Morgunblaðið - 07.09.2019, Side 20
BÆJARLÍFIÐ
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbæ
Í Reykjanesbæ stendur nú yfir
menningar- og fjölskylduhátíðin
Ljósanótt. Hún var sett á miðviku-
dag og í kjölfarið rak hver viðburð-
urinn annan. Almenn ánægja er
með Ljósanótt, nú sem endranær og
dagskrárliðir hafa aldrei verið fleiri
en nú, um 150 talsins.
Laugardagurinn er jafnan að-
aldagur Ljósanæturhátíðar og sá
dagur er einmitt í dag. Íbúar og
nærsveitungar skella sér í árganga-
göngu eftir hádegi og þegar komið
verður að hátíðarsvæði hefst við-
stöðulaus dagskrá sem endar með
stórtónleikum á sviði og flugelda-
sýningu. Með lýsingu Bergsins í
dagskrárlok taka bæjarbúar á móti
skammdegi hausts og vetur.
Þessi Ljósanótt er um margt
sérstök. Hún er nú haldin í 20. sinn
á 25 ára afmæli Reykjanesbæjar.
Og plastlaus skyldi hún vera. Síðasti
liðurinn í afmælisfagnaði Reykja-
nesbæjar þjófstartaði Ljósanótt
þetta árið og gerði góða menning-
arveislu enn betri. Sinfóníu-
hljómsveit Íslands hélt tónleika í
Stapa Hljómahöll, sem íbúum var
boðið til. Heppnuðust þeir frábær-
lega vel. Nú vita bæði skipuleggj-
endur og sveitin að Hljómahöll
hentar vel fyrir stærstu hljómsveit
landsins.
Á afmælisárinu hefur bærinn
líka lagt í stærsta einstaka verkefni
frá upphafi, byggingu Stapaskóla.
Skólinn hefur verið í rekstri í bráða-
birgðahúsnæði undanfarin misseri
en fyrr á árinu hófst bygging skóla-
húss, sem fullklárað verður um
7.000m² og kostar um fimm millj-
arða króna. Skólinn verður í senn
grunnskóli, leikskóli og íþróttahús.
Atvinnuleysi hefur aukist
hratt á Reykjanesi á undanförnum
mánuðum. Teikn mátti merkja á
lofti fyrir ári þegar vandræða fór að
gæta í rekstri WOW air. Stærsta at-
vinnusvæði Reykjanesbæjar og ná-
grannasveitarfélaga er jú á og við
flugvöllinn. Frá því í september í
fyrra hefur atvinnuleysi aukist um
3%, fór úr 3% í 6%.
Ekki er ljóst hvernig atvinnu-
leysið mun þróast á næstunni, enda
áhrifin af falli WOW air ekki að
fullu komin fram.
Þegar rýnt er í áföll liðinna
ára sést að flugvöllurinn hefur verið
fljótur að jafna sig. Í skýrslu sem
Aton tók saman fyrir Isavia sjást
þrjár niðursveiflur í rekstri á 30 ára
tímabili, 1985-2015. Fyrst er að geta
endurskipulagningar leiðarkerfis
Icelandair árið 1989 sem minnkaði
heildar farþegafjölda til skamms
tíma. Hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum 9/11 2001 kölluðu aftur fram
niðursveiflu, sem jafnaði sig fljótt.
Dýfan varð mest eftir eldgosið
í Eyjafjallajökli árið 2010 en það
varð jafnframt mikil landkynning
fyrir Ísland. Farþegum fjölgaði eftir
dýfuna sem aldrei fyrr.
Hver man ekki eftir ævintýrinu
kringum Eyjafjallajökul, ekki síst
framburðaræfingar erlendra gesta.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Söngur Margir lögðu leið sína á opna söngstund í ráðhúsi Reykjanesbæjar sem er meðal viðburða á Ljósanótt.
Ljósanótt er gengin í garð
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
INTERFLON
Matvælavottaðar efnavörur
Nýjar umbúðir,
sömu gæða efnin
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Rannsóknir sumarsins gefa ekki
ástæðu til bjartsýni um að humar-
stofninn við landið sé að rétta úr
kútnum. Talsvert þurfti að hafa fyr-
ir veiðum sumarsins þó svo að afla-
heimildir hafi verið í sögulegu lág-
marki og aðeins hluti af því sem var
þegar best lét. Umhverfisbreyting-
ar eru taldar helstu ástæður brests
í nýliðun og gætu ýmsir þættir haft
áhrif.
Jónas Páll Jónasson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, segir
að niðurstöður rannsókna og afla-
ráðgjöf fyrir næsta ár verði væntan-
lega kynntar fyrir áramót. Hann
segir að rannsóknir sumarsins hafi
gengið vel, en þær felast m.a. í taln-
ingu humarholna á botninum með
neðansjávarmyndavélum, togum á
veiðislóð og sýnatöku úr lönduðum
afla til að afla upplýsinga um út-
breiðslu og stærðarsamsetningu
stofnsins.
Niðursveiflan endurspeglast
í veiði og vísitölum
Jónas segir að engar vísbending-
ar hafi komið fram um breytingar,
en unnið er að úrvinnslu gagna frá
sumrinu. Miðað er við að humar sé
fimm ára þegar hann kemur inn í
veiðina og samkvæmt rannsóknum
hefur verið nýliðunarbrestur frá
2005 til 2014. „Stóra myndin er sú
að við sjáum engar breytingar og
niðursveiflan þessi ár endurspeglast
í veiðinni og þeim vísitölum sem við
erum að mæla,“ segir Jónas.
Í skýrslu með ráðgjöf sem gefin
var út síðasta vetur kemur fram að
þéttleiki humarholna við Ísland hafi
mælst með því lægsta sem þekkist
meðal þeirra humarstofna sem Al-
þjóðahafrannsóknaráðið veitir ráð-
gjöf fyrir. Þar kom fram að nýliðun
væri í sögulegu lágmarki og yrði
ekki breyting þar á mætti búast við
áframhaldandi minnkun stofnsins.
Ekki ástæða
til bjartsýni um
humarstofninn
Engin merki um breytingar í nýliðun
Aflaráðgjöf 2020 kynnt fyrir áramót
Ljósmynd/JPJ
Humarrannsóknir Myndavél gerð
klár á sýnatökusleða um borð í rs.
Bjarna Sæmundssyni í júnímánuði.
Samdráttur
» Humarafli nærri tvöfaldaðist
frá árinu 2004 til ársins 2010
þegar hann náði 2.500 tonnum.
» Síðan hefur aflinn minnkað.
Hann var 728 tonn árið 2018 og
var afli á sóknareiningu þá í
sögulegu lágmarki.
» Í ár var aflinn um 250 tonn,
sem er langminnsti afli frá upp-
hafi veiða árið 1957.
» Sókn í stofninn var nokkuð
stöðug frá árinu 2009 fram til
2018 en dregið var úr sókn í
sumar.
Gert er ráð fyrir því að um 20
starfsmenn Arnarlax hefji í haust
nám á námsbraut í fiskeldi í Bíldu-
dal og öðrum starfsstöðvum fyrir-
tækisins á Vestfjörðum. Námið á að
vera hagnýtt starfsnám með það að
markmiði að auka sérþekkingu
starfsfólks á rekstri og öryggis-
málum.
Arnarlax og Fisktækniskóli Ís-
lands hafa gert með sér samning
um fræðslu starfsfólksins.
Arnarlax setur sér það markmið,
að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu, að 50% starfsmanna
fyrirtækisins ljúki umræddu námi.
Mikilvægt sé að auka sérþekkingu
starfsmanna til að hámarka fram-
leiðsluna í þeirri öru þróun sem er í
laxeldi. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Pökkun Laxi er slátrað allt árið í vinnslu Arnarlax á Bíldudal.
Nám hjá Arnarlaxi