Morgunblaðið - 23.12.2019, Side 10
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Frumvarpi um starfsloka-
aldur var vísað til ríkisstjórnar.
Lagafrumvarpi um hækkun starfs-
lokaaldurs ríkisstarfsmanna var vís-
að til ríkisstjórnarinnar á fundi Al-
þingis á mánudaginn í síðustu viku.
Frumvarpið, sem Þorsteinn Sæ-
mundsson flutti, miðar að því að
gera ríkisstarfsmönnum kleift að
starfa hjá ríkinu til 73 ára aldurs í
stað 70 ára eins og nú er.
Stuðningur var við efni frum-
varpsins í efnahags- og viðskipta-
nefnd þingsins en nefndin taldi
nauðsynlegt að fram færi heildstæð
endurskoðun á lögum og reglum um
starfslokaaldur í samráði við samtök
opinberra starfsmanna og aðra sem
hagsmuna hafa að gæta. Við þá
skoðun verði m.a. metið hvort tilefni
sé til að ákvæði um hámarksaldur
verði afnumin og önnur viðmið um
hæfi einstaklinga innleidd í þeirra
stað.
Nefndin beinir því til ráðuneyt-
isins að samráð og önnur vinna við
endurskoðun á framangreindum for-
sendum hefjist þegar í byrjun ársins
2020 og að ráðherra leggi fram laga-
frumvarp með tillögum að breyt-
ingum á haustþingi.
Samráð um
starfslok
Frumvarpi vísað
til ríkisstjórnarinnar
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
Við sendum
landsmönnum
hlýjar kveðjur
569 6900 09:00–16:00www.ils.is
Með ósk um gleðileg jól
og farsæld á komandi árum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það er alltaf gaman þegar ný íslensk
borðspil koma á markaðinn og ekki
verra þegar þau eru aðgengileg fyrir
alla fjölskylduna eins og blekk-
ingaspilið Lortur í lauginni eftir
Ingva þór Georgsson.
Spilið varð til á tiltölulega stuttum
tíma en Ingvi ákvað í byrjun þessa
árs að gera jákvæðar grundvallar-
breytingar á lífi sínu og setti sér um
leið nokkur háfleyg markmið. Eitt
þeirra var að gefa annaðhvort út bók
eða spil, og á endanum varð spilið fyr-
ir valinu. „Þróunarvinnan hófst í
febrúar og fór allt sumarið í það að
prófa spilið með vinum og vanda-
mönnum samhliða því að undirbúa
framleiðslu og dreifingu,“ útskýrir
Ingvi.
Eflaust þekkja sumir lesendur vin-
sæl blekkingaspil á borð við Varúlf og
Mafíu en líkt og þau er best að spila
Lort í lauginni þegar fimm eða fleiri
taka þátt. Spilarar deila á milli sín
hlutverkum í upphafi leiks og eru
tveir eða þrír þeirra „vondir“ og til-
gangur spilsins að finna út hver kúk-
aði í laugina.
Þátttakendur eru gestir í Egils-
staðalaug, hver öðrum litríkari: „Allir
loka augunum í upphafi spilsins,
nema þeir vondu sem færa lortinn inn
á spilaborðið svo lítið beri á. Þá taka
við svk. atvikaspjöld sem leiða leikinn
áfram og gera leitina að „lortinum í
lauginni“ enn meira spennandi,“ út-
skýrir Ingvi en þátttakendur þurfa
meðal annars að reyna að lesa út úr
látbragði og svörum hver annars,
hver er að ljúga og hver að segja satt.
Egilsstaðalaug varð fyrir valinu því
Ingvi bjó á þeim slóðum á sínum
yngri árum og segist hafa tekið þar
sundsprett í margar þúsundir skipta,
þó alltaf án þess að rekast á einn ein-
asta kúk í lauginni. Leikurinn tekur
um tuttugu mínútur sem er hæfilega
langur tími þegar vinir eða ættingjar
vilja gera sér glaðan dag. „Á notalegu
kvöldi má taka eitt eða tvö spil sér til
dægrastyttingar og þá spila bara
Lort í lauginni eða blanda saman spil-
um á heilu spilakvöldi,“ segir Ingvi en
það var einmitt eitt af markmiðum
hans í upphafi að gera ekki flókið og
langdregið spil.
Kemur vonandi
út á sléttu
Spilið er framleitt hjá sérhæfðri
prentsmiðju í Kína og segir Ingvi að
íslenskar prentsmiðjur hafi ýmist
ekki svarað óskum hans um að fá til-
boð, eða verðið verið svo hátt að aug-
ljóst væri að mun hagkvæmara væri
að gera spilið erlendis. Myndskreyt-
ingu spilsins annaðist listamaður í
Mexíkó sem Ingvi fann í gegnum
verktakasíðuna Upwork.
Hversu mikið á síðan græða á því
að gefa út spil? Ingvi reiknar með að
honum takist að koma út á sléttu,
með smá heppni, en hann orðar það
þannig að samkvæmt viðskiptaáætl-
uninni geti hámarkstap hans af verk-
efninu numið ígildi tvennra mán-
aðarlauna. Hann safnaði áheitum á
hópfjármögnunarsíðunni Karolina
Fund og kom það verkefninu vel af
stað. Ingvi segir ætlunina ekki hafa
verið að hagnast nein ósköp en von-
andi að verkefnið skili lítilsháttar
hagnaði þegar upp er staðið. Að því
sögðu þá má finna dæmi um spil sem
hafa slegið í gegn, ýmist á Íslandi eða
erlendis, og gert ágætis lukku. Fræg-
ast er eflaust kanadíska spilið Trivial
Pursuit sem selst hefur í meira en 100
milljón eintökum og gert höfunda
spilsins sterkefnaða. „Fyrir mig
eru peningarnir aukaatriði en
þeim mun skemmtilegra
að fara í gegnum þetta
ferli,“ segir Ingvi
sem vonast til að
Lorts-verkefnið verði
langhlaup frekar en sprett-
hlaup. Ætlunin er að gefa spilið
líka út á ensku, undir nafninu Pool
Pooper.
Verður gaman að fylgjast með
hvernig gengur en mikil gróska er í
vinsældum borðspila á heimsvísu og
segir Ingvi að árlegur vöxtur borð-
spilamarkaðarins sé á bilinu 10 til
20%. „Spilaflóran er að sama skapi
orðin mjög fjölbreytt, spilabúðir hafa
sprottið upp og margir hafa tamið sér
að spila reglulega með vinum og ætt-
ingjum. Það sem fólk hefur m.a. upp-
götvað er að gott spil býður upp á
ánægjulega samverustund, tækifæri
til að leggja frá sér símann, kúpla sig
út úr amstri hversdagsins og skapa
ánægjulegar minningar.“
Spennandi leit að lortinum
Í nýju spili reyna leikmenn að finna út hver stalst til að kúka í Egilsstaðalaug
Sígilt Ingvi Þór Georgsson segir spilamarkaðinn
stækka ört enda margir sem hafi uppgötvað hve notalegt
það er að eiga ánægjulega stund yfir góðu spili.