Morgunblaðið - 23.12.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 23.12.2019, Síða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 Opnunartímar Kirkjugarða Reykjavíkur um jólin Á aðventunni, um jól og áramót eru Fossvogskirkjugarður, Gufuneskirkjugarður, Kópavogskirkjugarður og Hólavallagarður opnir allan sólarhringinn nema Fossvogskirkjugarður er lokaður fyrir allri bílaumferð á aðfangadag milli kl 11:00 og 14:00 vegna mikils fjölda gangandi og slysahættu. Þeir sem ekki geta vitjað leiða ástvina sinna nema koma akandi er bent á að koma annað hvort fyrir eða eftir tilgreindan lokunartíma. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Á Þorláksmessu og aðfangadag er hringakstur í Gufuneskirkjugarði með aðkomu eingöngu frá Hallsvegi og farið er út norðan megin inn á Borgaveg eins og verið hefur. Símavarsla verður á skrifstofu Kirkjugarðanna á aðfangadag og gamlársdag frá kl. 08:00 - 12:00 í síma 585 2700 fyrir þá sem þurfa að leita upplýsinga og aðstoðar. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum www.gardur.is Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. www.kirkjugardar.is ✝ GuðlaugBjörgvins- dóttir fæddist í Reykjavík 30. maí 1972. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 10. desember 2019 eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Foreldrar henn- ar eru Þorgeir Björgvin Kristjánsson, f. 1937, frá Arnarnúpi í Dýrafirði, og Matthildur Gestsdóttir, f. 1936, frá Ólafsfirði. Sonur Guðlaugar er Þorgeir Örn Tryggvason, f. 1996, kær- asta hans er Hulda Ósk Berg- steinsdóttir, f. 1999, frá Vest- mannaeyjum. Þorgeir Örn er viðskiptafræðingur og starfar hjá Sjóvá. Bræður Guðlaugar eru; 1) Gunnar Björgvinsson, f. 1961, d. 2009. Dóttir hans er Matt- hildur Gunnarsdóttir, f. 1981, maki hennar er Jóhann Vignir Gunnarsson, f. 1976. Börn þeirra eru Hekla Sóley, f. 2008, Snædís Lilja, f. 2011, og Friðrik Hrafn, f. 2013. 2) Kristján Björgvinsson, f. 1964, maki hans er Hrefna Gunn- arsdóttir, f. 1964. Börn þeirra eru a) Björgvin Smári Krist- ur upp vinnu við rannsókn sína og ljúka henni. Guðlaug starfaði í bókhalds- deild Olíufélagsins á árunum 1992 til 1993. Á árunum 1993 til 1994 vann hún við sjó- mennsku sem háseti og kokk- ur á togara og línuveiðiskip- um sem gerð voru út frá Ólafsfirði. Guðlaug hóf störf sem kennari eftir útskrift 1997 og starfaði hjá Hamraskóla, Norðlingaskóla, Borgaskóla, Vogaskóla, Foldaskóla og Smáraskóla. Hún hélt fjölda fyrirlestra fyrir kennara og kennaranemendur, einkum í tengslum við fjölgreindir, kennslufræði, nýjar leiðir í námsmati og námsgreinarnar; kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði. Guðlaug starfaði við námsefnisgerð fyrir Námsgagnastofnun og Biskupsstofu. Síðasta áratuginn starfaði hún hjá Vínbúðinni, ÁTVR, í hlutastarfi um helgar og á sumrin, samhliða kenn- arastarfinu. Guðlaug þátt í ýmiss konar félagsstörfum. Hún var for- maður Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum og sat í stjórn Kennarafélags Reykja- víkur. Þá sat hún í stjórn Fé- lags sjálfstæðismanna í Graf- arvogi. Útför Guðlaugar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 23. desember 2019, kl. 13. jánsson, f. 1987, maki hans er Ið- unn Elva Ingi- bergsdóttir, f. 1990, og b) Gunn- hildur Kristjáns- dóttir, f. 1996). Guðlaug ólst upp í Fossvoginum en hafði sterkar taugar til Ólafs- fjarðar en þaðan er móðir hennar ættuð. Hún gekk í Fossvogs- skóla og Réttarholtsskóla og útskrifaðist stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti árið 1992. Árið 1994 hóf Guð- laug nám við Kennaraháskóla Íslands, KHÍ, og útskrifaðist með B.Ed-gráðu árið 1997. Ár- ið 2002 hóf hún nám við fram- haldsdeild KHÍ og útskrifaðist með Dipl.Ed-gráðu í kennslu- fræðum og námsefnisgerð árið 2005. Frá árinu 2012 lagði Guðlaug stund á MA-nám í náms- og kennslufræðum, með áherslu á kennslufræði og skólastarf. Rannsóknarefni hennar var rannsókn á því hvað einkennir kennara sem ná góðum árangri. Guðlaug gerði hlé á rannsókn sinni en stuttu áður en Guðlaug greindist með kabbamein hafði hún ákveðið að taka aft- Elsku fallega mamma mín, fyrirmyndin mín og hetja. Frá því að ég man eftir mér hefur mamma verið stoð mín og stytta. Ferð okkar saman í gegnum lífið hefur verið ævintýri. Fyrstu minningarnar eru frá árunum okkar í Hamrahverfi þar sem mamma kenndi og ég eyddi mínum fyrstu grunn- skólaárum. Ég kallaði mömmu alltaf Gullu mömmu á þessum tíma. Þegar ég hugsa um það þá var það líklegast vegna þess hve ég öfundaði aðra krakka sem mamma kenndi af að fá að kalla mömmu mína Gullu því mér fannst það svo merkilegt að kalla mömmu Gullu. Eftir árin okkar í Hamrahverfi lögðum við af stað í frekari æv- intýri með stoppum í Svíþjóð, Háteigsvegi og Garðabæ þar sem ógleymanlegar minningar voru skapaðar áður en við fest- um rætur í Engjahverfi. Í gegnum ævintýri okkar saman varst þú alltaf tilbúin að gera hvað sem er fyrir strákinn þinn. Ég gæti nefnt svo margt sem sýnir hvaða manneskju þú hafðir að geyma, sama hvort það var að hugsa um mig í veik- indum, hjálpa mér með skólann, hjálpa mér að stofna fótboltalið, skipuleggja útskriftarveislurnar mínar eða bara styðja mig í öðru sem ég tók mér fyrir hend- ur. Alltaf var mamma tilbúin að hjálpa. Einstök manneskja og einfaldlega besta mamma í heimi. Setningar eins og „ég var að prófa mig aðeins áfram, mat- urinn gæti verið smá sterkur“, þar sem maður vissi alltaf að maturinn yrði það sterkasta sem maður hefði smakkað, eða „ég er stolt af þér“ ylja manni um hjartaræturnar á tímum eins og þessum. Ég minnist allra þeirra stunda þegar þú komst heim úr vinnunni, búðinni eða heimsókn- um og sagðir með stolti að ein- hver hefði verið að hrósa mér. Mér var alveg sama um hrósið sjálft, en að sjá þig svona stolta var einhver sú besta tilfinning sem ég gat fengið. Einnig þegar einhver hrósaði mér með að líkja mér við þig, þá gat manni ekki liðið betur. Við höfum gert margt saman og það er sárt að vita að minn- ingarnar verði ekki fleiri. Ég vissi ekki að það væri hægt að líða jafn illa og þegar þú lagðist inn á líknardeildina og sagðir að þú gætir ekki meira. Það brast eitthvað í hjartanu mínu við að sjá þig, sterku mömmu mína, og geta ekki gert neitt til að hjálpa. Það að geta fengið að kveðja þig linar sorgina, að vita að þig verkjar ekki lengur og þú sért komin til Gunna frænda. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira, mig langar að segja svo mikið en kem því ekki í orð. Ég ætla að enda þetta með því að vísa í orð þín þegar þú huggaðir mig í eitt af síðustu skiptunum okkar saman og sagðir mér að horfa fram á veginn. „Það sem er búið er búið og því verður ekki breytt, engin eftirsjá. Þetta er dropi í lífsins haf og þroska og eina sem við getum gert er að horfa fram á veginn sem betri manneskjur.“ Mamma, ég elska þig og mun alltaf elska þig og hlakka til að sjá þig aftur þegar minn tími kemur. Í millitíðinni mun ég reyna að lifa eins og þú kenndir mér og gera þig stolta þar sem þú fylgist með mér í fjarska. Þinn sonur, Þorgeir Örn. Það er erfitt að setjast niður og reyna að skrifa minningarorð um þig, elsku Gulla mín. Hug- urinn er alveg tómur og ég er bara dofinn. Það eru innan við fjórir mánuðir síðan ég fékk hringingu og boð um að koma til þín á bráðamóttökuna í Foss- vogi. Þá fengum við fyrst frétt- irnar af veikindum þínum og hversu alvarleg þau voru. Síðan gerðust hlutirnir hratt og þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir okkur öll. Það var erfitt að sjá þig þjást. Nú hefur þú fengið hvíldina sem þú þráð- ir og þarft ekki að þjást lengur. Eftir sitjum við hin sem skiljum ekki hve lífið getur verið ósann- gjarnt. Kona í blóma lífsins tek- in frá okkur. Það eru margar fallegar kveðjurnar sem ég hef fengið síðustu daga vegna þín og þær bera þess vitni að þú hefur haft áhrif á marga með krafti þínum og dugnaði, ekki bara í kennsl- unni eða félagsstarfi. Það kem- ur mér svo sem ekki á óvart. Ég sagði stundum við þig að þú ættir að minnka við þig vinn- una, ekki taka hlutina svona al- varlega, en það var bara ekki til í þér. Þú þurftir að gera allt, alla leið og taldir það ekki eftir þér. Þegar maður lætur hugann reika og hugsar um þig koma upp leiftur minninga. Sumarið sem við bjuggum á Hvolsvelli og ég átti að passa þig litlu systur mína, fermingarmyndin af þér í anda Duran Duran, þú ólétt að Þorgeiri Erni og gub- bandi á sjónum, þegar þú fluttir til Malmö, útskriftir hjá Þor- geiri Erni og margt fleira. Þess- ar minningar mun ég geyma með mér alla tíð. Gulla systir var vinamörg og ættrækin, hennar verður sárt saknað á næsta ættarmóti norð- ur á Ólafsfirði, en sá staður var henni mjög kær. Þorgeir Örn, ég veit að sökn- uðurinn er mikill og erfitt að kveðja mömmu þína, en þú veist að þú átt alltaf athvarf hjá okk- ur Hrefnu. Kristján Björgvinsson. Elsku Gulla frænka, sem mér þótti svo vænt um, hefur kvatt í síðasta sinn. Ég mun aldrei gleyma hversu góð og lífsglöð þú varst og þeg- ar ég hugsa til þín heyri ég hlátrasköllin sem fylgdu þér. Þú gast alltaf séð spaugilegu hlið- arnar á hlutunum og lýst þeim með svo ótrúlega skemmtilegum hætti. Við áttum líka margt sameiginlegt, til dæmis var London uppáhaldsborg okkar beggja og við vorum báðar keppnismanneskjur, sem gerði spilakvöldin með þér og Þorgeiri Erni bæði skemmtilegri og eft- irminnilegri. Þín verður sárt saknað en ég veit að Gunni frændi tekur á móti þér opnum örmum. Minning þín mun lifa með okkur. Gunnhildur Kristjánsdóttir. „Stebba frænka, ég er að deyja,“ sagði hún og horfði í augu mér. Þetta voru viðbrögð frænku minnar þegar ég í heim- sókn á krabbameinsdeildinni snemma í haust hafði orð á því að hún þyrfti ekkert að vera að drífa í að selja bílinn, það gæti beðið betri tíma. Augu mín fyllt- ust tárum. Ég þurfti virkilega að harka af mér svo hún færi ekki að hugga mig. Það er óvið- unandi að við skulum þurfa að kveðja þessa kröftugu ungu konu svona alltof snemma en samt - í dag mætum við í jarð- arför Guðlaugar Björgvinsdótt- ur til að kveðja hana. Við Gulla erum systkinadæt- ur, ættaðar úr Ólafsfirði, hvor af sinni kynslóðinni. Þegar ég kynntist henni var hún ársgam- alt stelpuskott sem vildi vera stóra systir Ásdísar minnar en Matta föðursystir, mamma Gullu, var dagmamma Ásdísar. Þarna mynduðust sterk bönd sem héldu alla tíð. Foreldrar hennar, Matthildur og Björgvin, eru í hópi minna nánustu ætt- ingja sem mér þykir óendanlega vænt um og er þakklát fyrir að eiga að. Stórfjölskylda er mikilvæg og það skiptir máli að rækta hana, þekkja frændfólkið og fylgjast með gangi þess í gegnum lífið. Þannig heiðrum við foreldra okkar, afa og ömmur, hlúum að rótum okkar, verðum sterkari fyrir vikið. Hún Gulla hafði þennan einlæga áhuga. Hún fylgdist með, ræktaði vinskap og tengsl, fór norður í Ólafsfjörð til að búa þar um tíma og kynnast þeim sem þar bjuggu, tengdist norðanfólkinu þegar það flutti suður, fylgdist með nýjum kyn- slóðum. Hún minnti mig á ömmu Stjönu, á stundirnar þeg- ar ég stóð og skoðaði mynda- vegginn í herberginu hennar á Hornbrekku og spurði: Hver á þetta barn? Var hann að ferm- ast? Er hún búin að gifta sig? Gulla gat svarað svona spurn- ingum. Við höfðum báðar mik- inn áhuga á ævi ömmu Stjönu og vorum með í bígerð að skrifa saman æviágrip hennar og senda inn í söfnunina um frá- sagnir af ömmum sem Þjóð- minjasafnið stóð fyrir en urðum of seinar, ætluðum samt að drífa í því við tækifæri. Nú gerum við það ekki. Gulla var driffjöðrin í að skipuleggja ættarmótin sem voru haldin norður í Ólafsfirði. Ég get varla hugsað þá hugsun til enda að fara á ættarmót næsta sumar og engin Gulla. En hún hvetur okkur örugglega frá þeim stað sem hún er núna á til að halda veglegt ættarmót og minnast hennar og annarra sem hafa kvatt síðan síðast með gleði og þakklæti. Kristján og Hrefna, þið hafið staðið ykkur eins og hetjur í þessari sársaukafullu baráttu systur og mágkonu. Ég trúi því að stuðningur ykkar við son hennar og foreldra hafi auðveld- að þeim að standa þessa orrustu af sér. Matta mín og Björgvin, harmur ykkar er mikill, ég á ekki orð sem ná utan um það sem ég kenni í hjarta mínu, sorg sem þessa eiga foreldrar ekki að þurfa að upplifa. Ég hef ekki minnst á Þorgeir Örn, son Gullu, ungan frænda minn sem ég hef verið að kynn- ast undanfarna daga og vikur. Hvílíkur sonur. Styrkur þessa unga manns er ótrúlegur og samband sonar og móður var ósegjanlega fallegt, fullt af ást og virðingu. Hvað hún var stolt af honum og hvað honum þótti vænt um hana. Hans missir er mikill. Stefanía Traustadóttir. Elsku hjartans Gulla mág- kona mín er fallin frá, langt fyr- ir aldur fram, eftir stutta en snarpa og erfiða baráttu við krabbamein. Í upphafi sumars brosti lífið við Gullu. Hún hafði fengið ný lyf í baráttunni við astma, sem hún hafði barist við frá því í barnæsku. Nýju lyfin höfðu hjálpað mikið og einkenni astma og ofnæmis voru hverfandi. Þá hafði hún hafði tekið ákvörðun um að hætta í aukastarfinu, hefja aftur vinnu við rannsókn- arverkefnið sitt og ljúka meist- aranáminu. Framtíðin var björt, þar til allt í einu hinn 22. ágúst 2019 að fótunum var kippt und- an henni og framtíðardraumum hennar. Hún tókst á við slæmu tíð- indin með eldmóði og krafti, tilbúin að berjast. Það sem hún átti hins vegar erfiðast með að tileinka sér var að slappa af og hvíla sig. Það var aldrei logn- molla í kringum Gullu mína og þess vegna var það kannski táknrænt að hún skyldi kveðja okkur 10. desember, á þeim degi þegar verulega gustaði um land- ið allt. Gulla var hreinskilinn dugn- aðarforkur fram á síðasta dag, með stórt hjarta og mikla rétt- lætiskennd. Mömmuhjartað var stórt og Þorgeir Örn átti það óskipt, enda var hún óendanlega stolt af syninum. Kennari var hún af lífi og sál. Vinnutíminn var oft mjög lang- ur, mikill tími fór í undirbúning, yfirferð á prófum og verkefnum, námsmatsvinnu og foreldravið- töl, sem stóðu oft langt fram á kvöld þegar mikið lá við. Oft voru málin erfið en hún var óhrædd við að beita sér og leita lausna. Það að sjá vandamálin leysast á góðan hátt var endur- gjald sem hún mat mikils og meira en tölurnar á launaseðl- inum. Hún hjálpaði samferðafólki sínu að vaxa, dafna og nýta sem best sínar guðsgjafir. Hún snerti hjörtu margra og gerði líf þeirra betra. Það sá maður best af þeim hlýhug sem fyrrverandi nemendur og annað samferða- fólk ber til hennar og hefur sýnt m.a. á meðan á veikindum henn- ar stóð. Og þegar þú komst inn í líf mitt breyttist ég. Þú komst, þú komst við hjartað í mér. Ég þori að mæta hverju sem er. Þú komst, þú komst við hjartað í mér. (Páll Óskar) Á stundu sem þessari eru all- ar góðu minningarnar dýrmætar og síðast en ekki síst nýjustu minningarnar frá dásamlegum gönguferðum í haust. Í þessum göngum var m.a. rætt um drauma í nánustu framtíð og endalokin. Þar gengu saman „hjartasystur“ sem bæði hlógu og grétu saman. Elsku Gulla mín hefur kennt mér margt síðastliðnar vikur. Ég mun sakna hennar enda- laust, en ég treysti því jafnframt að hún muni fylgja mér í göngu- ferðum í framtíðinni, að minnsta kosti mun hún ætíð vera í huga mér og hjarta. Ég kveð með sömu orðum og Gulla notaði í bréfi til mín í nóv- ember: Takk fyrir allt elsku Gulla mín og Guð blessi þig! Það er svo sárt að sakna en það er gott að gráta. Guðlaug Björgvinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.