Morgunblaðið - 23.12.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 23.12.2019, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is K371 sófi Fáanlegt í leðri og tauáklæði, margir litir 3ja sæta 2ja sæta og stólar Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Að minnsta kosti níu eru látnir vegna óveðurs sem riðið hefur yfir Spán, Portúgal og Frakkland um helgina. Í Suðvestur-Frakklandi voru 110 þúsund heimili án rafmagns vegna veðurofsans í gær. Átta þúsund heimili til viðbótar voru rafmagns- laus hinum megin landamæranna, í Galisíu á norðvesturodda Spánar. Á meðal þeirra sem látist hafa eru suðurkóresk kona sem varð fyrir braki úr byggingu í Madríd og hollenskur maður sem drukknaði við seglbrettasvif undan ströndum Andalúsíu. Búist er við áframhaldandi sterk- um vindum og miklu regni í þessum hluta álfunnar. ÓVEÐUR Í SUÐUR-EVRÓPU AFP Brim Viti á norðvesturodda Spánar. 118 þúsund heimili rafmagnslaus í gær Utanríkisráðherra Rússlands, Ser- gei Lavrov, hélt því fast fram í gær að lokið yrði við lagningu nýrra leiðslna fyrir gas til Evrópu, þrátt fyrir að Bandaríkin hefðu hafið refsiaðgerðir gegn fyrirtækjunum sem að verkefninu standa. Sagði hann í sjónvarpsviðtali við ríkis- stöðina Pervy Kanal að aðgerðir Bandaríkjanna hefðu niðurlægt ríki Evrópu en að stjórnvöld í Kreml myndu halda sig við setta stefnu. Ákvörðun Bandaríkjanna um frystingu eigna fyrirtækjanna er sögð hafa reitt stjórnvöld Þýska- lands og Evrópusambandsins til reiði. Sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi segir ákvörðunina aftur á móti vera Evrópu í hag. GASLEIÐSLUR FRÁ RÚSSLANDI Rússar muni halda sínu striki áfram Stjórnvöld Súdans sögðust í gær hafa hafið rannsókn á glæpum sem framdir eiga að hafa verið í Darfur-héraðinu í stjórnartíð forsetans fyrr- verandi Omar al-Bashir. Ríkissaksóknarinn Tagelsir al-Heber greindi frá því að rannsóknin myndi ná til atburða allt frá árinu 2003. Rannsóknin er sú fyrsta sem fer af stað eftir að her landsins hrakti Bashir frá völdum í aprílmánuði, en þá hafði hann setið á stóli forseta í þrjátíu ár. Bashir sjálfur situr á bak við lás og slá, meðal annars vegna ásakana um spillingu, og bíður réttarhalda. RANNSAKA GLÆPI Í DARFUR-HÉRAÐI Nær til atburða allt frá árinu 2003 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Embættismaður innan fjárlagaskrif- stofu Hvíta hússins beindi því til varnarmálaráðuneytis Bandaríkj- anna að fresta því að veita aðstoð til úkraínska hersins, þegar ekki voru liðnar tvær klukkustundir frá um- deildu símtali Donalds Trumps Bandaríkjaforesta og Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta hinn 25. júlí. Þetta sýna tölvupóstar sem gerðir voru opinberir á laugardag. Þar sagði Michael Duffey, háttsettur embætt- ismaður skrifstofunnar, kollegum sínum í Pentagon að Trump hefði öðl- ast persónulegan áhuga á aðstoðinni til Úkraínu og að hann hefði fyrir- skipað að henni yrði slegið á frest. Duffey biður viðtakendurna enn fremur að halda póstinum vel leynd- um á meðal þeirra sem þurfi að vita af beiðninni til að framfylgja henni. Ýttu á eftir rannsóknum Miðillinn Center for Public Integ- rity fékk tölvupóstana afhenta á grundvelli upplýsingalöggjafar, en þó hefur verið strikað yfir mikið af innihaldi þeirra. Þeir varpa ljósi á það hvernig rík- isstjórn Trumps hélt eftir næstum 400 milljónum bandaríkjadala, sem fara áttu til aðstoðar úkraínskum stjórnvöldum, á sama tíma og forset- inn og nokkrir pólitískir bandamenn hans ýttu á eftir Selenskí að rann- saka andstæðingana í Demókrata- flokknum. Áhyggjur af ákvörðuninni Í tölvupóstunum ber einnig á áhyggjum embættismanna í varnar- málaráðuneytinu vegna þessarar ákvörðunar, að því er segir í umfjöll- un Washington Post. Hún væri mögulega í trássi við lög og einnig óviturleg, þar sem Úkraína reiddi sig á fjárhagsaðstoðina til að verjast áleitni nágranna sinna í Rússlandi. Marc Short, starfsmannastjóri varaforsetans Mike Pence, tjáði fréttastofu NBC í gær að tímasetn- ing tölvupóstsins sem sendur var eft- ir símtal forsetanna hefði verið tilvilj- un ein. Völd forsetans takmörkuð Mark Sandy, embættismaður frá fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins sem bar vitni fyrir njósnamálanefnd þingsins í síðasta mánuði, tjáði þing- mönnum þar að ákvörðun forsetans gæti hafa brotið lög sem sett voru ár- ið 1974, en þau takmarka völd forset- ans til að halda eftir fjárveitingum sem þingið hefur þegar samþykkt. Sagði hann enn fremur að tveir embættismenn hefðu sagt upp, með- al annars vegna óánægju með ákvörðun forsetans. Meirihluti þingmanna í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings samþykkti á miðvikudag að ákæra Trump fyrir að misbeita valdi sínu með því að hafa reynt að fá erlenda ríkisstjórn til að hafa áhrif á komandi forsetakosning- ar og fyrir að hafa hindrað fulltrúa- deildina í að afla upplýsinga um mál- ið. Ákærurnar ekki sendar áfram Framhald málsins er í lausu lofti en ákærurnar hafa enn ekki verið sendar öldungadeildinni til yfirferð- ar, eins og kveðið er á um í lögum vestanhafs. Forseti fulltrúadeildar- innar, Nancy Pelosi, hefur frestað því að láta þær af hendi og segist fyrst vilja ná samkomulagi við repúblikana í öldungadeildinni um óhlutdræg réttarhöld og vitnaleiðslur. Aðstoðinni slegið á frest skömmu eftir símtalið  Tölvupóstar sýna beiðni Hvíta hússins um að aðstoð til Úkraínu skyldi frestað AFP Forseti Ákvörðun forsetans Donalds Trumps um að slá aðstoð til Úkraínu á frest gæti hafa brotið í bága við lög. AFP Þing Fulltrúadeildin samþykkti á miðvikudag að ákæra forsetann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.