Morgunblaðið - 23.12.2019, Qupperneq 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Verið velkomin í verslun okkar
Opið 16. -20. des. frá kl. 8:30-18:00 og 21. des. frá 11:00 -15:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Vatnaskil
Það er síst ástæða til að gera lítið
úr áhrifum þessa sambands [Wal-
ters Benjamin og Ösju Lacis] á við-
horf Benjamins til heimsins. Honum
verður sjálfum tíðrætt um að honum
finnist hann hafa tekið hamskiptum.
Frá því að hann var á yngri árum
var hann – í kjölfar Parísarferðar –
tíður gestur í vændishúsum. Hann
og Dora konan hans hafa um árabil
lifað saman eins og systkini. Ást
hans á Jule Cohn var ófullnægð,
enda ekki gagnkvæm. Það er því
ekki of djúpt í árinni tekið að halda
því fram að samband hans við Lacis
– konu sem Benjamin finnst mjög
líkamlega aðlaðandi og virðir jafn-
framt mikils sem andlegan félaga –
sé fyrir honum eins konar kyn-
ferðisleg vakning, nánast eins og
nýtt holdlegt upphaf: fullnægð ást í
orðsins fyllstu merkingu. Og auðvit-
að ljúka samtölin við þennan sann-
færða kommúnista og aðgerðasinna
upp nýjum víddum og sjónarhornum
fyrir Benjamin: afstaða Lacis til
sambands kenninga og athafna, list-
ar og stjórnmála, aðgerða og grein-
ingar er í algjörri mótsögn við þau
viðhorf sem Benjamin hefur aðhyllst
til þessa. Rússneski aðgerðasinninn
fær heldur engan veginn skilið
hvernig nokkur maður getur eytt
tíma sínum í þýskt barokkleikhús
17. aldar á meðan Evrópa rambar á
barmi byltingar. Í hennar augum er
það einmitt dæmigert fyrir þá borg-
aralegu flóttaspeki sem Benjamin
vændi starfsbræður sína á ráðstefn-
unni í Napólí um. Kynnin af Lacis
verða til þess að kommúnisminn
sem kenning og raunhæfur mögu-
leiki eignast fastan samstað í hugs-
un Benjamins. Allar götur síðan á
hann eftir að vinna að því að koma
þessu nýja hugarflæði í fastan far-
veg. Án árangurs, reyndar.
Bráðlega sjást þessar tvær
ókunnugu manneskjur á reglulegum
gönguferðum með barnið um stíg-
ana á eyjunni, þau gantast og skrafa
saman, auk þess sem þau hafa vísast
sýnt hvort öðru ótvíræð blíðuhót.
Ferðir þeirra til borgarinnar við
hinn enda víkurinnar verða líka sí-
fellt tíðari, en bæði Benjamin og
Lacis eru gjörsamlega bergnumin af
Napólí, með ólíkum hætti þó. Um
leið og Lacis finnur einkum fyrir
miklum byltingarkrafti í hinu til-
finningaþrungna daglega lífi í borg-
inni finnst Benjamin hér vera æva-
forn og táknræn öfl að verki. Á
meðan Lacis horfir á slynga hlut-
verkaskipan fólks á torginu sem
fjölbreytt framúrstefnuleikhús er
þetta mannlíf í augum Benjamins
frjálsleg sviðsetning á táknrænum
og dulúðugum leikverkum barokk-
tímans. Það sem er í augum Lacis
beinharður efnislegur veruleiki og
gjörningalist er fyrir Benjamin
ákveðnar huglægar aðstæður sem
taka á sig skammlífar ytri myndir.
Eins og títt er um fólk sem er ný-
orðið ástfangið er þeim báðum mjög
í mun að sjá heiminn með augum
hins, að gera sjónarhorn hins að
brennidepli eigin sjálfs.
Til marks um þessa viðleitni er
borgarlýsingin „Napólí“ sem þau
skrifuðu saman sumarið 1924. Þetta
er einstök heimild um það sem ger-
ist þegar lífsskoðanir menningar-
legs aðgerðarsinna sem aðhyllist
framúrstefnu-kommúnisma samlag-
ast tímalausri greiningu sérvitrings
sem er hallur undir viðhorf hug-
spekinnar. Þannig virðist það liggja
nánast beint við að fyrirbærið
gleypni, þ.e. ákveðin viðkvæmni sem
er fær um að sætta gallharðar and-
stæður, skuli vera eins konar leiðar-
stef í þessari heimspekilegu borgar-
lýsingu. Gleypni sem undirstaða
hins sanna, m.ö.o. napólíska lífs:
Hellar hafa verið höggnir í sjálft
bergið þar sem það mætir strönd-
inni. Eins og á myndum úr lífi ein-
setumanna frá 14. öld getur að líta
hurðir hér og þar í klettunum. Séu
dyrnar opnar sést inn í stóra kjall-
ara sem eru svefnskálar og vöru-
geymslur í senn. Enn fremur sjást
tröppur sem liggja niður að sjónum,
að fiskimannakrám sem komið hefur
verið fyrir í náttúrulegum hellum. Á
kvöldin berst þaðan úr neðra dauf
birta og lágvær tónlist.
Byggingarlagið er jafn gljúpt og
bergið sjálft. Í bæjarhúsum, súlna-
göngum og tröppum renna húsa-
kynni og athafnir saman í eitt. Alls
staðar er haft ákveðið svigrúm svo
að rýmið geti breyst í leikvang
nýrra, ófyrirséðra aðstæðna. Menn
forðast allt sem er fastmótað, óum-
breytanlegt. Engar aðstæður líta út
eins og þær eru, fullráðnar, ekkert
fyrirbæri gerir kröfu til að vera
„svona og ekki öðru vísi“.
… Því ekkert er frágengið, engu
lokið. Gleypnin er ekki aðeins afleið-
ing þess hvað suðrænir handverks-
menn eru kærulausir, heldur skýrist
hún af ástríðufullu dálæti fólksins á
spuna. Það verður alltaf að vera
tækifæri og svigrúm fyrir spunann.
Byggingar eru notaðar sem alþýðu-
leikhús. Allir deila með sér fjölda
leiksviða þar sem leikið er samtímis.
Svalir, garðar, gluggar, stígar,
tröppur. Þökin eru leiksvið og svalir
í senn. Jafnvel þeir sem aumastir
eru gera sér óljósa grein fyrir hvoru
tveggja; annars vegar því að þrátt
fyrir bágborið ástand eru þeir þátt-
takendur í einstæðum götumyndum
í Napólí, auk þess að njóta hins
þokkafulla rósemdarlífs, vera hluti
af víðri heildarmyndinni. Það sem
fer fram á tröppunum lýtur háþró-
aðri leikstjórn. Leikendurnir, sem
aldrei koma alveg í ljós án þess þó
að vera lokaðir inni í dauflitum,
norrænum húsakössum, skjótast
snöggt út úr húsunum, snúast á hæl
og hverfa áður en þeir ryðjast síðan
aftur fram á sviðið.
Á því leikur enginn vafi að hér
hefur Benjamin haldið um pennann.
Það sjónarhorn sem ræður í text-
anum er aftur á móti frá Lacis kom-
ið. Hreinræktuð lífsgleði, takmarka-
laus ofgnótt og glaðleg tilbreyting,
allt þetta var óþekkt í fyrri skrifum
Benjamins. Í þessari nýju lífssýn
renna í sífellu saman andstæður
sem virðast ósættanlegar: gott og
illt, hið ytra og innra, vinna og leik-
ur, dauði og líf, kenning og aðgerðir.
„Töframenn-
irnir“ fjórir
Bókarkafli | Í bókinni Tími töframanna segir Wol-
fram Eilenberger frá „töframönnunum“ fjórum,
heimspekingunum Walter Benjamin, Ernst
Cassirer, Martin Heidegger og Ludwig Wittgen-
stein, og gefur innsýn í það hvernig ástir og
ástríður fléttast saman við heimspeki þeirra.
Arthúr Björgvin Bollason þýddi bókina, Háskóla-
útgáfan gefur út.
Töframenn Þýskir hugsuðir og listamenn, þar á meðal heimspekingurinn Walter Benjamin, leituðu sér athvarfs á
eynni Kaprí sumarið 1924. Samkomustaður þeirra var Kafe zum Kater Hiddigeigei sem þýskt par rak.
Walter Benjamin Asja Lâcis