Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 40

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 40
frá árinu 2000 með tilliti til breyttrar aldurs- og kynjasamsetningar þjóðarinnar. Notast er við fjöldatölur frá Tryggingastofnun í janúar ár hvert sem gefa góða mynd af þróun yfir tíma. Við úrvinnsluna var stuðst við heilbrigðisrannsóknir á vegum Krabba- meinsskrár Íslands á algengi og nýgengi krabbameins og rannsókn Sigurðar Thorlacius o.fl. á algengi örorku árin 1976- 19963. Í báðum rannsóknum er algengi og nýgengi staðlað eftir aldri og kyni samkvæmt viðurkenndum aðferðum faraldsfræðinnar. Hvað er aldursstöðlun? Eins og áður segir er aldursstöðlun algeng aðferð til að draga úr raskandi áhrifum aldurs við mat á heildaralgengi sjúkdóma. Aðferðin er sérstaklega heppileg þegar bornir eru saman hópar með ólíka aldursdreifingu, t.d. í samanburði milli landa eða yfir tíma. Í þessari umfjöllun er tekið tillit til breytinga sem orðið hafa á aldursdreifingu karla og kvenna á aldrinum 16-66 ára á Íslandi frá árinu 2000. Aldursdreifingin árið 2000 var notuð sem staðalþýði og þjóðinni skipt í 11 aldurslög (16-19, 20-24, 25-29, 30-34, 35- 39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64 og 65-66) fyrir hvort kyn. Stuðull fyrir hvern flokk var reiknaður með því að margfalda algengi örorkunnar innan hvers aldurslags með lagshlutfallinu og leggja síðan útkomu allra laga saman til að fá heildaralgengi og nýgengi. Staðlað áhættuhlutfall (e. standardized risk ratio) á nýgengi örorku var síðan reiknað með því að deila stuðlinum 2000 upp í stuðulinn fyrir árið 2018. Ef staðlaða áhættu- hlutfallið er jafnt og 1 er nýgengi örorku það sama árið 2018 og árið 2000, að teknu tilliti til lýðfræðilegra breytinga. Ef staðlaða áhættuhlutfallið er stærra en 1 var nýgengi örorku tíðara árið 2000 en árið 2018 en fátíðara ef áhættuhlutfallið er minna en 1. Staðlað algengi 75% örorku- mats eftir aldri og kyni Á mynd 5 er samanburður á hráalgengi 75% örorkumats í samanburði við staðlað algengi eftir kyni og aldri. Árið 2000 (sem er viðmiðunarpunktur matsins) er hlutfall einstaklinga með 75% örorkumat um 6% af mannfjölda 16-66 ára en um 8% árið 2018 ef miðað er við hráalgengi. Þegar búið er að taka tillit til aldurs og kyns lækkar hlutfallslegt algengi 75% örorku af mannfjölda árið 2018 úr 8% í 7%. Hvað þýðir þetta? Í hnotskurn má segja að þó hráalgengi örorku hafi hækkað sem hlutfall af mannfjölda frá árinu 2000 sé hluta skýringarinnar að finna í breyttri aldurs- og kynjasamsetningu þjóðarinnar, þ.e.a.s. ef samsetning þjóðarinnar væri eins nú og árið 2000 væri heildaralgengi örorku lægra í dag en ella. Aldursstaðlað algengi örorku fyrir karla og konur Það er áhugavert að sjá þróunina á algengi 75% örorkumats eftir kyni fyrir valin ár á tímabilinu 2000-2018 (mynd 6). Ekki einungis eru konur talsvert líklegri en karlar til að fá 75% örorkumat öll árin heldur fer hlutfall þeirra hækkandi á meðan hlutfall karla stendur í stað. Í ljósi þess að karlar eru ólíklegri en konur til að fá örorkumat, þó þeir séu fleiri, er næsta líklegt að þeir dragi úr vægi heildaralgengis örorku. Nýgengi 75% örorkumats hefur, eðli málsins samkvæmt, annars konar dreifingu en algengi. Algengi er uppsafnaður fjöldi, þ.e. allir lifandi einstaklingar sem eru með 75% 15 ára og yngri Aldursþróun yfir tíma hlutfall (%) hvers aldurshóps af heildarmannfjölda Mynd 3 Fjöldi karla á móti hverjum 1.000 konum á ári 2000-2018 Mynd 4 1.100 1.080 1.060 1.040 1.020 1.000 980 960 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 Hráalgengi 75% örorkumats í samanburði við staðlað algengi eftir aldri og kyni 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2000 2005 2008 2010 2012 2016 2017 2018 7% 7% 7% 7% 7% 7%8% 8% 9% 8% Hráalgengi (crude rate) Staðlað algengi Mynd 5 16-25 ára 25-34 ára 35-54 ára 55-59 ára 60 ára og eldri 27% 22% 17% 12% 7% 2% '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 40 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.