Morgunblaðið - 23.12.2019, Blaðsíða 41
var á herskipum með ríkiserfingjum
Svíþjóðar og Noregs til landsins.
Arndís dvaldi á heimilinu þar sem
stærstu goðsögur 20. aldar voru
skapaðar en flýtti sér heim til Íslands
af því að hún taldi sig fara á mis við
eitthvað spennandi. Og reyndar
hljómar dvölin í Oxford meira eins og
dvöl í kyrrlátri Hobbita-holu miðað
við þennan einstæða viðburð á Þing-
völlum og senan hljómar vissulega
eins og atriði úr Hringadróttinssögu:
Álfamærin flýtir sér heim þegar kon-
ungbornir flykkjast á helgasta stað
eldfjallaeyjunnar til að fagna þúsund
ára þinghaldi.
Ég kynntist ekki Páli bróður
þeirra en hann var skipstjóri á Skaft-
fellingi sem gerði út frá Vest-
mannaeyjum og sigldi með ísfisk til
Bretlands á stríðsárunum. Áhöfnin
var stöðugt á varðbergi enda var
krökkt af tundurduflum í sjónum og
þýskar flugvélar og kafbátar höfðu
ítrekað framið fjöldamorð á íslensk-
um sjómönnum. Skaftfellingur var
skipið sem fyrst kom að línuveiðar-
anum Fróða, sundurskotnum eftir
fólskulega árás árið 1941 sem varð
fimm manns að bana. Þýskar flug-
vélar skutu jafnvel óvopnaða sjómenn
sem komust á björgunarfleka.
Í ágúst árið 1942 varð áhöfnin á
Skaftfellingi vör við ógreinilega þúst
sem maraði í hálfu kafi í sjónum og
reyndist vera laskaður þýskur kaf-
bátur. Skipverjar héngu utan á turn-
inum og báturinn að því kominn að
sökkva. Þeir voru sjö um borð í Skaft-
fellingi, með eina byssu, og björguðu
52 bátsverjum af kafbátnum. Páll var
yfirheyrður af breska hernum þegar
hann skilaði Þjóðverjunum í hendur
þeirra. Breska sjóliðið skildi ekkert í
þessari fífldirfsku, að leyfa þeim ekki
bara að sökkva. Fimmtíu og tveir her-
menn hefðu átt auðvelt með að ná
skipinu á sitt vald og sigla því til
Þýskalands. Stundum hef ég velt fyrir
mér hvort þetta hafi verið góðverk eða
hvort sjómenn í Vestmannaeyjum hafi
haft svo sterk gildi og svo sára reynslu
af dauða og drukknun að hugmyndin
um að gera ekkert til að hindra að ung-
ir menn hyrfu í hafið hafi verið ómögu-
leg í hugsun eða framkvæmd.
Heimurinn er fullur af sögum og allt
of margt sem hverfur inn í þokuna.
Sérhver ævi er ævistarf og svo þarf
hver og einn að lifa sína eigin sögu. Ég
spurði Björn afa minn hvenær honum
fyndust markverðustu breytingarnar
hafa orðið í heiminum frá því hann
fæddist. Hvenær breyttist heimurinn
mest á þinn ævi?
Afi sagði hiklaust: Á síðustu tíu ár-
um.
Afi hafði lifað tímana tvenna, fædd-
ur á Bíldudal þar sem hann veiddi síld
á frumstæðum gufuskipum, og sem
læknir hafði hann ferðast um Vest-
firði á hestbaki til að vitja sjúklinga
áður en hann flaug út í heim og kast-
aði sér inn í hringiðuna í New York.
Hann komst í tæri við byltinguna í Ír-
an og sjálfur Prómeþeifur lagðist
undir hnífinn hjá honum. Afi hefur
séð allt þetta en samt segir hann síð-
ustu tíu ár. Þá á hann við tölvurnar,
internetið, erfðavísindin, samfélags-
miðlana, upplýsingatæknina – að geta
skæpað barnabörnin. Og allt í einu
finnst mér ég ekki hafa misst af
neinu. Það væri kaldhæðnislegt að
týna sér í gömlum sögum og gleyma
um leið að veita sínum eigin samtíma
athygli – og ekki síst framtíðinni.
Ef við skoðum mælingar og gögn
hefur afi rétt fyrir sér tölfræðilega. Í
heimi þar sem breytingar eru veldis-
vaxandi urðu á mörgum sviðum meiri
breytingar á síðasta áratug heldur en
alla tuttugustu öldina. Um aldamótin
2000 voru framleiddir um 58 milljón
bílar árlega í heiminum, núna eru
þeir 100 milljónir á ári. Sandflutn-
ingar með vörubílum eru meiri en
setflutningar í stórfljótum heimsins.
Helmingurinn af öllu plasti sem hefur
verið framleitt í heiminum varð til
eftir aldamótin 2000.
Á síðustu tíu árum voru átta heit-
ustu ár frá upphafi mælinga og frá
aldamótum hafa íslensku jöklarnir
hopað meira en þeir hopuðu sam-
anlagt hundrað ár þar á undan. Það
er ástæða til að taka eftir samtím-
anum. Mesti breytingatíminn er
núna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. DESEMBER 2019
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
KERTI
úr hreinu bývaxi
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Fallegir
ljósakrossar
• Ljósakrossar á leiði og duftreiti
• Stór glær akrýlkross með glóandi
köntum fyrir leiði
• Minni krossar fyrir duftreiti
• Engin þörf á innstungu
• Íslensk hönnun og framleiðsla
• Rafhlöður lifa yfir jólin (seldar sér)
• Möguleiki á mynd og texta
Systurnar sem ætluðu
sko ekki að giftast prinsum
Sipp, Sippsippanipp og Sippsipp-
anippsippsúrumsipp bbbbn
Eftir Blæ Guðmundsdóttur.
Bókabeitan, 2019. Innb., 48 bls.
Þetta er fyrsta bók Blævar,
myndskreytis og grafísks hönn-
uðar, og er ákaflega vel heppnað
verk í alla staði. Sagan, sem gamalt
ævintýri,
fjallar um
Sipp og syst-
ur hennar og
vonbiðla
þeirra, Skrat
og bræður
hans, en þau
eru öll kon-
ungborin.
Þau lenda í ýmsum ævintýrum eins
og gengur og gerist í slíkum frá-
sögnum en nútíminn hefur sett
mark sitt hana. Ramminn er form-
úla ævintýranna; prinsar og prins-
essur, sem er bjargað úr háska og
endar með hamingjusömu hjóna-
bandi.
Hins vegar er snúið upp á kynja-
hlutverkin. Systurnar eru lögga,
vísindamaður og líkamsræktar-
frömuður. Þær hafa engan tíma
fyrir ástina og hlusta ekki á föður
sinn sem skannar stefnumóta-
síðurnar í von um að koma þeim
saman við hinn eina rétta.
Sagan er skemmtileg og ættu all-
ar kynslóðir að hafa gaman af lestr-
inum enda er þar líka grín fyrir for-
eldra. Þetta verk er augnakonfekt.
Myndskreytingin er stórskemmti-
leg og skopleg, síðurnar eru brotn-
ar upp með blaðsíðum sem hægt er
að gægjast á bak við. Það er gaman
að geta boðið börnum upp á lestur
slíkrar bókar þar sem framúrskar-
andi myndskreyting rammar inn
líflega frásögn.
Krefjandi tilfinningar
Saga um þakklæti bbbbn
Eftir Evu Einarsdóttur og Lóu H.
Hjálmarsdóttur.
Bókabeitan, 2019. Innb., 24 bls.
Eins og titillinn gefur til kynna
fjallar sagan um þakklæti. Sögu-
hetjan Saga er heldur stúrin þegar
hún er sótt í leikskólann og reynir
móðir hennar að benda henni á leið-
ir sem hjálpa henni að takast sjálf á
við erfiðar
tilfinningar.
Samskipti
mæðgnanna
eru skóla-
bókardæmi
um hvernig
æskilegt er
að haga sér
sem foreldri þegar afkvæmið sýnir
tilfinningar sem uppalendum þykja
oft á tíðum krefjandi og vita
kannski ekki alltaf hvernig á að fást
við. Allir þurfa að takast á við litróf
tilfinninganna og heppilegast er að
byrgja brunninn. Boðskapur sög-
unnar er fyrir allar kynslóðir og
þörf áminning til okkar um að
leggja rækt við þakklæti. Því ef það
er eitthvað sem vísindin hafa sýnt
fram á að stuðli að hamingju þá er
það þakklæti.
Lóa Hlín myndskreytir verkið og
gerir það framúrskarandi vel. Litir
og form lýsast þegar líður á bókina
í takt við tilfinningar söguhetj-
unnar. Myndirnar fá gott pláss og
njóta sín vel í þessu umbroti. Ætli
það sé ekki við hæfi að segja: Takk
höfundar.
Snúið upp á
kynjahlutverkin
Yfirlit yfir nýútkomnar barnabækur
Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is
Prins Skemmtileg myndskreyting úr Sipp, Sippsipp-
anipp og Sippsippsúrumsip eftir Blæ Guðmundsdóttur.