Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 24

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 24
440 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N landa sem verið er að bera saman, sem og í úrtaki og aðferðafræði þessara rannsókna. Ofangreindur samanburður vekur þó þá hugs­ un hvort aldraðir Íslendingar þurfi að bíða of lengi áður en þeir fá rými á hjúkrunarheimili og skilyrði fyrir dvöl á hjúkrunarheimili því hugsanlega orðin of ströng eftir reglugerðarbreytingu í desem­ ber 2007. Ástæða væri til að skoða aðstæður þeirra sem búa heima og bíða eftir flutningi á hjúkrunarheimili. Sjúkdómsgreiningarnar hjartabilun og langvinn lungnateppa voru sterkustu áhættuþættirnir fyrir dauðsfalli í báðum hópun­ um, bæði innan eins og tveggja ára frá komu, ásamt blóðþurrðar­ sjúkdómi í hjarta, hin síðastnefnda þó einkum fyrir dauðsfalli inn­ an tveggja ára. Erlendar rannsóknir sýna svipaðar niðurstöður.1,2 Athyglisvert er að sykursýki var skýr áhættuþáttur fyrir and­ láti á tímabilinu 2003­2007 en ekki eftir 2008. Rímar sú niðurstaða við erlendar rannsóknir.2,7 Bent hefur verið á að gott eftirlit með sykursýkinni geti verið verndandi þáttur til að seinka dauðsföll­ um.25 Rannsókn sem gerð var á íslenskum og norskum hjúkrunar­ heimilum á árunum 2011­2015 fann að sjúkdómsgreiningin sykursýki var skráð hjá fleiri íbúum en þeim sem voru á blóð­ sykurslækkandi lyfjum á Íslandi en bara hjá 75% sama hóps í Nor­ egi.26 Það að íbúi hafi ekki réttar sjúkdómsgreiningar eykur líkur á mistökum í umönnun. Ennfremur sýndi íslensk rannsókn að íbúar á hjúkrunarheimilum sem voru með sykursýki höfðu fleiri vanda­ mál sem vitað er að tengjast seinkvillum sykursýki, en aðrir íbúar, svo sem hjartasjúkdóma, nýrnabilun og þrýstingssár á alvarlegum stigum, sem allt krefst viðeigandi meðferðar og eftirlits.21 Athygli vekur að allir heilsu­ og færnikvarðar sýndu mun milli tímabilanna, þar sem vitræn og líkamleg geta versnaði á seinna tímabilinu. Hins vegar vekur athygli að verkjakvarðinn og virknikvarðinn sýndu betri útkomu á seinna tímabilinu, sem gæti tengst aukinni áherslu á verkjameðferð og aukinni afþreyingu á hjúkrunarheimilunum. Hér höfðu lífskvarðinn og langi ADL­ kvarðinn skýrasta forspárgildið fyrir andláti. Fjölmargar rann­ sóknir hafa sýnt fram á forspárgildi ADL­færni fyrir andláti2,6,27 og rannsókn sýndi fram á forspárgildi lífskvarðans, langa ADL­ kvarðans og vitræna kvarðans fyrir andláti.1 Þegar strangari skilyrði eru sett fyrir flutningi á hjúkr­ unarheimili má búast við að heilsufar íbúa sé lakara við komu en áður. Jafnframt skemmri dvalartíma þarf að hafa í huga að vaxandi fjölda aldraðra sem dvelur á hjúkrunarheimilum deyr þar en ekki á sjúkrahúsi.28 Skammur dvalartími og vaxandi fjöldi einstaklinga sem deyr á hjúkrunarheimilum er áminning um að 1. Lee JS, Chau PP, Hui E, Chan F, Woo J. Survival prediction in nursing home residents using the Minimum Data Set subscales: ADL Self­Performance Hierarchy, Cognitive Performance and the Changes in Health, End­stage dise­ ase and Symptoms and Signs scales. Eur J Public Health 2009; 19: 308­12. 2. Sund Levander M, Milberg A, Rodhe N, Tingström P, Grodzinsky E. Differences in predictors of 5­year survival over a 10­year period in two cohorts of elderly nursing home residents in Sweden. Scand J Caring Sci 2016; 30:7 14­20. 3. Hjaltadóttir I, Hallberg IR, Ekwall AK, Nyberg P. Health status and functional profile at admission of nursing home residents in Iceland over 11­year period. Int J Older People Nurs 2012; 7: 177­87. 4. Kelly A, Conell­Price J, Covinsky K, Cenzer IS, Chang A, Boscardin WJ, et al. Length of stay for older adults resi­ ding in nursing homes at the end of life. J Am Geriatr Soc 2010; 58:1 701­6. 5. Porock D, Parker Oliver D, Zweig S, Rantz M, Mehr D, Madsen R, et al. Predicting death in the nursing home: development and validation of the 6­month Minimum Data Set mortality risk index. J Gerontol A Biol Sci Med Sci 2005; 60: 491­8. 6. Hjaltadóttir I, Hallberg IR, Ekwall AK, Nyberg P. Predicting mortality of residents at admission to nursing home: a longitudinal cohort study. BMC Health Serv Res 2011; 11: 86. 7. Shah SM, Carey IM, Harris T, DeWilde S, Cook DG. Mortality in older care home residents in England and Wales. Age Ageing 2013; 42: 209­15. 8. Jónsson PV, Björnsson S. Mat á vistunarþörf aldraðra. Læknablaðið 1991; 77: 313­7. 9. Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið. Reglugerð um vistunarmat no. 1262/2007. 10. Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið. Reglugerð um þjónustuhóp aldraðra og vistunarmat aldraðra no. 791/2001. 11. Embætti landlæknis. Heildrænt hjúkrunarheimilismat. 2019. Heimildir mikil þörf er á þekkingu á líknandi meðferð og lífslokameðferð á hjúkrunarheimilum. Þá hefur íslensk rannsókn sýnt að einkenna­ meðferð geti verið ábótavant á hjúkrunarheimilum og þörf fyrir líknandi meðferð sé mikil.29 Með breyttu heilsufari íbúa og þar með breyttri umönnunarþörf er ljóst að starfsfólk þarf að hafa viðeigandi þekkingu og möguleika á að mæta þörfum íbúanna.2 Slíkar breytingar gætu falið í sér þörf fyrir fleiri starfsmenn (fleiri veittar hjúkrunarklukkustundir) og hærra hlutfall fagfólks og þar með aukið fjármagn til reksturs hjúkrunarheimila. Styrkur rannsóknarinnar felst í því að gögnin ná yfir 12 ára tímabil og borin eru saman annars vegar gögn fyrir 5 ár (2003­ 2007) fyrir breytingu á reglugerð og hins vegar allt að 7 ár (2008­ 2014) eftir breytingu. Tímabilið eftir breytinguna er því nægilega langt til að áhrifa hennar sé farið að gæta að fullu. Þó verður að telja það til galla að um klínísk gögn er að ræða en ekki rann­ sóknargögn, sem getur skert áreiðanleika gagnanna. Einnig má teljast galli að ekki hefur farið fram formleg rannsókn á áreiðan­ leika í gerð matsins á Íslandi. Þó hefur verið bent á að með klínísk­ um gögnum er hægt að fá langtímagögn og að gögn sem fengin eru með interRAI­mælitækinu eru mikilvæg rannsóknargögn.30 Jafnframt hefur verið bent á að áreiðanleiki mælitækisins hefur reynst vera í meðallagi til mikill í rannsóknum.12 Ályktun Eftir breytingar á vistunarmati frá og með 2008 eru þeir sem flytja á hjúkrunarheimili marktækt eldri og veikari en á árunum fyrir 2008 og lifun eftir vistaskiptin er skemmri en áður. Hlutfall þeirra sem komu frá eigin heimili en ekki stofnun eða sjúkrahúsi lækk­ aði á síðara tímabilinu. Fólk kemst því ekki á hjúkrunarheimili fyrr en það er orðið verulega veikt og því hugsanlegt að ákveðinn hópur sem þarf á hjúkrunarheimilisþjónustu að halda bíði of lengi eftir slíkri þjónustu. Markmið reglugerðarbreytingarinnar, að for­ gangsraða þeim sem voru veikastir hefur því náðst, en veikari íbú­ ar kalla á aðra og meiri umönnun en áður. Þakkir Rannsakendur vilja þakka styrk til rannsóknarinnar frá vísinda­ sjóði Landspítala og vísindasjóði Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.