Morgunblaðið - 23.12.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 23.12.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 595 1000 Gleðileg jól Heimsferðir óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ferðaári. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stofnun hálendisþjóðgarðs verð- ur stærsta framlag Íslendinga til náttúruverndar fyrr og síðar. Hér verða undir um 30% landsins, ein stærstu óbyggðu víðerni í Evrópu; fjölbreytt landslag þar sem finna má einstakt samspil elds og íss, hverasvæði eins og í Land- mannalaugum og Kerlingar- fjöllum og sérstæð gróðursam- félög eins og í Þjórsárverum. Öll þessi svæði er nauðsynlegt að vernda,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auð- lindaráðherra. Viðbót við Vatnajökulsþjóðgarð Tæplega þriðjungur Íslands er undir á því svæði sem til stendur að taka undir hálendisþjóðgarð. Þetta verður í raun viðbót við Vatnajökulsþjóðgarð; það er nán- ast öll svæðin ofan við hálendis- brúnina sem teljast til þjóðlenda, skv. úrskurði óbyggðanefndar. Stofnun þjóðgarðsins hefur verið í undirbúningi um árabil. Nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs sem umhverfis- og aðlindaráðherra stofnaði í byrjun síðasta árs og var skipuð fulltrúum allra þingflokka, ráðuneyta, og sveitarfélaga, skil- aði svo af sér skýrslu nýlega. Til- lögurnar sem þar er að finna verða leiðarstef í þeirri vinnu sem fram- undan er, en ráðherra hyggst leggja fram frumvarp um hálend- isþjóðgarð á Alþingi í febrúar næstkomandi. Frumvarpið hefur verið í smíðum um nokkurt skeið og var sl. miðvikudagdag birt á svonefndri samráðsgátt stjórn- valda, þar sem almenningur getur kynnt sér málið og sagt sína skoð- un. Verði frumvarpið samþykkt mun þjóðgarðurinn verða form- lega stofnaður með reglugerð og í framhaldinu unnin stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn. Þeirri vinnu gæti verið lokið eftir tvö til þrjú ár. „Ég tel mikilvægt að fá lög um þjóðgarðinn sem fyrst, því slíkt er grundvöllur allrar áframhald- andi vinnu og undirbúnings, ekki síst stjórnunar- og verndaráætl- unar sem unnin er heima í héraði,“ segir ráðherra. Styðji verkefni heimafólks Meðal sveitarstjórnarmanna hefur verið sett fram ýmis gagn- rýni á þjóðgarðsmál. Í Morg- unblaðinu síðsumars sagði Helgi Kjartansson oddviti Bláskóga- byggðar að verði þjóðgarður stofnaður skerði það verulega skipulagsvald og forræði sveitar- félaga til að marka stefnu um þró- un byggðar. Skynsamlegt væri því að taka fyrst afmörkuð svæði und- ir þjóðgarð, svo sem jöklana. Mörkin megi svo færa út í fyllingu tímans. „Nei, ég tel eðlilegast að við miðum við þjóðlendur innan há- lendislínu eins og nefndin leggur til, en ekki að tilteknir bútar eða svæði verði hluti af þjóðgarði Raunar tel ég að í stofnun hálendisþjóðgarðs, sem skipt verð- ur upp í sex rekstrarsvæði, felist mikil tækifæri fyrir sveitarfélögin. Á hverju þeirra verður sett um- dæmisráð meðal annars með fulltrúum sveitarfélaganna sem m.a. vinna stjórnunar- og vernd- aráætlun fyrir þjóðgarðinn og koma að gerð atvinnustefnu. Sveit- arfélög munu áfram gefa út fram- kvæmda- og byggingaleyfi. Þann- ig koma þau að sjálfsögðu áfram að skipulagsvaldinu, en skipulags- áætlanir verða þó að fylgja stjórn- unar- og verndaráætlunum sem þjóðgarðurinn setur,“ segir Guð- mundur Ingi. Ráðherrann getur þess enn- fremur að með starfsemi þjóð- garðsins skapist tækifæri til að styðja við ýmis hálendisverkefni heimamanna á hverjum stað. Úr Bláskógabyggð megi nefna upp- græðslu á afrétti Biskupstungna. Þar, eins og víðar annars staðar, séu líka ýmsir skálar og þjón- ustubyggingar sem oft eru reknir af heimamönnum og mikilvægt sé að slíkt starf geti haldið áfram. Stór landsvæði hafa þegar verið friðlýst Til viðbótar við svæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs, sem sér- stök verndarákvæði gilda um, er þegar búið að friðlýsa stór svæði sem verða innan hálendisþjóð- garðs. Í því efni nefnir ráðherrann Þjórsárver, Friðland að Fjallabaki, Kerlingarfjöll, Hveravelli og Guð- laugstungur. „Um helmingur af svæðinu er þegarir friðlýst og því tel ég okkur í raun komin vel á veg með stofnun hálendisþjóðgarðs sem er stórtæk byggðaaðgerð,“ segir umhverfis- ráðaherra. „Verkefnið skapar fjölda nýrra starfa úti á landi og styrkir atvinnulíf þar. Rannsóknir sýna að hver króna sem ríkið ver til starfsemi þjóðgarða skilar sam- félaginu 23 krónum á móti, fjár- munum sem að hluta verða eftir í héraði. Slíkt styrkir byggðirnar og að svæði hafi stimpil sem þjóð- garður eykur alltaf vægi þeirra sem ferðamannastaða. Ef rétt er á málum haldið tel ég að hálendis- þjóðgarður geti í raun skapað okk- ur einstakt tækifæri í náttúru- vernd, ferðaþjónustu og raunar mörgu fleiru.“ Um 30% landsins og óbyggð víðerni verða undir í nýjum þjóðgarði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjallabak Nafnlaus foss í Sigöldugljúfri sem er gamall farvegur Tungnaár. Stífla á þessum slóðum myndar Krókslón og vatnið í þessum fossi er leki úr lóninu. Þessi staður yrði innan marka hálendisþjóðgarðsins. Tækifæri á hálendinu Áætlað er af nefndinni sem vann tillögur um væntanlegan þjóðgarð að árlegur kostnaður við rekstur verði um þrír milljarðar króna. Það telur Guðmundur Ingi að þurfi að meta vel. Í dag fái Vatnajökuls- þjóðgarður og friðlýst svæði á hálendinu um milljarð króna á ári af fjárlögum og vissulega verði sú tala talsvert hærri þegar stærra svæði er undir. Almenn stefna stjórnvalda nú sé að efla landvörslu á hinum ýmsu stöðum, meðal annars á hálendinu. Uppbygging innviða í hálendisþjóðgarði verður, að sögn ráðherra, svo að mestu leyti fjármögnuð með sértækum hætti, meðal annars í gegnum Landsáætlun um uppbyggingu innviða. Einnig verði hægt að taka þjónustugjöld ýmiskonar til dæmis fyrir bílastæði, tjaldsvæði og salernisaðstöðu, sem muni skila nokkrum sértekjum. Því þurfi að greina fjárþörfina betur og að því sé nú unnið í ráðuneytinu. Fjárþörfina þarf að meta EFLD LANDVARSLA Á HÁLENDI ER MARKMIÐ STJÓRNVALDA Ráðherra Tel okkur komin vel á veg með stofnun hálendisþjóðgarðs sem er byggðaaðgerð, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson í viðtalinu. „Lækkun komugjalda sjúklinga sem leita til heilsugæslu er mikilvægt skref í þeirri viðleitni stjórnvalda að hún sé að jafnaði fyrsti viðkomustað- ur fólks sem þarf á heilbrigðisþjón- ustu að halda. Veikindi eru yfir- leitt þess eðlis að óþarft er að leita á bráðamóttöku,“ segir Óskar Reykdalsson, for- stjóri Heilsu- gæslu höfuðborg- arsvæðisins. Í sl. viku kynnti Svandís Svavars- dóttir heilbrigðis- ráðherra margvíslegar ráðstafanir til að minnka greiðsluþátttöku sjúk- linga í heilbrigðisþjónustu. Þar má nefna að almenn komugjöld í heilsu- gæslunni, þar sem viðkomandi sjúk- lingur er skráður, lækka úr 1.200 kr. í 700 kr. miðað við komu á dagvinnu- tíma. Áformað er svo að fella gjöldin að fullu niður árið 2021 og er áætl- aður kostnaður vegna þess um 350 millj. kr. „Að undanförnu hafa verið tekin stór skref sem hafa eflt heilsugæsl- una. Þar má nefna sálfræðiþjónustu og á næsta ári verður sett á lagg- irnar öflugt geðheilsuteymi fyrir fanga,“ segir Óskar og minnir á að á sl. tveimur árum hafi fjárframlög til heilsugæslunnar verið aukin um 18% að raunvirði. Verulega muni um slíkt. „Flestum algengustu sjúkdómstil- vikum og minniháttar slysum er heilsugæslan fær um að sinna. Bráðatilvikin sem sinnt er hér á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæð- inu eru að jafnaði 1.000 á dag. Við viljum gjarnan að öll bráðatilvik sem við getum sinnt komi á heilsugæsl- una og við reynum af fremsta megni að hafa réttan sjúkling á réttum stað á réttum tíma. Álagið á bráðadeild- ina í Fossvogi hefur minnkað og þar má gera enn betur okkur öllum til góðs. Samt er enginn að tala um að stórslasaðir eða fólk sem fær hjarta- áfall komi með sjúkrabíl á heilsu- gæsuna. Slíkt fer auðvitað á sjúkra- hús,“ segir Óskar. Niðurgreiðslur auknar Auk ráðstafana í heilsugæslunni verða, skv. ráðstöfun heibrigðisráð- herra, niðurgreiðslur fyrir tann- læknisþjónustu og lyf auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpar- tækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. Fram til ársins 2024 eru alls 3,5 milljarðar króna ætlaðir til þessa. sbs@mbl.is Bráðatilvik fari á heilsugæsluna  Forstjóri fagnar lækkun komugjalda Óskar Reykdalsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.