Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 34

Læknablaðið - okt. 2019, Blaðsíða 34
450 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T H2S fór yfir lyktarmörkin (7μg/m3) í Reykjavík fjölgaði innlögnum allt að fjórum dögum seinna um allt að 5%. Þegar sambandið var skoðað nánar kom í ljós að karlmenn voru viðkvæmari en konur og eldra fólk viðkvæmara en þeir yngri (72 ára og yngri).43 Báðar þessar rannsóknir finna sterkt samband milli H2S og veikinda og sýna að sumir hópar eru ef til vill viðkvæmari en aðrir fyrir áhrif­ um H2S á heilsu. Enn önnur rannsókn hefur verið gerð á mögulegum áhrifum loftmengunar í Reykjavík og koma/innlagna á Landspítala.45 Sú rannsókn sýndi fram á samband milli hækkunar í styrk O3 og koma/innlagna á spítalann vegna hjartasjúkdóma, lungnasjúk­ dóma eða heilablóðfalls sama dag og allt að tveimur dögum eftir hækkun í O3. Þessi hækkun var 4% en var enn hærri meðal kvenna (8%). Rannsóknir á áhrifum eldgosa á heilsufar manna Tvær vísindarannsóknir voru gerðar á áhrifum Eyjafjallajökuls­ goss á heilsufar manna. Rannsókn Hanne Krage Carlsen og félaga sagði frá bráðum áhrifum eldgossins á heilsufar heimamanna. Á svæðinu sunnan og austan Eyjafjallajökuls varð mikið öskufall og allt að 25% öskunnar var af þeirri stærð að hún gat komist alla leið niður í lungnablöðrur (stærð undir 10 μm). Þau rann­ sökuðu íbúa á svæðinu, alls 207 manns, í byrjun júní 2010. Tæplega helmingur hópsins hafði fundið fyrir áreiti í efri hluta öndunarfæra eftir að hafa verið útsettur fyrir ösku og fjórðungur í augum.46 Hin rannsókn Hanne Krage Carl­ sen og félaga gekk út á að kanna hvort það að upplifa að vera nálægt eldgosi stuðlaði að aukinni tíðni líkamlegra eða geðrænna einkenna.47 Til að kanna þetta svöruðu Sunn­ lendingar spurningalistum um heilsufar 6­9 mánuðum eftir eldgos­ ið og til samanburðar voru Skagfirðingar. Meiri líkur voru á að hafa fundið fyrir einkennum hjá rannsóknarhópi heldur en samanburð­ arhópi. Algengara var að þau væru með þyngsli fyrir brjósti, hósta, uppgang og augnertingu. Þegar horft var til baka síðustu 12 mánuði voru öndunarfæraeinkenni eins og hósti og uppgangur algengari hjá rannsóknarhópi en samanburðarhópi þótt tíðni lungnasjúk­ dóma eins og astma væri svipuð í báðum hópum. Helmingi fleiri í rannsóknarhópi höfðu tvö eða fleiri einkenni frá nefi, augum eða efri öndunarfærum. Gerð var rannsókn á tengslum loftmengunar á Reykjavíkursvæð­ inu við komur á bráðadeild Landspítala árin 2007 til 2012. Loftmeng­ unin fór yfir heilsufarsmörk 115 daga af 2191 á rannsóknartímanum og í 20 daga af tímabilinu var hún talin stafa af gosösku. Há gildi loftmengunar vegna eldfjallaösku tengdust ekki marktækt kom­ um á bráðadeild. Höfundar ályktuðu að rannsóknin benti til þess að eldfjallaaska væri hættulegri en önnur tegund loftmengunar en rannsóknin skæri ekki endanlega úr um það og frekari rannsókna væri þörf.48 Árið 2017 var gefin út ítarleg skýrsla um áhrif eldgoss í Holu­ hrauni 2014­2015.49 Mikið magn brennisteinsdíoxíðs mældist í byggð og fór yfir heilsuverndarmörk. Starfsmönnum sem fóru í námunda Mynd 7. Ársmeðaltalsstyrkur brennisteinsvetnis, brennisteins- díoxíðs, köfnunarefnisdíoxíðs og svifryks á 5 stöðum á Íslandi árin 2000-2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.