Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 4

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 4
427 Árni Arnarson, Jón Steinar Jónsson, Margrét Ólafía Tómasdóttir, Emil Lárus Sigurðsson Ávísanir á þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf hjá ungu fólki fyrir og eftir bankahrun. Þversniðsrannsókn í Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Rannsóknin sýnir auknar ávísanir á svefnlyf og róandi lyf í aðdraganda efnahagshrunsins, sérstaklega til karla. Á sama tíma sést ekki samskonar aukning á ávísuðu magni þung- lyndislyfja sem bendir til þess að skammvirkum fljótvirkum lyfjum hafi verið ávísað við erfiðar persónulegar aðstæður í kringum hrunið. 435 Ingibjörg Hjaltadóttir, Kjartan Ólafsson, Árún Kristín Sigurðardóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir Heilsa og lifun íbúa fyrir og eftir setningu strangari skilyrða fyrir flutningi á hjúkrunarheimili 2007 Í kjölfar reglugerðarbreytingar 2007 voru þeir sem fluttu á hjúkrunarheimili eldri og veikari við komu og lifðu skemur eftir vistaskiptin en þeir sem fluttu inn fyrir breytingu. Niðurstöð- urnar benda til að markmið reglugerðarbreytingarinnar að forgangsraða þeim sem voru veikastir hafi því tekist. Því má telja líklegt að umönnunarþörf íbúa sé önnur og meiri en áður. 443 Gunnar Guðmundsson, Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson, Vilhjálmur Rafnsson Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna. Yfirlit Loftgæði eru almennt talin mikil á Íslandi og er styrkur mengunarefna í andrúmslofti að jafnaði innan skilgreindra viðmiða. Þetta skýrist af margvíslegum þáttum eins og stærð landsins, legu þess og veðurfari. Náttúruhamfarir geta valdið loftmengun eins og sýndi sig í eldgosum síðustu ára. Rannsóknir hafa verið gerðar á tengslum loftmengunar við heilsufar Íslendinga og æskilegt er að fleiri rannsóknir verði framkvæmdar til að bæta þekkingu á loftmengun á Íslandi enn frekar. 420 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Æ Ð I G R E I N A R 10. tölublað ● 105. árgangur ● 2019 423 Brostið stuðningsnet útskrifta Aðalsteinn Guðmundsson Örlítið brot af raunveruleika Landspítala nær athygli með fréttum af yfirfullri bráðamót- töku, en á bakvið tjöldin er alvarlegur mönnunarvandi sem er flókið að horfast í augu við. 425 Arðbært heilbrigðiskerfi Björn Rúnar Lúðvíksson Það er löngu tímabært að hætta að ræða um taprekstur heilbrigðiskerfisins, hann er einfaldlega ekki til. Við meg- um þó ekki staðna í þeirri viðleitni að gera gott kerfi betra og arðsamara. Þar liggja fjölmörg sóknarfæri. z L E I Ð A R A R AÐGERÐ Læknarnir Cushing og Scarff að undirbúa heila- skurð. Cushing (1869-1939) var brautryðjandi í taugalæknisfræði og starfaði lengst af á Johns Hopkins-spítalanum í Baltimore. Teikningar hans af heilanum, áhöld sem hann hannaði og þriggja binda ævisaga kanadíska læknisins William Osler sem Cushing fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir eru meðal þess efnis sem hann lét eftir sig. Þetta góss er að stærstum hluta varðveitt á lækn- ingasögusafni Yale-háskólans. Myndin á kápu októberblaðsins er birt með leyfi safnsins og tekin í kringum árið 1930 á Peter Bent Brigham-sjúkra- húsinu í Boston.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.