Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 38
454 LÆKNAblaðið 2019/105
Frá árinu 1972 hafa ritstjórnir norrænu læknablaðanna komið
saman, fyrst annað hvert ár en nú árlega, og veitir ekki af því hið
fornkveðna heldur gildi með sínu einfalda sniði: Tempus fugit, en
samt er ekki því að neita að öll hjól snúast æ hraðar. Útgáfubrans
inn tók hænuskref árlega árið 1972 en 2019 er ástundað þrístökk
daglega, þrátt fyrir núvitund.
Norrænu læknablöðin eru systurblöð Læknablaðsins, ámóta
gömul, hafa fylgst að í gegnum tíðina, og sameina ritrýnt efni og
félagslegt. Danska blaðið tók það íslenska í skammtog á árunum
19861995 þegar læknafélögin íslensku höfðu ekki bolmagn til að
standa straum af kostnaði við prentun og dreifingu. Örn Bjarna
son ritstjóri kom því þá til leiðar að danska læknablaðið sá um
það íslenska, tók það í fóstur, safnaði auglýsingum, setti blaðið,
prentaði og dreifði hér heima á eigin kostnað. Á sama tíma var
Fréttabréf lækna útgefið hér heima.
Beinagrind þessara blaða er sambærileg en að sjálfsögðu eru
ritstjórnir hinna norrænu blaðanna mun stærri en við Læknablaðið
þar sem stöðugildi eru 2,5.
Sama er uppi á teningnum hjá öllum blöðum: en þó eru Svíar
verst staddir núna, þeir hafa fækkað starfsfólki, og komu út viku
lega fyrir nokkrum árum, nú eru útgáfurnar 37 á ári og verða
færri á næsta ári. Hin blöðin eru miklu uppréttari, með mikla
netumferð, alls kyns blaðamennsku, og vinnslu á fræðigreinum.
Öll blöðin glíma við það sem nú er náttúrulögmál: stórfelld fækk
un auglýsinga. Lyfjaframleiðendur snúa sér nú beint til neytand
ans og tala við þá í bíó, sjónvarpinu, blöðunum og á facebook og
öðrum alltumlykjandi samfélagsmiðlum. Og það er best að horf
ast í augu við að þessari þróun verður ekki snúið við.
Eftir stendur það sem er kjarni blaðanna: ritrýnt efni, – það
er fótfestan og ekkert sem mun leysa það af hólmi sýnist manni.
Íslenskt efni byggt á íslenskum rannsóknum og spurningin er að
vinna og spinna úr fræðiefni aðra þætti sem gætu tengst víðar.
Jafnframt eykst hröðum skrefum áhugi almennings á öllu efni
þar sem heilsa og sjúkdómar koma við sögu.
Læknablaðið hefur líka greikkað sporið með vaxandi umferð
arþunga um heimasíðuna, – nú er hægt að fletta blaðinu þar. Við
mikið af efni í blaðinu, bæði fræðilegt og félagslegt, eru nú hlað
varpsþættir sem auðvelt er að nálgast og hlusta á. Öllu er þessu
dreift á facebooksíðu blaðsins, og má segja að útgáfan hafi teygt
sig í nýjar deildir jarðar.
Besti vinur aðal
um fund norræna læknablaðanna
Fundargestir í Stokkhólmi í septemberbyrjun sigldu yfir höfnina til að snæða í gamalli
vefnaðarverksmiðju. Hér eru fulltrúar norrænu blaðanna: frá vinstri Ugeskrift for læger,
Läkartidningen og Lääkärilehti, en ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins tók myndina.
■ ■ ■ Védís Skarphéðinsdóttir