Fréttablaðið - 16.12.2002, Page 29

Fréttablaðið - 16.12.2002, Page 29
MÁNUDAGUR 16. desember 2002 JÓLAMATURINN „Þetta eru sérvaldar baunir sem við notum frá Banda- ríkjunum og einnig Evrópu. Það er það eina sem ég get sagt,“ seg- ir Eiríkur Magnússon aðstoðar- framkvæmdastjóri og kynningar- fulltrúi ORA. Fullyrða má að Ora grænar baunir séu á borðum flestra lands- manna nú um jólin en hvernig framleiðslunni er háttað er lokuð bók. Eiríkur harðneitaði að tjá sig um framleiðsluferlið og segir það hernaðarleyndarmál. Lögurinn sem þær eru settar í sé málið - leyndarmálið. Hann var jafn- framt ófáanlegur til að segja hversu mikil framleiðsla þessara dularfullu bauna er eða hvert heildarhlutfall framleiðslu væri í desember. Þótt helmingur framleiðslu Ora sé flutt út er ekki svo um grænu baunirnar þó þær hafi ver- ið áberandi allt frá stofnun fyrir- tækisins 1952. Hins vegar er tals- vert sent af grænu baununum til Íslendinga sem búsettir eru er- lendis. Hinn þekkti matgæðingur Úlf- ar Eysteinsson segir þetta bestu baunir í heimi. „Ég fer í fýlu ef ég fæ ítalskt salat með einhverjum frosnum baunum en ekki þessu góðgæti sem eru Ora grænu baun- irnar.“ Úlfar segir þær einstakar og fáist hvergi annars staðar í víðri veröld. Annar baunalitur virðist falla útlendingum betur í geð. Hann telur víst að þetta séu baunir lagðar í bleyti og þá soðnar rækilega. „Ef þetta er einhver 2. flokkur bauna sem þeir nota þá skiptir það engu máli því þær eru góðar og falla að smekk okkar - hvort sem hann telst vondur eða góður. Nú, ef þetta eru einhverjar 1. flokks sérvaldar baunir sem enginn annar tímir að nota erum við heppnastir í heimi.“ ■ ÚLFAR EYSTEINSSON MATGÆÐINGUR Ora grænar baunir hitta beint í mark og samræmast smekk landsmanna – hvort heldur hann telst góður eða vondur. Hinar dularfullu Ora-grænu baunir: Framleiðslan hernaðarleyndarmál ORA GRÆNAR BAUNIR Verða áberandi á borðum landsmanna yfir hátíðarnar. Fást bara á Íslandi, framleiðslan hernaðarleyndarmál en Úlfar Eysteinsson telur þetta bestu baunir í heimi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.