Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 40

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 40
frá árinu 2000 með tilliti til breyttrar aldurs- og kynjasamsetningar þjóðarinnar. Notast er við fjöldatölur frá Tryggingastofnun í janúar ár hvert sem gefa góða mynd af þróun yfir tíma. Við úrvinnsluna var stuðst við heilbrigðisrannsóknir á vegum Krabba- meinsskrár Íslands á algengi og nýgengi krabbameins og rannsókn Sigurðar Thorlacius o.fl. á algengi örorku árin 1976- 19963. Í báðum rannsóknum er algengi og nýgengi staðlað eftir aldri og kyni samkvæmt viðurkenndum aðferðum faraldsfræðinnar. Hvað er aldursstöðlun? Eins og áður segir er aldursstöðlun algeng aðferð til að draga úr raskandi áhrifum aldurs við mat á heildaralgengi sjúkdóma. Aðferðin er sérstaklega heppileg þegar bornir eru saman hópar með ólíka aldursdreifingu, t.d. í samanburði milli landa eða yfir tíma. Í þessari umfjöllun er tekið tillit til breytinga sem orðið hafa á aldursdreifingu karla og kvenna á aldrinum 16-66 ára á Íslandi frá árinu 2000. Aldursdreifingin árið 2000 var notuð sem staðalþýði og þjóðinni skipt í 11 aldurslög (16-19, 20-24, 25-29, 30-34, 35- 39, 40-44, 45-49, 50-54, 55-59, 60-64 og 65-66) fyrir hvort kyn. Stuðull fyrir hvern flokk var reiknaður með því að margfalda algengi örorkunnar innan hvers aldurslags með lagshlutfallinu og leggja síðan útkomu allra laga saman til að fá heildaralgengi og nýgengi. Staðlað áhættuhlutfall (e. standardized risk ratio) á nýgengi örorku var síðan reiknað með því að deila stuðlinum 2000 upp í stuðulinn fyrir árið 2018. Ef staðlaða áhættu- hlutfallið er jafnt og 1 er nýgengi örorku það sama árið 2018 og árið 2000, að teknu tilliti til lýðfræðilegra breytinga. Ef staðlaða áhættuhlutfallið er stærra en 1 var nýgengi örorku tíðara árið 2000 en árið 2018 en fátíðara ef áhættuhlutfallið er minna en 1. Staðlað algengi 75% örorku- mats eftir aldri og kyni Á mynd 5 er samanburður á hráalgengi 75% örorkumats í samanburði við staðlað algengi eftir kyni og aldri. Árið 2000 (sem er viðmiðunarpunktur matsins) er hlutfall einstaklinga með 75% örorkumat um 6% af mannfjölda 16-66 ára en um 8% árið 2018 ef miðað er við hráalgengi. Þegar búið er að taka tillit til aldurs og kyns lækkar hlutfallslegt algengi 75% örorku af mannfjölda árið 2018 úr 8% í 7%. Hvað þýðir þetta? Í hnotskurn má segja að þó hráalgengi örorku hafi hækkað sem hlutfall af mannfjölda frá árinu 2000 sé hluta skýringarinnar að finna í breyttri aldurs- og kynjasamsetningu þjóðarinnar, þ.e.a.s. ef samsetning þjóðarinnar væri eins nú og árið 2000 væri heildaralgengi örorku lægra í dag en ella. Aldursstaðlað algengi örorku fyrir karla og konur Það er áhugavert að sjá þróunina á algengi 75% örorkumats eftir kyni fyrir valin ár á tímabilinu 2000-2018 (mynd 6). Ekki einungis eru konur talsvert líklegri en karlar til að fá 75% örorkumat öll árin heldur fer hlutfall þeirra hækkandi á meðan hlutfall karla stendur í stað. Í ljósi þess að karlar eru ólíklegri en konur til að fá örorkumat, þó þeir séu fleiri, er næsta líklegt að þeir dragi úr vægi heildaralgengis örorku. Nýgengi 75% örorkumats hefur, eðli málsins samkvæmt, annars konar dreifingu en algengi. Algengi er uppsafnaður fjöldi, þ.e. allir lifandi einstaklingar sem eru með 75% 15 ára og yngri Aldursþróun yfir tíma hlutfall (%) hvers aldurshóps af heildarmannfjölda Mynd 3 Fjöldi karla á móti hverjum 1.000 konum á ári 2000-2018 Mynd 4 1.100 1.080 1.060 1.040 1.020 1.000 980 960 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 Hráalgengi 75% örorkumats í samanburði við staðlað algengi eftir aldri og kyni 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2000 2005 2008 2010 2012 2016 2017 2018 7% 7% 7% 7% 7% 7%8% 8% 9% 8% Hráalgengi (crude rate) Staðlað algengi Mynd 5 16-25 ára 25-34 ára 35-54 ára 55-59 ára 60 ára og eldri 27% 22% 17% 12% 7% 2% '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 40 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.