Morgunblaðið - 23.12.2019, Side 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sjö karlar og þrjár konur koma til
greina í kjörinu á íþróttamanni árs-
ins 2019 hjá Samtökum íþrótta-
fréttamanna. Atkvæðin hafa verið
talin og ljóst hvaða íþróttafólk hafn-
aði í efstu tíu sætunum en röð
þeirra verður ekki opinberuð fyrr
en að kvöldi laugardagsins 28. des-
ember þegar SÍ og Íþrótta- og Ól-
ympíusamband Íslands halda sitt
árlega hóf og verðlauna íþróttafólk-
ið.
Sara Björk Gunnarsdóttir knatt-
spyrnukona er núverandi handhafi
titilsins og er í hópi þeirra tíu sem
fengu flest atkvæði í ár.
Um leið kjósa samtökin þjálfara
ársins 2019 og lið ársins 2019 en nú
er jafnframt skýrt frá því hverjir
fengu flest atkvæði í þeim kosn-
ingum, þrír efstu í hvoru kjöri fyrir
sig.
Þau tíu sem koma til greina eru
eftirtalin:
Anton Sveinn McKee sund-
maður varð fyrstur Íslendinga til að
tryggja sér sæti á Ólympíu-
leikunum 2020. Hann komst í átta
manna úrslit í öllum þremur grein-
um sínum á Evrópumótinu í 25
metra laug og setti sjö Íslandsmet
á mótinu. Anton fékk þrenn gull-
verðlaun á Smáþjóðaleikunum 2019.
Anton er í fyrsta sinn meðal tíu
efstu.
Arnar Davíð Jónsson keilu-
maður sigraði á Evrópumótaröðinni
2019, fyrstur Íslendinga, og vann
tvö mót á mótaröðinni. Honum var
boðin þátttaka í úrslitum heimstúrs-
ins og þar komst hann í úrslitaleik-
inn og fékk silfurverðlaunin.
Arnar er í fyrsta sinn meðal tíu
efstu.
Aron Pálmarsson er í stóru
hlutverki hjá spænska handknatt-
leiksstórveldinu Barcelona og varð
með því spænskur meistari og bik-
armeistari 2019, ásamt því að vinna
með liðinu heimsbikar félagsliða.
Aron er kominn með íslenska lands-
liðinu í lokakeppni EM 2020.
Aron er í sjöunda sinn meðal tíu
efstu og hann var kjörinn íþrótta-
maður ársins 2012.
Glódís Perla Viggósdóttir er
burðarás í sænska knattspyrnulið-
inu Rosengård og varð sænskur
meistari með því 2019 en hún hefur
ekki misst úr eina mínútu með lið-
inu í sænsku úrvalsdeildinni í hálft
þriðja ár. Íslenska landsliðið er með
fullt hús stiga eftir þrjá leiki í und-
ankeppni EM 2021.
Glódís er í fyrsta sinn meðal tíu
efstu.
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
frjálsíþróttakona bætti Íslandsmet
kvenna í bæði 100 og 200 metra
hlaupi og jafnaði Íslandsmetið í 60
metra hlaupi. Hún varð í fjórða
sæti í 200 metra hlaupi á Evr-
ópumóti U20 ára og var í íslenska
landsliðinu sem vann sér sæti í 2.
deild Evrópukeppninnar.
Guðbjörg er í annað sinn meðal
tíu efstu.
Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson kylfingur varð Íslands-
meistari í höggleik 2019. Hann sigr-
aði á þremur mótum á Nordic Golf
mótaröðinni og vann sér þátt-
tökurétt á Áskorendamótaröðinni,
þeirri næststerkustu í Evrópu,
ásamt því að komast á lokaúrtök-
umótið fyrir Evrópumótaröðina.
Guðmundur er í fyrsta sinn með-
al tíu efstu.
Gylfi Þór Sigurðsson átti sitt
besta tímabil í ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu 2018-19 þegar hann
skoraði 13 mörk og átti 6 stoðsend-
ingar fyrir Everton í ensku úrvals-
deildinni. Gylfi var áfram í lykilhlut-
verki í landsliðinu sem er á leið í
umspil fyrir EM 2020.
Gylfi er í níunda sinn meðal tíu
efstu og hann var kjörinn íþrótta-
maður ársins 2013 og 2016.
Júlían J.K. Jóhannsson bætti
eigið heimsmet í réttstöðulyftu í
+120 kg flokki í kraftlyftingum á
heimsmeistaramótinu í Dubai.
Hann fékk bronsverðlaunin í sam-
anlögðum árangri á sama móti.
Júlían sigraði í réttstöðulyftu á
Evrópumeistaramótinu og hlaut
silfurverðlaunin í samanlögðu á
mótinu. Hann er í þriðja sæti
heimslistans í sínum þyngdar-
flokki.
Júlían er í þriðja sinn meðal tíu
efstu en hann varð annar í fyrra.
Martin Hermannsson körfu-
knattleiksmaður er í stóru hlutverki
hjá Alba Berlín í Þýskalandi sem
leikur í vetur í Euroleague, sterk-
ustu keppni Evrópu, og hann lék
með liðinu úrslitaleiki um Evrópu-
bikar félagsliða og þýska meistara-
titilinn.
Martin er í þriðja sinn meðal tíu
efstu.
Sara Björk Gunnarsdóttir
knattspyrnukona hjá Wolfsburg og
fyrirliði íslenska landsliðsins varð
þýskur meistari og bikarmeistari
með liði sínu og er komin með því í
átta liða úrslit Meistaradeildar Evr-
ópu 2019-20. Íslenska landsliðið er
með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í
undankeppni EM 2021.
Sara er í áttunda sinn meðal tíu
efstu og var kjörin íþróttamaður
ársins 2018.
Þjálfararnir þrír
Alfreð Gíslason lauk glæsi-
legum ellefu ára ferli sem þjálfari
þýska handknattleiksliðsins Kiel
með því að vinna EHF-Evrópubik-
arinn og þýsku bikarkeppnina með
liðinu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson náði
afar óvæntum árangri með karlalið
Gróttu í knattspyrnu sem vann sér
sæti í efstu deild í fyrsta skipti og
varð meistari 1. deildar.
Patrekur Jóhannesson þjálfaði
karlalið Selfoss í handknattleik sem
varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti
vorið 2019.
Liðin þrjú
Karlalið Selfoss í handknattleik
varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti
árið 2019.
Kvennalið Vals í handknattleik
varð Íslands-, bikar- og deild-
armeistari árið 2019.
Kvennalið Vals í körfuknattleik
varð Íslands- bikar- og deild-
armeistari árið 2019.
Tíu efstu í kjörinu árið 2019
Samtök íþróttafréttamanna kjósa íþróttamann ársins í 64. sinn og opinbera úrslitin næsta
laugardagskvöld Gylfi, Sara og Aron oftast meðal tíu efstu Fjórir nýliðar á listanum í ár
Ljósmynd/Simone Castrovillari
Sund Anton Sveinn McKee úr Sund-
félagi Hafnarfjarðar.
Ljósmynd/seth@golf.is
Golf Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur.
Morgunblaðið/Hari
Knattspyrna Sara Björk Gunn-
arsdóttir, leikmaður Wolfsburg.
Morgunblaðið/Hari
Körfubolti Martin Hermannsson,
leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi.
Ljósmynd/Kraft.is
Kraftlyftingar Júlían J.K. Jóhanns-
son úr Ármanni.
Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrna Gylfi Þór Sigurðsson,
leikmaður Everton á Englandi.
Ljósmynd/KLÍ
Keila Arnar Davíð Jónsson úr
Keilufélagi Reykjavíkur.
Ljósmynd/THW Kiel
Kiel Alfreð Gíslason varð EHF-
meistari og bikarmeistari.
Ljósmynd/blikar.is
Grótta Óskar Hrafn Þorvaldsson
vann 1. deildina í knattspyrnu.
Morgunblaðið/Hari
Selfoss Patrekur Jóhannesson
vann Íslandsmeistaratitilinn.
Ljósmynd/Barcelona
Handbolti Aron Pálmarsson, leik-
maður Barcelona á Spáni.
Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrna Glódís Perla Viggós-
dóttir, leikmaður Rosengård.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Selfoss Íslandsmeistarar í handknattleik karla.
Ljósmynd/ÍSÍ
Frjálsíþróttir Guðbjörg Jóna
Bjarnadóttir úr ÍR.
Morgunblaðið/Eggert
Valur Þrefaldir meistarar í körfubolta kvenna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Valur Þrefaldir meistarar í handbolta kvenna.