Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 42

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 42
458 LÆKNAblaðið 2019/105 „Ég hef aldrei hætt í neinu,“ var hugsun Ölmu Möller þegar hún var ráðin í emb­ ætti landlæknis á vormánuðum í fyrra, nýbúin að skrá sig í nám í opinberri stjórnsýslu. „Ég ákvað því að drífa nám­ ið áfram meðfram nýju starfi.“ Alma hefur afar víðtækan bakgrunn. Hún er með doktorspróf í svæfinga­ og gjörgæslulækningum og lauk meist­ aranámi í stjórnun og lýðheilsu í HR, námi sem hófst árið 2008 og var stýrt af Guðjóni heitnum Magnússyni lækni í samvinnu við Columbia­háskóla. „Engin skörun var á milli meistara­ námsins og diplómanámsins, sem kom mér á óvart,“ segir Alma þar sem við setjumst niður á skrifstofu hennar á Rauðarárstíg 10, þangað sem helmingur starfsliðs Embættis landlæknis flutti vegna veikinda starfsmanna úr glæsi­ legu húsnæðinu á Barónstíg. Staðsetn­ ingin er tímabundin. Alma vill hvetja lækna sem hafa áhuga á stjórnun að mennta sig í því fagi. Mikilvægt sé fyrir heilbrigðiskerfið að hafa góða stjórnendur. „Við vitum að næsti yfirmaður er mikilvægur varðandi vellíðan í vinnu og árangur eininga, auk þess sem það eru miklar áskoranir sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir,“ segir hún. „Það er vaxandi kostnaður og erfitt að manna. Kerfið verður sífellt flóknara. Það er öruggt að miklar breytingar eru framundan, stöðugar breytingar og gríðarlega mikilvægt að við fáum menntaða stjórnendur.“ Nám í opinberri stjórnsýslu lýtur að því að framfylgja stefnu stjórnvalda og reka stofnanir, almannatengsl og lög eru einnig kennd. „Námið var það gagnlegt og skemmtilegt að ég hef velt því fyrir mér að klára meistaranám í faginu. En ég ætla í það minnsta að taka eina önn í frí,“ segir Alma og brosir. „Ég fann það í fyrra starfi sem fram­ kvæmdastjóri á Landspítala að ég hefði viljað breiðari þekkingargrunn þegar ég tók stjórnvaldsákvarðanir; tók ákvarð­ anir um réttindi og skyldur manna og mér fannst ég þurfa að efla mig í lögum. Ég tala nú ekki um í þetta starf sem landlæknir, þá er lagaþekking nauðsyn­ leg,“ segir hún. „Það verður miklu skemmtilegra að vinna þegar maður er með grunn og vel undirbúinn. Þá er skemmtilegra að læra þegar maður eldist og tengir námsefnið við það sem maður hefur reynt í starfi.“ „Það skemmtilegasta sem ég veit er að læra nýtt,“ segir Alma Möller landlæknir að lokum en hún var ekki sú eina í fjölskyldunni sem útskrifaðist í sumar úr háskólanum. „Við útskrif­ uðumst fjögur. Sonurinn í lögfræði og dóttir og tengdasonur í jarðvísindum; eldfjallafræði. Það var mjög gaman.“ Samkvæmt tölum Landspítala voru konur rétt tæp 80% starfsmanna Landspít­ ala seinni hluta árs 2017. Þær voru 57% stjórnenda og 64% æðstu stjórnenda. „Varðandi yfirmannsstöður almennt er mikilvægt að hvetja konur til að sækjast eftir þeim og auðvitað að þær njóti sann­ mælis við ráðningar.“ Alma vitnar í námið og bendir á að konur glími ekki aðeins við glerþakið, heldur einnig glerklifið (glas cliff) og gler­ rúllustigann. „Þakið er enn við lýði, en glerklifið er einnig merkilegt. Konur eru oft frekar valdar í háar stöður þegar vand­ ræði eru í fyrirtækinu eða stofnuninni. Síðan er það glerrúllustiginn. Hann leiðir til þess að þegar karlar fara inn á svæði sem eru almennt talið yfirráðasvæði kvenna rísa þeir oft hratt til metorða.“ Alma segir vert að staldra við og velta þessum málum fyrir sér. „Ég hef áður leitt þetta málefni hjá mér en þegar ég fór að velta þessu fyrir mér sjást merkin víða. Það skiptir máli að hafa augun hjá sér. Það skipti máli að festa sig ekki í staðalímynd­ um heldur taka á málinu.“ Ákvað að halda náminu áfram sem landlæknir Frá vinstri, Daníel tengdasonur Ölmu, master í jarðvísindum, Helga Kristín, dóttir hennar, master í eldfjallafræði, Alma sjálf, diplóma í opinberri stjórnsýslu, Jónas sonur hennar, BA í lögfræði og Andrea, tengdadóttir sem var að ljúka 3. ári læknisfræði. Mynd/í einkaeigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.