Morgunblaðið - 23.12.2019, Side 12
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Við kynntumst í leikskólaþegar við vorum þriggjaára og urðum strax bestuvinkonur. Við vorum orðn-
ar fimm ára þegar við komumst að því
að við erum frænkur. Við erum líka
báðar fæddar í sama mánuðinum, 11.
og 21. september, og erum því báðar
meyjur, í sama stjörnumerkinu. Við
æfum líka saman körfubolta hjá Ár-
manni og erum saman í kór, Graduale
Liberi í Langholtskirkju,“ segja þær
nöfnurnar María Elín og María Björt
sem eru sérlega samrýndar þó þær
gangi ekki í sama grunnskóla, en þær
búa í sama hverfi í Reykjavík, í Voga-
og Langholtshverfinu. María Elín er í
Vogaskóla en María Birta í Lang-
holtsskóla, báðar í þriðja bekk.
„Ég er stundum kölluð María
mey í skólanum,“ segir María Elín
sem bauð Maríu Birtu heim til sín að
hjálpa til við að skreyta piparkökur
fyrir jólin. Þær voru komnar í gríð-
arlega mikið jólaskap þegar blaða-
mann bar að garði, sönglandi jólalög
og búnar að setja upp jólasveinahúf-
ur.
„Það hefur verið alveg nóg að
gera hjá okkur í jólaundirbúningnum,
við höfum verið að búa til jólagjafir,
föndra jólaskraut og allskonar og
jólaskreyta mjög mikið.“
Stúfur er í miklu uppáhaldi
Þegar Maríurnar tvær eru
spurðar að því hvort einhver af gömlu
jólasveinunum sé í uppáhaldi hjá
þeim, svara þær báðar að bragði:
Stúfur!
„Af því hann er svo lítill og hann
heldur að við séum stórar og gefur
okkur stórar gjafir í skóinn. Ég fékk
bókina Orri óstöðvandi frá Stúfi
núna,“ segir María Elín og María
Birta segir að sig langi mjög mikið í
þá bók, enda eru þær báðar miklir
lestrarhestar. „Við eigum margar
uppáhaldsbækur, Verstu börn í heimi
er til dæmis frábær bók, Grimmi
tannlæknirinn og Mamma klikk eru
líka skemmtilegar og Pabbi prófessor
og Siggi sítróna. Lína langsokkur og
Emil í Kattholti eru líka í miklu uppá-
haldi hjá okkur.“
Einu sinni hitti María Elín
Bjúgnakræki þegar hún var lítil, en
varð ekki um sel af því hann talaði svo
hátt. Þær segjast hafa skrifað bréf til
jólasveinanna og Stúfur litaði eitt sinn
myndina sem María Björt hafði teikn-
að á bréfið til hans. En hafa þær reynt
að halda sér vakandi á nóttunni til að
reyna að sjá þegar jólasveinarnir
koma og lauma einhverju í skóinn hjá
þeim?
„Við vitum alveg að jólasvein-
arnir vilja ekki láta krakka sjá sig,
þess vegna laumast þeir til okkar á
nóttunni og við ætlum ekki að reyna
að sjá þá, því annars gefa þeir okkur
aldrei aftur í skóinn.“ María Elín seg-
ist trúa að til sé ein jólabjalla sem
ferðast um allan heim með öðrum
bjöllum.
„Þetta er mjög einstök bjalla frá
jólasveininum og ef maður heyrir í
henni, mjög lágan bjölluhljóm, þá veit
maður að það er jólasveinninn. Ef
maður heyrir í henni þá hefur maður
verið mjög góður á jólunum og elskar
jólin. Ég er enn að reyna að finna
þessa bjöllu og hlusta eftir bjöllu-
hljóminum í henni,“ segir hún spennt.
Jólin ekki bara fyrir gjafir
Þær vinkonurnar og frænkurnar
hafa lært heilmikið um Jesú, Maríu
nöfnu sína og Jósep, og um hvað jólin
snúast.
„Við erum búnar að taka þátt í
tveimur helgileikjum og vitum alveg
af hverju við höldum jól, það er af því
að þá fæddist Jesúbarnið,“ segja þær
hátíðlega. „Mér finnst dýrmætast að
halda jólin með fjölskyldunni minni,
af því jólin eru ekki bara fyrir gjaf-
irnar, jólin eru fyrir kærleik, gleði og
hamingju og að vera saman,“ segir
María Elín og nafna hennar tekur
undir það og bætir við að það sé líka
mjög hátíðlegt að syngja í kórnum í
Langholtskirkju um jólin.
„Við erum búnar að halda tvenna
tónleika og syngjum líka annan í jól-
um.“
Þegar þær eru spurðar að því
hvort einhver jólamatur sé í uppá-
haldi hjá þeim hafa þær enga sér-
staka skoðun á því en María Björt
heldur mest upp á hangikjötið. „Ég
gubba ef ég borða hestakjöt eða
svínakjöt, en mér finnst allur annar
jólamatur góður,“ segir María Elín
sem er lunkin við að púsla smáum og
erfiðum púsluspilum, hún fær tuttugu
púslbita á hverjum degi í jóladagatali
og púslar þannig smám saman jóla-
sveinamynd sem samanstendur af
hvorki meira né minna en þúsund bit-
um.
„Ég geri þetta alveg ein, og
pabbi passaði að setja púslbitana í
rétta röð í pokana á réttum degi svo
myndin stækki smátt og smátt en sé
ekki í bútum út um allt.“
Jólalegt Sannarlega er gaman að dunda sér við góðgætið.
Maríur tvær pæla í jólunum
„Við vitum alveg að jóla-
sveinarnir vilja ekki láta
krakka sjá sig, þess vegna
laumast þeir til okkar á
nóttunni og við ætlum
ekki að reyna að sjá þá,
því annars gefa þeir okk-
ur aldrei aftur í skóinn,“
segja María og María
sem eru jólaspenntar.
Morgunblaðið/Eggert
Piparkökuskreytingar María Björt og María Elín njóta þess að vera saman í jólaundirbúningnum.
Jólastrákur Páll Ingvar, litli bróðir Maríu Elína, vildi fá að vera á mynd.
Vönduð vinnubrögð Þær lögðu sig fram við skreytinguna. Púslið stóra 1.000 bitar og María Elín er alvön slíku.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
3.290,-
140 gramma hreindýrahamborgari
með piparsósu, trönuberja/melónusultu
ruccola, rauðlauk og sætum frönskum kartöflum.
HREINDÝRA
BORGARINN
er kominn!
NÝTT Í DESEMBER