Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 11

Morgunblaðið - 07.09.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2019 Einar Eylert Gíslason, fv. bóndi og ráðunautur á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, lést á hjarta- deild Landspítalans 5. september, 86 ára að aldri. Einar fæddist 5. apríl 1933 á Akranesi. Foreldrar hans voru Gísli Eylert Eðvaldsson hárskerameistari og Hulda Einarsdóttir kaupkona. Systkini hans voru Birgir, d. 2013, og Rósa Guðbjörg, d. 2017. Eftirlifandi hálfsystir Einars, sammæðra, er Bryndís Benediktsdóttir, heimilis- læknir og prófessor við HÍ. Einar lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri vorið 1951, var í verklegu búfræðinámi í Danmörku og Svíþjóð næstu tvö árin og útskrifaðist búfræðikandídat frá Hvanneyri 1955. Einar var ráðunautur í nautgripa- rækt fyrir Nautgriparæktarsamband Borgarfjarðar 1955-58, bóndi á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi 1958-60, bústjóri og tilraunastjóri fjárræktarbúsins á Hesti í Borgar- firði 1960-74, héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga 1974-84 og bóndi á Syðra-Skörðugili 1974-2000 og stundaði sauðfjárrækt, hrossarækt og loðdýrarækt. Einar var mikill frumkvöðull í fé- lagsstarfi bænda. Hann sat í stjórn Félags hrossabænda frá stofnun 1975, var formaður þess 1984-93, sat í stjórn Sambands ís- lenskra loðdýrarækt- enda í 13 ár og var for- maður þess 1984-93. Hann var fram- kvæmdastjóri Hrossaræktar- sambands Skagfirðinga 1974-84 og síðan for- maður til 1993, vann að stofnun Loðdýra- ræktarfélags Skagfirð- inga og var formaður þess fyrstu níu árin. Var stofnandi og for- maður Félags hrossa- bænda í Skagafirði 1975-94, aðal- hvatamaður að stofnun fóður- stöðvarinnar Melrakka hf. á Sauðárkróki og stjórnarformaður hennar fyrstu fimm árin, vann að stofnun Félags sauðfjárbænda í Skagafirði og sat í stjórn fyrstu sex árin. Einar var jafnframt aðal- hvatamaður að stofnun Lands- samtaka sauðfjárbænda og sat í stjórn fyrstu árin. Eftirlifandi eiginkona Einars er Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir, hús- móðir og kennari. Synir þeirra eru Einar Eðvald, Elvar Eylert, Eyþór og Sigurjón Pálmi. Fyrri kona Einars var Hallfríður Alda Einarsdóttir. Kjördóttir Einars frá fyrra hjóna- bandi er Eygló Breiðfjörð Einars- dóttir. Útför Einars fer fram frá Glaum- bæjarkirkju föstudaginn 13. sept- ember klukkan 14. Andlát Einar Eylert Gíslason Forseti Indlands, Ram Nath Ko- vind, og Savita Kovind forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í næstu viku ásamt fylgdarliði. Gert er ráð fyrir að þau komi til landsins á mánudag og haldi síðan af landi brott miðvikudaginn 11. september, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá forsetaskrifstofu. Heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum þriðjudaginn 10. september klukk- an 10. Forseti mun síðan eiga fund með forseta Indlands og í kjölfarið verða undirrituð minnisblöð með samkomulagi milli ráðuneyta land- anna að forsetunum viðstöddum. Forsetarnir munu að því loknu ávarpa fjölmiðla, en því næst held- ur forseti Indlands í Háskóla Ís- lands þar sem hann mun flytja fyr- irlestur opinn almenningi um áherslu Indlands og Íslands á um- hverfismál. Mun sá fyrirlestur hefj- ast klukkan 12 á hádegi. Þess má geta að Kovind forseti starfaði sem hæstaréttarlögmaður og ríkislög- maður áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum. Síðdegis mun forseti Indlands heimsækja höfuðstöðvar Marels í Garðabæ og kynna sér starfsemi fyrirtækisins en forsetafrúin mun skoða umhverfisvæna grænmetis- ræktun hjá Lambhaga og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar. Að kvöldi þriðjudagsins verður forsetahjónunum svo boðið til há- tíðarkvöldverðar í boði forseta og forsetafrúar á Bessastöðum. Á miðvikudegi munu forsetahjón Indlands skoða þjóðgarðinn á Þing- völlum og sitja svo hádegisverð í boði Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra en halda af landi brott að því loknu. AFP Heimsókn Ram Nath Kovind, forseti Indlands, er væntanlegur til Íslands. Forseti Indlands heimsækir Ísland  Flytur fyrirlestur í Háskóla Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og undirritaði og staðfesti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær öll þingmálin sem tengjast hinum svonefnda orkupakka 3. Alþingi af- greiddi málin á mánudaginn. Í yfirlýsingu frá forsetanum af þessu tilefni segir að í tvígang hafi verið skorað á hann að að beita neit- unarvaldi sínu, annars vegar á vefn- um Synjun.is og hins vegar á fundi hans með samtökunum Orkunni okkar. Tók forseti á móti lista með nöfn- um 7.643 Íslendinga, 3% þjóðarinn- ar, sem höfðu lýst yfir stuðningi sín- um við áskorun Synjunar.is á miðvikudaginn, 5. september, þar sem skorað var á hann að beita mál- skotsrétti hans til þjóðarinnar. Þá fundaði hann með fulltrúum samtak- anna Orkunnar okkar 28. ágúst og var afhent áskorun um að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans nema til kæmi undanþága frá inn- leiðingu eða þjóðaratkvæðagreiðsla. Guðni þakkar þeim sem haft hafa samband við hann vegna orkupakka- málsins fyrir kurteisi, festu og sann- girni, en bendir jafnframt á að „kysi forseti að staðfesta ekki formlega með undirritun sinni þá ákvörðun Alþingis að heimila ríkisstjórn að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörð- un sameiginlegu EES-nefndarinnar myndi sú afstaða ekki leiða til þjóð- aratkvæðagreiðslu, ólíkt því sem skýrt er kveðið á um í 26. grein stjórnarskrárinnar um synjun stað- festingar laga“. Enginn réttur af því tagi yrði virkjaður því hann væri ekki að finna í stjórnskipun lýðveld- isin Staðfesti orkupakkann  Forseti Íslands segir engan rétt virkjaðan með synjun Morgunblaðið/Árni Sæberg Alþingi Orkupakkamálin samþykkt og hafa verið staðfest af forseta. gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 44.980 kr. Svartar, dökkbláar og grænar Stærðir XS-XL Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Verð 11.900,- Str. 36-52 Flauelsbuxur BUXUR FRÁ FRÁ KR. 15.900 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Tvær erlendar konur sæta nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa gert tilraun til að smygla samtals rúm- lega einu kílói af kókaíni til lands- ins í lok síðasta mánaðar, að því er lögreglan á Suðurnesjum greinir frá. Konurnar voru að koma saman með flugi frá Brussel í Belgíu þegar tollgæslan stöðvaði þær í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að þær væru með fíkniefni. Voru þær handteknar og færðar á lögreglustöð. Þar skilaði önnur konan af sér 80 pakkningum og hin rúmlega 20. Konurnar voru síðan úrskurðaðar í gæsluvarðhald í Hér- aðsdómi Reykjaness. Málið er nú í rannsókn hjá lög- reglunni á Suðurnesjum. Teknar í Leifsstöð með kíló af kókaíni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.