Morgunblaðið - 23.12.2019, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
Mannrétt-indadóm-stóll Evr-
ópu úrskurðaði í
liðinni viku að Oriol
Junqueras, fyrrver-
andi varaforseti
Katalóníuhéraðs og einn af leið-
togum aðskilnaðarsinna, hefði átt
að vera leystur úr haldi og leyft að
fara úr landi til að gegna þing-
störfum eftir að hann var kjörinn
á Evrópuþingið í maí síðast-
liðnum. Segir í úrskurði dómsins
að þeir sem kjörnir eru á þingið
njóti friðhelgi þess frá og með
þeirri stundu að kjör þeirra er
staðfest.
Junqueras sat á þeim tíma í
gæsluvarðhaldi á Spáni vegna til-
rauna aðskilnaðarsinna árið 2017
til þess að koma á fót sjálfstæðri
Katalóníu og beið réttarhalda,
sem raunar fóru ekki fram fyrr en
næstum ári eftir að hann var fyrst
handtekinn. Allt um það segir í
dómnum að ef spænskir dóm-
stólar hefðu viljað halda Junque-
ras áfram hefðu þeir þurft að biðja
Evrópuþingið um að svipta Jun-
queras þinghelgi.
Það flækir málið enn frekar, að
í millitíðinni var Junqueras að
endingu dæmdur í 13 ára fangelsi
og meinað að gegna opinberum
embættum á Spáni eða fyrir hönd
Spánar. Lögfræðingar Junqueras
hafa hins vegar þegar sent kröfu
til hæstaréttar Spánar, þar sem
þess er krafist að réttarhöldin yfir
honum verði úrskurðuð ógild, í
ljósi niðurstöðu mannréttinda-
dómstólsins.
Þetta mál sýnir líklega einna
best hversu mjög Katalóníumálið
hangir enn yfir spænskum stjórn-
völdum eftir að að-
skilnaðarsinnar
reyndu að stofna sitt
eigið ríki árið 2017.
Harkaleg viðbrögð
yfirvalda, bæði þá og
síðar, virðast lítt
hafa dugað til að draga tennurnar
úr sjálfstæðishreyfingunni, og
jafnvel ýft upp andstöðuna. Meira
að segja knattspyrnuleikur
spænsku stórliðanna Barcelona
og Real Madrid, sem fram fór síð-
astliðið miðvikudagskvöld, slapp
ekki, en tíu úr hópi aðskiln-
aðarsinna voru handteknir eftir
áflog við lögreglu áður en leik-
urinn hófst.
Ekki er ljóst hvernig höggvið
verður á hnútinn að svo komnu
máli, en það segir kannski sitt, að
sama dag og mannréttinda-
dómstóllinn úrskurðaði í máli Jun-
queras var núverandi forseti
Katalóníuhéraðs, Quim Torra,
dæmdur fyrir að hafa óhlýðnast
fyrirmælum kjörstjórnar Spánar
og meinað að gegna opinberum
embættum í eitt og hálft ár. Málið
bíður nú áfrýjunar til hæstaréttar,
og gæti tekið marga mánuði áður
en ljóst verður hvort Torra þarf
að segja af sér embætti.
Sjálfstæðisviðleitni aðskiln-
aðarsinna er skiljanlega hvimleið
fyrir stjórnvöld í Madríd. En víst
er að mál þeirra Junqueras og
Torra, þó af ólíkum meiði séu, eru
ekki fallin til að laða óánægða
Katalóníumenn aftur til fylgis við
spænska ríkið. Með hverju
óheillaskrefinu sem stigið er af
hörku og óbilgirni aukast líkurnar
á því að óánægjan blossi upp á ný.
Um leið dregur úr líkum á farsælli
lausn.
Mannréttinda-
dómstóllinn dæmir
aðskilnaðarsinnum
í Katalóníu í vil}
Litlar líkur á lausn
Íkjölfar nýafstað-inna þingkosn-
inga í Bretlandi hef-
ur borið á því að
leiðtogar skoskra
þjóðernissinna hafa
krafist þess að boðað
verði til annarrar atkvæða-
greiðslu meðal Skota um sjálf-
stæði landsins. Einungis eru um
fimm ár frá því að síðasta slík var
haldin, og áttu niðurstöður hennar
að gilda fyrir að minnsta kosti þá
„kynslóð“, sem í enskri málvenju
er miðuð við um þrjátíu ár.
Niðurstaðan var aðskilnaðar-
sinnum óhagstæð og réð þar ekki
síst úrslitum að skoskum sam-
bandssinnum tókst að sýna fram á
að kostnaðurinn við slitin fyrir
hinn almenna Skota yrði hærri en
þeir gátu sætt sig við. Engu að
síður telur Nicola Sturgeon, leið-
togi skoskra þjóðernissinna, að út-
ganga Breta úr Evrópusamband-
inu, sem meirihluti Skota er
mótfallinn, hafi breytt svo stöð-
unni, að ekki sé nema sanngjarnt
að láta kjósa aftur.
En er það sjálfsagt? Verður
ekki krafan um atkvæðagreiðslu
einungis endurtekin aftur og aftur
þar til Skotar loksins kjósa „rétt“
að mati Sturgeon og félaga? Á því
eru allar líkur.
Þá bendir Am-
brose Evans-
Pritchard í nýlegum
pistli í Telegraph á að
þvert á það sem
skoskir þjóðernis-
sinnar haldi, yrði það
nánast ómögulegt fyrir Skota að
ætla sér að slíta á tengslin við Eng-
land og fara aftur inn í Evrópu-
sambandið, líkt og Sturgeon vill.
Skiptir þar ekki síst máli, að
meira en 60% af öllum „útflutn-
ingi“ Skota fara til hinna landanna
innan Stóra-Bretlands, en ein-
ungis um 18% til annarra ríkja
Evrópusambandsins. Þeir tolla-
múrar sem óhjákvæmilega myndu
rísa á milli Skota og hinna bresku
þjóðanna gætu því höggvið stór
skörð í efnahag Skota.
Þá er ekki tekið með, að Skotar
þiggja meira frá breska ríkinu en
þeir gjalda því, og að horfur hafa
breyst mjög til hins verra í olíu-
iðnaðinum, sem átti að fleyta
Skotum áfram hefðu þeir valið
sjálfstæði 2014. Við þetta bætist
svo vandinn með gjaldmiðilinn
sem aðskilnaðarsinnar hafa fjarri
því leyst.
Það er því erfitt að sjá hverju
Skotar yrðu bættari með því að
slíta þau tengsl sem reynst hafa
vel í rúmlega 400 ár.
Skoskir aðskiln-
aðarsinnar sætta
sig ekki við ákvörð-
un þjóðar sinnar}
Enn er krafist kosningar
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Ný skýrsla leiðir í ljós aðatvinnuþátttaka eldrafólks á Norðurlöndumhefur stöðugt aukist á
undanförnum tveimur áratugum.
Mest er atvinnuþátttaka meðal
þessa hóps hér á landi, en síðan
koma Svíþjóð og Noregur. Aukning
á atvinnuþátttöku eldra fólks er aft-
ur á móti mest um þessar mundir í
Danmörku og Finnlandi.
Skýrslan, sem nefnist Seniorer,
arbeid og pension i Norden, er skrif-
uð af Bjørn Halvorsen hjá Senter för
seniorpolitikk í Osló. Í skýrslunni er
atvinnuþátttaka fólks frá 55 ára til
75 ára aldurs í norrænu löndunum
fimm borin saman við önnur aðild-
arríki OECD og kemur í ljós að hún
er mun meiri á Norðurlöndum.
Einnig er í skýrslunni fjallað um
lífeyriskerfi landanna, vinnuað-
stæður og viðleitni stjórnvalda til að
stuðla að lengri starfsævi. Bent er á
að á Norðurlöndum sé við lýði öflugt
lífeyriskerfi sem sé sjálfbært eða að
unnið sé að því gera það sjálfbært,
enda fjölgi stöðugt í hópi aldraðra
borgara. Fram kemur og í skýrsl-
unni að vinnandi fólk á Norður-
löndum búi við sífellt betri heilsu,
eigi lengri menntun að baki og lifi
virku og innihaldsríku lífi utan vinn-
unnar.
Markviss opinber stefna
Í skýrslunni segir að á bak við
þessa þróun sé markviss opinber
stefna í norrænu löndunum þar sem
hvatt er til atvinnuþátttöku og for-
sendur skapaðar fyrir sveigj-
anlegum starfslokum. Þá byggist
þróunin á þeim efnahagslega stöð-
ugleika með nægri atvinnu sem nor-
ræn ríki hafi búið við og vinnumark-
aði án aðgreiningar.
Ef sérstaklega er horft á íslensk-
an vinnumarkað hefur atvinnuþátt-
taka fólks á aldrinum 65 til 70 ára
aukist á árunum 2000 til 2018 úr 49%
í 53% og hjá 70 til 75 ára úr 17% í
18%. Aftur á móti hefur atvinnuþátt-
taka fólks á aldrinum 55 til 59 ára
minnkað á sama tímabili úr 88% í
83% og þátttaka fólks á aldrinum 60
til 64 ára dregist saman úr 80% í
78%.
Umræður urðu um atvinnuþátt-
töku fólks 50 ára og eldri á Alþingi í
haust. Beindu þingmenn einkum
sjónum sínum að vandkvæðum fólks
á þessum aldri að fá vinnu á ný, ef
það hefur orðið atvinnulaust. Kom
fram sú skoðun að ákveðnir aldurs-
fordómar einkenndu vinnumark-
aðinn hér á landi. Þá var upplýst að
fjórðungur atvinnulausra hér á landi
er fólk komið yfir miðjan aldur.
Þeirri spurningu var varpað fram
hvernig á því stæði að fólk á þessum
aldri ætti erfitt með að fá vinnu þeg-
ar allar rannsóknir sýndu að þessi
aldurshópur býr yfir þeirri lykil-
þekkingu sem hver vinnustaður þarf
á að halda. Það er minnst frá vegna
veikinda, sýnir mesta trúmennsku á
vinnustað og mesta framleiðni.
Þingmenn voru sammála um að
ákveðin hugarfarsbreyting yrði að
verða á vinnumarkaði gagnvart hin-
um eldri. Afleiðingar af óbreyttu
ástandi meðal þessa aldurshóps
væru m.a. vanlíðan, kvíði, þunglyndi
og að lokum enduðu margir á ör-
orku. Gegn þessu yrðu opinberir að-
ilar, fyrirtæki og verkalýðshreyf-
ingin að vinna.
Eldri aldurshópar
virkastir á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Vinnandi fólk Hinir eldri á íslenskum vinnumarkaði gegna fjölbreyttum
störfum utan dyra sem innan og búa yfir þekkingu sem þörf er á.
Atvinnuþátttaka eldra fólks á Norðurlöndum
Hlutfallsleg atvinnuþátttaka (%) eftir aldurshópum árin 2000 og 2018
Atvinnu-
þátttaka
árið 2018
Atvinnuþátt-
taka (%)
Danmörk Finnland Ísland Noregur Svíþjóð
2000 2018 2000 2018 2000 2018 2000 2018 2000 2018
55-59 ára 73 81 59 79 88 83 77 79 78 86
60-64 ára 34 60 23 52 80 75 54 65 48 70
65-70 ára 8 19 5 14 49 53 18 30 15 24
70-74 ára 4 6 2 7 17 18 4 7 6 11
Heimild: OECD
Employment
database 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þ
að heyrðust andvörp í þingsal er
forseti frestaði alþingi fram á nýtt
ár, andvörp frá þeim sem vildu
komast heim, komast í skjól frá
gagnrýni eða stjórnarsamstarfinu.
Það er ekki gott að segja hvort stjórnar-
þingmenn voru fegnari því að komast í frí hver
frá öðrum eða frá stjórnarandstöðunni.
Stjórnarandstaðan hafði haldið þingstörf-
unum gangandi allt haustið með þingmálum
sem frá henni komu þar sem mál stjórnarflokk-
anna komu ekki til þingsins þrátt fyrir miklar
hugmyndir um hin ýmsu mál. Málafátæktin
skýrist líklega af innanbúðarátökum þar sem
ólíkir flokkar takast á og því tekur tíma að
koma stjórnarmálum í gegnum ríkisstjórn og
þingflokka með tilheyrandi pirringi.
VG stjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn þarf sí-
fellt að samþykkja þingmál eða breytingar á eigin þing-
málum til að þóknast Vinstri grænum. Það aftur á móti
endurspeglast m.a. í því að Sjálfstæðisflokkurinn minnir
orðið meira á enn einn samfylkingarflokkinn á þingi.
Framsókn er þarna einhvers staðar til uppfyllingar.
Miðflokkurinn hefur lagt áherslu á að veita ríkistjórn-
inni aðhald og reyna að minnka skaðann sem hin sósíalíska
stefna hennar getur haft á samfélagið.
Við höfum lagt áherslu á að lækka skatta á fyrirtæki og
fólk, efla lög- og tollgæslu, bæta heilbrigðiskerfið, m.a.
nýjan spítala á nýjum stað og að einkaframtakinu verði
ekki úthýst, eflingu íslenskrar matvælaframleiðslu, Ísland
allt, bæta kjör aldraðra, skilgreiningu auðlinda og að land-
ið okkar verði ekki selt, bætt kjör öryrkja,
endurskipulagningu fjármálakerfisins o.fl. o.fl.
Sérstaklega höfum við barist og munum áfram
berjast fyrir því að auðlindir landsins séu í
eigu, umsjón og ráðstöfun Íslendinga sjálfra.
Við munum áfram tala fyrir því að eiga í
góðu samstarfi við nágranna- og vinaþjóðir um
heim allan. Við munum líka berjast með stolti
fyrir varðveislu á íslenskri sögu, trú og menn-
ingu og halda því á lofti sem íslenskt er. Ef-
laust verðum við kölluð „þjóðrembingar“ eða
eitthvað slíkt, ekki er ástæða til að kvarta yfir
því.
-----
Jólin eru komin, spenningur hjá börnunum
sem sum skilja ekkert í umstanginu og stress-
inu. Hjá fullorðna fólkinu þarf að „ná að klára
allt“ fyrir jólin. Jólin eru fyrst og fremst í huga
okkar og hjarta og því skiptir ekki máli hvort „allt sé klár-
að“ því andi jólanna kemur ef við bara leyfum okkur það.
Börnin eiga að fá að skynja kærleikann og hátíðleikann
sem fylgir jólunum fremur en stress foreldra fyrir ein-
hverri tilbúinni „instagram“-fullkomnun. Leyfum þeim að
trúa á jólasveininn, guð og annað gott ef það lætur þeim og
okkur líða vel. Hugsum til þeirra sem eiga bágt en öfund-
um ekki þá sem „eiga allt“. Jólaandann búum við sjálf til
innra með okkur. Gleðileg jól.
gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Þingi frestað og komin jól
Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og
varaformaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen