Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2019/105 451
Y F I R L I T
við eldstöðvarnar vegna vinnu sinnar var boðið að mæta í
heilsufarsskoðun. Alls voru 32 einstaklingar (þar af 6 konur) rann
sakaðir fyrir ferð að gosstöðvunum. Eftir ferð að gosstöðvunum
mættu 17 til endurmats. Af þeim sem mættu í grunnrannsókn
greindi um helmingur frá því að hafa verið með erting í augum
og nefi meðan á dvöl stóð við gosstöðvarnar og þriðjungur var
með kvefeinkenni. Eftir að komið var frá gosstöðvunum gengu
þessi einkenni hins vegar í flestum tilfellum til baka. Ekki mæld
ust marktækar breytingar á lungnastarfsemi eða merki um bólgu
í öndunarvegum þessara einstaklinga eftir komuna frá eldstöðv
unum. Einnig var gerð rannsókn á almenningi þar sem gögn
voru sótt úr gagnagrunnum Embættis landlæknis varðandi sjúk
dómsgreiningar á heilbrigðistofnunum á Íslandi sem endurspegla
möguleg áhrif af brennisteinsdíoxíði. Að auki voru upplýsingar
sóttar í lyfjagagnagrunn Embættis landlæknis um sölu lyfseðils
skyldra astmalyfja. Við mat á mengun af völdum brennisteinsdí
oxíðs voru notuð gögn frá Umhverfisstofnun frá mælistöðvum
víðs vegar um land. Niðurstöður leiddu í ljós að á svæðum þar
sem aukinn styrkur brennisteinsdíoxíðs mældist varð marktæk
aukning á aðsókn einstaklinga til heilbrigðisþjónustunnar með
öndunarfæravandamál. Hins vegar varð ekki marktæk aukning á
greiningum sem tengdust ertingu í augum, höfuðverk, hjarta og
æðasjúkdómum eða magaverkjum. Einnig sást marktæk aukning
í sölu astmalyfja þá daga sem SO2 mældist yfir 24klst loftgæða
mörkum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Grein í vísindatímariti
um þessar niðurstöður birtist nýlega.50
Er þörf á frekari rannsóknum á loftmengun á Íslandi?
Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu um loftmengun á Íslandi. Þar
kom fram að hér á landi hafa Umhverfisstofnun og heilbrigðis
nefndir sveitarfélaga haft forgöngu um að mæla, skrá og miðla
upplýsingum um loftgæði. Ekki hefur þó verið staðið skipulega að
skráningu og rannsóknum á heilsufarslegum áhrifum loftmeng
unar enda er ábyrgð á þeim verkefnum óljós. Að mati Ríkisend
urskoðunar er æskilegt að rannsóknum á áhrifum loftmengun
ar á heilsufar verði betur sinnt og að fylgst verði með þeim með
markvissari hætti en gert hefur verið. Ríkisendurskoðun taldi að
hafa ætti í huga að markmið gildandi laga sem taka til loftgæða
og loftmengunar væri að vernda heilsu almennings. Án áreið
anlegra upplýsinga og gagna um áhrif þessara þátta á lýðheilsu
yrði erfitt að meta raunverulegan árangur af stefnu og aðgerðum
stjórnvalda. Umhverfisráðuneytið tekur undir þessa hvatningu
Ríkisendurskoðunar í áætlun um loftgæði 20182029 um að styrkja
rannsóknir á loftgæðum og áhrifum þeirra á heilsufar og efla
þau kerfi sem skrá og miðla upplýsingum um þróun loftgæða og
áhrif þeirra á heilsufar.4 Þar kemur fram að þrátt fyrir að flestar
íslenskar rannsóknir sýni fram á samband milli loftmengunar og
heilsufarsbrests eru þær ekki nógu margar til að geta svarað með
vissu þeirri spurningu hvort um sé að ræða orsakasamband eða
ekki. Þetta þarf því að rannsaka enn betur til að geta ályktað um
þetta samband.
Samantekt
Loftmengun getur verið af völdum manna eða náttúruleg eins og
í eldgosum, á jarðhitasvæðum og í foki jarðvegsefna. Loftmengun
er hættuleg heilsu manna, einkum þeirra sem þjást af sjúkdómum
í öndunarfærum og hjarta og æðakerfi, og dregur úr lífsgæðum
og lífslíkum. Mikilvægt er fyrir Íslendinga að vera á varðbergi
gagnvart loftmengun og auka rannsóknir á þeim til muna.
1. Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
2. Sólnes J, Sigmundsson F, Bessason B. Edfjallavá. Í:
Náttúruvá á Íslandi Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygg
ing Íslands/Háskólaútgáfan, Reykjavík 2013: 73175.
3. Guðmundsson G, Larsen G. Áhrif eldgosa á heilsu manna
á Íslandi. Yfirlitsgrein. Læknablaðið 2016; 102: 43341.
4. Umhverfisstofnun. Hreint loft til framtíðar Áætlun
um loftgæði á Íslandi 20182029. Umhverfis og
auðlindaráðuneytið, Reykjavík 2017; 162.
5. Air quality in Europe 2018 report. European Environment
Agency. eea.europa.eu/publications/airqualityin
europe2018 júní 2019.
6. WHO. Ambient air pollution: A global assessment of expo
sure and burden of disease. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin,
Genf 2016: 1121.
7. Institute for Health Metrics and Evaluation’s Global
Burden of Disease Project og Health Effects Institute. State
of the global air /2017 a special report on global exposure
to air pollution and its disease burden. stateofglobalair.
org/sites/default/files/SOGA2017_report.pdf janúar 2019.
8. WHO. Protecting children’s health in a changing envi
ronment. Report of the Fifth Ministerial Conference on
Environment and Health. Kaupmannahöfn 2010.
9. Iceland’s Implementation of the 2030 Agenda for
Sustainable Development. Voluntary National Review.
Forsætisráðuneytið. Reykjavík 2019. heimsmarkmidin.is/
library/Heimsmarkmid/VNR_skyrsla_web
10. EEA core set of indicators Guide. European Environment
Agency. eea.europa.eu/publications/technical_
report_2005_1 febrúar 2019.
11. Mannucci PM, Harari S, Martinelli I, Franchini M. Effects
on health of air pollution: a narrative review. Intern Emerg
Med 2015; 10: 65762.
12. Alias C, Benassi L, Bertazzi L, Sorlini S, Volta M, Gelatti U.
Environmental exposure and health effects in a highly pol
luted area of Northern Italy: a narrative review. Environ
Sci Pollut Res 2019; 26: 455569.
13. Yang BY, Qian Z, Howard SW, Vaughn MG, Fan SJ, Liu
KK, et al. Global association between ambient air pollu
tion and blood pressure: A systematic review and meta
analysis. Environ Pollut 2018; 235: 57688.
14. Requia WJ, Adams MD, Arain A, Papatheodorou S,
Koutrakis P, Mahmoud M. Global Association of Air
Pollution and Cardiorespiratory Diseases: A Systematic
Review, MetaAnalysis, and Investigation of Modifier
Variables. Am J Public Health 2017; 108: S12330.
15. Peters A, Dockery DW, Muller JFE, Mittleman MA.
Increased Particulate Air Pollution and the Triggering of
Myocardial Infarction. Circulation 2001; 103: 28105.
16. Hong YC, Lee JT, Kim H, Ha EH, Schwartz J, Christiani
DC. Effects of air pollutants on acute stroke mortality.
Environ Health Perspect 2002; 110: 18791.
17. Mustafić H, Jabre P, Caussin C, Murad MH, Escolano
S, Tafflet M, et al. Main Air Pollutants and Myocardial
Infarction: A Systematic Review and Metaanalysis. JAMA
2012; 307: 71321.
18. Di Q, Wang Y, Zanobetti A, Wang Y, Koutrakis P, Choirat
C, et al. Air Pollution and Mortality in the Medicare
Population. N Engl J Med 2017; 376: 251322.
19. Sun Z, Zhu D. Exposure to outdoor air pollution and its
human health outcomes: A scoping review. PLOS ONE
2019; 14: e0216550.
20. Kelly FJ, Fussell JC. Air pollution and public health:
emerging hazards and improved understanding of risk.
Environ Geochem Health 2015; 37: 63149.
21. Rajak R, Chattopadhyay A. Short and longterm exposure
to ambient air pollution and impact on health in India: a
systematic review. Int J Environ Health Res 2019; 125.
22. Brunekreef B, Forsberg B. Epidemiological evidence of
effects of coarse airborne particles on health. Eur Respir J
2005; 26: 30918.
23. Di Q, Dai L, Wang Y, Zanobetti A, Choirat C, Schwartz JD,
et al. Association of Shortterm Exposure to Air Pollution
With Mortality in Older Adults. JAMA 2017; 318: 244656.
24. McConnell R, Berhane K, Gilliland F, London SJ, Islam
T, Gauderman WJ, et al. Asthma in exercising children
exposed to ozone: a cohort study. Lancet 2002; 359: 38691.
25. Manan NA, Aizuddin AN, Hod R. Effect of Air Pollution
and Hospital Admission: A Systematic Review. Ann Glob
Health 2018; 84: 6708.
26. Gauderman WJ, Avol E, Gilliland F, Vora H, Thomas
D, Berhane K, et al. The Effect of Air Pollution on Lung
Development from 10 to 18 Years of Age. N Engl J Med
2004; 351: 105767.
27. Bates MN, Garrett N, Crane J, Balmes JR. Associations of
ambient hydrogen sulfide exposure with selfreported ast
hma and asthma symptoms. Environ Res 2013; 122: 817.
28. Bates MN, Garrett N, Shoemack P. Investigation of health
effects of hydrogen sulfide from a geothermal source.
Arch Environ Health 2002; 57: 40511.
Heimildir