Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 66

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 66
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON verksmiðjustjóri hjá Lindsay búðinga, lyftiduft og Bezt á kryddið. Af þessum fjórum hér eru því tveir frá VIRK,“ segir Sigurður þegar hann hefur boðið upp á kaffisopa og við erum sest að spjalli afsíðis. Fram kemur í máli Sigurðar að Royal- búðingarnir hafi verið hluti af veislumat Íslendinga í yfir sjötíu ár. Hann er Dalamaður að uppruna, kjötiðnaðarmaður að mennt og starfaði um langt árabil sem slíkur en sló hins vegar til þegar honum bauðst að gerast framleiðslustjóri hjá Lindsay fyrir tólf árum. „Það hefur komið mjög vel út að fá þessa tvo starfsmenn sem við erum nú með frá VIRK. Vitanlega komu aðilar frá VIRK að ráðningu þessara manna og lagðar voru áætlanir sem gengið hafa upp. Sá fyrri, sem ég sagði þér frá áðan, er nú sem sagt í fullu starfi, ÞEIR SÁTU FJÓRIR SAMSTARFSMENNIRNIR OG VORU AÐ FÁ SÉR BITA ÞEGAR BLAÐAMAÐUR BIRTIST TIL AÐ RÆÐA VIÐ SIGURÐ KRISTJÁNSSON VERKSMIÐJUSTJÓRA HJÁ LINDSAY, KLETTAGÖRÐUM 23. LEGG ÁHERSLU Á AÐ KOMA EINS FRAM VIÐ ALLA S ú deild sem Sigurður veitir forstöðu er með tvo starfsmenn sem komið hafa þangað til starfa eftir starfs- endurhæfingu á vegum VIRK. „Það bar þannig til að ég hitti vinafólk sem á son sem var þá í endurhæfingu hjá VIRK. Til tals kom að hann kynni að vanta vinnu þegar hann væri tilbúinn til að koma út á vinnumarkaðinn. Ég sagði þeim að mig myndi sennilega vanta starfsmann fljótlega og úr varð að pilturinn kom hingað til starfa, fyrst í hlutastarfi á vinnusamningi þar sem Tryggingastofnun ríkisins greiddi honum laun á móti fyrirtækinu hér. Ráðgjafi frá VIRK kom þessu í kring. Þetta hefur gengið svo vel að nú er pilturinn kominn í fullt starf hjá fyrirtækinu. Við erum fjórir starfsmenn í þessari deild Lindsay sem framleiðir Royal- 66 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.