KR 15 5 1 9 19:30 16 Stjarnan 15 5 1 9 14:30 16 ÍBV 14 4 0 10 24:37 12 Keflavík 15 3 1 11 23:33 10 HK/Víkingur 15 2 1 12 10:40 7 Undankeppni EM karla C-RIÐILL: Eistland – Hvíta-Rússland...................... 1:2 Erik Sorga 54. – Nikita Naumov 48., Mak- sim Skavysh 90. Þýskaland – Holland ............................... 2:4 Serge Gnabry 9., Toni Kroos 73. (víti) – Frenkie de Jong 59., sjálfsmark 66., Do- nyell Malen 79., Georginio Wijnaldum 90. Staðan: Norður-Írland 4 4 0 0 7:2 12 Þýskaland 4 3 0 1 15:6 9 Holland 3 2 0 1 10:5 6 Hvíta-Rússland 5 1 0 4 3:10 3 Eistland 4 0 0 4 2:14 0 E-RIÐILL: Slóvakía – Króatía................................... 0:4 Nikola Vlasic 45., Ivan Perisic 47., Bruno Petkovic 72., Dejan Lovren 89. Wales – Aserbaídsjan.............................. 2:1 Sjálfsmark 26., Gareth Bale 84. – Mahir Emreli 59. Staðan: Króatía 4 3 0 1 9:4 9 Ungverjaland 4 3 0 1 6:4 9 Slóvakía 4 2 0 2 7:6 6 Wales 4 2 0 2 4:4 6 Aserbaídsjan 4 0 0 4 4:12 0 G-RIÐILL: Austurríki – Lettland.............................. 6:0 Marko Arnautovic 7., 53.(víti), Marcel Sa- bitzer 13., sjálfsmark 76., Konrad Laimer 80., Michael Gregoritsch 85. Slóvenía – Pólland................................... 2:0 Aljaz Struna 35., Andraz Sporar 65. Staðan: Pólland 5 4 0 1 8:2 12 Austurríki 5 3 0 2 13:6 9 Slóvenía 5 2 2 1 9:3 8 Ísrael 5 2 2 1 9:8 8 N-Makedónía 5 1 2 2 6:8 5 Lettland 5 0 0 5 1:19 0 I-RIÐILL: Kýpur – Kasakstan.................................. 1:1 Pieros Sotiriou 39. – Aleksei Shchetkin 2. San Marínó – Belgía ................................ 0:4 Michy Batshuayi 43.(víti), 90., Dries Mer- tens 57., Nacer Chadli 63. Skotland – Rússland................................ 1:2 John McGinn 11. – Artem Dzyuba 40., sjálfsmark 59. Staðan: Belgía 5 5 0 0 15:1 15 Rússland 5 4 0 1 17:4 12 Kasakstan 5 2 1 2 8:8 7 Skotland 5 2 0 3 5:9 6 Kýpur 5 1 1 3 7:6 4 San Marínó 5 0 0 5 0:24 0 Holland PSV Eindhoven – Zwolle........................ 4:0  Anna Björk Kristjánsdóttir kom ekki við sögu hjá PSV. Belgía B-deild: Lommel – Union St. Gilloise................... 2:2  Kolbeinn Þórðarson lék ekki með Lom- mel þar sem hann er með 21-árs landsliði Íslands. Stefán Gíslason þjálfar liðið. KNATTSPYRNA Birgir Leifur Hafþórsson og Guð- mundur Ágúst Kristjánsson komust báðir í gegnum niðurskurðinn eftir annan hring á Open de Bretagne- mótinu í golfi í Frakklandi í gær en mótið er hluti af Áskorendamótaröð- inni. Þér léku báðir á tveimur högg- um yfir pari eða 72 höggum. Birgir Leifur fékk örn á 7. holunni og þrjá fugla þar að auki en Guðmundur fékk fjóra fugla. Þeir eru því áfram jafnir en báðir léku þeir á þremur höggum undir pari á fyrsta hringnum og deildu þá öðru sæti. Núna sitja þeir saman í 13.-23. sæti á samtals einu höggi undir pari en Josh Geary frá Nýja-Sjálandi er efstur á fimm högg- um undir pari. Tveir síðustu hring- irnir verða spilaðir um helgina. Áfram jafnir í Frakklandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.