Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 3

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1850 Prentun og bókband Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 16.900,- m. vsk. Lausasala 1690,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSe- arch), Journal Citation Reports/Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2019/105 419 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Lausnin sem við bjóðum er sú að nota rafrænt skapalón til þess að skrá sjúkrasögu allra sjúk­ linga eins. Það sparar bæði tíma og fé og kemur reglu á hlutina,“ segir Chris O´Connor, bráða­ læknir og stofnandi kanadíska gagnagnóttar­ fyrirtækisins Think Research. Tvær deildir á Landspítala verða fyrstar til að nýta sér skapalónið og er búist við að þau verði tilbúin á fyrri hluta nýs árs. Annars vegar verða stöðluð fyrirmæli fyrir sjúklinga með langvinna lungnasjúkdóma og hins vegar fyrir konur í fæðingu. Tékklistarnir tryggja að skrár og verk­ lag lækna verði sambærilegt fyrir hvern sjúkling. „Með þessu vinnulagi má ná víðtækum árangri,“ segir hann. „Hafi læknar ekki gagn­ reynda gátlista þegar þeir meðhöndla sjúklinga verða þeir að muna eftir öllum þeim lyfjum sem sjúklingurinn gæti þurft, öllum mögulegum rannsóknum og úrræðum sem eru í boði. Þeir þurfa þá að hugsa frá grunni í hvert sinn sem nýr sjúklingur mætir þeim. Það er krefjandi, hægir á þjónustunni, eykur hættuna á mistökum auk þess sem læknar hafa hugsanlega ekki nýjustu tæki og þekkingu við höndina,“ segir O’Connor. „Gátlistarnir tryggja að læknarnir vinni í sam­ ræmi við kröfur hverju sinni.“ Hugmyndina að fyrirtækinu fékk O’Connor í kjölfar þess að hann hóf að smíða lista fyrir sjálfan sig árið 2001 til að spara sér tíma við ritun sjúkraskráa en hann vinnur sem bráðalæknir á 1000 legurýma sjúkrahúsi rétt utan við Tórontó í Kanada, Trillium Health Partners. Bráðamóttakan hefur 33 pláss. „Já, helsti hvatinn minn að listanum var leti, leti, leti,“ segir O’Connor kaldhæðinn og útskýrir það einlæglega. „Ég var svo þreyttur og farinn að fá krampa í hendurnar af skýrsluskrifum. Hefði ég þurft að skrifa enn eina skýrsluna frá grunni um sama hlutinn hefði ég bilast!“ O’Connor fór ásamt 5 manna teymi að setja upp fleiri lista fyrir sjúkrahús sitt. „En okkur varð ljóst að öll þessi vinna var ekki sjálfbær. Ég fór því að skoða lausnina í stærra samhengi árið 2006 og tengja sjúkrahús saman sem gætu nýtt þekkingu hvers annars og smíðaði gátista á breiðari grunni. Það var kjarnahugmyndin að baki Think Research,“ segir O’Connor. „Fyrsta árið fengum við eitt sjúkrahús til liðs við okkur, það næsta 5 og við höfum vaxið stöðugt síðan.“ Fyrirtækið hans, Think Research, er í hópi þeirra kanadísku starfrænu heilbrigðisfyrir­ tækja sem vaxa hvað hraðast um þessar mundir. Lausnir þess eru nýttar á 1400 spítölum í Kanada, Bandaríkjunum, Evrópu og Mið­Austurlöndum. „Ég hélt það væri lítið mál að setja upp einn lítinn gátlista utan um störfin mín, en hér er ég 20 árum síðar enn að betrumbæta og uppfæra tékklista,“ segir O’Connor sem hefur ekki lagt lækningar á hilluna þótt Think Research gangi vel. „Þannig næ ég að halda mér ferskum og sjá hvernig lausnirnar virka í raun.“ Lausnin liggur í tækni, þekkingu, upplýsingatækni og reynslu hvers spítala og er sniðin að kerfum þeirra. „Það væri gríðarmikil vinna fyrir hvern spítala að sér­ sníða eigin lista og uppfæra þá í takt við tímann.“ En hver er staða Landspítala miðað við aðra sem hann hefur aðstoðað? „Ég er hrifinn af spít­ alanum, fólkinu og starfinu sem þar er unnið. Það er aðdáunarvert að sjá hverju er áorkað þar,“ segir hann og bætir við: „En það er sama hversu sérhæfð sjúkrahús eru og starfsfólkið menntað, grunnvandinn er alltaf sá sami: Það er flókið að lækna sjúklinga og velja réttu úrræðin fyrir þá. Gagnreyndur gátlisti kem­ ur sé vel fyrir alla, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir í starfi, vinna á litlu eða stóru sjúkrahúsi.“ Setja gátlista í hendur lækna „Við erum ánægð með tækifærið og vonumst til þess að rafrænu gátlistarnir verði á endanum notaðir á landsvísu,“ sagði Chris O´Connor við Læknablaðið rétt áður en hann fór á fund landlæknis og forsvarsmanna Landspítala til að innsigla samning um staðlaða rafræna uppsetningu sjúkragagna tveggja deilda spítalans. Chris O´Connor, stofnandi Think Research, á Fosshóteli fyrir annasaman dag á Íslandi þar sem hann ritaði undir samning við Embætti landlæknis og Landspítala. Mynd/gag Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.