Morgunblaðið - 23.12.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
Gefðu slökun í jólagjöf
Líkamslögun
25%afslátturaf gjafakortum
Gjafakortin fást hjá
likamslogun.is
Nýbýlavegur 8 (í portinu) 200 Kópavogur | sími 777 6000 | likamslogun.is
Dansk julegudstjeneste
holdes i Domkirken tirsdag den 24.
december kl. 15.00 ved pastor
Ragnheiður Jónsdóttir. Alle velkomne.
Danmarks ambassade.
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarka
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp slands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Sú hefð ríkir á Patreksfirði í aðdrag-
anda jóla að sjávarútvegsfyrirtækið
Oddi hf., sem er stærsti vinnuveit-
andinn á staðnum, býður bæjar-
búum í skötuveislu í hádeginu á Þor-
láksmessu. Þetta hefur mælst vel
fyrir og undanfarin ár hafa nokkuð á
annað hundrað manns mætt í veisl-
una sem haldin er
í félagsheimili
bæjarins. „Þetta
er skemmtileg
stund og stemn-
ingin góð. Fólki
finnst líka ágætt
að komast í skötu
utan heimilis,
enda fylgir henni
sterk lykt sem
varla er hægt að
láta liggja í loft-
inu í heimahúsum,“ segir Sigurður
Viggósson, stjórnarformaður Odda
hf., sem hefur verið driffjöðrin í und-
irbúningi þessarar hátíðar.
Lóðaskata á línuna
Að borða kæsta skötu á Þorláks-
messu hefur trúarlega merkingu úr
kaþólskum sið. Sú var tíðin að sjálf-
sagt þótti á aðventunni að sýna hóf í
öllu en gera sér svo dagamun á jól-
unum sjálfum. Vera dagana fyrir jól
með lakara fiskmeti á borðum, svo
sem skötuna sem veiddist ágætlega
á Vestfjarðamiðum á þessum tíma
árs. Þetta er hin einfalda ástæða
þess að hefðin kemur að vestan. Auk
þess þótti ekki við hæfi að borða kjöt
23. desember, það er á dánardegi
hins heilaga Þorláks Skálholtsbisk-
ups.
„Lóðaskata, sem aðrir kalla tinda-
bikkju, kemur alltaf í nokkrum mæli
á línu Patreksfjarðarbáta. Félagar í
Lionsklúbbnum hér fá fiskinn sem
þeir kæsa og selja í fjáröflunarskyni.
Við í Odda kaupum alltaf vænan
skammt fyrir veisluna, sem fyrst var
bara fyrir starfsfólk okkar. Svo fóru
fleiri að láta sjá sig, svo sem fólk
héðan af næstu fjörðum, og auðvitað
vísum við engum frá,“ segir Sigurð-
ur Viggósson. Bætir við að hann sé
af kynslóð sem vandist því að skata
væri oft á borðum. Dæmigerður
mánudagsmatur ef svo má segja.
Með breyttri matarmenningu þjóð-
arinnar hafi skatan fallið úr móð – en
komið sterk inn síðar meðal annars
fyrir tilstilli veitingamanna í Reykja-
vík og fleiri.
Hlökkum til Þorláksmessu
„Mér finnst þetta skemmtilegur
siður og við hér í Odda hlökkum allt-
af til Þorláksmessu,“ segir Sigurður
Viggósson. Annar siður sem Odda-
menn viðhafa fyrir jólin er síðan að
þeir Sigurður og Skjöldur Pálmason
framkvæmdastjóri heimsækja alla
Patreksfirðinga 67 ára og eldri fyrir
jólin og færa þeim 5 kíló af ýsu.
„Gamla fólkið bíður eftir þessari
jólagjöf og þakklætið sem við fáum
þegar við komum með fiskinn gerir
þetta eitt af skemmtilegust verk-
unum sem ég sinni í mínu starfi,“
segir Skjöldur.
Skemmtileg stund og stemning góð
Skötuveisla á Patreksfirði er haldin í dag Oddi býður öllum bæjarbúum í mat Hefð á Þorláks-
messu Sterka lyktin liggur í loftinu Stjórnendur fyrirtækisins ganga í hús og gefa eldra fólki ýsu
Ljósmyndir/Ari Hafliðason
Skata Veislan í félagsheimilinu er jafnan fjölsótt. Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri Odda, setur fisk á disk og rúgbrauð með smjöri fylgir með.
Sigurður
Viggósson
Á veitingastaðnum Þremur frökkum
í Þingholtunum í Reykjavík er vænst
allt að 500 manns í skötu í dag.
Fyrstu gestir koma laust fyrir hádegi
og þeir síðustu þegar langt verður
liðið á kvöld „Þetta er í raun fjögurra
daga lota, fyrstu skötugestirnir
komu á föstudaginn og hvert borð
hér hefur verið setið um helgina. Há-
punkturinn er svo Þorláksmessa,“
segir Stefán Úlfarsson veit-
ingamaður í samtali við Morg-
unblaðið. „Skatan sem við fáum er
vel kæst og útlendingarnir sem hing-
að koma segja að þeim sortni fyrir
augum, svo sterk er lyktin. Fyrir þá
sem treysta sér ekki alla leið bjóðum
við líka upp á til dæmis saltfisk og
einnig skötustöppu með smjöri,
steinselju og hvítlauk. Slíkt hefur
unga fólkið kunnað vel að meta.“
Lyktin er sterk
UM 500 MANNS MÆTA Í SKÖTU Á ÞREMUR FRÖKKUM Í DAG
Morgunblaðið/Eggert
Matur Stefán Úlfarsson hefur haft í nógu að snúast síðustu daga.
Atvinna