Morgunblaðið - 23.12.2019, Page 38

Morgunblaðið - 23.12.2019, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019 VIÐ BJÖRGUM GÖGNUM af öllum tegundum snjalltækja Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is Fæðingaraðstoð karla, sem gengu í störf yfirsetukvenna hér á landi á átjándu og nítjándu öld, var nokkuð algeng. Hún á sér enga hliðstæðu í Danmörku en heimildir eru fyrir því að karlmenn hafi gengið í störf yf- irsetukvenna í Noregi fyrr á öldum. Gerðist það oftast þegar erfitt var að ná í lærðar yfir- setukonur og hin fæðandi kona bjó afskekkt. Ís- lensku yfirsetu- mennirnir/ ljósfeðurnir, sem heimildir í rannsókninni greina frá, voru 61 talsins og þeir störfuðu í flestum sýslum landsins. Engin skýring hefur fengist á því af hverju karlar störfuðu ekki í öllum sýsl- unum. Þessir karlar, sem voru titlaðir yfirsetumenn eða ljósfeður, þáðu ekki laun fyrir störf sín. Þeir voru því nokkurs konar sjálfboðaliðar og höfðu hvorki réttindi til að sinna konu í barnsnauð né nokkrar emb- ættisskyldur gagnvart henni. Í erf- iðum aðstæðum var ekki óeðlilegt að fólk leitaði til ófaglærðra karla sem höfðu orð á sér fyrir að hafa líknandi hendur. Karlar, sem gengu inn í kvennaheim við fæðingarhjálp, voru mikils metnir því að þeir voru þess megnugir að hjálpa konum við að koma börnum í heiminn þótt þeir hefðu hvorki lært yfirsetukvenna- fræði né gengist undir próf í þeim. Heimildir eru um prestar sem gerðu það sem þeir gátu til að veita barnshafandi og fæðandi konum hjálp …    Úr kaflanum „Prestar í yfir- setukvennastörfum“: Sigríður Pálsdóttir (1809-1871), eiginkona séra Sigurðar Gíslasonar Thorarensen (1789-1865), skrifaði í bréfi til bróður síns, Páls stúdents Pálssonar, 21. júní 1847: [Á] miðvikudagsmorgun um dag- málabil eignaðist ég fallega og efni- lega dóttur, ég er nokkuð vegin orð- in frísk og heilsaðist strax venju betur, og þakkaði ég það að nokkru leyti yfirsetukonu minni sem var maðurinn minn. Þarna lýsti Sigríður fæðingu fyrsta barns þeirra hjóna sem kom- ið hafði í heiminn á prestssetrinu, Hraungerði í Árnessýslu 2. júní 1847. Litla stúlkan var skírð Guð- rún átta dögum síðar og fékk hún Pál Melsted sýslumann, eiginkonu hans Ingileifi og séra Jón Hjörleifs- son á Krossi sem guðforeldra. Þegar séra Sigurður skráði skírnina í prestsþjónustubókina sagði hann ekki frá því að hann hefði hjálpað eiginkonu sinni í fæð- ingunni. Séra Sigurður sinnti áfram eftir þetta fæðingarhjálp í Hraun- gerðissókn. Því til staðfestingar er bréf sem hann skrifaði til Páls, mágs síns, 14. mars 1855. Í upphafi bréfsins segir Sigurður: Þó ég nú vansvefta haldi valla penna af þreytutilfinningu, eftir að ég frá kl. 6 í gærkveldi til kl. 9 í morgun hafði verið að stríða við það að bjarga konu hér í sókn í barns- nauð, hvað þó loks tókst verkfæra- laust. Barnið, sem fæddist þennan dag, var drengur en foreldrarnir bjuggu á bænum Hjálmholti. Drengurinn var ausinn vatni heima hjá sér sama dag af séra Sigurði og skírður í höf- uðið á honum. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Þor- móðsson. Guðforeldrar voru Þor- móður Bergsteinsson, bóndi í Hjálmholti, Hreinn Þorkelsson vinnumaður og Guðrún Þor- steinsdóttir. Séra Sigurður lét þess hvorki getið í prestsþjónustubókinni að fæðing drengsins hefði verið erf- ið né heldur að hann hefði komið að henni. Í bréfinu tiltók Sigurður að hann hefði náð að aðstoða Guðrúnu án verkfæra sem gefur til kynna að hann hafi átt verkfæri til að takast á við erfiðar fæðingar. Vel má vera að hann hafi átt krók og skæri en varla fæðingartöng því að aðeins læknar notuðu almennt slík verkfæri. Þegar séra Sigurður tók á móti dóttur sinni árið 1847 var hann 58 ára. Tveimur árum fyrr hafði hann gengið að eiga Sigríði sem var ekkja eftir séra Þorstein Helgason. Nokk- ur aldursmunur var á þeim hjónum, en Sigríður var 36 ára og Sigurður 56 ára þegar þau giftust árið 1845. Sigurður varð stúdent frá Bessa- staðaskóla árið 1811 og vígðist árið eftir sem aðstoðarprestur að Görð- um á Álftanesi. Árið 1817 fékk hann Stórólfshvol á Rangárvöllum. Fljót- lega hefur Sigurður farið að sitja yf- ir fæðandi konum í Stórólfshvols- sókn eins og fram kemur í upphafi prestsþjónustubókar hans: Vorið 1817 hafði ég með leyfi Íslenskir yfirsetumenn og ljósfeður Bókarkafli | Enginn karlmaður sinnir ljósmóður- störfum hér á landi en fyrr á öldum var talsvert algengt að karlar sinntu fæðingarhjálp. Í bókinni Þeir vöktu yfir ljósinu dregur Erla Dóris Hall- dórsdóttir sögu þeirra fram í dagsljósið. Teikning/Freydís Kristjánsdóttir Ljósfaðir Freydís Kristjánsdóttir teiknaði þessa mynd af yfirrsetumanni með barn í fanginu á kápu bókarinnar. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.