Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 23

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2019/105 439 R A N N S Ó K N innfluttra á íslenskum hjúkrunarheimilum er lægri en 85 ár og hærri aldur nýinnfluttra á síðara tímabilinu gæti því einnig skýrt aukna tíðni Alzheimer­sjúkdóms í þeim hópi. Sjúkdómsgrein­ ingin hjartabilun var einnig algengari á seinna tímabilinu og nokkru algengari en í nýlegri bandarískri rannsókni, en þar var hlutfallið 18,7­19,5%.18 Sjúkdómsgreiningin blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta var algengari á síðara tímabilinu og jafnframt algengari en í evrópskri rannsókn þar sem hlutfallið var 25,3%.19 Niðurstöð­ urnar gefa því vísbendingar um að hópurinn sem flutti á hjúkr­ unarheimili eftir desember 2007 sé veikari en á fyrra tímabilinu út frá þeim sjúkdómsgreiningum sem skráðar eru. Þó er ekki hægt að útiloka að nákvæmari skráning sjúkdómsgreininga gæti haft einhver áhrif. Hlutfall þeirra sem voru greindir með langvinna lungnateppu (LLT) var hærra seinna tímabilið en þó nokkuð lægra en 21,5%, sem er hlutfall þeirra sem eru með LLT á bandarískum hjúk­ unarheimilum.20 Hlutfallsleg aukning LLT skýrist líklega annars vegar af fleiri öldruðum með langa reykingasögu og hins vegar af bættri greiningu LLT á síðari árum, en þó er athyglisvert að astmagreiningum fækkar ekki á móti. Aukning á sykursýki á milli tímabila kemur ekki á óvart, en íslensk rannsókn hefur áður sýnt sömu þróun.21 Kerfisbundið yfirlit Garcia og Brown sýndi rann­ sóknarniðurstöður þar sem tíðni sykursýki á hjúkrunarheimilum Tafla IV. Forspárstuðull fjögurra þekktra bakgrunnsþátta, 9 sjúkdómsgreininga og 6 heilsu- og færnikvarða fyrir andláti innan tveggja ára meðal nýbúa á hjúkrunarheimili á árunum 2003-2007 og 2008-2012. Hópur 2003-2007 (n=1832) Hópur 2008-2013 (n=2341) HR1a) 95% CI HR2b) 95% CI HR1a) 95% CI HR2b) 95% CI Aldur 1,03 1,02-1,04 1,03 1,02-1,05 1,03 1,02-1,03 1,02 1,01-1,03 Kyn (kona) 0,64 0,55-0,74 0,72 0,62-0,84 0,65 0,58-0,72 0,75 0,66-0,84 Líkamsþyngdarstuðull 0,96 0,95-0,97 0,96 0,95-0,97 0,97 0,96-0,98 0,97 0,96-0,98 Kom frá sjúkrastofnun 1,05 1,01-1,10 1,00 0,96-1,04 1,06 1,02-1,10 1,00 0,97-1,04 Alzheimer 0,94 0,80-1,12 0,81 0,66-0,98 0,85 0,75-0,97 0,78 0,67-0,91 Önnur elliglöp 1,12 0,96-1,29 0,82 0,70-0,97 1,16 1,03-1,31 0,91 0,80-1,04 Blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta 1,35 1,16-1,57 1,30 1,10-1,52 1,30 1,15-1,47 1,15 1,02-1,31 Hjartabilun 1,61 1,37-1,90 1,31 1,10-1,57 1,74 1,53-1,98 1,49 1,29-1,71 Langvinn lungnateppa 1,70 1,41-2,06 1,45 1,18-1,79 1,74 1,51-2,01 1,27 1,09-1,49 Astmi 1,15 0,86-1,54 0,91 0,67-1,24 1,28 1,03-1,59 0,96 0,77-1,21 Sykursýki 1,24 1,00-1,54 1,27 1,02-1,58 1,09 0,93-1,29 1,04 0,88-1,23 Helftarlömun 0,96 0,73-1,27 0,87 0,65-1,17 0,89 0,70-1,13 0,70 0,55-0,90 Kvíði 1,06 0,91-1,23 0,97 0,82-1,14 1,12 0,99-1,27 1,00 0,88-1,14 Þunglyndi 0,85 0,73-0,99 0,74 0,63-0,87 1,03 0,92-1,16 0,85 0,75-0,97 Lífskvarði 1,52 1,44-1,61 1,34 1,26-1,43 1,47 1,41-1,53 1,28 1,22-1,35 Þunglyndiskvarði 1,07 1,04-1,10 1,00 0,96-1,02 1,06 1,04-1,08 0,98 0,95-0,99 Vitrænn kvarði 1,13 1,09-1,18 1,00 0,94-1,04 1,15 1,11-1,19 1,00 0,95-1,04 Verkjakvarði 1,26 1,17-1,36 1,06 0,98-1,15 1,26 1,19-1,34 1,12 1,05-1,19 Langur ADL-kvarði c) 1,06 1,05-1,07 1,03 1,02-1,04 1,06 1,06-1,07 1,05 1,04-1,05 Virknikvarði 0,83 0,80-0,86 0,87 0,83-0,92 0,83 0,81-0,86 0,90 0,87-0,94 HR = forspárstuðull (Hazard Ratio). a): HR1 er einfaldur forspárstuðull, þ.e. þegar hver þáttur sjúkdómsgreininga og kvarða var metinn einn í einu, ásamt efstu breytunum fjórum (stýribreytum). Tölugildin fyrir stýribreyturnar fjórar í dálki HR1 sýna niðurstöðuna þegar þær einar voru í módelinu. b): HR2 sýnir niðurstöðuna þegar allar breyturnar í dálkinum voru greindar saman. 95%CI: 95% öryggisbil. c) ADL: athafnir daglegs lífs. Feitletraðar tölur sýna marktækan forspárstuðul fyrir andláti. var bæði lægri og hærri tíðni (8,4%­53%) en í þessari rannsókn.22 Aukin tíðni ofangreindra sjúkdóma eykur umönnunarbyrði og þörf fyrir faglært starfsfólk á hjúkrunarheimilunum. Hlutfall þeirra sem dóu innan eins árs (26,6%) eða tveggja ára (43,1%) á fyrra tímabili þessarar rannsóknar er sambærilegt við áður birtar niðurstöður frá tímabilinu 1995­2006, enda skarast þessi tímabil að hluta.6 Hins vegar hafði þetta hlutfall hækkað marktækt eftir desember 2007 (1 ár: 33,5%; 2 ár: 50,9%). Það er því ljóst að verulegar breytingar urðu á lifun nýinnfluttra á íslenskum hjúkrunarheimilum eftir desember 2007. Auk breytinga á reglu­ gerð geta fleiri þættir hafa haft áhrif á lifun sem erfitt er að fast­ setja í þessari rannsókn, en það eru framboð á hjúkrunarheimilis­ rýmum, fækkun dvalarrýma og lokun líknardeildar á Landakoti. Niðurstöðurnar sýna hærra hlutfall þeirra sem létust innan eins og tveggja ára borið saman við erlendar rannsóknir. Í rann­ sókn 7 Evrópulanda (N=3036; 57 hjúkrunarheimili) létust 20% íbúa innan árs23 og í bandarískri rannsókn sem skoðaði interRAI­gögn 1.217.008 íbúa á hjúkrunarheimilum létust 24% innan árs og 35% innan tveggja ára.18 Ennfremur sýndi sænsk rannsókn (n=333) þar sem skoðuð var dánartíðni íbúa sem fluttu á hjúkrunarheimili á tímabilinu 2007­2011 að 44% íbúa höfðu látist innan þriggja ára frá flutningi.24 Í ofangreindum samanburði þarf þó að hafa í huga að margt er ólíkt í heilbrigðiskerfi og rekstri hjúkrunarheimila þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.