Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 22

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 22
438 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N Forspárgildi hinna völdu sjúkdómsgreininga og heilsu­ og færnikvarða er sýnt í töflu III fyrir eins árs lifun og í töflu IV fyrir tveggja ára lifun. Stýribreytur voru aldur, kyn, líkamsþyngdar­ stuðull og hvaðan fólk flutti inn á hjúkrunarheimili. Töflurnar sýna að sjúkdómsgreiningarnar hjartabilun og langvinn lungna­ teppa voru sterkustu áhættuþættirnir fyrir dauðsfalli í báð­ um hópunum, bæði innan eins og tveggja ára frá komu, ásamt blóðþurrðarsjúkdómi í hjarta, hin síðastnefnda þó einkum fyrir dauðsfalli innan tveggja ára (tafla IV). Sykursýki var einnig skýr áhættuþáttur innan fyrri hópsins, en ekki eftir 2008, hvorki varð­ andi dauðsfall innan eins árs né tveggja ára. Minni líkur reyndust vera á dauðsfalli innan eins til tveggja ára frá komu ef einstak­ lingurinn var greindur með Alzheimer­sjúkdóm, einkum í síðari hópnum (frá og með 2008). Einnig virtist greiningin helftarlöm­ un að vissu marki draga úr líkum á dauðsfalli í síðari hópnum og sjúkdómsgreiningin þunglyndi dró einnig úr dánarlíkum í þessari greiningu, þó fyrst og fremst í samþættri greiningu allra þátta (töflur III og IV). Innan heilsu­ og færnikvarðanna höfðu lífs­ kvarðinn og langi ADL­kvarðinn skýrast forspárgildi, bæði fyrir eins og tveggja ára lifun í báðum hópum. Meiri félagsleg virkni (virknikvarði) var hins vegar jákvæð fyrir bæði eins og tveggja ára lifun. Við einföldu greininguna, það er þegar einungis einni breytu var bætt við stýribreyturnar (HR1 í töflu III og IV), hvarf marktækni þess hvaðan fólk kom á hjúkrunarheimilið þegar ADL­ kvarðinn kom inn í greininguna og eingöngu þá. Umræður Niðurstöðurnar sýna að marktækur munur var á heilsu og lifun þeirra sem fluttu á hjúkrunarheimili á árunum 2003­2007 annars vegar og hins vegar á tímabilinu 2008­2014. Þeir sem fluttu á hjúkr­ unarheimili á seinna tímabilinu voru eldri og fleiri voru greindir með Alzheimer­sjúkdóm, blóðþurrðarsjúkdóm í hjarta, hjartabil­ un, sykursýki og langvinna lungnateppu. Færri fluttu á hjúkr­ unarheimili beint að heiman og hærra hlutfall lést innan eins og tveggja ára á seinna tímabilinu. Sterkustu áhættuþættirnir fyrir dauðsfalli innan eins og tveggja ára frá komu á báðum tímabil­ um voru sjúkdómsgreiningarnar hjartabilun og langvinn lungna­ teppa, auk fleiri stiga á lífskvarðanum og langa ADL­kvarðanum. Bent hefur verið á að tíðni mismunandi heilabilunarsjúkdóma og hegðunarbreytinga á hjúkrunarheimilum sé óljós, meðal annars vegna mismunandi greiningaraðferða. Í bandarískri rann­ sókn frá 2010 er áætlað að 32% þeirra sem eru 85 ára og eldri séu með Alzheimer­sjúkdóm,17 sem er hærra en í hópnum sem flutti á hjúkrunarheimili fyrir 2008 í þessari rannsókn, en svipað og í síðari hópnum. Hugsanlega skýrist það af því að meðalaldur ný­ Tafla III. Forspárstuðull fjögurra þekktra bakgrunnsþátta (control variables), 9 sjúkdómsgreininga og 6 heilsu- og færnikvarða fyrir andláti innan árs meðal íbúa á hjúkr- unarheimili á árunum 2003-2007 og 2008-2013. Hópur 2003-2007 (n=1832) Hópur 2008-2013 (n=2895) HR1a) 95% CI HR2b) 95% CI HR1a) 95% CI HR2b) 95% CI Aldur 1,03 1,02-1,05 1,04 1,03-1,05 1,02 1,01-1,03 1,02 1,01-1,03 Kyn (kona) 0,58 0,48-0,69 0,68 0,56-0,82 0,66 0,58-0,75 0,79 0,69-0,90 Líkamsþyngdarstuðull 0,95 0,94-0,96 0,96 0,95-0,97 0,96 0,95-0,97 0,96 0,95-0,97 Kom frá sjúkrastofnun 1,08 1,03-1,14 1,02 0,97-1,07 1,07 1,03-1,11 1,02 0,98-1,06 Alzheimer 0,80 0,64-1,01 0,64 0,49-0,82 0,82 0,71-0,94 0,72 0,61-0,85 Önnur elliglöp 0,98 0,81-1,19 0,67 0,54-0,83 1,10 0,96-1,25 0,81 0,69-0,94 Blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta 1,40 1,16-1,70 1,39 1,13-1,70 1,23 1,08-1,41 1,05 0,91-1,21 Hjartabilun 1,55 1,26-1,91 1,18 0,94-1,48 1,82 1,58-2,09 1,47 1,27-1,71 Langvinn lungnateppa 1,64 1,29-2,08 1,38 1,07-1,79 1,82 1,56-2,12 1,30 1,11-1,54 Astmi 1,25 0,88-1,78 1,05 0,72-1,54 1,47 1,16-1,85 1,07 0,84-1,37 Sykursýki 1,38 1,06-1,79 1,38 1,05-1,82 1,12 0,94-1,33 1,03 0,88-1,26 Helftarlömun 0,97 0,68-1,37 0,91 0,63-1,31 0,81 0,62-1,07 0,62 0,47-0,82 Kvíði 0,98 0,81-1,20 0,87 0,67-1,01 1,19 1,04-1,36 1,02 0,89-1,17 Þunglyndi 0,85 0,70-1,03 0,76 0,62-0,94 0,96 0,84-1,10 0,78 0,68-0,90 Lífskvarði 1,65 1,55-1,76 1,46 1,37-1,59 1,66 1,58-1,74 1,41 1,33-1,48 Þunglyndiskvarði 1,07 1,03-1,11 0,98 0,93-1,01 1,05 1,03-1,07 0,94 0,91-0,96 Vitrænn kvarði 1,12 1,07-1,18 0,98 0,93-1,05 1,19 1,14-1,24 1,00 0,95-1,05 Verkjakvarði 1,37 1,25-1,51 1,09 0,98-1,21 1,41 1,32-1,50 1,18 1,10-1,27 Langur ADL-kvarði c) 1,07 1,06-1,08 1,04 1,02-1,05 1,09 1,08-1,10 1,06 1,05-1,07 Virknikvarði 0,80 0,78-0,86 0,86 0,82-0,92 0,80 0,77-0,83 0,87 0,84-0,91 HR = forspárstuðull (Hazard Ratio). a): HR1 er einfaldur forspárstuðull, það er þegar hver þáttur sjúkdómsgreininga og kvarða var metinn einn í einu, ásamt efstu breytunum fjórum (stýribreytum). Tölugildin fyrir stýribreyturnar fjórar efst í dálki HR1 sýna niðurstöðuna þegar þær einar voru í módelinu. b): HR2 sýnir niðurstöðuna þegar allar breyturnar í dálkinum voru greindar saman. 95%CI: 95% öryggisbil. c) ADL: athafnir daglegs lífs. Feitletraðar tölur sýna marktækan forspárstuðul fyrir andláti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.