Morgunblaðið - 23.12.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
Hinn 31. október sl.
sendi ég Þingvalla-
nefnd erindi um
stefnumörkun hennar
varðandi Þjóðgarðinn
og áframhald á fjölda-
köfun á vegum fyrir-
tækja í gjánni Silfru í
hjarta garðsins. Var
það í annað sinn á einu
ári sem ég beindi
áskorun til nefndar-
innar um það efni. Svar fékk ég
loks 29. nóvember sl. frá formanni
nefndarinnar, Ara Trausta Guð-
mundssyni, fyrir hennar hönd. Þar
eð hér er um stórmál að ræða sem
varðar framtíð Þingvalla tel ég rétt
að biðja Morgunblaðið að birta það
sem okkur fór á milli, en ekkert er
um það að finna á heimasíðu þjóð-
garðsins eða í fundargerðum Þing-
vallanefndar.
Bréf mitt til Þingvallanefndar
„Tilefni þess að ég nú skrifa
Þingvallanefnd er umræða um köf-
un í gjánni Silfru í Þjóðgarðinum á
Þingvöllum í framhaldi af at-
hugasemd Jónasar Haraldssonar til
UNESCO vegna Þjóðgarðsins á
Þingvöllum.
Sem einn af þremur fulltrúum Al-
þingis átti undirritaður sæti í Þing-
vallanefnd í 12 ár, þ.e. á tímabilinu
1980-1992. Þar átti ég hlut að fyrstu
stefnumörkun Þingvallanefndar í
skipulagsmálum sem samþykkt var
og gefin út í maí 1988. Síðan hef ég
sem áhugamaður fylgst með mál-
efnum þjóðgarðsins og sent ítrekað
ábendingar og tillögur til Þingvalla-
nefndar. Síðast sendi ég nefndinni
10. október 2018 athugasemdir við
tillögu um stefnumörkun fyrir þjóð-
garðinn til ársins 2038 sem þá lá
fyrir til kynningar.
Þar kom m.a. fram sú skoðun
mín að leggja beri af köfun í gjánni
Silfru í hjarta þjóðgarðsins, en þess
í stað verði komið upp aðstöðu til
skoðunar og lifandi leiðsagnar á
Þingvallavatni í Rauðukusunesi ut-
an þinghelginnar nálægt suður-
mörkum þjóðgarðsins.
Um þetta sagði orðrétt
í erindi mínu til nefnd-
arinnar:
„Í Rauðukusunesi
(Kárastaðanesi) ná-
lægt suðurmörkum
þjóðgarðsins er ákjós-
anlegur staður til að
koma upp aðstöðu til
skoðunar og lifandi
leiðsagnar á Þingvalla-
vatni. Þar ganga inn í
nesið vatnsfylltar gjár
sem hentað geta til
köfunar og ágæt sýn er þaðan út yf-
ir vatnið. Þarna er kjörið að koma
upp og þróa aðstöðu til kynningar á
vatninu, ekki síst fyrir skólaæsku,
en einnig fyrir áhugamenn um köf-
un og fyrir vöktunar- og rannsókn-
araðila. Auðvelt er að koma þar upp
bátanaustum og viðeigandi aðstöðu
til siglinga á vélarlausum bátum.
Um leið og þarna verði byggð upp
aðstaða, m.a. til köfunar, ber að
leggja af köfun í Silfru í hjarta
þjóðgarðsins, en 56 þúsund manns
fóru í gjána á árinu 2017. Þessi
starfsemi samræmist á engan hátt
eðlilegum rekstri, sbr. það sem seg-
ir í „5.9. Stjórnun“ þar sem stendur
(s. 19): „Starfsemi á vegum einka-
aðila innan þjóðgarðsins fellur að
skýrum ramma sem viðheldur nátt-
úrulegu og vistvænu yfirbragði með
virðingu fyrir helgi staðarins. Slíkri
þjónustu er valinn staður í sam-
ræmi við stefnu um landnotkun og
almennt í hæfilegri fjarlægð frá
þinghelginni.“
Lífríki Þingvallavatns er einstakt
á heimsvísu. Þar hafa þróast fjórar
gerðir af bleikju auk þess sem þar
er að finna einstakan urriðastofn,
frægan fyrir langlífi og stærð. Grá-
bleikja er einstakt afbrigði dverg-
vaxinnar bleikju sem er að finna í
gjánum í þjóðgarðinum. Þingvalla-
vatn er sérstaklega frjótt og gróð-
ursælt þótt það sé mjög kalt. Um
þriðji hluti botnsins er þakinn
gróðri og magn þörunga er mikið.
Lággróður nær út á 10 m dýpi en
hágróður myndar stór gróðurbelti á
10-30 m dýpi. Alls hafa fundist um
150 tegundir þörunga og háplantna
og 50 tegundir smádýra frá fjöru-
borði og út á mikið dýpi.
Vegur liggur frá þjóðvegi hjá
Kárastöðum niður í Rauðukusunes.
Frá ofanverðu nesinu er auðveld
gönguleið norður í þinghelgina um
Hallinn skammt ofan við vatnið og
núverandi sumarbústaði. Á þeirri
leið er auðvelt að skyggnast niður í
Hrútagjá, Lambagjá og Hestagjá
sem taka þar við til suðurs ein af
annarri í framhaldi af Almannagjá.
Með því að koma upp aðstöðu í
Rauðukusunesi til kynningar og
skoðunar á Þingvallavatni fæst
æskileg dreifing á álagi og umferð
gesta um þjóðgarðinn og ný sýn
opnast til svæðis sem hefur að
mestu verið hornreka til þessa í
þjóðgarðinum.“
Frá Þingvallanefnd bárust mér
engin svör vegna athugasemda
minna, en nefndin samþykkti nýja
stefnumörkun fyrir þjóðgarðinn á
fundi sínum 12. desember 2018. Þar
segir um núverandi stöðu:
„Mjög eftirsótt er að kafa í
gjánni Silfru. Nokkur fyrirtæki
bjóða köfun, bæði í og undir yf-
irborði vatnsins. Þessi fyrirtæki
hafa haft bráðabirgðaaðstöðu fyrir
tækjabíla í dæld norðan Silfru. Ver-
ið er að greina burðarþol Silfru og
móta leiðir til að stýra álagi á
hana.“ (s. 21)
Af þessum orðum í stefnumörk-
uninni verður ekki annað ráðið en
að halda eigi áfram köfun í gjánni
Silfru. Þessu hefur nú Jónas Har-
aldsson lögfræðingur mótmælt,
m.a. í erindi til UNESCO, með vís-
an til náttúruverndar, og tek ég
eindregið undir sjónarmið hans.
Annars staðar segir í stefnu-
mörkun Þingvallanefndar: „Áhersla
verði lögð á að kynna lífríki vatns-
ins fyrir gestum á áhugaverðan
hátt.“ (s. 48) Á öðrum stað segir:
„Útivistarmöguleikar í Rauðukus-
unesi verði þróaðir frekar.“ (s. 44)
Hvort tveggja getur rúmað þær til-
vitnuðu hugmyndir hér að ofan um
aðstöðu í Rauðukusunesi sem ég
fyrst nefndi í hugmyndasamkeppni
um þjóðgarðinn haustið 2011 og
ítrekaði í erindi mínu til nefndar-
innar fyrir ári.
Ég vil með þessu ítreka ofan-
greind sjónarmið um leið og ég
skora á Þingvallanefnd að hverfa
frá því að heimila áframhaldandi
köfun í gjánni Silfru. Með vinsemd
og virðingu, Hjörleifur Guttorms-
son. Afrit í enskri þýðingu til
UNESCO, París.“
Svar Ara Trausta f.h.
Þingvallanefndar
Kæri Hjörleifur. Fyrst af öllu bið
ég þig afsökunar á að nefndin hafi
ekki svarað fyrr bréfi þínu frá 31.
okt. 2019. Því valda annir og sér-
staklega mínar, en ég fékk það
verkefni að svara fyrir hönd nefnd-
arinnar.
Hvað alla stefnumörkun Þjóð-
garðsins á Þingvöllum og Þingvalla-
nefndar áhrærir vil ég upplýsa að
unnið hefur verið vandlega með all-
ar ábendingar sem bárust, einnig af
hálfu þeirra sem vinna stefnuna í
skipulagsmálum. Nefndin telur þær
meginákvarðanir réttar sem teknar
voru til dæmis um staðsetningu
mannvirkja í samræmi við rök-
studda stefnu í umhverfis- og
verndarmálum þjóðgarðsins. Þegar
verndar- og nýtingaráætlunin var
samþykkt gerðist það samhljóða.
Atvinnustefna hefur verið unnin í
samræmi við verndar- og nýting-
arstefnu þjóðgarðsins; íhaldssöm
myndu margir segja, en engu að
síður í samræmi við þverpólitískt
álit nefndarmanna og faglega um-
fjöllun sérfræðinga. Ég vona að þú
sért nefndinni sammála um hana
svo langt sem það nær, þ.e. að
slepptri starfseminni í Silfru.
Nefndina og þig greinir á um
nýtingu á Silfru (og væntanlega líka
Davíðsgjá). Sá ágreiningur snýst
um það hvort núverandi starfsemi
þar (í samræmi við nýgerða þol-
markagreiningu) „falli að skýrum
ramma sem viðheldur náttúrulegu
og vistvænu yfirbragði með virð-
ingu fyrir helgi staðarins“ (sbr. bréf
þitt). Nefndin hefur einmitt metið
þá virkni sem fylgir köfunarleyfum
í Silfru í ljósi þessara, og raunar,
fleiri atriða.
Fyrst af öllu hefur Þingvalla-
nefnd ekki aftekið með öllu að at-
vinnustarfsemi kunni að verða leyfð
í sigdalnum milli Almannagjár og
Hrafnagjár eða innan „landhelgi“
þjóðgarðsins á Þingvallavatni svo
meginsvæði sé afmarkað, einkum
tímabundin starfsemi. Að svo
komnu er þó aðeins um starfsemina
í Silfru að ræða, sem ekki er á veg-
um stofnunarinnar sjálfrar. Af meg-
instefnu þjóðgarðsins má svo ráða
að sú stefna að hafa umtalsverð ný
mannvirki öll vestan Almannagjár
mun merkja að mannvirki með
verulegri fyrirferð, og reist vegna
atvinnustarfsemi, verða vart stað-
sett í þinghelginni eða nágrenni
hennar. Smáhýsi, bílastæði og járn-
stigi í Silfru teljast ekki, að mati
nefndarinnar, spilla ásýnd Þing-
valla. Að auki er stefnt að því að
sumt af núverandi aðstöðu kafara
og fyrirtækja þeirra vegna verði
fært upp fyrir gjá þegar ný þjón-
ustuaðstaða verður hönnuð, byggð
og tekin í notkun nærri Langastíg.
Flutningur viðskiptavina köfunar-
fyrirtækjanna að Silfru mun þá fara
fram með rafskutlum/rafrútum frá
þeim stað, líkt og aðrir meginfólks-
flutningar að helstu stöðum í þjóð-
garðinum. Nefndin telur yfirbragð
núverandi fyrirkomulags ásætt-
anlegt en fagnar því sérstaklega að
fyrir liggur að það falli betur inn í
heildarásýnd þinghelginnar þegar
fram líða stundir.
Almennt tekur nefndin undir þau
sjónarmið að ýmiss konar afþreying
og náttúru- eða menningarskoðun
eigi að rúmast innan þjóðgarða, og
þá að sjálfsögðu í samræmi við eðli
þeirra og stærð. Á Þingvöllum get-
ur afþreying falist í skipulögðum
gönguferðum, sýningum, tónleikum,
hjólreiða- eða hestaferðum á sér-
leiðum, bátsferðum og takmarkaðri
köfun, svo það helsta sé nefnt. Ný
svæði munu opnast í þessu skyni,
jafnt á Rauðukusunesi sem á land-
svæði suðaustan vatns, til dæmis
hjá Arnarfelli. Þar geta komið við
sögu ýmist opinberar stofnanir,
þjóðgarðurinn eða einkaaðilar, í
samræmi við atvinnustefnuna.
Köfun í Silfru er ein tegund nátt-
úruskoðunar og er eitt og annað að
finna í skjölum þjóðgarðsins um
viðhorf þar að lútandi: Í stefnu-
mörkun Þjóðgarðsins á Þingvöllum
er fjallað um afþreyingu og dvöl
innan hans í kafla 5.3 og þar er vik-
ið að umgjörð atvinnustarfsemi í
þjóðgarðinum. Í kafla um Framtíð-
arsýn stendur þetta: „Aðstaða til
móttöku þeirra ólíku hópa sem
sækja þjóðgarðinn á Þingvöllum
heim er góð allt árið um kring og
miðar að því að skapa gott aðgengi
og ánægjulega upplifun gesta en
tryggja jafnframt varðveislu og
góða umgengni um náttúru- og
menningarminjar. Gengið er út frá
því í allri uppbyggingu og fyr-
irkomulagi varðandi móttöku gesta
að meginmarkmiðið er að miðla
menningar- og náttúrufarslegri sér-
stöðu Þingvalla. Þingvellir hafa
yfirbragð kyrrðar og helgi og upp-
bygging mannvirkja fellur vel að
umhverfinu. Innan þjóðgarðsins er
hægt að njóta náttúru, upplifa sögu,
fræðast og stunda útivist á lifandi
og skemmtilegan hátt og gestir fara
almennt fróðari eftir dvöl sína í
þjóðgarðinum.“ Og enn fremur:
„Gestir eiga þess kost að kynnast
lífríki vatnsins og umhverfinu þar.“
Með því að heimila köfun í Silfru og
Davíðsgjá er almenningi veitt að-
gengi að vatninu. Þar geta gestir
upplifað náttúru Þingvallavatns
með sérstæðum hætti en auðvitað
er unnt að gera það á annan veg,
t.d. með sérbúnum bátum, ef því
væri að skipta. Þeir hópar sem fara
í skipulagða ferð í Silfru fá allir
upplýsingar og fræðslu um þjóð-
garðinn, grunnvatnsstrauma og líf-
ríki Þingvallavatns.
Þolmarkagreining EFLU og
samstarfsaðilans, sérfræðingsins
Nathans Reigners, gefur tilefni til
að ætla að áhrif djúpköfunar og
snorkls hafi ekki umtalsverð áhrif á
vatnagróður eða dýralíf í Silfru. Á
það skal jafnframt minnt og undir-
strikað að eftirlitsáætluninni sem
fylgir er ætlað að skera úr um
hvort greiningin standist eðlilega
rýni eður ei. Komi í ljós að frum-
greining EFLU reynist gölluð er
unnt að bregðast við og minnka
álag á Silfru með breytingum á köf-
unarleyfum eða jafnvel ganga enn
lengra. Skemmdir á gróðurlendi við
Silfru eru arfleifð fyrr tíðar og
merkt ástandi þegar lítt var ráðið
við snarvaxandi álag gesta. Nú er
tekist á við gróðurskemmdir með æ
betri árangri.
Ég hvatti Jónas Haraldsson til
þess, í samvinnu við Þingvallanefnd,
að leita formlega til UNESCO með
sínar skoðanir. Það hefur hann
gert, eins og þú minnist á, og okkur
hefur borist bréf með fyrirspurnum
frá UNESCO. Þeim verður svarað
mjög ítarlega og er efni svarbréfs-
ins nú langt komið í samráði við til
þess bæra aðila. Þá er að bíða eftir
viðbrögðum UNESCO og bregðast
enn á ný við þeim. Ég get fullvissað
þig um að farið verður eftir þeim
tilmælum um Silfru, ef einhver
verða, sem kunna að berast þjóð-
garðinum og Þingvallanefnd frá
UNESCO í tilefni af umkvörtunum
Jónasar Haraldssonar.
Virðingarfyllst, Ari Trausti Guð-
mundsson, form. Þingvallanefndar.
Með þökk fyrir birtinguna,
Hjörleifur Guttormsson.
Erindi til Þingvallanefndar um
Silfru og viðbrögð við athugasemdum
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Þar eð hér er um
stórmál að ræða
sem varðar framtíð
Þingvalla tel ég rétt
að biðja Morgunblaðið
að birta það sem
okkur fór á milli.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.