Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 62

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 62
JÓNÍNA WAAGFJÖRÐ sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK á vinnumarkaði3. Fjölgun hlutastarfa á íslenskum vinnumarkaði væri ein leið til þess en samkvæmt tölum frá Hagstofunni þá eru einungis 23% af öllum störfum í landinu skilgreind sem hlutastörf1. Rannsóknir hafa skoðað þátttöku einstak- linga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði út frá hinum ýmsu sjónarhornum og þar með talið viðhorfum vinnuveitenda til ráðningar á slíkum starfsmönnum4. Vinnuveitendur gegna mikilvægu hlutverki í ráðningarferli nýrra starfsmanna, en við- horf þeirra gagnvart þessum ráðningum eru breytileg eftir einstaklingsmiðuðum, vinnustaðatengdum og valdatengdum þátt- um5. Þessir þættir tengjast síðan trausti, hugsanlegu framlagi starfsmannsins á vinnustað og hver þörfin er fyrir stuðning ÁRIÐ 2018 VORU 249.900 EINSTAKLINGAR Á VINNUALDRI (16-74 ÁRA) Á ÍSLANDI EN AF ÞEIM VORU UM 46.000 EINSTAKLINGAR UTAN VINNU- MARKAÐAR AF ÝMSUM ÁSTÆÐUM. ATVINNUÞÁTTTAKA EINSTAKLINGA MEÐ SKERTA STARFSGETU SJÓNARMIÐ ATVINNUREKENDA R úmlega 36% af þeim sem voru utan vinnumarkaðar voru fjarverandi vegna örorku eða fötlunar (11.000), eða voru fjarverandi vegna veikinda eða tímabundið ófærir um að vinna (5.600)1. Þátttaka á vinnumarkaði er mismunandi milli hinna ýmsu þjóðfélagshópa. Atvinnu- þátttaka einstaklinga með skerta starfsgetu (e. disability) er um 61%, en um 82% hjá einstaklingum sem eru það ekki2. Þegar einstaklingar með skerta starfsgetu eru á vinnumarkaðinum þá eru þeir mun líklegri til að vera í hlutastörfum í samanburði við þá sem eru með fulla starfsgetu (19% vs 7%). Rannsóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mikilvægt fyrir bæði heilsu og velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að auka þátttöku þessa hóps 62 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.