Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2019/105 425
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
DOI: 10.17992/lbl.2019.10.249
Arðbært heilbrigðiskerfi
Í skugga langra biðlista eftir lífsnauðsynlegum að
gerðum, langþreytts starfsfólks, margra vikna og
mánaða biðar eftir nauðsynlegri læknisþjónustu
liggja nú fyrir fjárlög fyrir árið 2020. Þar kemur með
al annars fram að heildarframlög til heilbrigðismála
nema 259.541 milljónum króna, um 26% af heildar
útgjöldum ríkissjóðs. Þar af er 108,9 milljónum varið
til sjúkrahúsþjónustu og 57,9 milljónum í heilbrigðis
þjónustu utan sjúkrahúsa. Þrátt fyrir aukin framlög
til málaflokksins vantar nokkuð á að hægt verði að
bæta þá þjónustu sem okkur er ætlað að sinna. Má
þar nefna aukinn launa og rekstrarkostnað vegna
langvarandi fjársveltis til eðlilegs viðhalds. Mun því
verulegur hluti þessa fjármagns fara í löngu tíma
bærar endurbætur og launaleiðréttingar.
Allflestar fjölskyldur í landinu þurfa einhvern
tíma á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Sem
betur fer hafa flestar þjónustukannanir komið vel út
í alþjóðlegum samanburði.
Því miður hefur það viðgengist um árabil að fjalla
um rekstur þessa hornsteins almennrar velmegun
ar eins og um venjulegan fyrirtækjarekstur væri að
ræða, án þess að taka mið af þeirri framlegð sem
þjónustan veitir beint og óbeint inn í efnahagslífið.
Menn hafa ítrekað haldið því fram að um taprekstur
væri að ræða þegar í upphafi var kolvitlaust gefið!
Hið rétta er að flestum Íslendingum er vel kunn
ugt um arðsemi þessarar þjónustu. Góð heilsa er
forsenda þess að við getum verið virkir þátttakend
ur á vinnumarkaði. Staðreyndin er sú að á hverju
ári væri hægt að reikna út þann gríðarlega arð sem
þessi hornsteinn að velmegun og farsæld þjóðarinn
ar veitir inn í hagkerfið.
Eftirlits og heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna
hafa reiknað út hagnaðinn af því að bjarga einu
mannslífi, hann nemur 9,7 milljónum Bandaríkja
dala.1 Ef tekið er mið af öllum viðmiðum, samfélags
legum, framlegðar til atvinnulífs, virkrar þátttöku
í kaupum á þjónustu og fleira er árlegur hagnaður
af hverju auknu lífsgæðavegnu lífári talinn vera
135.714 Bandaríkjadalir. Enginn ágreiningur er
um fjárhagslegan ávinning þess að opna kransæð
í hjartaáfalli, eða skipta um ónýta mjöðm vegna
slitgigtar. Hins vegar höfum við ekki haldið á lofti
kostnaðarlegri arðsemi af öðrum læknisverkum og
lýðheilsuaðgerðum. Þannig hefur til dæmis nýlega
verið reiknað út að árlegur sparnaður af því að
greina einstakling með undirliggjandi ónæmisgalla
og hefja viðeigandi eftirlit og meðferð sé upp á tæpar
7 milljónir króna, jafnvel þó kostnaðarsamar reglu
legar mótefnameðferðir séu viðhafðar.2 Þannig má
ætla að árleg arðsemi af slíkri meðferð geti numið
að minnsta kosti 150 milljónum króna!
Fjölmargar úttektir hafa verið gerðar á gæðum og
afköstum íslensks heilbrigðiskerfis sem undantek
ingarlaust hafa sýnt að þrátt fyrir að heildarfram
lög til málaflokksins séu eitthvert lægsta hlutfall af
vergri landsframleiðslu sem þekkist á alþjóðavísu
eru gæði og afköst með því besta sem til þekkist.3
Þrátt fyrir góðan árangur er ljóst að veruleg
tækifæri eru fyrir hendi til að auka arðsemi okk
ar heilbrigðiskerfis enn frekar. Almennt er talið að
hlutfall tapaðs fjármagns innan heilbrigðiskerfis
ins geti numið 2030% á Vesturlöndum. Dæmi um
slíkt er þegar sjúklingar eru sendir í læknisaðgerðir
erlendis þótt sambærileg og jafnvel betri þjónusta
sé í boði innanlands. Einnig er aðgengi sjúklinga
að almennri læknisþjónustu heilsugæslulækna
óviðunandi. Vaxandi lyfjakostnaður hefur verið til
umfjöllunar. Gerist þetta á sama tíma og aðgengi að
góðum og gömlum lyfjum (oftast ódýrum) verður
sífellt erfiðara, auk þess sem sjúklingar fá oft ekki
afgreidd lífsnauðsynleg lyf með tilheyrandi áhættu
og auknum kostnaði. Í því sambandi má nefna ný
lega úttekt á gæðum nýrra lyfja á markaði fyrir árin
20112017 sem bendir til að eingöngu 25% þeirra hafi
haft verulega mikil áhrif, en 58% fólu ekki í sér neina
sjáanlega viðbót við eldri og oftast ódýrari með
ferðarleiðir.4 Einnig hefur oft verið bent á möguleika
samskiptamiðla til að stuðla að bættri og hagkvæm
ari heilbrigðisþjónustu.5 Á undanförnum árum hafa
orðið gríðarlegar framfarir í notkun gervigreindar
og tölvuforrita með það að markmiði að stuðla að
auknu aðgengi einstaklinga að lausnum til að taka
frumkvæði að eigin heilsu.6 Undirritaður hefur
ásamt samstarfsmönnum tekið þátt í þessari nýsköp
un, en verulegur kostnaðarlegur ávinningur næst ef
slíkar lausnir eru notaðar á markvissan máta.7,8 Því
miður hefur þessu verið tekið fálega í ráðuneyti heil
brigðismála fram til þessa, þrátt fyrir að opinberlega
sé rætt um mikilvægi slíkra lausna. Það er með ólík
indum að við erum tilbúin að ræða um sjálfkeyrandi
bíla, en erum enn langt á eftir í rafrænum lausnum
til að styðja fólk í heilsueflandi aðgerðum og ekki
síður til að styrkja lækna og heilbrigðisstarfsfólk í að
veita bestu og arðsömustu þjónustuna.
Af framansögðu mætti vera ljóst að það er löngu
tímabært að við hættum að ræða um taprekstur heil
brigðiskerfisins, hann er einfaldlega ekki til staðar.
Við megum þó ekki staðna í þeirri viðleitni að gera
gott kerfi betra og arðsamara. Þar liggja fjölmörg
sóknarfæri og er hér aðeins bent á örfá þeirra.
Heimildir við leiðarann eru á heimasíðu blaðsins.
The profitabilty of
health care in Iceland
Bjorn R. Ludviksson, MD,
Ph.D. University of Iceland,
Department of medicine,
division of immunology,
Landspitali University
Hospital, Hringbraut, 101
Reykjavik, Iceland.
Björn Rúnar
Lúðvíksson
prófessor í ónæmisfræði,
læknadeild Háskóla
Íslands og ónæmisfræði-
deild Landspítala
bjornlud@landspitali.is