Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.09.2019, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Sérlega skemmtilegt og fjöskylduvænt parhús á góðum stað við opið grænt svæði. Stutt í skóla, leikskóla og íþróttir ásamt allri helstu þjónustu. Bjart og opið hús, fjögur svefnherbergi, möguleiki á fimmta, tvö baðherbergi, bílskúr samtals 221 fm. Húsið er byggt árið 1988. Víkurströnd 7a Seltjarnarnesi Uppli hjá Fjölhús fasteignasölu í síma 511 1020 Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 899 5533 Thelma Víglundsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 860 4700 Bókið skoðun Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti nýtt fjár- lagafrumvarp ársins 2020 í gær- morgun á blaðamannafundi sem fram fór í fjármála- og efnahags- ráðuneytinu. Fjárlögin kveða á um að tekjur ríkisins verði 919 milljarðar árið 2020, en þar af koma 817,3 milljarðar frá tekjustofnum ríkisins. Áætlað er að áfengis- og tóbaksgjöld muni skila ríkinu 26 milljörðum króna á næsta ári en til samanburðar skilar fjár- magnstekjuskattur ríkissjóði 33 milljörðum króna. Virðisaukaskattur verður sem fyrr helsti tekjustofn ríkisins, sam- kvæmt fjárlögum, en hann skilar inn 31,74% tekna ríkisins. Næststærsti tekjustofninn er tekjuskattur ein- staklinga, sem aflar 25,25% tekna ríkissjóðs, en því næst koma trygg- ingagjöld, þar sem hlutfallið er 12,50%, og tekjuskattur lögaðila, sem ná yfir 9,44% tekna ríkisins. Gert er ráð fyrir að þeir 100 millj- arðar sem falla ekki undir tekju- stofna ríkisins ávinnist ríkissjóði af arðgreiðslum ríkisfyrirtækja og vaxtagreiðslum, svo fátt eitt sé nefnt. Flýta lækkun tekjuskatts „Stóru tíðindi“ fjárlagafrumvarps- ins voru, að sögn Katrínar Jakobs- dóttur forsætisráðherra, boðuð lækkun á tekjuskatti einstaklinga. Frumvarpið felur í sér að tekjuskatt- ur einstaklinga verði lækkaður hrað- ar en áður stóð til, af því er segir í til- kynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Nýtt skattþrep tekur gildi á næsta ári og mun þar með tekjuskattur á lægstu laun lækka í tveimur skref- um. Skattur á laun á bilinu 0-325.000 krónur á mánuði lækkar um 1,9 pró- sentustig árið 2020 og síðan 3,6 pró- sentustig árið 2021. Heildarlækkun- in nemur því 5,5 prósentustigum á árunum 2019 til 2020, úr 36,94% nið- ur í 31,44%, með tilkomu hins nýja lágtekjuþreps. Við aðgerðina verður ríkissjóður af 21 milljarði, sem samsvarar 10% af tekjum ríkisins af tekjuskatti ein- staklinga. Segir í tilkynningu frá efnahags- og fjármálaráðuneytinu að lækkunin sé mikilvægur liður í því að styðja við heimilin þegar hægir á í atvinnulífinu. Tekjuskattþrepin verða því þrjú talsins með tilkomu fjárlagafrum- varpsins og er áætlað að árið 2021 verði skattprósenta lægsta þreps 31,44%, eins og fram hefur komið. Skattprósenta hins nýja milliþreps verður 37,94%, sem er einu pró- sentustigi hærra en nú er, en milli- þrepið gildir um tekjur á milli 325.000 krónur og um það bil 900.000 krónur. Hlutföll hæsta þreps haldast óbreytt, í 46,24%. Þrátt fyrir skjótari lækkun tekju- skatts á lægstu laun verður persónu- afsláttur í senn lækkaður úr 56.447 krónum á mánuði í 51.265 krónur á mánuði árið 2021. Skattbyrði lág- tekjufólks lækkar því ekki jafnmikið og lækkun skattprósentunnar segir til um. Hún mun þó engu að síður minnka, helst hjá þeim sem hafa mánaðartekjur upp á 325.000 krónur; ráðstöfunartekjur þeirra verða árið 2021 um 12.900 krónum hærri en nú. Tryggingagjald verður áfram lækkað, nú um 0,25 prósentustig, en í upphafi ársins 2019 var það lækkað um 0,25%. Um áramót hefur trygg- ingagjald því verið lækkað frá árinu 2013 úr 7,69% í 6,35%. 36 milljarðar til háskólanna Framlög ríkisins til háskólastigs lækka úr 37,7 í 35,5 milljarða króna, samkvæmt nýkynntu fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Ástæðu 2.200 milljóna króna lækkunarinnar má rekja til skerts framlags til Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Afgang- ur hefur orðið af rekstri hans um nokkurt skeið og á hann því uppsafn- að eigið fé. Sá hluti framlaganna sem heyrir undir menntamálaráðuneytið hækk- ar um 4,0 milljarða króna, úr 32,1 milljarði í 36,2 milljarða. Þar af fer einn milljarður í framkvæmdir við Hús íslenskunnar, sem mun rísa við hlið Þjóðarbókhlöðunnar. Þá verður 220 milljónum króna varið í að fjölga kennaranemum og 125 milljónir munu fara í að styðja við alþjóðlega samkeppnishæfni háskóla og rann- sóknarstofnana. Að lokum nema launa- og verðlagsbætur 1,1 milljarði króna, að því er segir í frumvarpinu. Aðhaldskrafa á rekstur sjúkrahúsa Framlög til sjúkraþjónustu munu hækka um 8,3 milljarða miðað við fyrra ár, auk þess sem 0,5% aðhalds- krafa er gerð á rekstur sjúkrahúsa á Íslandi. Rekstrarhalli Landspítala nam 2,4 milljörðum fyrri hluta ársins og stefnir til þess að hallinn verði 4,5 milljarðar í árslok. Þar með er ljóst að auka þarf aðhald í útgjöldum á Landspítala. Alls verður 109,0 milljörðum króna ráðstafað til sjúkraþjónustu, samanborið við 100,7 milljarða í fyrra. Hækkunina má skýra með byggingu nýs Landspítala, sem 3,8 milljörðum er ráðstafað til, en launa- hækkanir skýra helst hin auknu framlög. Framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa hækka um 6,5% frá fyrra ári. 56,9 milljarðar munu renna til heilsugæslu, hjúkrunar, sjúkra- þjálfunar og sjúkraflutninga svo fátt eitt sé nefnt. Kostnaðarþátttaka í flugfargjöldum Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að fram undan sé stórsókn í vegamálum og stefnt sé að kostnaðarþátttöku í flug- fargjöldum innanlands fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Þá verða orku- skipti styrkt með skattaívilnunum og styrkjum úr Orkusjóði auk þess sem framlög til loftlagsmála hækka. Þau munu meðal annars renna til bind- ingar kolefnis með skógrækt, land- græðslu og endurheimt votlendis, en þá aukast framlög til landvörslu og miðhálendisþjóðgarðs. Þá verða undirbúnar aðgerðir sem miða að því að bæta mönnun í hjúkr- un, áfram verður unnið að eflingu heilsugæslunnar sem fyrsta við- komustaðar og uppbyggingu hjúkr- unarrýma. Á vef fjármála- og efnahagsráðu- neytisins kemur fram að yfir 60% af heildarfjárheimildum ríkissjóðs sé varið til velferðar-, heilbrigðis- og menntamála. Útgjöld á mann sem renna til heilbrigðismála nema 729.526 krónum, útgjöld á mann til samganga 127.221 og til umhverfis- mála 57.297 krónum svo nokkur dæmi séu tekin. Að lokum er gert ráð fyrir því að heildarafkoma ríkis- sjóðs verði í jafnvægi árið 2020, sem er í samræmi við nýlega endurskoð- un á fjármálastefnu til fimm ára. Þó hefur dregið úr áður fyrirhuguðum afgangi af rekstri ríkissjóðs. Skattalækkanir boðaðar í fjárlögum  Bjarni Benediktsson kynnti nýtt fjárlagafrumvarp í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í gær  Skattalækkun á lægsta skattþrepi kemur fyrr í gagnið  Tryggingagjald lækkar um 0,25 prósentustig Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjárlög Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2020 fyrir landsmönnum í gær. Fjárlagafrumvarp 2020 » Skattþrepin verða þrjú tals- ins með tilkomu lágtekjuþreps » 31,44% skattur leggst á laun á bilinu 0-325.000 krónur árið 2021 » Persónuafsláttur lækkar um 5.182 krónur » Tryggingagjald lækkar um 0,25% » Framlög til háskólanna lækka um 2,2 milljarða » Kostnaðarþátttaka í flugfar- gjöldum íbúa landsbyggðar- innar » Áfengis- og tóbaksgjöld munu skila ríkinu 26 millj- örðum króna á næsta ári, en af fjármagnstekjuskatti fær ríkið 33 milljarða króna Oddný G. Harðardóttir, þingflokks- formaður Sam- fylkingarinnar, segir fátt koma sér á óvart í nýju fjárlagafrum- varpi. „Fátt kem- ur þarna á óvart enda byggir frumvarpið á fjár- málaáætluninni sem var samþykkt í vor. Við gagnrýndum hana harð- lega og settum fram breytinga- tillögur vegna þess að við vildum standa vörð um velferðina í niður- sveiflunni og setja einnig meira fjármagn í skólana og nýsköpun og rannsóknir og loftslagsmálin. Sú gagnrýni stendur enn.“ Þá segir hún fjárlagafrumvarpið byggja á „mjög bjartsýnni spá“ og að ríkisstjórnin sé rekin áfram af óskhyggju. „Þetta er allt í járnum, það má ekkert klikka. Þau eru að gera ráð fyrir 2,6% hagvexti á næsta ári. Það eru ekki miklar líkur á að það gangi eftir.“ Oddný G. Harðardóttir Fátt kemur á óvart „Þetta byggist á bjartsýni í hagvaxtaforsendum, en skattalækkun sem metin er samkvæmt kynningu á 21 milljarð króna er auðvitað fagnaðarefni og talar mjög vel inn í lífskjarasamningana,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og bætir við að skattalækkanir séu „súrefni inn í heimilisbókhald landsmanna nú þegar aðeins hægir á í hagkerfinu“. Halldór Benjamín segir afar ánægjulegt að sjá þá miklu breytingu sem orðið hafi á skuldastöðu ríkis- sjóðs frá hruni. Líkir hann breytingunni við krafta- verk. „Skuldastaða ríkissjóðs er mjög hagfelld um þessar mundir, sem gefur ríkissjóði rými til að bregðast við ef þær forsendur sem eru undirliggjandi við fjár- lagagerðina gefa eftir,“ segir hann. Spurður hvort hann taki undir þá skoðun ASÍ að þörf sé á há- tekjuskatti kveður hann nei við. „Allur alþjóðlegur samanburður innan OECD sýnir að Ísland er há- skattaríki í öllum skilningi þess orðs. Það er því frekar færi á að létta á álögum á einstaklinga og fyrirtæki í stað þess að bæta enn frekar í.“ Talar vel inn í lífskjarasamninginn Halldór Benjamín Þorbergsson Drífa Snædal, forseti Alþýðu- sambands Ís- lands, segir þær skattalækkanir sem kynntar hafa verið í tengslum við nýtt fjárlaga- frumvarp „ekki jafnmiklar“ og vonast var til. „Þessi áætlun uppfyllir þó það sem sett var fram í lífskjarasamn- ingunum. Við höfum samt tals- verðar áhyggjur af því hvernig afla eigi fjár í ríkiskassann til að halda úti velferðarkerfi og auka jöfnuð í gegnum það,“ segir Drífa og heldur áfram: „Það er hvergi að finna í fjárlagafrumvarpinu að fara eigi í miklar aðgerðir til að afla tekna, s.s. með auðlindagjöldum eða há- tekjusköttum.“ Hefur áhyggjur af tekjuhliðinni Drífa Snædal Fjárlagafrumvarp 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.